Innlent Svipað hraunrennsli nú og þegar fyrsta gosið náði hámarki Niðurstöður mælinga sem Landmælingar Íslands unnu úr myndum Pleiades gervitunglsins af eldgosinu við Litla-Hrút sýna að meðalhraunrennsli síðustu þrjá daga hefur verið um 13 m3/s, sem er svipað og mest var í gosinu fyrir tveimur árum. Innlent 14.7.2023 09:53 Grjót og mosi þyrlast upp þegar kvikan brýst í gegn Drónamyndband sem sænsk íslenski ljósmyndarinn Jakob Vegerfors tók sýnir hvernig sprungugos hefst og kvikugangur brýst upp til yfirborðs jarðar. Ný gossprunga sést opnast við rætur Litla-Hrúts um 5-8 mínútum eftir að fyrst varð vart við eldgosið milli Fagradalsfjalls og Keilis mánudaginn 10. júlí. Innlent 14.7.2023 09:52 „Við vonumst eftir því að fá rigningu“ Slökkvilið Grindavíkur var við slökkvistörf á gossvæðinu til að verða tvö í nótt. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lánaði vatnstank til verksins og Brunavarnir Suðurnesja hafa séð um sjúkraflutningavakt á svæðinu. Innlent 14.7.2023 08:36 Ekki enn tekist að koma hvalveiðibátum úr gömlu höfninni Hvalveiðibátarnir Hvalur 8 og Hvalur 9 standa enn við Ægisgarð þrátt fyrir vilja Reykjavíkurborgar um að þeir verði fluttir þaðan burt. Nýjustu vendingar í hvalveiðimálum hafa ekki verið ræddar í borgarstjórn. Innlent 14.7.2023 07:45 Segir bílaplanið sprungið og tekur upp gjald Tekin verður upp gjaldskylda fyrir bílastæði í Reynisfjöru í næstu viku. Gestir á fólksbílum munu þurfa að greiða þúsund krónur fyrir að leggja á neðra bílastæðið við fjöruna en 750 krónur í það efra. Innlent 14.7.2023 06:45 „Lögreglan gerir ekkert til þess að framfylgja þessu“ Formaður Reiðhjólabænda, furðar sig á tvískinnungi lögreglu þegar kemur að rannsókn á umferðarbrotum þegar um bíla er að ræða annars vegar og hjól hins vegar. Sjálfsagt sé að nota myndefni þegar ofsaakstur vöruflutningabílstjóra á Vesturlandi sé rannsakaður en ekki þegar um brot gegn hjólreiðafólki sé að ræða. Innlent 14.7.2023 06:45 Víða rigning en ekki eins mikil á suðvesturhorninu Í dag verður stíf norðanátt vestanlands og hvassir vindstrengir við fjöll á meðan vindur verður hægari annars staðar. Víða verður rigning, einkum á norðaustanverðu landinu en úrkomulítið suðvestantil. Innlent 14.7.2023 06:35 Vísindamenn nýttu nóttina vel við gosið Virkni eldgossins við Litla-Hrút er stöðug og hefur ekki breyst í nótt. Vísindamenn voru að störfum inn í nóttina að bæta mælitækjum við á svæðið en gönguleiðin að gossvæði var lokað í gær. Innlent 14.7.2023 06:25 Strandveiðimenn boða til mótmæla Strandveiðisjómenn hafa boðað til mótmæla laugardaginn 15. júlí þar sem mótmælt verður stöðvun strandveiða sem þeir segja ótímabæra. Gengið verður frá Hörpu að Austurvelli og verður lagt af stað klukkan tólf. Innlent 13.7.2023 23:31 Hækkun launa í Vinnuskólanum ekki forgangsmál Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar segir hækkun launa unglinga í Vinnuskólanum ekki forgangsmál. Það sé ánægjuefni að skólanum hafi verið haldið gangandi í miklum hagræðingaraðgerðum borgarinnar. Innlent 13.7.2023 22:10 Hálft Reykjanesið geti farið undir eld Slökkviliðsbíla má nú sjá við gosstöðvarnar þar sem reynt er að halda aftur af útbreiðslu gróðurelda sem loga vegna glóandi hrauns. Slökkviliðsstjóri segir að ef ekkert verði að gert sé hætta á því að þeir nái gríðarlegri dreifingu á svæðinu. Lokað var fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í dag. Innlent 13.7.2023 20:42 Kassabílar við vígslu nýrrar brúar yfir Stóru-Laxá Börn og kassabílar voru í aðalhlutverki í dag þegar ný tvíbreið brú var