Innlent

Grjót og mosi þyrlast upp þegar kvikan brýst í gegn

Drónamyndband sem sænsk íslenski ljósmyndarinn Jakob Vegerfors tók sýnir hvernig sprungugos hefst og kvikugangur brýst upp til yfirborðs jarðar. Ný gossprunga sést opnast við rætur Litla-Hrúts um 5-8 mínútum eftir að fyrst varð vart við eldgosið milli Fagradalsfjalls og Keilis mánudaginn 10. júlí.

Innlent

„Við vonumst eftir því að fá rigningu“

Slökkvi­lið Grinda­víkur var við slökkvi­störf á gossvæðinu til að verða tvö í nótt. Slökkvi­lið höfuð­borgar­svæðisins lánaði vatns­tank til verksins og Bruna­varnir Suður­nesja hafa séð um sjúkra­flutninga­vakt á svæðinu.

Innlent

Segir bíla­planið sprungið og tekur upp gjald

Tekin verður upp gjald­skylda fyrir bíla­stæði í Reynis­fjöru í næstu viku. Gestir á fólks­bílum munu þurfa að greiða þúsund krónur fyrir að leggja á neðra bíla­stæðið við fjöruna en 750 krónur í það efra.

Innlent

„Lög­reglan gerir ekkert til þess að fram­fylgja þessu“

For­maður Reið­hjóla­bænda, furðar sig á tví­skinnungi lög­reglu þegar kemur að rann­sókn á um­ferðar­brotum þegar um bíla er að ræða annars vegar og hjól hins vegar. Sjálf­sagt sé að nota mynd­efni þegar ofsa­akstur vöru­flutninga­bíl­stjóra á Vestur­landi sé rann­sakaður en ekki þegar um brot gegn hjól­reiða­fólki sé að ræða.

Innlent

Vísinda­menn nýttu nóttina vel við gosið

Virkni eld­gossins við Litla-Hrút er stöðug og hefur ekki breyst í nótt. Vísinda­menn voru að störfum inn í nóttina að bæta mæli­tækjum við á svæðið en göngu­leiðin að gossvæði var lokað í gær.

Innlent

Strandveiðimenn boða til mótmæla

Strandveiðisjómenn hafa boðað til mótmæla laugardaginn 15. júlí þar sem mótmælt verður stöðvun strandveiða sem þeir segja ótímabæra. Gengið verður frá Hörpu að Austurvelli og verður lagt af stað klukkan tólf.

Innlent

Hækkun launa í Vinnuskólanum ekki forgangsmál

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar segir hækkun launa unglinga í Vinnuskólanum ekki forgangsmál. Það sé ánægjuefni að skólanum hafi verið haldið gangandi í miklum hagræðingaraðgerðum borgarinnar.

Innlent

Hálft Reykjanesið geti farið undir eld

Slökkviliðsbíla má nú sjá við gosstöðvarnar þar sem reynt er að halda aftur af útbreiðslu gróðurelda sem loga vegna glóandi hrauns. Slökkviliðsstjóri segir að ef ekkert verði að gert sé hætta á því að þeir nái gríðarlegri dreifingu á svæðinu. Lokað var fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í dag.

Innlent

Mýrarboltinn á Ísafirði heyrir sögunni til

Mýrarboltinn á Ísafirði verður ekki haldinn í ár, frekar en fyrri ár frá því að mótið var blásið af vegna kórónaveiru árið 2020. Aðalritari hátíðarinnar segir skipuleggjendur hafa fundið sér önnur áhugamál.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum skoðum við aðstæður á gosstöðvunum á Reykjanesi en yfirvöld lokuðu gönguleiðum að þeim í dag vegna mikils hvassviðris og reyks frá gróðureldum.

Innlent

Samþykkja minni hækkun launa

Laun borgarfulltrúa hækka um 2,5 prósent frá fyrsta júlí síðastliðnum, í stað 7,88 prósent samkvæmt þróun launavísitölu frá nóvember 2022 til maí 2023. Borgarstjóri mun einnig óska eftir sömu breytingum á sínum launum.

Innlent

„Auð­veldasta leiðin og eina leiðin er til suðurs“

Magnús Tumi Guð­munds­son, prófessor í jarð­eðlis­fræði, segir virkni eld­gossins við Litla-Hrút vera svipaða í dag eins og í gær. Hann segir það afar ó­lík­legt að kviku­gangurinn lengist eða að sprungur opnist á nýjum stöðum, til að mynda norðar við Keili. Hraunið muni renna á­fram til suðurs.

Innlent

Sýknu­dómi hjúkrunar­fræðingsins á­frýjað

Sýknudómi Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, hefur verið áfrýjað af ríkissaksóknara. Hún var sýknuð af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum, þar sem ekki taldist sannað að hún hefði haft ásetning til þess.

Innlent

Nýtt í­búða­hverfi muni rísa á Veður­stofu­hæð

Nýtt deiliskipulag sem mun heimila byggingu íbúða á fimmtán til þrjátíu þúsund fermetrum á Veðurstofureitnum er í bígerð samkvæmt nýlegri skipulagslýsingu Reykjavíkurborgar. Með deiliskipulaginu mun að auki nýtt húsnæði Veðurstofu Íslands og Veitna rísa.

Innlent

Hraunið muni flæða áfram inn í Meradali

Hraunið úr eldgosinu mun líklega fylla upp í skálina við Kistufell suður af Litla-Hrúti í dag. Spálíkan rannsóknarstofu eldfjallafræða og náttúruvár spáir því að hraunið muni flæða áfram inni Meradali. Ómögulegt sé þó að spá fyrir um lengd gossins.

Innlent

Skilorð fyrir manndráp af gáleysi í Gleðivík

Karlmaður hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Hann ók lyftara yfir erlendan ferðamann sem hafði verið að skoða listaverkið Eggin í Gleðivík við hafnarsvæðið á Djúpavogi. Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Innlent

Æstir for­eldrar með frammí­köll fá bleika spjaldið

Tæplega þrjú þúsund stelpur keppa á Símamótinu sem hefst í kvöld og fer fram um helgina. Áhersla verður lögð á framkomu foreldra á mótinu og verður þeim foreldrum sem sýna vanvirðingu á hliðarlínunni veitt áminning með svokölluðu bleiku spjaldi. 

Innlent