Innlent Organista Digraneskirkju sagt upp störfum Sólveigu Sigríði Einarsdóttur, organista í Digraneskirkju, hefur verið sagt upp störfum. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, segir að þar með sé búið að láta „síðasta þolandann fjúka úr Digranesi“. Innlent 31.3.2023 06:48 Skólp flæddi inn á heimili fjölskyldu í Kópavogi: „Hér er allt fullt af skít“ Fjögurra manna fjölskylda í Kópavogi sér fram á milljóna tjón eftir að stífla í skólpröri olli því að skólp flæddi inn í íbúð þeirra og olli gífurlegum skemmdum. Eigandi segir Kópavogsbæ hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Svör frá tryggingafélaginu séu á þá leið að ekkert sé hægt að aðhafast fyrr en beiðni berist frá Kópavogsbæ. Íbúðin sé byrjuð að mygla og tíminn á þrotum. Kópavogsbær hafnar að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Innlent 30.3.2023 21:51 Íbúar hvattir til að sýna aðgæslu Appelsínugular viðvaranir eru nú í gildi vegna mikillar úrkomu á Austurlandi. Flóð hafa verið að falla nokkuð víða í dag en þó ekki alvarleg. Síðar í kvöld voru íbúar á Austurlandi hvattir til að sýna aðgæslu nærri vatnsfarvegum. Innlent 30.3.2023 21:44 Víðtækar lokanir þjóðvega í strandbyggðum Austfjarða Appelsínugul viðvörun er enn í gildi á Austfjörðum og er áfram talin mikil hætta á snjóflóðum og krapaflóðum. Almannavarnir hafa í dag gripið til frekari rýminga í Neskaupstað og á Eskifirði. Þá hafa hús einnig verið rýmd í Mjóafirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði, auk Seyðisfjarðar. Innlent 30.3.2023 21:42 Dæmi um að foreldrar borgi hátt í milljón fyrir fermingarveislur Fermingarveislur í dag eru orðnar allt of umfangsmiklar og þær kosta of mikið. Þetta segir einstæð móðir sem nú stendur í fermingarundirbúningi. Dæmi séu um að foreldrar hafi borgað hátt í eina milljón króna fyrir fermingarveislu barna sinna. Innlent 30.3.2023 20:59 „Ég sé ekkert óeðlilegt við þetta“ Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi í dag atkvæði gegn vantrauststillögu á hendur dómsmálaráðherra. Hann segist ekki sjá neitt athugavert við það. Innlent 30.3.2023 20:34 Boðið verður upp á fylgdarakstur milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Ákveðið hefur verið að bjóða upp á fylgdarakstur milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar í kvöld. Snjóflóð féll úr Hólmatindi Eskifjarðar megin fyrr í dag. Innlent 30.3.2023 19:11 Semja um sjö hundruð liðaskiptaaðgerðir Samningar milli Sjúkratrygginga Íslands, Klíníkurinnar í Ármúla og Handlæknastöðvarinnar í Glæsibæ um framkvæmd á sjö hundruð liðskiptaaðgerðum á þessu ári. Samningarnir voru síðan staðfestir af heilbrigðisráðherra. Innlent 30.3.2023 18:43 Íslandsvinahópur á Bandaríkjaþingi Fyrr í dag fór fram stofnfundur sérstaks Íslandsvinahóps meðal þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings (Iceland Caucus). Innlent 30.3.2023 18:35 Flóð fallið nokkuð víða og enn frekari rýmingar í Neskaupstað Ákveðið hefur verið að grípa til enn frekari rýminga í Neskaupstað vegna hættu á ofanflóðum en rýmingar eru þegar í gildi á nokkrum stöðum. Veður virðist vera að ná hámarki en appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna mikillar úrkomu. Flóð hafa verið að falla nokkuð víða í dag að sögn yfirlögregluþjóns á Austurlandi. Innlent 30.3.2023 18:24 Mikilvægt að löggjöfin taki tillit til landfræðilegrar