formlega opnuð yfir Stóru – Laxá, sem liggur á mörkum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Hrunamannahrepps. Innlent 13.7.2023 20:31 Hátt í hundrað manns mögulega smitaðir af nóróveiru Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist heilbrigðiseftirliti vegna mögulegra nóróveirusmita. Líkur eru á óvenju stóru hópsmiti á veitingastöðum Hamborgarafabrikkunnar. Innlent 13.7.2023 19:45 Lögreglan mætti til að bera konuna út en hætti svo við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var mætt við búsetuúrræði flóttafólks síðdegis í dag til að bera út afganska konu og tólf ára gamlan son hennar, en hætti svo við. Innlent 13.7.2023 19:01 Mýrarboltinn á Ísafirði heyrir sögunni til Mýrarboltinn á Ísafirði verður ekki haldinn í ár, frekar en fyrri ár frá því að mótið var blásið af vegna kórónaveiru árið 2020. Aðalritari hátíðarinnar segir skipuleggjendur hafa fundið sér önnur áhugamál. Innlent 13.7.2023 18:42 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum skoðum við aðstæður á gosstöðvunum á Reykjanesi en yfirvöld lokuðu gönguleiðum að þeim í dag vegna mikils hvassviðris og reyks frá gróðureldum. Innlent 13.7.2023 17:57 Samþykkja minni hækkun launa Laun borgarfulltrúa hækka um 2,5 prósent frá fyrsta júlí síðastliðnum, í stað 7,88 prósent samkvæmt þróun launavísitölu frá nóvember 2022 til maí 2023. Borgarstjóri mun einnig óska eftir sömu breytingum á sínum launum. Innlent 13.7.2023 17:54 Átján ára ökumaður lést í alvarlegu umferðarslysi Ökumaður sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Þrengslum á Suðurlandi á níunda tímanum í morgun er látinn. Hann var á nítjánda aldursári. Innlent 13.7.2023 17:32 Fólk að stelast að gosinu í glórulausum aðstæðum Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglunnar, segir margvíslegar ástæður fyrir því að gosstöðvunum hafi verið lokað í morgun. Sumir reyni að stelast til að komast að þeim, fram hjá lögreglunni. Innlent 13.7.2023 16:51 „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. Innlent 13.7.2023 16:31 „Leiðinlegt að koma fram við unglinga með þessum hætti“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að svo virðist sem meirihluti borgarstjórnar telji sig hafa fundið breiðu bökin, sem eigi að axla byrðarnar í baráttunni við verðbólguna, með því að frysta kjör unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur. Innlent 13.7.2023 16:17 „Auðveldasta leiðin og eina leiðin er til suðurs“ Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir virkni eldgossins við Litla-Hrút vera svipaða í dag eins og í gær. Hann segir það afar ólíklegt að kvikugangurinn lengist eða að sprungur opnist á nýjum stöðum, til að mynda norðar við Keili. Hraunið muni renna áfram til suðurs. Innlent 13.7.2023 15:14 Einfaldar staðreyndir að Vellirnir standi á nýjasta hrauninu Vellirnir í Hafnarfirði standa á yngsta hrauninu á höfuðborgarsvæðinu. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir því skynsamlegra að byggja til austurs frá Völlunum en til suðurs. Innlent 13.7.2023 14:28 Synjað um byggingarleyfi: „Stórfjölskylduhús“ með baði og eldhúsi í hverju herbergi Skipulagsráð Reykjavíkurborgar hafnaði á fundi í maí beiðni um byggingu 290 fermetra einbýlishúss við Blesugróf í Reykjavík. Á teikningum af húsinu mátti sjá að baðherbergi og eldhúskrók var að finna í öllum átta herbergjum hússins. Innlent 13.7.2023 13:59 Sýknudómi hjúkrunarfræðingsins áfrýjað Sýknudómi Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, hefur verið áfrýjað af ríkissaksóknara. Hún var sýknuð