Innlent

Leit að Sig­rúnu ber engan árangur

Leit að Sig­rúnu Arn­gríms­dóttur hefur enn engan árangur borið. Lög­reglan á Suður­nesjum biðlar til þeirra sem upp­lýsingar gætu haft um að hafa sam­band.

Innlent

Tjarnar­bíó bjargað

Ríkið mun í sam­starfi við Reykja­víkur­borg leita leiða til að tryggja rekstur Tjarnarbíós og verður leikhúsinu því ekki lokað í haust. Leik­hús­stýra segist anda léttar.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður fjallað um ákvörðun Persónuverndar um að sekta Landlæknisembættið um tólf milljónir króna. 

Innlent

Sendi­herrann sagður farinn úr landi

Rússneski sendiherrann á Íslandi er sagður farinn úr landi. Íslensk stjórnvöld mæltust til þess að sendiherrann færi heim þegar þau ákváðu að loka íslenska sendiráðinu í Moskvu í síðasta mánuði.

Innlent

Land­læknir sektaður vegna öryggis­brests í Heilsu­veru

Em­bætti land­læknis harmar að al­var­legur öryggis­veik­leiki hafi verið til staðar í af­mörkuðum hluta mæðra­verndar og sam­skipta­hluta á Mínum síðum á vef­svæðinu Heilsu­vera.is. Em­bættið hefur sent frá sér til­kynningu þar sem stað­hæfingum Per­sónu­verndar um að em­bættið hafi gefið mis­vísandi og villandi upp­lýsingar við með­ferð málsins er hafnað. Em­bættið er sektað um tólf milljónir króna vegna málsins.

Innlent

Gagnrýna Rúv fyrir að ala á sundrungu

Fjöldi fólks í Samtökunum '78 hafa gagnrýnt fréttaflutning Rúv um nýyrðasamkeppni samtakanna. Rúv hafi einblínt á neikvæð ummæli fólks úti í bæ frekar en að ræða við sérfræðinga. Þannig hafi þau alið á frekari misskilningi um málið. Viðmælandi Rúv segir að meginatriðin í viðtali við hana hafi ekki endurspeglast í endanlegri frétt.

Innlent

Nýjar kirkjutröppur á Akureyri tilbúnar í október

Vinsælustu kirkjutröppum landsins hefur verið lokað en það eru tröppurnar við Akureyrarkirkju. Ástæðan er sú að það á að útbúa nýjar tröppur með snjóbræðslu í öllum þrepum og pöllum. Kostnaður við verkið er um tvö hundruð milljónir króna.

Innlent

Tveir lagðir inn vegna al­var­legrar nóró­veiru­sýkingar

Tveir voru lagðir inn á Sjúkrahús Akureyrar með alvarlega veikindi vegna nóróveirusýkingar eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag. Forstjóri sjúkrahússins gat ekki staðfest að annar einstaklinganna væri látinn líkt og hefur verið fullyrt í fjölmiðlum.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Háværar kröfur eru um að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórnina ekki hafa tekið afstöðu til málsins og búið er að boða til hluthafafundar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við landsmenn, sem segja málið vera hneyksli. 

Innlent

Katrín fundar með Joe Biden

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun sækja leiðtogafund Norðurlandanna og Joe Biden Bandaríkjaforseta í Helsinki 13. júlí næstkomandi.

Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Nefndarmenn fjárlaganefndar Alþingis krefjast þess að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans hyggst ekki verða við þeim kröfum.

Innlent

Fram­kvæmdum í Selja­hverfi verði lokið um mitt næsta ár

Grjót­haugur í Selja­hverfi ætti að minnka á næstu vikum. Verk­taki hefur lagt inn um­sókn um flýti­með­ferð hjá byggingar­full­trúa til þess að geta hafið jarð­vegs­skipti sem fyrst. Þá verður í­búum boðinn glugga­þvottur að verki loknu en búist er við að fram­kvæmdum ljúki um mitt næsta ár.

Innlent