legu Íslands Samkvæmt fyrirhugaðri löggjöf Evrópusambandsins sem hefur það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda mun aukinn kostnaður vegna kolefnislosunar leggjast þungt á flugfélög með tengimiðstöð á Íslandi, einungis vegna landfræðilegrar legu. Að óbreyttu mun þetta leiða til þess að samkeppnisstaða íslensku flugfélaganna veikist gríðarlega með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á ferðaþjónustu, flutninga, annað íslenskt atvinnulíf og samfélag í heild sinni. Innlent 30.3.2023 18:03 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mikil hætta er enn á snjóflóðum og krapaflóðum á Austfjörðum og hefur verið gripið til frekari rýminga í Neskaupstað og á Eskifirði. Við fjöllum um stöðuna í fréttatímanum okkar kl. 18:30. Innlent 30.3.2023 18:00 Tómas sá eini sem greiddi ekki atkvæði: „Ég er eins og vindpoki á flugvellinum“ Vantrauststillaga á hendur dómsmálaráðherra var felld í dag. Þrjátíu og fimm þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og tuttugu og tveir með henni. Einn þingmaður var viðstaddur og greiddi ekki atkvæði: Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins. Innlent 30.3.2023 17:52 BHM náð samkomulagi við ríki og borg um efni nýrra samninga BHM hefur náð rammasamkomulagi við fulltrúa ríkis og Reykjavíkurborgar um meginefni nýrra kjarasamninga aðildarfélaga bandalagsins. Samkomulagið er til tólf mánaða en á næstu dögum munu aðildarfélög eiga fundi með ríki og borg til að klára endanlega samninga. Stefnt er að því að ljúka sambærilegu samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga innan tíðar. Innlent 30.3.2023 16:32 Skemmtistað Óla Geirs í Keflavík lokað Skemmtistaðnum LUX Keflavík var lokað um síðustu helgi vegna skorts á tilskyldum leyfum. Staðnum var lokað stuttu áður en einkasamkvæmi átti að hefjast þar og þurfti að færa veisluna yfir á annan skemmtistað í bænum. Innlent 30.3.2023 15:46 Taka fyrir deilu um hvenær starfsmenn séu í vinnunni og hvenær ekki Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni Reykjavíkurborgar í skaðabótamáli fyrrverandi leikskólakennara sem slasaðist í hópefli starfsmanna þar sem þeir voru að leika sér í svokölluðum blöðruboltum. Í málinu er deilt um hvort slysið hafi átt sér stað á vinnutíma eða í frítíma. Innlent 30.3.2023 15:31 Engin lög brotin og ekkert rætt um framtíð Jóns Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir skýrt að engin lög hafi verið brotin eftir að hann stóð af sér vantrauststillögu á Alþingi í dag. Ekkert hafi verið rætt við hann um hvort að hann láti af embætti ráðherra á næstunni eins og lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins. Innlent 30.3.2023 15:29 Rýma fleiri hús á Eskifirði Búið er að lýsa yfir hættuástandi vegna ofanflóða á Eskifirði og verið að rýma hús þar. Rýmingin gildir frá klukkan fjögur í dag, þar til hún er felld niður. Innlent 30.3.2023 15:24 Mikil vanræksla og ofbeldi í æsku Geðlæknar og sálfræðingar sem mátu andlegt ástand Magnúsar Arons Magnússonar segja hann ekki glíma við neina alvarlega geðsjúkdóma en hann sé líklegast á einhverfurófinu. Faðir Magnúsar neitaði að senda hann í greiningarviðtal eftir að hann hitti sálfræðing á unglingsaldri. Innlent 30.3.2023 15:10 Líta verði á börn sem fjárfestingu en ekki kostnað Nauðsynlegt er að líta á börn sem fjárfestingu til framtíðar en ekki