Innlent Settur forstjóri glímir við þrjú um stöðuna Fjórar umsóknir bárust um embætti forstjóra Skipulagsstofnunar. Þriggja manna hæfisnefnd mun meta umsækjendur í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Innlent 10.7.2023 15:32 Fullyrðing um nauðgun innan marka tjáningarfrelsisins Kona nokkur hefur verið sýknuð af kröfu fyrrverandi kærasta um miskabætur og fangelsisrefsingu vegna ummæla sem hún lét falla á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram árið 2022. Þar sakaði hún ónafngreindan karlmann um nauðgun en fyrrverandi kærastinn taldi augljóst að um sig væri að ræða. Innlent 10.7.2023 15:16 Frakki í fangelsi í fjórtán mánuði fyrir fíkniefnasmygl Franskur karlmaður var í síðustu viku dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Hann hafði rúmlega kíló af sterku metamfetamíni meðferðis til landsins frá París. Innlent 10.7.2023 14:05 Minningarstund í Egilsstaðarkirkju vegna flugslyssins Minningarstund vegna flugslyssins við Sauðahnjúka í gær verður haldin í Egilsstaðakirkju á morgun. Innlent 10.7.2023 13:50 „Jörðin opnast beint fyrir framan okkur“ Hjón úr Hafnarfirði urðu vitni að því hvar jörðin opnaðist fyrir framan þau þar sem þau voru stödd við nálægt skjálftaupptökum við Keili í gærkvöldi þegar að stærsti skjálfti hrinunnar til þessa reið yfir. Innlent 10.7.2023 13:19 „Ljóðrænt“ að Bergþór og Þórhildur Sunna séu sammála Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það ljóðrænt að þingmennirnir Bergþór Ólason og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir séu sammála um að kalla þing saman vegna stórra mála. Innlent 10.7.2023 13:10 Metár í fjölda ferðamanna handan við hornið Ferðamálastjóri segir að metár í fjölda ferðamanna hérlendis verði líklega slegið á næsta ári. Fjöldi brottfara erlendra ferðamanna frá Íslandi í júní síðastliðnum voru um 233 þúsund sem er álíka mikið og metárið 2018. Innlent 10.7.2023 13:09 „Meirihlutanum finnst þetta ekki nógu mikilvægt“ Þrír nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins hafa kallað eftir því að nefndin komi saman til að ræða bæði Lindarhvolsmálið og Íslandsbankasöluna. Einn þeirra telur ólíklegt að nefndin verði kölluð saman. Engin viðbrögð hafi borist frá meirihluta nefndarinnar. Innlent 10.7.2023 13:00 Árekstur við Hellu Fólksbíll og flutningabíll skullu saman á Suðurlandsvegi við Hellu á þrettánda tímanum í dag. Veginum var lokað um stund á meðan hreinsunarstarf var unnið á vettvangi og nú er að greiðast úr töfum sem urðu vegna þesss. Innlent 10.7.2023 12:56 Þóttist vera starfsmaður ákæruvaldins og heimtaði gögn um eiginkonuna Karlmaður hefur verið fundinn sekur um margvísleg brot gegn eiginkonu sinni og barni, meðal annars með því að falsa pappíra og þykjast vera starfsmaður ákæruvaldsins til þess fá heilbrigðisgögn um eiginkonuna. Maðurinn var hins vegar sýknaður af refsikröfu vegna geðrænna vandamála sem hann glímir við. Innlent 10.7.2023 12:12 Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins. Innlent 10.7.2023 11:55 Skjálfti gærkvöldsins „eins og skrattinn úr sauðarleggnum“ Jarðeðlisfræðingur segir afar óvenjulegt að jafn stórir jarðskjálftar og sá sem reið yfir í gærkvöldi fylgi gosbyrjunum. Þrátt fyrir það séu ekki teikn á lofti um að dregið hafi úr líkum á eldgosi. Innlent 10.7.2023 11:48 Landsnet býr sig undir nokkrar sviðsmyndir á Reykjanesi Landsnet býr sig nú undir nokkrar sviðsmyndir ef til þess kemur að það muni gjósa á Reykjanesskaga og hraunflæðið