„Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 26. júní 2023 12:22 Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaáðherra segir stjórn Íslandsbanka hafa brugðist trausti þjóðarinnar við söluna á hlut bankans. vísir/vilhelm Stjórnendur Íslandsbanka brugðust trausti þjóðarinnar algjörlega við sölu bankans á hlutum í eigu ríkisins og stjórn bankans er óáættanleg að mati viðskiptaráðherra. Alvarleg og kerfislæg brot Íslandsbanka við sölu bankans eru dregin fram í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt sem gerð var á dögunum vegna sölunnar en birt var í morgun. „Það blasir við að stjórnendur Íslandsbanka hafa algjörlega brugðist trausti þjóðarinnar. Þeir voru að sýsla með hlut almennings og það misfórst hrapalega eins og skýrsla fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sýnir svo glögglega. Ekki var farið að lögum og brotin eru alvarleg og kerfislæg. Þetta eru bara algjör vonbrigði,“ segir Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. Óásættanleg stjórn„Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati og það á eftir að fara nánar yfir þessi mál á vettvangi ráðherranefndar um efnahagsmál en ég verð að segja það fyrir mitt leyti að þessi framganga er mjög ósannfærandi og ekki til þess fallin að búa til traust,“ segir Lilja og bætir við að ekki sé langt síðan Ísland gekk í gengum algjört hrun á fjármálamarkaði og því þurfi að fara varlega traust. „Og það hefur ekki gengið upp stjórnendum Íslandsbanka.“Skýrslan áfellisdómurAð sögn Lilju er margt áhugavert sem fram kemur í skýrslu fjármálaeftirlits Seðlabankans og hrósar hún fjármálaeftirlitinu fyrir góða skýrslu. Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að stjórnendur Íslandsbanka haldi áfram störfum sínum segir Lilja það alveg skýrt í sínum huga að skýrslan sé mikill áfellisdómur. Að mati fjármálaeftirlits Seðlabankans eru brot bankans við söluna á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum í mars í fyrra ekki tilfallandi heldur alvarleg og kerfislæg. Í skýrslu fjármálaeftirlitsins um sáttina, sem gerð var við bankann upp á tæplega einn komma tvo milljarða króna og birt var í morgun, eru brot bankans tíunduð. Villtu um fyrir BankasýslunniLjóst er að bankinn fór ekki að lögum við sölu á hlutabréfum í sjálfum sér og er bankinn jafnframt sagður hafa villt um fyrir Bankasýslu ríkisins við söluna. Stjórn og bankastjóri Íslandsbanka sæta gagnrýni í skýrslunni fyrir að tryggja ekki að bankinn uppfyllti lagakröfur og hafði ekki innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit sem skyldi. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur sagt að hún hyggist ekki ætla segja upp störfum vegna málsins. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Birnu í dag en samkvæmt svörum frá bankanum mun hvorki Birna né annar aðili innan bankans tjá sig um sáttina í dag og bent er á netfang bankans. Þá náði fréttastofa tali af Jóni Gunnari Jónssyni forstjóra Bankasýslunnar í morgun sem var í óðaönn að lesa yfir sáttina. Honum fannst óábyrgt að úttala sig um efni sem hann hefði ekki náð að lesa til hlítar og skyldi engan undra því sáttin sjálf er engin smá smíði og telur hátt í hundrað blaðsíður. Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Tengdar fréttir Samþykktu allar beiðnir starfsmanna um að taka þátt í útboðinu Regluvarsla Íslandsbanka samþykkti allar beiðnir frá starfsmanna um þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum í fyrra þrátt fyrir að aðeins fjórir starfsmenn og einn tengdur aðili væri flokkaður sem fagfjárfestar þegar útboðið hófst. Fjármálaeftirlitið telur þátttöku starfsmanna hafa skapað fjölmarga hagsmunaárekstra. 26. júní 2023 11:45 Reglur um hljóðupptökur viðvarandi vandamál hjá Íslandsbanka Í sátt um greiðslu sektar Íslandsbanka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum kemur fram að bankinn hafi brotið ákvæði laga um markaði fyrir fjármálagerninga, með því að skrá ekki og varðveita símtalsupptökur vegna 162 símtala sem starfsmenn hans áttu í tengslum við útboðið. 26. júní 2023 11:39 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Sjá meira