sem kostnað, þetta segir barnamálaráðherra. Ráðstefna um málefni barna fer nú fram í samvinnu Evrópuráðsins og mennta- og barnamálaráðuneytisins. Innlent 30.3.2023 14:31 Frekari rýmingar í Neskaupstað bætast við Veðurstofan hefur ákveðið frekari rýmingu í Neskaupstað vegna ofanflóðahættu frá og með klukkan þrjú í dag. Fyrr í dag var ákveðið að grípa til rýminga á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði. Rýmingar eru sömuleiðis í gildi á Seyðisfirði og Eskifirði. Innlent 30.3.2023 14:25 Hjónin á Erpsstöðum verðlaunuð á Búnaðarþingi Hjónin á Erpsstöðum í Dalabyggð, þau Helga Elínborg Guðmundsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson hlutu Landbúnaðarverðlaunin á Búnaðarþingi í morgun. Heimavinnsla bændanna hefur notið mikilla vinsælda, meðal annars ísinn og ostarnir. Innlent 30.3.2023 14:13 Ráðast í rýmingar á Stöðvarfirði og á Fáskrúðsfirði Veðurstofan hefur vegna hættuástands vegna ofanflóða ákveðið rýmingu á reitum 4 á Stöðvarfirði og reit 7 Fáskrúðsfirði. Innlent 30.3.2023 13:35 Tillaga um vantraust á hendur Jóni felld Tillaga fulltrúa stjórnarandstöðunnar á Alþingi var felld í atkvæðagreiðslu á þingi á öðrum tímanum í dag. 35 þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og 22 með tillögunni. Einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og fimm voru fjarverandi. Innlent 30.3.2023 13:13 Aðildarfélög BSRB undirrita kjarasamninga Aðildarfélög BSRB hafa náð samkomulagi um launahækkanir og kjarabætur fyrir starfsfólk í almannaþjónustu við ríki og Reykjavíkurborg. Um skammtímasamninga er að ræða sem gilda í tólf mánuði frá 1. apríl 2023. Innlent 30.3.2023 12:53 Segir aðgerðirnar ekki duga Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn verðbólgu ekki duga. Hann segir boðaðar skattahækkanir illa ígrundaðar. Þá lýsir stjórn Félags atvinnurekenda yfir vonbrigðum með að ekki eigi að lækka tolla. Innlent 30.3.2023 12:29 Munu líklega grípa til frekari rýminga vegna hættu á flóðum Líklega verður farið í frekari rýmingar á Austfjörðum eftir hádegi vegna slæmrar veðurspár. Helsta áhyggjuefnið núna eru möguleg krapaflóð og aurskriður en það bætist við snjóflóðahættu sem einnig er á svæðinu og hafa einhver flóð fallið í morgun. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir mikilvægt að fólk sýni sérstaka aðgát. Innlent 30.3.2023 12:28 Áverkar eftir skósóla Magnúsar á þeim látna Mynstur var á áverkum á hægri hlið ennis Gylfa Bergmann Heimissonar sem samsvara skósóla Magnúsar Arons Magnússonar sem ákærður er fyrir að hafa myrt Gylfa. Höggin sem ollu áverkunum komu ofan frá. Innlent 30.3.2023 12:22 Forsætisráðherra segir málið snúast um lagalegan ágreining Allar líkur eru á að vantrauststillaga fjögurra stjórnarandstöðuflokka á dómsmálaráðherra verði felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi síðar í dag. Tillöguflytjendur segja ráðherrann hafa brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins. Forsætisráðherra segir deiluna hins vegar lögfræðilega og ekki grundvöll til vantrausts. Innlent 30.3.2023 12:13 Landspítalinn þvær hendur sínar af blóðrannsóknum Greenfit Landspítalinn hafnar því alfarið að einhvers konar mistök hafi átt sér stað hjá spítalanum og ítrekar að hafa ekki með nokkrum hætti tekið þátt í þeirri heilbrigðisþjónustu sem veitt er af hálfu fyrirtækisins Greenfit. Innlent 30.3.2023 11:54 « ‹ ›