myndi ógna flutningskerfi rafmagns á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 10.7.2023 11:48 Mikilvægt að stíga varlega til jarðar í umræðunni um megrunarlyf Forstjóri Lyfjastofnunar segir tilkynningar stofnunarinnar til eftirlitsnefndar Lyfjastofnunar Evrópu vegna mögulegra tengsla á milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígshugsana vera hluta af reglubundnu verklagi stjórnvalda. Ekki sé búið að sýna fram á bein tengsl með óyggjandi hætti. Fólk er hvatt til að tilkynna aukaverkanir en rúmlega tíu þúsund manns hér á landi eru á slíkum lyfjum. Innlent 10.7.2023 11:35 Hádegisfréttir Bylgjunnar Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka á Austurlandi síðdegis í gær. Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður rætt við aðgerðastjóra Landhelgisgæslunnar sem segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar, hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Innlent 10.7.2023 11:31 Lyklamaðurinn handtekinn með fjölda bíla á samviskunni Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið handtekinn og kærður fyrir að hafa skemmt fjölda bíla um helgina. Fjölmargir gestir í höfuðstað Norðurlands um helgina sitja uppi með töluvert tjón. Innlent 10.7.2023 11:17 „Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. Innlent 10.7.2023 11:00 Hringdi 237 sinnum á Neyðarlínu og hafnað um miskabætur Íslenska ríkið hefur verið sýknað af miskabótakröfu manns sem var handtekinn eftir að hafa hringt 237 sinnum að ástæðulausu í neyðarlínu. Hann var sjálfur talinn hafa valdið aðgerðum lögreglu. Innlent 10.7.2023 10:57 Þriðjungur laxa í Breiðdalsá blandaður eldislaxi Niðurstöður rannsóknar Hafrannsóknastofnunar benda til þess að villtur íslenskur lax og eldislax af norskum uppruna hafi blandast saman í nokkrum mæli. Eldri erfðablöndun greindist til að mynda í 32 prósent seiða í Breiðdalsá. Innlent 10.7.2023 10:51 Viðkvæmir neytendur sjóði vatn vegna gruggs í vatnsbóli Í kjölfar jarðskjálftans í gærkvöldi hefur grugg aukist í vatnsbóli Veitna í Grábrókarhrauni. Aukning gruggs getur minnkað vatnsgæði og því eru viðkvæmir neytendur beðnir um að sjóða neysluvatn til drykkjar í varúðarskyni. Innlent 10.7.2023 09:50 Ferðmannastraumurinn í júní sambærilegur við metárið 2018 Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurvöll voru um 233 þúsund í júní síðastliðnum en um er að ræða álíka margar brottfarir og í júní 2018, sem var metár. Innlent 10.7.2023 09:23 „Bróðir minn eyddi allt of mörgum árum bak við lás og slá í flestum fangelsum landsins“ „Hann langaði svo mikið að öðlast eðlilegt líf. Hann sagði að hann ætlaði aldrei að fara í fangelsi aftur. Hann var búinn að ganga í gegnum svakalega hluti í gegnum ævina og var löngu búinn að fá nóg af þessu öllu,“ segir Haraldur Freyr Helgason sem í tæp tuttugu ár horfði upp á eldri bróður sinn, fara inn og út úr fangelsi. Bróðir hans náði aldrei almennilegri fótfestu í lífinu og lést af völdum ofskömmtunar árið 2020. Innlent 10.7.2023 09:15 Ekið á gangandi vegfaranda á Hverfisgötu Slys varð þegar ekið var á gangandi vegfaranda á mótum Hverfisgötu og Klapparstígs í miðborg Reykjavíkur í morgun. Innlent 10.7.2023 09:05 „Svo allt í einu vakna ég upp á Hólmsheiði og enginn segir neitt“ Tinna Hilmarsdóttir Konudóttir afplánaði dóm á meðan heimsfaraldri stóð. Fyrst á Hólmsheiði og svo að Sogni. Hún segir eitt stærsta vandamálið sem hún upplifði innan fangelsisins hafa verið skort á upplýsingagjöf. Innlent 