af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum, þar sem ekki taldist sannað að hún hefði haft ásetning til þess. Innlent 13.7.2023 13:48 Nýtt íbúðahverfi muni rísa á Veðurstofuhæð Nýtt deiliskipulag sem mun heimila byggingu íbúða á fimmtán til þrjátíu þúsund fermetrum á Veðurstofureitnum er í bígerð samkvæmt nýlegri skipulagslýsingu Reykjavíkurborgar. Með deiliskipulaginu mun að auki nýtt húsnæði Veðurstofu Íslands og Veitna rísa. Innlent 13.7.2023 13:21 Hraunið muni flæða áfram inn í Meradali Hraunið úr eldgosinu mun líklega fylla upp í skálina við Kistufell suður af Litla-Hrúti í dag. Spálíkan rannsóknarstofu eldfjallafræða og náttúruvár spáir því að hraunið muni flæða áfram inni Meradali. Ómögulegt sé þó að spá fyrir um lengd gossins. Innlent 13.7.2023 13:12 Andvaka og í uppnámi en fær engin svör frá Útlendingastofnun Afgönsk kona með ungt barn bíður þess nú að vera hent út úr búsetuúrræði sínu eftir að hún dró til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd. Ítalía neitar að taka aftur við konunni vegna neyðarástands. Konan er því réttindalaus og enginn vill á henni taka ábyrgð. Innlent 13.7.2023 13:00 Skilorð fyrir manndráp af gáleysi í Gleðivík Karlmaður hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Hann ók lyftara yfir erlendan ferðamann sem hafði verið að skoða listaverkið Eggin í Gleðivík við hafnarsvæðið á Djúpavogi. Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi. Innlent 13.7.2023 12:31 Æstir foreldrar með frammíköll fá bleika spjaldið Tæplega þrjú þúsund stelpur keppa á Símamótinu sem hefst í kvöld og fer fram um helgina. Áhersla verður lögð á framkomu foreldra á mótinu og verður þeim foreldrum sem sýna vanvirðingu á hliðarlínunni veitt áminning með svokölluðu bleiku spjaldi. Innlent 13.7.2023 12:12 « ‹ ›
Svipað hraunrennsli nú og þegar fyrsta gosið náði hámarki Niðurstöður mælinga sem Landmælingar Íslands unnu úr myndum Pleiades gervitunglsins af eldgosinu við Litla-Hrút sýna að meðalhraunrennsli síðustu þrjá daga hefur verið um 13 m3/s, sem er svipað og mest var í gosinu fyrir tveimur árum. Innlent 14.7.2023 09:53
Grjót og mosi þyrlast upp þegar kvikan brýst í gegn Drónamyndband sem sænsk íslenski ljósmyndarinn Jakob Vegerfors tók sýnir hvernig sprungugos hefst og kvikugangur brýst upp til yfirborðs jarðar. Ný gossprunga sést opnast við rætur Litla-Hrúts um 5-8 mínútum eftir að fyrst varð vart við eldgosið milli Fagradalsfjalls og Keilis mánudaginn 10. júlí. Innlent 14.7.2023 09:52
„Við vonumst eftir því að fá rigningu“ Slökkvilið Grindavíkur var við slökkvistörf á gossvæðinu til að verða tvö í nótt. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lánaði vatnstank til verksins og Brunavarnir Suðurnesja hafa séð um sjúkraflutningavakt á svæðinu. Innlent 14.7.2023 08:36
Ekki enn tekist að koma hvalveiðibátum úr gömlu höfninni Hvalveiðibátarnir Hvalur 8 og Hvalur 9 standa enn við Ægisgarð þrátt fyrir vilja Reykjavíkurborgar um að þeir verði fluttir þaðan burt. Nýjustu vendingar í hvalveiðimálum hafa ekki verið ræddar í borgarstjórn. Innlent 14.7.2023 07:45
Segir bílaplanið sprungið og tekur upp gjald Tekin verður upp gjaldskylda fyrir bílastæði í Reynisfjöru í næstu viku. Gestir á fólksbílum munu þurfa að greiða þúsund krónur fyrir að leggja á neðra bílastæðið við fjöruna en 750 krónur í það efra. Innlent 14.7.2023 06:45
„Lögreglan gerir ekkert til þess að framfylgja þessu“ Formaður Reiðhjólabænda, furðar sig á tvískinnungi lögreglu þegar kemur að rannsókn á umferðarbrotum þegar um bíla er að ræða annars vegar og hjól hins vegar. Sjálfsagt sé að nota myndefni þegar ofsaakstur vöruflutningabílstjóra á Vesturlandi sé rannsakaður en ekki þegar um brot gegn hjólreiðafólki sé að ræða. Innlent 14.7.2023 06:45
