Innlent

Full­yrðing um nauðgun innan marka tjáningar­frelsisins

Kona nokkur hefur verið sýknuð af kröfu fyrrverandi kærasta um miskabætur og fangelsisrefsingu vegna ummæla sem hún lét falla á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram árið 2022. Þar sakaði hún ónafngreindan karlmann um nauðgun en fyrrverandi kærastinn taldi augljóst að um sig væri að ræða.

Innlent

„Jörðin opnast beint fyrir framan okkur“

Hjón úr Hafnar­firði urðu vitni að því hvar jörðin opnaðist fyrir framan þau þar sem þau voru stödd við ná­lægt skjálf­ta­upp­tökum við Keili í gær­kvöldi þegar að stærsti skjálfti hrinunnar til þessa reið yfir.

Innlent

Met­ár í fjölda ferða­manna handan við hornið

Ferðamálastjóri segir að metár í fjölda ferðamanna hérlendis verði líklega slegið á næsta ári. Fjöldi brottfara erlendra ferðamanna frá Íslandi í júní síðastliðnum voru um 233 þúsund sem er álíka mikið og metárið 2018.

Innlent

„Meiri­hlutanum finnst þetta ekki nógu mikil­vægt“

Þrír nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins hafa kallað eftir því að nefndin komi saman til að ræða bæði Lindarhvolsmálið og Íslandsbankasöluna. Einn þeirra telur ólíklegt að nefndin verði kölluð saman. Engin viðbrögð hafi borist frá meirihluta nefndarinnar.

Innlent

Árekstur við Hellu

Fólksbíll og flutningabíll skullu saman á Suðurlandsvegi við Hellu á þrettánda tímanum í dag. Veginum var lokað um stund á meðan hreinsunarstarf var unnið á vettvangi og nú er að greiðast úr töfum sem urðu vegna þesss.

Innlent

Mikil­vægt að stíga var­lega til jarðar í um­ræðunni um megrunar­lyf

Forstjóri Lyfjastofnunar segir tilkynningar stofnunarinnar til eftirlitsnefndar Lyfjastofnunar Evrópu vegna mögulegra tengsla á milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígshugsana vera hluta af reglubundnu verklagi stjórnvalda. Ekki sé búið að sýna fram á bein tengsl með óyggjandi hætti. Fólk er hvatt til að tilkynna aukaverkanir en rúmlega tíu þúsund manns hér á landi eru á slíkum lyfjum.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka á Austurlandi síðdegis í gær. Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður rætt við aðgerðastjóra Landhelgisgæslunnar sem segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar, hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið.

Innlent

„Bróðir minn eyddi allt of mörgum árum bak við lás og slá í flestum fangelsum landsins“

„Hann langaði svo mikið að öðlast eðlilegt líf. Hann sagði að hann ætlaði aldrei að fara í fangelsi aftur. Hann var búinn að ganga í gegnum svakalega hluti í gegnum ævina og var löngu búinn að fá nóg af þessu öllu,“ segir Haraldur Freyr Helgason sem í tæp tuttugu ár horfði upp á eldri bróður sinn, fara inn og út úr fangelsi. Bróðir hans náði aldrei almennilegri fótfestu í lífinu og lést af völdum ofskömmtunar árið 2020.

Innlent

Hópur manna reyndi að synda í Reynis­fjöru

Hópur manna sást í gær stinga sér til sunds í Reynisfjöru þar sem sterkir hafstraumar hafa áður stefnt lífi margra erlendra ferðamanna í hættu. Mönnunum virtist ekki hafa orðið meint af en fimm banaslys hafa orðið í fjörunni á síðustu sex árum.

Innlent