Innlent

Sakar Eflingu um að ala á klofningi milli verkafólks eftir búsetu

Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, sakar forystufólk Eflingar um að ala á klofningu á milli verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Þetta sé gert með því að halda því fram að félagsmenn Eflingar þurfi hærri laun sökum þess að þeir starfi á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að svo virðist sem að Efling stefni í að verða eyland í íslenskri verkalýðsbaráttu.

Innlent

Meintur gerandi fái vernd á meðan brota­þoli og fjöl­skylda sitja í djúpum sárum

Réttargæslumaður fimmtán ára stúlku, sem sakaði stjúpföður sinn um ítrekað og gróft kynferðisofbeldi, segir ekki boðlegt að réttarkerfið geti ekki unnið úr málum án þess að valda brotaþolum skaða. Stúlkan hafi þurft að bíða í nærri tvö ár án ákæru og lögreglan á þeim tíma afhent manninum síma brotaþola. Maðurinn nýtur nú verndar í formi nálgunarbanns. 

Innlent

Enginn haft sam­band við Eddu: „Þetta er búið og gert“

Stjórn ÍBV hefur sætt mikilli gagnrýni vegna þrettándagleði sem fram fór síðastliðinn föstudag í Vestmannaeyjum. Gagnrýnin snýr að því að nafn Eddu Falak var ritað á tröll sem tók þátt í göngunni. Edda hefur lýst því yfir að hún upplifi atvikið sem ofbeldi og rasisma. Formaður ÍBV segir málið búið og gert og staðfesti að enginn hafi haft samband við Eddu vegna málsins. 

Innlent

Sýknaður af líkamsárás á sambýliskonu sína

Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað karlmann sem ákærður var fyrir að ráðast á þáverandi sambýliskonu sína. Framburður fórnarlambsins hjá lögreglu og fyrir dómi þótti óstöðugur en konan gaf þrjár mismunandi lýsingar af atvikum.

Innlent

Hlustar ekki á „hótanir“ Halldórs Benjamíns

Formaður Eflingar segir að félagið muni slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og hefja verkfallsundirbúning, fallist samtökin ekki á að hafa nýtt tilboð Eflingar til grundvallar í frekari viðræðum. Hún kveðst þó bjartsýn á að ná góðum samningi fyrir Eflingarfólk og gefur lítið fyrir „hótanir“ framkvæmdastjóra SA um brottfall afturvirkni.

Innlent

Leiguskip Eimskips vélarvana vestur af Reykjanesi

Uppfært: Vélar flutningaskipsins eru komnar í gang og siglir það nú fyrir eigin vélarafli. Landhelgisgæslan hefur létt á viðbúnaði sínum en dráttarbáturinn Magni mun fylgja skipinu áleiðis til hafnar í Reykjavík.

Innlent

Slapp út um rifu en fann leiðina heim fjórum árum síðar

Það voru fagnaðarfundir þegar kötturinn Dimma skilaði sér til eigenda sinna eftir fjögurra ára viðskilnað. Dimma slapp úr pössun í Hlíðunum haustið 2018. Hún fannst á ný í haust og er nú komin aftur í hlýjan faðm eigenda sinna, sem búa nú í Svíþjóð. Eigandi Dimmu segir að þau hafi verið búin að afskrifa það að hún finndist lifandi en mikil gleði ríkir með að Dimma sé komin aftur heim.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö verður rætt við framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins í beinni útsendingu um kjaraviðræður samtakana og Eflingar. 

Innlent

Efling búin að semja móttil­boð til SA

Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok.

Innlent

Vara við sérlega skæðri hálku

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar alla vegfarendur við mikilli hálku á höfuðborgarsvæðinu. Hálkan er sögð sérstaklega skæð nú þegar þegar hitinn er í kring um frostmark.

Innlent

Frosthörkur gera garðyrkjubændum erfitt fyrir

Frosthörkur síðustu vikur hafa gert garðyrkjubændum í Uppsveitum Árnessýslu erfitt fyrir við að halda hita á gróðurhúsunum sínum. Á sama tíma hafa þeir þurft að auka lýsinguna í gróðurhúsum til að auka vöxt plantna með tilheyrandi kostnaði í kuldatíðinni.

Innlent