Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir sátt fjármálaeftirlitsins og Íslandsbanka vegna brota bankans við sölu á 22,5 prósenta hlut í bankanum í mars í fyrra. Bankinn hefur sæst á að greiða 1,1 milljarð króna í sekt en eftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði farið gegn fjölmörgum reglum sem giltu um útboðið. Við heyrum meðal annars í fjármálaráðherra, aðstoðarseðlabankastjóra sem fer með fjármálaeftirlitið og forstjóra bankasýslunnar. Innlent 26.6.2023 18:00 Efni skýrslunnar minni á lýsingar á „subbuskap fyrir hrun“ Tæplega hundrað blaðsíðna skýrsla um sáttina sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans gerði við Íslandsbanka var birt í morgun en efni hennar hefur skotið mörgum skelk í bringu. Innlent 26.6.2023 16:42 Katrín Jakobsdóttir stundi ómerkilega pólitík Jóhann Páll Jóhannsson segir það ómerkilega pólitík hjá forsætisráðherra að segja að allir sem komu að söluferlinu á Íslandsbanka þurfi að standa skil á gjörðum sínum nema fjármálaráðherra. Trúi hún því að undirbúningur sölunnar standist skoðun ætti hún að falla frá andstöðu sinni við skipun rannsóknarnefndar. Innlent 26.6.2023 16:41 Enn eitt skútumálið komið upp hér á landi Enn eitt skútumálið er komið upp hér á landi eftir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglu með aðstoð fjölmargra aðila leiddi til handtöku þriggja karlmanna snemma morguns laugardag vegna smygls á miklu magni fíkniefna. Ráðist var til aðgerða undan vestarlega við suðurströnd Íslands. Innlent 26.6.2023 15:49 Ekki getað aðhafst í máli Áslaugar Háskóli Íslands harmar að tilkynnt hafi verið að Áslaug Ýr Hjartardóttir væri ekki viðstödd brautskráningarathöfn skólans á laugardag og henni snúið frá sviðinu. Fulltrúar skólans hafi ekki verið upplýstir um stöðu mála og því ekki getað aðhafst. Innlent 26.6.2023 15:47 „Ábyrgðaraðilinn á sölunni hefur hvergi verið rannsakaður“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, segir skýrslu um sátt Íslandsbanka, sýna að bráðnauðsynlegt sé að sérstök rannsóknarnefnd Alþingis verði skipuð. Innlent 26.6.2023 15:21 Hannes segir sig úr bæjarstjórn Kópavogs Hannes Steindórsson, fasteignasali, ætlar að segja af sér sem bæjarfulltrúi í Kópavogsbæ á bæjarstjórnarfundi á morgun til að einbeita sér að fasteignasölu og barnauppeldi. Fyrr í mánuðinum seldi hann allan hlut sinn í fasteignasölunni Lind. Innlent 26.6.2023 15:06 Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. Innlent 26.6.2023 14:33 Handteknir um borð í skútu með mikið magn fíkniefna Tveir voru handteknir um borð í skútu undan suðurströnd Íslands um helgina eftir að mikið magn fíkniefna fannst þar um borð. Þá var þriðji einstaklingurinn handtekinn í landi vegna málsins. Innlent 26.6.2023 14:22 Vafði byssunni inn í peysu til að smygla henni inn á Dubliner Karlmaður rétt undir þrítugu hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að hleypa af haglabyssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í mars síðastliðnum. Innlent 26.6.2023 13:44 Bein útsending: Blaðamannafundur forsætisráðherra Norðurlandanna og Trudeau Blaðamannafundur forsætisráðherra Norðurlandanna og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefst í Vestmannaeyjum hefst um klukkan 13:20 í dag. Innlent 26.6.2023 13:20 „Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati“ Stjórnendur Íslandsbanka brugðust trausti þjóðarinnar algjörlega við sölu bankans á hlutum í eigu ríkisins og stjórn bankans er óáættanleg að mati viðskiptaráðherra. Alvarleg og kerfislæg brot Íslandsbanka við sölu bankans eru dregin fram í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt sem gerð var á dögunum vegna sölunnar en birt var í morgun. Innlent 26.6.2023 12:22 Vill að stjórnendur axli ábyrgð: „Það blasir við að þetta er áfellisdómur“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skýrsluna um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka áfellisdóm. Það sé eðlileg krafa almennings að stjórnendur bankans axli með einhverjum hætti ábyrgð. Innlent 26.6.2023 12:21 Bíræfnir blómaþjófar í bænum Fjölda blómapotta í Miðborginni hefur verið stolið á undanförnum vikum. Bæði íbúar og veitingastaður hafa lent í því að blómapottar hverfi. Hvort um er að ræða markvissan þjófnað eða handahófskennd fíflalæti er ekki víst. Innlent 26.6.2023 12:13 Hádegisfréttir Bylgjunnar Samkomulag Fjármálaeftirlits Seðlabankans við Íslandsbanka var gert opinbert í morgun og við eyðum drjúgum hluta hádegisfrétta í þá umfjöllun. Innlent 26.6.2023 11:36 Húsnæðisaðgerðir sveitarfélaga fá slæma útreið Einungis ellefu prósent telja Reykjavíkurborg hafa staðið sig vel þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis en 63,4 prósent fremur eða mjög illa. Þegar sjónum er beint að öðrum sveitarfélögum segja 9,4 prósent þau hafa staðið sig vel í húsnæðismálum en 45,5 prósent illa. Innlent 26.6.2023 10:42 Skipuð skrifstofustjóri menningar og fjölmiðla Arna Kristín Einarsdóttir, dagskrár- og skipulagsstjóri við Sinfóníuhljómsveit og tónlistarhús Gautaborgar, hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra menningar og fjölmiðla í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Innlent 26.6.2023 10:32 Jónas Friðrik Guðnason er látinn Jónas Friðrik Guðnason, texta- og ljóðskáld frá Raufarhöfn, er látinn, 77 ára að aldri. Innlent 26.6.2023 08:52 Fyrsta hálendisvaktin farin af stað Á hverju sumri heldur fjöldi sjálfboðaliða í björgunarsveitum landsins upp á hálendið og er þar til staðar ef óhöpp eða slys verða hjá þeim fjölmörgu sem þar eiga leið um. Fyrsta hálendisvaktin bjó sig undir brottför í gærkvöldi. Innlent 26.6.2023 08:31 Hyggjast flytja út 43 þúsund tonn af sorpi til brennslu í Svíþjóð Stjórn Sorpu hyggst ganga til samninga við Stena Recycling AB um móttöku á brennalegum úrgangi frá höfuðborgarsvæðinu til brennslu í Svíþjóð. Gert er ráð fyrir að flytja út 43 þúsund tonn af úrgangi til brennslu árlega. Innlent 26.6.2023 08:04 „Neyðin er mikil hjá gæludýrum á Íslandi“ Dýraathvörf hérlendis fyrir heimilislaus dýr eru full og tilvikum þar sem gæludýr eru skilin eftir á vergangi fer fjölgandi. Þetta segir formaður Dýrfinnu, sem segir neyðina mikla og hvetur fjölskyldur til þess að íhuga frekar að taka að sér eldri dýr frekar en þau yngri. Húsnæðismarkaðurinn og strangar reglur um gæludýrahald spili stóran þátt í neyð dýranna. Innlent 26.6.2023 07:45 Norrænir ráðherrar og Trudeau mættir til Eyja Forsætisráðherrar allra Norðurlandannan auk Kanada komu til Vestmannaeyja í gærkvöldi en árlegur sumarfundur norrænu forsætisráðherranna fer þar fram í dag. Innlent 26.6.2023 07:05 Skipstjóri faldi myndavél inni á klósetti Íslendinga Íslenskur hópur í fríi í Cannes í Frakklandi var á siglingu við borgina þarsíðustu helgi þegar einn úr hópnum tók eftir myndavél sem falin var inni í vegg á klósetti í bátnum þar sem þau höfðu fataskipti. Málið var tilkynnt til lögreglu sem handtók skipstjórann við komu til hafnar. Innlent 26.6.2023 06:46 Rúta og þrír fólksbílar festust í ám og lækjum vegna vatnavaxta Björgunarsveitir á Suðurlandi höfðu í nógu að snúast í gær vegna vatnavaxta, sem nú eiga sér stað í ám og lækjum. Sextán var bjargað úr rútu sem festist í Hellisá á leið inn að Laka en ekki tókst að ná rútunni upp úr ánni. Innlent 