Víða rigning en ekki eins mikil á suðvesturhorninu Í dag verður stíf norðanátt vestanlands og hvassir vindstrengir við fjöll á meðan vindur verður hægari annars staðar. Víða verður rigning, einkum á norðaustanverðu landinu en úrkomulítið suðvestantil. Innlent 14.7.2023 06:35
Vísindamenn nýttu nóttina vel við gosið Virkni eldgossins við Litla-Hrút er stöðug og hefur ekki breyst í nótt. Vísindamenn voru að störfum inn í nóttina að bæta mælitækjum við á svæðið en gönguleiðin að gossvæði var lokað í gær. Innlent 14.7.2023 06:25
Strandveiðimenn boða til mótmæla Strandveiðisjómenn hafa boðað til mótmæla laugardaginn 15. júlí þar sem mótmælt verður stöðvun strandveiða sem þeir segja ótímabæra. Gengið verður frá Hörpu að Austurvelli og verður lagt af stað klukkan tólf. Innlent 13.7.2023 23:31
Hækkun launa í Vinnuskólanum ekki forgangsmál Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar segir hækkun launa unglinga í Vinnuskólanum ekki forgangsmál. Það sé ánægjuefni að skólanum hafi verið haldið gangandi í miklum hagræðingaraðgerðum borgarinnar. Innlent 13.7.2023 22:10
Hálft Reykjanesið geti farið undir eld Slökkviliðsbíla má nú sjá við gosstöðvarnar þar sem reynt er að halda aftur af útbreiðslu gróðurelda sem loga vegna glóandi hrauns. Slökkviliðsstjóri segir að ef ekkert verði að gert sé hætta á því að þeir nái gríðarlegri dreifingu á svæðinu. Lokað var fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í dag. Innlent 13.7.2023 20:42
Kassabílar við vígslu nýrrar brúar yfir Stóru-Laxá Börn og kassabílar voru í aðalhlutverki í dag þegar ný tvíbreið brú var formlega opnuð yfir Stóru – Laxá, sem liggur á mörkum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Hrunamannahrepps. Innlent 13.7.2023 20:31
Hátt í hundrað manns mögulega smitaðir af nóróveiru Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist heilbrigðiseftirliti vegna mögulegra nóróveirusmita. Líkur eru á óvenju stóru hópsmiti á veitingastöðum Hamborgarafabrikkunnar. Innlent 13.7.2023 19:45
Lögreglan mætti til að bera konuna út en hætti svo við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var mætt við búsetuúrræði flóttafólks síðdegis í dag til að bera út afganska konu og tólf ára gamlan son hennar, en hætti svo við. Innlent 13.7.2023 19:01
Mýrarboltinn á Ísafirði heyrir sögunni til Mýrarboltinn á Ísafirði verður ekki haldinn í ár, frekar en fyrri ár frá því að mótið var blásið af vegna kórónaveiru árið 2020. Aðalritari hátíðarinnar segir skipuleggjendur hafa fundið sér önnur áhugamál. Innlent 13.7.2023 18:42
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum skoðum við aðstæður á gosstöðvunum á Reykjanesi en yfirvöld lokuðu gönguleiðum að þeim í dag vegna mikils hvassviðris og reyks frá gróðureldum. Innlent 13.7.2023 17:57
Samþykkja minni hækkun launa Laun borgarfulltrúa hækka um 2,5 prósent frá fyrsta júlí síðastliðnum, í stað 7,88 prósent samkvæmt þróun launavísitölu frá nóvember 2022 til maí 2023. Borgarstjóri mun einnig óska eftir sömu breytingum á sínum launum. Innlent 13.7.2023 17:54
Átján ára ökumaður lést í alvarlegu umferðarslysi Ökumaður sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Þrengslum á Suðurlandi á níunda tímanum í morgun er látinn. Hann var á nítjánda aldursári. Innlent 13.7.2023 17:32