Organista Digraneskirkju sagt upp störfum Sólveigu Sigríði Einarsdóttur, organista í Digraneskirkju, hefur verið sagt upp störfum. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, segir að þar með sé búið að láta „síðasta þolandann fjúka úr Digranesi“. Innlent 31.3.2023 06:48
Skólp flæddi inn á heimili fjölskyldu í Kópavogi: „Hér er allt fullt af skít“ Fjögurra manna fjölskylda í Kópavogi sér fram á milljóna tjón eftir að stífla í skólpröri olli því að skólp flæddi inn í íbúð þeirra og olli gífurlegum skemmdum. Eigandi segir Kópavogsbæ hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Svör frá tryggingafélaginu séu á þá leið að ekkert sé hægt að aðhafast fyrr en beiðni berist frá Kópavogsbæ. Íbúðin sé byrjuð að mygla og tíminn á þrotum. Kópavogsbær hafnar að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Innlent 30.3.2023 21:51
Íbúar hvattir til að sýna aðgæslu Appelsínugular viðvaranir eru nú í gildi vegna mikillar úrkomu á Austurlandi. Flóð hafa verið að falla nokkuð víða í dag en þó ekki alvarleg. Síðar í kvöld voru íbúar á Austurlandi hvattir til að sýna aðgæslu nærri vatnsfarvegum. Innlent 30.3.2023 21:44
Víðtækar lokanir þjóðvega í strandbyggðum Austfjarða Appelsínugul viðvörun er enn í gildi á Austfjörðum og er áfram talin mikil hætta á snjóflóðum og krapaflóðum. Almannavarnir hafa í dag gripið til frekari rýminga í Neskaupstað og á Eskifirði. Þá hafa hús einnig verið rýmd í Mjóafirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði, auk Seyðisfjarðar. Innlent 30.3.2023 21:42
Dæmi um að foreldrar borgi hátt í milljón fyrir fermingarveislur Fermingarveislur í dag eru orðnar allt of umfangsmiklar og þær kosta of mikið. Þetta segir einstæð móðir sem nú stendur í fermingarundirbúningi. Dæmi séu um að foreldrar hafi borgað hátt í eina milljón króna fyrir fermingarveislu barna sinna. Innlent 30.3.2023 20:59
„Ég sé ekkert óeðlilegt við þetta“ Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi í dag atkvæði gegn vantrauststillögu á hendur dómsmálaráðherra. Hann segist ekki sjá neitt athugavert við það. Innlent 30.3.2023 20:34
Boðið verður upp á fylgdarakstur milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Ákveðið hefur verið að bjóða upp á fylgdarakstur milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar í kvöld. Snjóflóð féll úr Hólmatindi Eskifjarðar megin fyrr í dag. Innlent 30.3.2023 19:11
Semja um sjö hundruð liðaskiptaaðgerðir Samningar milli Sjúkratrygginga Íslands, Klíníkurinnar í Ármúla og Handlæknastöðvarinnar í Glæsibæ um framkvæmd á sjö hundruð liðskiptaaðgerðum á þessu ári. Samningarnir voru síðan staðfestir af heilbrigðisráðherra. Innlent 30.3.2023 18:43
Íslandsvinahópur á Bandaríkjaþingi Fyrr í dag fór fram stofnfundur sérstaks Íslandsvinahóps meðal þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings (Iceland Caucus). Innlent 30.3.2023 18:35
Flóð fallið nokkuð víða og enn frekari rýmingar í Neskaupstað Ákveðið hefur verið að grípa til enn frekari rýminga í Neskaupstað vegna hættu á ofanflóðum en rýmingar eru þegar í gildi á nokkrum stöðum. Veður virðist vera að ná hámarki en appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna mikillar úrkomu. Flóð hafa verið að falla nokkuð víða í dag að sögn yfirlögregluþjóns á Austurlandi. Innlent 30.3.2023 18:24