26.6.2023 06:35 „Þeim var víst drullusama um fatlaða háskólanemann“ Áslaug Ýr Hjartardóttir var meðal þeirra 2.832 nemenda sem brautskráðust frá Háskóla Íslands í gær við hátíðlega athöfn. Líkt og öðrum kandídötum óskaði hún þess að taka við skírteini eftir stranga skólagöngu en ólíkt flestum er Áslaug lögblind, heyrnarlaus og í hjólastól, og þarf því gjarnan meiri stuðning en aðrir nemendur. Innlent 25.6.2023 23:19 Skoða perlur Íslands með því að hoppa út úr flugvél Ferðamenn velja sér mismunandi ferðamáta til að skoða Ísland. Einn sá óvenjulegasti er að sjá landið svífandi í fallhlíf. Innlent 25.6.2023 21:56 „Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur“ Íbúi í Reykjavík kveðst vera dauðþreyttur á fjölgun húsa og annarra bygginga í borginni sem málaðar eru í gráum og öðrum dökkum litum. Hann segist óttast að borgin sé að missa einkennismerki sitt; fjölbreytta liti ólíkra húsa. Innlent 25.6.2023 21:56 Veðurbarinn hjólreiðamaður ekki viss um að hægt sé að mæla með Íslandsferð Frakki sem hjólaði hringinn í kringum Ísland er ekki viss um að hann geti mælt með ferðalagi til landsins vegna veðurs. Hringferðin tók hann mánuð og var hann uppgefinn á köflum í baráttu við íslenska vindinn. Innlent 25.6.2023 20:17 Hæg umferð í Hvalfjarðargöngum reynir á þolinmæði ökumanna Mikil umferð hefur legið í gegnum Hvalfjarðargöngin á síðustu klukkustundum og náði löng bílaröð um tíma frá göngunum að Grundartanga. Innlent 25.6.2023 20:14 Bylgja manndrápsmála gengur yfir Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála sem nú gengur yfir vera áhyggjuefni. Ef fram haldi sem horfi væri verið að stíga inn í allt annað umhverfi en þekkst hafi hér á landi. Fjöldi útlendinga sem fremji eða verði fyrir brotum sé merki um viðkvæmari stöðu þeirra. Innlent 25.6.2023 19:21 « ‹ ›
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir sátt fjármálaeftirlitsins og Íslandsbanka vegna brota bankans við sölu á 22,5 prósenta hlut í bankanum í mars í fyrra. Bankinn hefur sæst á að greiða 1,1 milljarð króna í sekt en eftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði farið gegn fjölmörgum reglum sem giltu um útboðið. Við heyrum meðal annars í fjármálaráðherra, aðstoðarseðlabankastjóra sem fer með fjármálaeftirlitið og forstjóra bankasýslunnar. Innlent 26.6.2023 18:00
Efni skýrslunnar minni á lýsingar á „subbuskap fyrir hrun“ Tæplega hundrað blaðsíðna skýrsla um sáttina sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans gerði við Íslandsbanka var birt í morgun en efni hennar hefur skotið mörgum skelk í bringu. Innlent 26.6.2023 16:42
Katrín Jakobsdóttir stundi ómerkilega pólitík Jóhann Páll Jóhannsson segir það ómerkilega pólitík hjá forsætisráðherra að segja að allir sem komu að söluferlinu á Íslandsbanka þurfi að standa skil á gjörðum sínum nema fjármálaráðherra. Trúi hún því að undirbúningur sölunnar standist skoðun ætti hún að falla frá andstöðu sinni við skipun rannsóknarnefndar. Innlent 26.6.2023 16:41
Enn eitt skútumálið komið upp hér á landi Enn eitt skútumálið er komið upp hér á landi eftir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglu með aðstoð fjölmargra aðila leiddi til handtöku þriggja karlmanna snemma morguns laugardag vegna smygls á miklu magni fíkniefna. Ráðist var til aðgerða undan vestarlega við suðurströnd Íslands. Innlent 26.6.2023 15:49
Ekki getað aðhafst í máli Áslaugar Háskóli Íslands harmar að tilkynnt hafi verið að Áslaug Ýr Hjartardóttir væri ekki viðstödd brautskráningarathöfn skólans á laugardag og henni snúið frá sviðinu. Fulltrúar skólans hafi ekki verið upplýstir um stöðu mála og því ekki getað aðhafst. Innlent 26.6.2023 15:47
