Innlent

„Lög­reglan gerir ekkert til þess að fram­fylgja þessu“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Birgir furðar sig á því að lögregla nýti myndefni í tilviki vörubílstjóra Samskipa en geti ekki gert slíkt hið sama í tilviki hjólreiðafólks.
Birgir furðar sig á því að lögregla nýti myndefni í tilviki vörubílstjóra Samskipa en geti ekki gert slíkt hið sama í tilviki hjólreiðafólks.

For­maður Reið­hjóla­bænda, furðar sig á tví­skinnungi lög­reglu þegar kemur að rann­sókn á um­ferðar­brotum þegar um bíla er að ræða annars vegar og hjól hins vegar. Sjálf­sagt sé að nota mynd­efni þegar ofsa­akstur vöru­flutninga­bíl­stjóra á Vestur­landi sé rann­sakaður en ekki þegar um brot gegn hjól­reiða­fólki sé að ræða.

Vísir ræddi í gær við lög­regluna á Vestur­landi vegna stór­hættu­legs fram­úr­aksturs bíl­stjóra Sam­skipa á hring­veginum sem náðist á mynd­band. Lög­regla sagði mynd­bönd vera lykil­sönnunar­gagn í málinu.

Birgir Birgis­son, for­maður Reið­hjóla­bænda, furðar sig á svörum lög­reglu til Vísis vegna málsins. Hann spyr sig hvers vegna svo auð­velt það reynist lög­reglunni að bregðast við slíku inn­sendu mynd­efni, á meðan sams­konar mynd­efni frá hjól­reiða­fólki, sem nær dag­lega upp­lifi sams­konar ofsa­akstur, fáist ekki einu sinni skoðað af rann­sak­endum.

Það er aug­ljóst að lög­regla tekur ofsa­aksturinn á vestur­landi al­var­lega?

„Já og að sjálf­sögðu á hún að gera það. Það er full á­stæða til, þarna hefðu fimm eða tíu manns getað misst lífið. En þegar hjól­reiða­fólk með mynd­efni af brotum öku­manna ætlar að kæra sín mál og vilja fá þau rann­sökuð þá eru menn oft hálf partinn talaðir af því að reyna að kæra þau.“

Héldu að öryggi sitt væri tryggt með nýjum lögum

Hann bendir á að um­ferðar­lög hafi verið endur­skoðuð í heild sinni árið 2019 og fram­úr­akstur bíla úr reið­hjólum með minna en eins og hálfs metra bili gerður ó­lög­legur og þeir öku­menn sem það geri því brot­legir við lög.

„Við fögnuðum þessu ægi­lega og héldum að öryggi okkar væri tryggt. Síðan gerist það merki­lega að lög­reglan gerir ekkert til þess að fram­fylgja þessu.“

Birgir segir lög­reglu oft fella niður rann­sókn á ofsa­akstri þar sem hjól­reiða­fólk á í hlut og bera fyrir sig dóma­for­dæmi þar sem mynd­efni frá al­menningi hefur ekki dugað til að ná fram sekt eða sak­fellingu. Hann hafi aldrei fengið skýringar á því um hvaða dóma­fo­rdæmi séu að ræða.

„En ég hef fengið lög­fróðar mann­eskjur til að hafa uppi á þessum for­dæmum fyrir mig og í þeim málum sem fundist hafa er þetta oftast um það að ekki sé hægt að sanna með mynd­efni að öku­menn hafi stundað hrað­akstur eða glæfra­legan akstur. Þá hefur ekki dugað að nota mynd­efni öryggis­mynda­véla því það er ekki hægt að sanna hraða bíls. En þegar hjól­reiða­fólk lendir í lífs­hættu­legum fram­úr­akstri snýst þetta ekki um hraða bíls, þannig að ég skil ekki hvernig það eru hald­bær rök.“

Hjól­reiða­fólki þyki því skjóta skökku við að ekki þurfi annað en mynd­band frá veg­far­enda í máli vöru­bíl­stjóra Sam­skipa. „Sem er auð­vitað sjálf­sagt mál, og fínt að fólk sé með ár­vekni gagn­vart því - en þá er lög­regla búin að setja rann­sókn í gang sólar­hring seinna?! Þetta er inn­sent mynd­band rétt eins og okkar og það er tæp­lega komin fram form­leg kæra þegar lög­regla fer af stað.“

Hafi tekið mynd­band af eigin brotum

Birgir nefnir sem dæmi að í ágúst í fyrra hafi öku­maður bíls sett inn á Face­book hópinn „Ís­lensk bíla­mynd­bönd“ eigin upp­töku af því þegar hann tók fram úr þrettán hjól­reiða­mönnum á einni mínútu í Garða­bæ

„Hann tók sjálfur upp sín brot. Þrettán talsins sem hefðu átt að kosta 260 þúsund krónur í sekt. Birtir það á sam­fé­lags­miðlum klukku­tíma síðar. Ég fór til lög­reglunnar í Hafnar­firði þar sem þetta er í þeirra um­dæmi og bókaði kæru­mót­töku­tíma en það tók þá innan við tvær vikur að fella málið niður án rök­stuðnings.“

Hann bætir því við að hann hafi sjálfur lent í hremmingum úti á Granda í vestur­bæ Reykja­víkur fyrir tveimur árum. Þar hafi öku­maður sveigt fyrir hann, snögg­bremsað og gert allt sem í hans valdi stóð til þess að valda slysi.

„Málið er tveggja ára gamalt og öku­maðurinn hefur ekki einu sinni verið kallaður í skýrslu­töku. Með­höndlun þessara mála er út í hött og það er ekkert sam­ræmi í því á milli em­bætta hvernig menn með­höndla þau. Það vekur furðu,“ segir Birgir.

Birgir hefur sjálfur birt myndbönd af því þegar hann hefur lent í tæpum framúrakstri ökumanna bíla.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×