Mikilvægt að löggjöfin taki tillit til landfræðilegrar legu Íslands Samkvæmt fyrirhugaðri löggjöf Evrópusambandsins sem hefur það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda mun aukinn kostnaður vegna kolefnislosunar leggjast þungt á flugfélög með tengimiðstöð á Íslandi, einungis vegna landfræðilegrar legu. Að óbreyttu mun þetta leiða til þess að samkeppnisstaða íslensku flugfélaganna veikist gríðarlega með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á ferðaþjónustu, flutninga, annað íslenskt atvinnulíf og samfélag í heild sinni. Innlent 30.3.2023 18:03
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mikil hætta er enn á snjóflóðum og krapaflóðum á Austfjörðum og hefur verið gripið til frekari rýminga í Neskaupstað og á Eskifirði. Við fjöllum um stöðuna í fréttatímanum okkar kl. 18:30. Innlent 30.3.2023 18:00
Tómas sá eini sem greiddi ekki atkvæði: „Ég er eins og vindpoki á flugvellinum“ Vantrauststillaga á hendur dómsmálaráðherra var felld í dag. Þrjátíu og fimm þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og tuttugu og tveir með henni. Einn þingmaður var viðstaddur og greiddi ekki atkvæði: Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins. Innlent 30.3.2023 17:52
BHM náð samkomulagi við ríki og borg um efni nýrra samninga BHM hefur náð rammasamkomulagi við fulltrúa ríkis og Reykjavíkurborgar um meginefni nýrra kjarasamninga aðildarfélaga bandalagsins. Samkomulagið er til tólf mánaða en á næstu dögum munu aðildarfélög eiga fundi með ríki og borg til að klára endanlega samninga. Stefnt er að því að ljúka sambærilegu samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga innan tíðar. Innlent 30.3.2023 16:32
Skemmtistað Óla Geirs í Keflavík lokað Skemmtistaðnum LUX Keflavík var lokað um síðustu helgi vegna skorts á tilskyldum leyfum. Staðnum var lokað stuttu áður en einkasamkvæmi átti að hefjast þar og þurfti að færa veisluna yfir á annan skemmtistað í bænum. Innlent 30.3.2023 15:46
Taka fyrir deilu um hvenær starfsmenn séu í vinnunni og hvenær ekki Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni Reykjavíkurborgar í skaðabótamáli fyrrverandi leikskólakennara sem slasaðist í hópefli starfsmanna þar sem þeir voru að leika sér í svokölluðum blöðruboltum. Í málinu er deilt um hvort slysið hafi átt sér stað á vinnutíma eða í frítíma. Innlent 30.3.2023 15:31
Engin lög brotin og ekkert rætt um framtíð Jóns Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir skýrt að engin lög hafi verið brotin eftir að hann stóð af sér vantrauststillögu á Alþingi í dag. Ekkert hafi verið rætt við hann um hvort að hann láti af embætti ráðherra á næstunni eins og lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins. Innlent 30.3.2023 15:29
Rýma fleiri hús á Eskifirði Búið er að lýsa yfir hættuástandi vegna ofanflóða á Eskifirði og verið að rýma hús þar. Rýmingin gildir frá klukkan fjögur í dag, þar til hún er felld niður. Innlent 30.3.2023 15:24
Mikil vanræksla og ofbeldi í æsku Geðlæknar og sálfræðingar sem mátu andlegt ástand Magnúsar Arons Magnússonar segja hann ekki glíma við neina alvarlega geðsjúkdóma en hann sé líklegast á einhverfurófinu. Faðir Magnúsar neitaði að senda hann í greiningarviðtal eftir að hann hitti sálfræðing á unglingsaldri. Innlent 30.3.2023 15:10