10.7.2023 09:00 Tekinn með fimm hundruð töflur af Oxycontin innan klæða Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa smyglað fimm hundruð töflur af Oxycontin, 80 milligramma, til landsins með flugi í apríl síðastliðinn. Innlent 10.7.2023 07:40 Lyfjastofnun Evrópu rannsakar þyngdarstjórnunarlyf vegna ábendinga frá Íslandi Eftirlitsnefnd á vegum Lyfjastofnunar Evrópu hefur nú til athugunar ábendingu frá Lyfjastofnun Íslands um möguleg tengsl milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugsana. Innlent 10.7.2023 07:29 Hópur manna reyndi að synda í Reynisfjöru Hópur manna sást í gær stinga sér til sunds í Reynisfjöru þar sem sterkir hafstraumar hafa áður stefnt lífi margra erlendra ferðamanna í hættu. Mönnunum virtist ekki hafa orðið meint af en fimm banaslys hafa orðið í fjörunni á síðustu sex árum. Innlent 10.7.2023 07:00 Líkamsárás í Kópavogi og borgaraleg handtaka í Vesturbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi vegna líkamsárásar í Kópavogi. Þar hafði einn ráðist á annan og slegið hann ítrekað þar sem hann lá í jörðinni. Var árásarmaðurinn handtekinn en engum sögum fer af meiðslum fórnarlambsins. Innlent 10.7.2023 06:41 „Skrýtið að þetta skuli ekki vera komið upp“ „Þetta hefur aðeins minnkað; aðeins fækkað skjálftunum og þeir eru allir minni,“ segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um þróun skjálftavirkninnar á Reykjanesskaga. Innlent 10.7.2023 06:28 Nafn mannsins sem lést í bifhjólaslysi við Laugarvatn Karlmaður sem lést í alvarlegu umferðarslysi við Laugarvatn á föstudag hét Jón Jónsson. Greint var frá því að ökumaður bifhjóls hafi lent utan vegar á Laugarvatnsvegi og hann verið úrskurðaður látinn á vettvangi. Innlent 9.7.2023 22:57 « ‹ ›
Settur forstjóri glímir við þrjú um stöðuna Fjórar umsóknir bárust um embætti forstjóra Skipulagsstofnunar. Þriggja manna hæfisnefnd mun meta umsækjendur í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Innlent 10.7.2023 15:32
Fullyrðing um nauðgun innan marka tjáningarfrelsisins Kona nokkur hefur verið sýknuð af kröfu fyrrverandi kærasta um miskabætur og fangelsisrefsingu vegna ummæla sem hún lét falla á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram árið 2022. Þar sakaði hún ónafngreindan karlmann um nauðgun en fyrrverandi kærastinn taldi augljóst að um sig væri að ræða. Innlent 10.7.2023 15:16
Frakki í fangelsi í fjórtán mánuði fyrir fíkniefnasmygl Franskur karlmaður var í síðustu viku dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Hann hafði rúmlega kíló af sterku metamfetamíni meðferðis til landsins frá París. Innlent 10.7.2023 14:05
Minningarstund í Egilsstaðarkirkju vegna flugslyssins Minningarstund vegna flugslyssins við Sauðahnjúka í gær verður haldin í Egilsstaðakirkju á morgun. Innlent 10.7.2023 13:50
„Jörðin opnast beint fyrir framan okkur“ Hjón úr Hafnarfirði urðu vitni að því hvar jörðin opnaðist fyrir framan þau þar sem þau voru stödd við nálægt skjálftaupptökum við Keili í gærkvöldi þegar að stærsti skjálfti hrinunnar til þessa reið yfir. Innlent 10.7.2023 13:19
„Ljóðrænt“ að Bergþór og Þórhildur Sunna séu sammála Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það ljóðrænt að þingmennirnir Bergþór Ólason og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir séu sammála um að kalla þing saman vegna stórra mála. Innlent 10.7.2023 13:10