„Ábyrgðaraðilinn á sölunni hefur hvergi verið rannsakaður“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, segir skýrslu um sátt Íslandsbanka, sýna að bráðnauðsynlegt sé að sérstök rannsóknarnefnd Alþingis verði skipuð. Innlent 26.6.2023 15:21
Hannes segir sig úr bæjarstjórn Kópavogs Hannes Steindórsson, fasteignasali, ætlar að segja af sér sem bæjarfulltrúi í Kópavogsbæ á bæjarstjórnarfundi á morgun til að einbeita sér að fasteignasölu og barnauppeldi. Fyrr í mánuðinum seldi hann allan hlut sinn í fasteignasölunni Lind. Innlent 26.6.2023 15:06
Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. Innlent 26.6.2023 14:33
Handteknir um borð í skútu með mikið magn fíkniefna Tveir voru handteknir um borð í skútu undan suðurströnd Íslands um helgina eftir að mikið magn fíkniefna fannst þar um borð. Þá var þriðji einstaklingurinn handtekinn í landi vegna málsins. Innlent 26.6.2023 14:22
Vafði byssunni inn í peysu til að smygla henni inn á Dubliner Karlmaður rétt undir þrítugu hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að hleypa af haglabyssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í mars síðastliðnum. Innlent 26.6.2023 13:44
Bein útsending: Blaðamannafundur forsætisráðherra Norðurlandanna og Trudeau Blaðamannafundur forsætisráðherra Norðurlandanna og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefst í Vestmannaeyjum hefst um klukkan 13:20 í dag. Innlent 26.6.2023 13:20
„Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati“ Stjórnendur Íslandsbanka brugðust trausti þjóðarinnar algjörlega við sölu bankans á hlutum í eigu ríkisins og stjórn bankans er óáættanleg að mati viðskiptaráðherra. Alvarleg og kerfislæg brot Íslandsbanka við sölu bankans eru dregin fram í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt sem gerð var á dögunum vegna sölunnar en birt var í morgun. Innlent 26.6.2023 12:22
Vill að stjórnendur axli ábyrgð: „Það blasir við að þetta er áfellisdómur“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skýrsluna um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka áfellisdóm. Það sé eðlileg krafa almennings að stjórnendur bankans axli með einhverjum hætti ábyrgð. Innlent 26.6.2023 12:21
Bíræfnir blómaþjófar í bænum Fjölda blómapotta í Miðborginni hefur verið stolið á undanförnum vikum. Bæði íbúar og veitingastaður hafa lent í því að blómapottar hverfi. Hvort um er að ræða markvissan þjófnað eða handahófskennd fíflalæti er ekki víst. Innlent 26.6.2023 12:13
Hádegisfréttir Bylgjunnar Samkomulag Fjármálaeftirlits Seðlabankans við Íslandsbanka var gert opinbert í morgun og við eyðum drjúgum hluta hádegisfrétta í þá umfjöllun. Innlent 26.6.2023 11:36
Húsnæðisaðgerðir sveitarfélaga fá slæma útreið Einungis ellefu prósent telja Reykjavíkurborg hafa staðið sig vel þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis en 63,4 prósent fremur eða mjög illa. Þegar sjónum er beint að öðrum sveitarfélögum segja 9,4 prósent þau hafa staðið sig vel í húsnæðismálum en 45,5 prósent illa. Innlent 26.6.2023 10:42
Skipuð skrifstofustjóri menningar og fjölmiðla Arna Kristín Einarsdóttir, dagskrár- og skipulagsstjóri við Sinfóníuhljómsveit og tónlistarhús Gautaborgar, hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra menningar og fjölmiðla í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Innlent 26.6.2023 10:32
Jónas Friðrik Guðnason er látinn Jónas Friðrik Guðnason, texta- og ljóðskáld frá Raufarhöfn, er látinn, 77 ára að aldri. Innlent 26.6.2023 08:52