Líta verði á börn sem fjárfestingu en ekki kostnað Nauðsynlegt er að líta á börn sem fjárfestingu til framtíðar en ekki sem kostnað, þetta segir barnamálaráðherra. Ráðstefna um málefni barna fer nú fram í samvinnu Evrópuráðsins og mennta- og barnamálaráðuneytisins. Innlent 30.3.2023 14:31
Frekari rýmingar í Neskaupstað bætast við Veðurstofan hefur ákveðið frekari rýmingu í Neskaupstað vegna ofanflóðahættu frá og með klukkan þrjú í dag. Fyrr í dag var ákveðið að grípa til rýminga á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði. Rýmingar eru sömuleiðis í gildi á Seyðisfirði og Eskifirði. Innlent 30.3.2023 14:25
Hjónin á Erpsstöðum verðlaunuð á Búnaðarþingi Hjónin á Erpsstöðum í Dalabyggð, þau Helga Elínborg Guðmundsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson hlutu Landbúnaðarverðlaunin á Búnaðarþingi í morgun. Heimavinnsla bændanna hefur notið mikilla vinsælda, meðal annars ísinn og ostarnir. Innlent 30.3.2023 14:13
Ráðast í rýmingar á Stöðvarfirði og á Fáskrúðsfirði Veðurstofan hefur vegna hættuástands vegna ofanflóða ákveðið rýmingu á reitum 4 á Stöðvarfirði og reit 7 Fáskrúðsfirði. Innlent 30.3.2023 13:35
Tillaga um vantraust á hendur Jóni felld Tillaga fulltrúa stjórnarandstöðunnar á Alþingi var felld í atkvæðagreiðslu á þingi á öðrum tímanum í dag. 35 þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og 22 með tillögunni. Einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og fimm voru fjarverandi. Innlent 30.3.2023 13:13
Aðildarfélög BSRB undirrita kjarasamninga Aðildarfélög BSRB hafa náð samkomulagi um launahækkanir og kjarabætur fyrir starfsfólk í almannaþjónustu við ríki og Reykjavíkurborg. Um skammtímasamninga er að ræða sem gilda í tólf mánuði frá 1. apríl 2023. Innlent 30.3.2023 12:53
Segir aðgerðirnar ekki duga Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn verðbólgu ekki duga. Hann segir boðaðar skattahækkanir illa ígrundaðar. Þá lýsir stjórn Félags atvinnurekenda yfir vonbrigðum með að ekki eigi að lækka tolla. Innlent 30.3.2023 12:29
Munu líklega grípa til frekari rýminga vegna hættu á flóðum Líklega verður farið í frekari rýmingar á Austfjörðum eftir hádegi vegna slæmrar veðurspár. Helsta áhyggjuefnið núna eru möguleg krapaflóð og aurskriður en það bætist við snjóflóðahættu sem einnig er á svæðinu og hafa einhver flóð fallið í morgun. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir mikilvægt að fólk sýni sérstaka aðgát. Innlent 30.3.2023 12:28
Áverkar eftir skósóla Magnúsar á þeim látna Mynstur var á áverkum á hægri hlið ennis Gylfa Bergmann Heimissonar sem samsvara skósóla Magnúsar Arons Magnússonar sem ákærður er fyrir að hafa myrt Gylfa. Höggin sem ollu áverkunum komu ofan frá. Innlent 30.3.2023 12:22
Forsætisráðherra segir málið snúast um lagalegan ágreining Allar líkur eru á að vantrauststillaga fjögurra stjórnarandstöðuflokka á dómsmálaráðherra verði felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi síðar í dag. Tillöguflytjendur segja ráðherrann hafa brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins. Forsætisráðherra segir deiluna hins vegar lögfræðilega og ekki grundvöll til vantrausts. Innlent 30.3.2023 12:13
Landspítalinn þvær hendur sínar af blóðrannsóknum Greenfit Landspítalinn hafnar því alfarið að einhvers konar mistök hafi átt sér stað hjá spítalanum og ítrekar að hafa ekki með nokkrum hætti tekið þátt í þeirri heilbrigðisþjónustu sem veitt er af hálfu fyrirtækisins Greenfit. Innlent 30.3.2023 11:54