Metár í fjölda ferðamanna handan við hornið Ferðamálastjóri segir að metár í fjölda ferðamanna hérlendis verði líklega slegið á næsta ári. Fjöldi brottfara erlendra ferðamanna frá Íslandi í júní síðastliðnum voru um 233 þúsund sem er álíka mikið og metárið 2018. Innlent 10.7.2023 13:09
„Meirihlutanum finnst þetta ekki nógu mikilvægt“ Þrír nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins hafa kallað eftir því að nefndin komi saman til að ræða bæði Lindarhvolsmálið og Íslandsbankasöluna. Einn þeirra telur ólíklegt að nefndin verði kölluð saman. Engin viðbrögð hafi borist frá meirihluta nefndarinnar. Innlent 10.7.2023 13:00
Árekstur við Hellu Fólksbíll og flutningabíll skullu saman á Suðurlandsvegi við Hellu á þrettánda tímanum í dag. Veginum var lokað um stund á meðan hreinsunarstarf var unnið á vettvangi og nú er að greiðast úr töfum sem urðu vegna þesss. Innlent 10.7.2023 12:56
Þóttist vera starfsmaður ákæruvaldins og heimtaði gögn um eiginkonuna Karlmaður hefur verið fundinn sekur um margvísleg brot gegn eiginkonu sinni og barni, meðal annars með því að falsa pappíra og þykjast vera starfsmaður ákæruvaldsins til þess fá heilbrigðisgögn um eiginkonuna. Maðurinn var hins vegar sýknaður af refsikröfu vegna geðrænna vandamála sem hann glímir við. Innlent 10.7.2023 12:12
Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins. Innlent 10.7.2023 11:55
Skjálfti gærkvöldsins „eins og skrattinn úr sauðarleggnum“ Jarðeðlisfræðingur segir afar óvenjulegt að jafn stórir jarðskjálftar og sá sem reið yfir í gærkvöldi fylgi gosbyrjunum. Þrátt fyrir það séu ekki teikn á lofti um að dregið hafi úr líkum á eldgosi. Innlent 10.7.2023 11:48
Landsnet býr sig undir nokkrar sviðsmyndir á Reykjanesi Landsnet býr sig nú undir nokkrar sviðsmyndir ef til þess kemur að það muni gjósa á Reykjanesskaga og hraunflæðið myndi ógna flutningskerfi rafmagns á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 10.7.2023 11:48
Mikilvægt að stíga varlega til jarðar í umræðunni um megrunarlyf Forstjóri Lyfjastofnunar segir tilkynningar stofnunarinnar til eftirlitsnefndar Lyfjastofnunar Evrópu vegna mögulegra tengsla á milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígshugsana vera hluta af reglubundnu verklagi stjórnvalda. Ekki sé búið að sýna fram á bein tengsl með óyggjandi hætti. Fólk er hvatt til að tilkynna aukaverkanir en rúmlega tíu þúsund manns hér á landi eru á slíkum lyfjum. Innlent 10.7.2023 11:35
Hádegisfréttir Bylgjunnar Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka á Austurlandi síðdegis í gær. Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður rætt við aðgerðastjóra Landhelgisgæslunnar sem segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar, hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Innlent 10.7.2023 11:31
Lyklamaðurinn handtekinn með fjölda bíla á samviskunni Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið handtekinn og kærður fyrir að hafa skemmt fjölda bíla um helgina. Fjölmargir gestir í höfuðstað Norðurlands um helgina sitja uppi með töluvert tjón. Innlent 10.7.2023 11:17
„Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. Innlent 10.7.2023 11:00
Hringdi 237 sinnum á Neyðarlínu og hafnað um miskabætur Íslenska ríkið hefur verið sýknað af miskabótakröfu manns sem var handtekinn eftir að hafa hringt 237 sinnum að ástæðulausu í neyðarlínu. Hann var sjálfur talinn hafa valdið aðgerðum lögreglu. Innlent 10.7.2023 10:57
