Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir sátt fjármálaeftirlitsins og Íslandsbanka vegna brota bankans við sölu á 22,5 prósenta hlut í bankanum í mars í fyrra. Bankinn hefur sæst á að greiða 1,1 milljarð króna í sekt en eftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði farið gegn fjölmörgum reglum sem giltu um útboðið. Við heyrum meðal annars í fjármálaráðherra, aðstoðarseðlabankastjóra sem fer með fjármálaeftirlitið og forstjóra bankasýslunnar.

Innlent

Katrín Jakobs­dóttir stundi ó­merki­lega pólitík

Jóhann Páll Jóhannsson segir það ómerkilega pólitík hjá forsætisráðherra að segja að allir sem komu að söluferlinu á Íslandsbanka þurfi að standa skil á gjörðum sínum nema fjármálaráðherra. Trúi hún því að undirbúningur sölunnar standist skoðun ætti hún að falla frá andstöðu sinni við skipun rannsóknarnefndar.

Innlent

Enn eitt skútumálið komið upp hér á landi

Enn eitt skútumálið er komið upp hér á landi eftir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglu með aðstoð fjölmargra aðila leiddi til handtöku þriggja karlmanna snemma morguns laugardag vegna smygls á miklu magni fíkniefna. Ráðist var til aðgerða undan vestarlega við suðurströnd Íslands.

Innlent

Ekki getað að­hafst í máli Ás­laugar

Háskóli Íslands harmar að tilkynnt hafi verið að Áslaug Ýr Hjartardóttir væri ekki viðstödd brautskráningarathöfn skólans á laugardag og henni snúið frá sviðinu. Fulltrúar skólans hafi ekki verið upplýstir um stöðu mála og því ekki getað aðhafst.

Innlent

Hannes segir sig úr bæjar­stjórn Kópa­vogs

Hann­es Stein­dórs­son, fast­eigna­sali, ætl­ar að segja af sér sem bæj­ar­full­trúi í Kópa­vogs­bæ á bæj­ar­stjórn­ar­fundi á morg­un til að einbeita sér að fasteignasölu og barnauppeldi. Fyrr í mánuðinum seldi hann allan hlut sinn í fasteignasölunni Lind.

Innlent

„Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati“

Stjórnendur Íslandsbanka brugðust trausti þjóðarinnar algjörlega við sölu bankans á hlutum í eigu ríkisins og stjórn bankans er óáættanleg að mati viðskiptaráðherra. Alvarleg og kerfislæg brot Íslandsbanka við sölu bankans eru dregin fram í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt sem gerð var á dögunum vegna sölunnar en birt var í morgun.

Innlent

Bí­ræfnir blóma­þjófar í bænum

Fjölda blómapotta í Miðborginni hefur verið stolið á undanförnum vikum. Bæði íbúar og veitingastaður hafa lent í því að blómapottar hverfi. Hvort um er að ræða markvissan þjófnað eða handahófskennd fíflalæti er ekki víst.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Samkomulag Fjármálaeftirlits Seðlabankans við Íslandsbanka var gert opinbert í morgun og við eyðum drjúgum hluta hádegisfrétta í þá umfjöllun. 

Innlent

Fyrsta há­lendi­svaktin farin af stað

Á hverju sumri heldur fjöldi sjálfboðaliða í björgunarsveitum landsins upp á hálendið og er þar til staðar ef óhöpp eða slys verða hjá þeim fjölmörgu sem þar eiga leið um. Fyrsta hálendisvaktin bjó sig undir brottför í gærkvöldi.

Innlent

„Neyðin er mikil hjá gælu­dýrum á Ís­landi“

Dýra­at­hvörf hér­lendis fyrir heimilis­laus dýr eru full og til­vikum þar sem gælu­dýr eru skilin eftir á ver­gangi fer fjölgandi. Þetta segir for­maður Dýr­finnu, sem segir neyðina mikla og hvetur fjöl­skyldur til þess að í­huga frekar að taka að sér eldri dýr frekar en þau yngri. Hús­næðis­markaðurinn og strangar reglur um gælu­dýra­hald spili stóran þátt í neyð dýranna.

Innlent

Skip­stjóri faldi mynda­vél inni á klósetti Ís­lendinga

Ís­lenskur hópur í fríi í Cannes í Frakk­landi var á siglingu við borgina þarsíðustu helgi þegar einn úr hópnum tók eftir mynda­vél sem falin var inni í vegg á klósetti í bátnum þar sem þau höfðu fata­skipti. Málið var til­kynnt til lög­reglu sem hand­tók skip­stjórann við komu til hafnar.

Innlent

„Þeim var víst drullu­sama um fatlaða há­skóla­nemann“

Áslaug Ýr Hjartardóttir var meðal þeirra 2.832 nemenda sem brautskráðust frá Háskóla Íslands í gær við hátíðlega athöfn. Líkt og öðrum kandídötum óskaði hún þess að taka við skírteini eftir stranga skólagöngu en ólíkt flestum er Áslaug lögblind, heyrnarlaus og í hjólastól, og þarf því gjarnan meiri stuðning en aðrir nemendur.

Innlent

Bylgja mann­dráps­mála gengur yfir

Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála sem nú gengur yfir vera áhyggjuefni. Ef fram haldi sem horfi væri verið að stíga inn í allt annað umhverfi en þekkst hafi hér á landi. Fjöldi útlendinga sem fremji eða verði fyrir brotum sé merki um viðkvæmari stöðu þeirra.

Innlent