„Það blasir við að stjórnendur Íslandsbanka hafa algjörlega brugðist trausti þjóðarinnar. Þeir voru að sýsla með hlut almennings og það misfórst hrapalega eins og skýrsla fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sýnir svo glögglega. Ekki var farið að lögum og brotin eru alvarleg og kerfislæg. Þetta eru bara algjör vonbrigði,“ segir Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. Óásættanleg stjórn„Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati og það á eftir að fara nánar yfir þessi mál á vettvangi ráðherranefndar um efnahagsmál en ég verð að segja það fyrir mitt leyti að þessi framganga er mjög ósannfærandi og ekki til þess fallin að búa til traust,“ segir Lilja og bætir við að ekki sé langt síðan Ísland gekk í gengum algjört hrun á fjármálamarkaði og því þurfi að fara varlega traust. „Og það hefur ekki gengið upp stjórnendum Íslandsbanka.“Skýrslan áfellisdómurAð sögn Lilju er margt áhugavert sem fram kemur í skýrslu fjármálaeftirlits Seðlabankans og hrósar hún fjármálaeftirlitinu fyrir góða skýrslu. Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að stjórnendur Íslandsbanka haldi áfram störfum sínum segir Lilja það alveg skýrt í sínum huga að skýrslan sé mikill áfellisdómur. Að mati fjármálaeftirlits Seðlabankans eru brot bankans við söluna á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum í mars í fyrra ekki tilfallandi heldur alvarleg og kerfislæg. Í skýrslu fjármálaeftirlitsins um sáttina, sem gerð var við bankann upp á tæplega einn komma tvo milljarða króna og birt var í morgun, eru brot bankans tíunduð. Villtu um fyrir BankasýslunniLjóst er að bankinn fór ekki að lögum við sölu á hlutabréfum í sjálfum sér og er bankinn jafnframt sagður hafa villt um fyrir Bankasýslu ríkisins við söluna. Stjórn og bankastjóri Íslandsbanka sæta gagnrýni í skýrslunni fyrir að tryggja ekki að bankinn uppfyllti lagakröfur og hafði ekki innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit sem skyldi. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur sagt að hún hyggist ekki ætla segja upp störfum vegna málsins. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Birnu í dag en samkvæmt svörum frá bankanum mun hvorki Birna né annar aðili innan bankans tjá sig um sáttina í dag og bent er á netfang bankans. Þá náði fréttastofa tali af Jóni Gunnari Jónssyni forstjóra Bankasýslunnar í morgun sem var í óðaönn að lesa yfir sáttina. Honum fannst óábyrgt að úttala sig um efni sem hann hefði ekki náð að lesa til hlítar og skyldi engan undra því sáttin sjálf er engin smá smíði og telur hátt í hundrað blaðsíður.
Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Tengdar fréttir Samþykktu allar beiðnir starfsmanna um að taka þátt í útboðinu Regluvarsla Íslandsbanka samþykkti allar beiðnir frá starfsmanna um þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum í fyrra þrátt fyrir að aðeins fjórir starfsmenn og einn tengdur aðili væri flokkaður sem fagfjárfestar þegar útboðið hófst. Fjármálaeftirlitið telur þátttöku starfsmanna hafa skapað fjölmarga hagsmunaárekstra. 26. júní 2023 11:45 Reglur um hljóðupptökur viðvarandi vandamál hjá Íslandsbanka Í sátt um greiðslu sektar Íslandsbanka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum kemur fram að bankinn hafi brotið ákvæði laga um markaði fyrir fjármálagerninga, með því að skrá ekki og varðveita símtalsupptökur vegna 162 símtala sem starfsmenn hans áttu í tengslum við útboðið. 26. júní 2023 11:39 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Sjá meira
Samþykktu allar beiðnir starfsmanna um að taka þátt í útboðinu Regluvarsla Íslandsbanka samþykkti allar beiðnir frá starfsmanna um þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum í fyrra þrátt fyrir að aðeins fjórir starfsmenn og einn tengdur aðili væri flokkaður sem fagfjárfestar þegar útboðið hófst. Fjármálaeftirlitið telur þátttöku starfsmanna hafa skapað fjölmarga hagsmunaárekstra. 26. júní 2023 11:45
Reglur um hljóðupptökur viðvarandi vandamál hjá Íslandsbanka Í sátt um greiðslu sektar Íslandsbanka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum kemur fram að bankinn hafi brotið ákvæði laga um markaði fyrir fjármálagerninga, með því að skrá ekki og varðveita símtalsupptökur vegna 162 símtala sem starfsmenn hans áttu í tengslum við útboðið. 26. júní 2023 11:39
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“