Þriðjungur laxa í Breiðdalsá blandaður eldislaxi Niðurstöður rannsóknar Hafrannsóknastofnunar benda til þess að villtur íslenskur lax og eldislax af norskum uppruna hafi blandast saman í nokkrum mæli. Eldri erfðablöndun greindist til að mynda í 32 prósent seiða í Breiðdalsá. Innlent 10.7.2023 10:51
Viðkvæmir neytendur sjóði vatn vegna gruggs í vatnsbóli Í kjölfar jarðskjálftans í gærkvöldi hefur grugg aukist í vatnsbóli Veitna í Grábrókarhrauni. Aukning gruggs getur minnkað vatnsgæði og því eru viðkvæmir neytendur beðnir um að sjóða neysluvatn til drykkjar í varúðarskyni. Innlent 10.7.2023 09:50
Ferðmannastraumurinn í júní sambærilegur við metárið 2018 Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurvöll voru um 233 þúsund í júní síðastliðnum en um er að ræða álíka margar brottfarir og í júní 2018, sem var metár. Innlent 10.7.2023 09:23
„Bróðir minn eyddi allt of mörgum árum bak við lás og slá í flestum fangelsum landsins“ „Hann langaði svo mikið að öðlast eðlilegt líf. Hann sagði að hann ætlaði aldrei að fara í fangelsi aftur. Hann var búinn að ganga í gegnum svakalega hluti í gegnum ævina og var löngu búinn að fá nóg af þessu öllu,“ segir Haraldur Freyr Helgason sem í tæp tuttugu ár horfði upp á eldri bróður sinn, fara inn og út úr fangelsi. Bróðir hans náði aldrei almennilegri fótfestu í lífinu og lést af völdum ofskömmtunar árið 2020. Innlent 10.7.2023 09:15
Ekið á gangandi vegfaranda á Hverfisgötu Slys varð þegar ekið var á gangandi vegfaranda á mótum Hverfisgötu og Klapparstígs í miðborg Reykjavíkur í morgun. Innlent 10.7.2023 09:05
„Svo allt í einu vakna ég upp á Hólmsheiði og enginn segir neitt“ Tinna Hilmarsdóttir Konudóttir afplánaði dóm á meðan heimsfaraldri stóð. Fyrst á Hólmsheiði og svo að Sogni. Hún segir eitt stærsta vandamálið sem hún upplifði innan fangelsisins hafa verið skort á upplýsingagjöf. Innlent 10.7.2023 09:00
Tekinn með fimm hundruð töflur af Oxycontin innan klæða Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa smyglað fimm hundruð töflur af Oxycontin, 80 milligramma, til landsins með flugi í apríl síðastliðinn. Innlent 10.7.2023 07:40
Lyfjastofnun Evrópu rannsakar þyngdarstjórnunarlyf vegna ábendinga frá Íslandi Eftirlitsnefnd á vegum Lyfjastofnunar Evrópu hefur nú til athugunar ábendingu frá Lyfjastofnun Íslands um möguleg tengsl milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugsana. Innlent 10.7.2023 07:29
Hópur manna reyndi að synda í Reynisfjöru Hópur manna sást í gær stinga sér til sunds í Reynisfjöru þar sem sterkir hafstraumar hafa áður stefnt lífi margra erlendra ferðamanna í hættu. Mönnunum virtist ekki hafa orðið meint af en fimm banaslys hafa orðið í fjörunni á síðustu sex árum. Innlent 10.7.2023 07:00
Líkamsárás í Kópavogi og borgaraleg handtaka í Vesturbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi vegna líkamsárásar í Kópavogi. Þar hafði einn ráðist á annan og slegið hann ítrekað þar sem hann lá í jörðinni. Var árásarmaðurinn handtekinn en engum sögum fer af meiðslum fórnarlambsins. Innlent 10.7.2023 06:41
„Skrýtið að þetta skuli ekki vera komið upp“ „Þetta hefur aðeins minnkað; aðeins fækkað skjálftunum og þeir eru allir minni,“ segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um þróun skjálftavirkninnar á Reykjanesskaga. Innlent 10.7.2023 06:28
Nafn mannsins sem lést í bifhjólaslysi við Laugarvatn Karlmaður sem lést í alvarlegu umferðarslysi við Laugarvatn á föstudag hét Jón Jónsson. Greint var frá því að ökumaður bifhjóls hafi lent utan vegar á Laugarvatnsvegi og hann verið úrskurðaður látinn á vettvangi. Innlent 9.7.2023 22:57