Fólk að stelast að gosinu í glórulausum aðstæðum Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglunnar, segir margvíslegar ástæður fyrir því að gosstöðvunum hafi verið lokað í morgun. Sumir reyni að stelast til að komast að þeim, fram hjá lögreglunni. Innlent 13.7.2023 16:51
„Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. Innlent 13.7.2023 16:31
„Leiðinlegt að koma fram við unglinga með þessum hætti“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að svo virðist sem meirihluti borgarstjórnar telji sig hafa fundið breiðu bökin, sem eigi að axla byrðarnar í baráttunni við verðbólguna, með því að frysta kjör unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur. Innlent 13.7.2023 16:17
„Auðveldasta leiðin og eina leiðin er til suðurs“ Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir virkni eldgossins við Litla-Hrút vera svipaða í dag eins og í gær. Hann segir það afar ólíklegt að kvikugangurinn lengist eða að sprungur opnist á nýjum stöðum, til að mynda norðar við Keili. Hraunið muni renna áfram til suðurs. Innlent 13.7.2023 15:14
Einfaldar staðreyndir að Vellirnir standi á nýjasta hrauninu Vellirnir í Hafnarfirði standa á yngsta hrauninu á höfuðborgarsvæðinu. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir því skynsamlegra að byggja til austurs frá Völlunum en til suðurs. Innlent 13.7.2023 14:28
Synjað um byggingarleyfi: „Stórfjölskylduhús“ með baði og eldhúsi í hverju herbergi Skipulagsráð Reykjavíkurborgar hafnaði á fundi í maí beiðni um byggingu 290 fermetra einbýlishúss við Blesugróf í Reykjavík. Á teikningum af húsinu mátti sjá að baðherbergi og eldhúskrók var að finna í öllum átta herbergjum hússins. Innlent 13.7.2023 13:59
Sýknudómi hjúkrunarfræðingsins áfrýjað Sýknudómi Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, hefur verið áfrýjað af ríkissaksóknara. Hún var sýknuð af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum, þar sem ekki taldist sannað að hún hefði haft ásetning til þess. Innlent 13.7.2023 13:48
Nýtt íbúðahverfi muni rísa á Veðurstofuhæð Nýtt deiliskipulag sem mun heimila byggingu íbúða á fimmtán til þrjátíu þúsund fermetrum á Veðurstofureitnum er í bígerð samkvæmt nýlegri skipulagslýsingu Reykjavíkurborgar. Með deiliskipulaginu mun að auki nýtt húsnæði Veðurstofu Íslands og Veitna rísa. Innlent 13.7.2023 13:21
Hraunið muni flæða áfram inn í Meradali Hraunið úr eldgosinu mun líklega fylla upp í skálina við Kistufell suður af Litla-Hrúti í dag. Spálíkan rannsóknarstofu eldfjallafræða og náttúruvár spáir því að hraunið muni flæða áfram inni Meradali. Ómögulegt sé þó að spá fyrir um lengd gossins. Innlent 13.7.2023 13:12
Andvaka og í uppnámi en fær engin svör frá Útlendingastofnun Afgönsk kona með ungt barn bíður þess nú að vera hent út úr búsetuúrræði sínu eftir að hún dró til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd. Ítalía neitar að taka aftur við konunni vegna neyðarástands. Konan er því réttindalaus og enginn vill á henni taka ábyrgð. Innlent 13.7.2023 13:00
Skilorð fyrir manndráp af gáleysi í Gleðivík Karlmaður hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Hann ók lyftara yfir erlendan ferðamann sem hafði verið að skoða listaverkið Eggin í Gleðivík við hafnarsvæðið á Djúpavogi. Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi. Innlent 13.7.2023 12:31
Æstir foreldrar með frammíköll fá bleika spjaldið Tæplega þrjú þúsund stelpur keppa á Símamótinu sem hefst í kvöld og fer fram um helgina. Áhersla verður lögð á framkomu foreldra á mótinu og verður þeim foreldrum sem sýna vanvirðingu á hliðarlínunni veitt áminning með svokölluðu bleiku spjaldi. Innlent 13.7.2023 12:12