Fyrsta hálendisvaktin farin af stað Á hverju sumri heldur fjöldi sjálfboðaliða í björgunarsveitum landsins upp á hálendið og er þar til staðar ef óhöpp eða slys verða hjá þeim fjölmörgu sem þar eiga leið um. Fyrsta hálendisvaktin bjó sig undir brottför í gærkvöldi. Innlent 26.6.2023 08:31
Hyggjast flytja út 43 þúsund tonn af sorpi til brennslu í Svíþjóð Stjórn Sorpu hyggst ganga til samninga við Stena Recycling AB um móttöku á brennalegum úrgangi frá höfuðborgarsvæðinu til brennslu í Svíþjóð. Gert er ráð fyrir að flytja út 43 þúsund tonn af úrgangi til brennslu árlega. Innlent 26.6.2023 08:04
„Neyðin er mikil hjá gæludýrum á Íslandi“ Dýraathvörf hérlendis fyrir heimilislaus dýr eru full og tilvikum þar sem gæludýr eru skilin eftir á vergangi fer fjölgandi. Þetta segir formaður Dýrfinnu, sem segir neyðina mikla og hvetur fjölskyldur til þess að íhuga frekar að taka að sér eldri dýr frekar en þau yngri. Húsnæðismarkaðurinn og strangar reglur um gæludýrahald spili stóran þátt í neyð dýranna. Innlent 26.6.2023 07:45
Norrænir ráðherrar og Trudeau mættir til Eyja Forsætisráðherrar allra Norðurlandannan auk Kanada komu til Vestmannaeyja í gærkvöldi en árlegur sumarfundur norrænu forsætisráðherranna fer þar fram í dag. Innlent 26.6.2023 07:05
Skipstjóri faldi myndavél inni á klósetti Íslendinga Íslenskur hópur í fríi í Cannes í Frakklandi var á siglingu við borgina þarsíðustu helgi þegar einn úr hópnum tók eftir myndavél sem falin var inni í vegg á klósetti í bátnum þar sem þau höfðu fataskipti. Málið var tilkynnt til lögreglu sem handtók skipstjórann við komu til hafnar. Innlent 26.6.2023 06:46
Rúta og þrír fólksbílar festust í ám og lækjum vegna vatnavaxta Björgunarsveitir á Suðurlandi höfðu í nógu að snúast í gær vegna vatnavaxta, sem nú eiga sér stað í ám og lækjum. Sextán var bjargað úr rútu sem festist í Hellisá á leið inn að Laka en ekki tókst að ná rútunni upp úr ánni. Innlent 26.6.2023 06:35
„Þeim var víst drullusama um fatlaða háskólanemann“ Áslaug Ýr Hjartardóttir var meðal þeirra 2.832 nemenda sem brautskráðust frá Háskóla Íslands í gær við hátíðlega athöfn. Líkt og öðrum kandídötum óskaði hún þess að taka við skírteini eftir stranga skólagöngu en ólíkt flestum er Áslaug lögblind, heyrnarlaus og í hjólastól, og þarf því gjarnan meiri stuðning en aðrir nemendur. Innlent 25.6.2023 23:19
Skoða perlur Íslands með því að hoppa út úr flugvél Ferðamenn velja sér mismunandi ferðamáta til að skoða Ísland. Einn sá óvenjulegasti er að sjá landið svífandi í fallhlíf. Innlent 25.6.2023 21:56
„Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur“ Íbúi í Reykjavík kveðst vera dauðþreyttur á fjölgun húsa og annarra bygginga í borginni sem málaðar eru í gráum og öðrum dökkum litum. Hann segist óttast að borgin sé að missa einkennismerki sitt; fjölbreytta liti ólíkra húsa. Innlent 25.6.2023 21:56
Veðurbarinn hjólreiðamaður ekki viss um að hægt sé að mæla með Íslandsferð Frakki sem hjólaði hringinn í kringum Ísland er ekki viss um að hann geti mælt með ferðalagi til landsins vegna veðurs. Hringferðin tók hann mánuð og var hann uppgefinn á köflum í baráttu við íslenska vindinn. Innlent 25.6.2023 20:17
Hæg umferð í Hvalfjarðargöngum reynir á þolinmæði ökumanna Mikil umferð hefur legið í gegnum Hvalfjarðargöngin á síðustu klukkustundum og náði löng bílaröð um tíma frá göngunum að Grundartanga. Innlent 25.6.2023 20:14
Bylgja manndrápsmála gengur yfir Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála sem nú gengur yfir vera áhyggjuefni. Ef fram haldi sem horfi væri verið að stíga inn í allt annað umhverfi en þekkst hafi hér á landi. Fjöldi útlendinga sem fremji eða verði fyrir brotum sé merki um viðkvæmari stöðu þeirra. Innlent 25.6.2023 19:21