Innlent Fljúgandi trampólín og hefðbundin fokverkefni Verkefnum björgunarsveita fækkaði eftir því sem leið á gærkvöldið. Upplýsingafulltrúa Landsbjargar er ekki kunnugt um að nein stórtjón hafi orðið í hefðbundnum skilningi. Á meðal verkefna voru fljúgandi trampólín og ferðavagnar sem fóru á hliðina. Innlent 2.9.2023 09:57 Sóttu örmagna göngumann í Jökultungur Hópur Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem sinnir hálendisvakt í Landmannalaugum fékk seint í gær boð frá Neyðarlínu um hóp fjögurra göngumanna á Laugaveginum. Þau þurftu aðstoð þar sem einn í hópnum hafði örmagnast og treysti hann sér ekki til að halda áfram. Innlent 2.9.2023 09:27 Helga Vala hættir á þingi Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að hætta á þingi og snúa sér að lögmennsku. Hún segist ekki ætla að hætta í Samfylkingunni. Innlent 2.9.2023 08:23 Með einum of marga bestu vini á heimilinu Einn nýjasti íbúinn á Hellu bíður þess að fá að vita hvort hann geti búið áfram í bænum. Reglur um hundahald í bænum komu honum í opna skjöldu. Innlent 2.9.2023 08:01 Var rændur og þurfti á slysadeild Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um rán í Austurbæ. Gerendur höfðu ekkert upp úr krafsinu flytja þurfti þolanda ránsins á slysadeild. Að öðru leyti mun hafa verið rólegt í miðborginni í nótt en þó voru rúmlega sextíu mál skráð í bækur lögreglu. Innlent 2.9.2023 07:24 Biðu í vélinni í sex tíma vegna veðurs Farþegar í tveimur flugvélum sátu fastir á Keflavíkurflugvelli í hátt í sex tíma í kvöld vegna óveðurs. Innlent 2.9.2023 00:02 Alls kyns foktjón í fyrstu haustlægðinni Annasamt hefur verið hjá björgunarsveitum í kvöld á meðan fyrsta haustlægðin gengur yfir með miklu hvassviðri. Stærsta verkefnið var á hálendinu þar sem sækja þurfti örmagna göngumann. Innlent 1.9.2023 23:33 Pawel tekur við af Þórdísi vegna liðskiptaaðgerðar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar, verður í veikindaleyfi til lok nóvember vegna liðskiptaaðgerðar sem hún gekkst undir í vikunni. Pawel Bartoszek tekur við sem borgarfulltrúi Viðreisnar á meðan. Innlent 1.9.2023 22:22 Réði mömmu sína og pabba í vinnu á Hellissandi Nýr veitingastaður í nýrri þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökulsþjóðgarðs á Hellissandi hefur vakið mikla athygli því veitingamaðurinn, sem á staðinn er aðeins tuttugu ára gamall. Hann er með tvo starfsmenn í vinnu en það eru mamma hans og pabbi. Innlent 1.9.2023 20:31 Dæmi um börn í öðrum bekk með hnífa í grunnskólum Dæmi er um að börn í öðrum og þriðja bekk hafi mætt með hnífa í skólann hér á landi. Sérfræðingur í öryggisgæslu hefur verulegar áhyggjur af þróuninni. Innlent 1.9.2023 19:35 Sóttu unglingsstrák í sjálfheldu í Eyrarhlíð Björgunarsveitir voru boðaðar út í dag vegna vegna unglingspilts, farþega af skemmtiferðaskipi sem var á Ísafirði, sem hafði klifið upp Eyrarhlíð og var kominn í sjálfheldu í Gleiðarhjalla. Innlent 1.9.2023 18:50 Kókaínpar hafnaði samverknaði þrátt fyrir heilmikil samskipti Erlendur karlmaður og erlend kona hafa verið dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á kókaíni til landsins. Fólkið játaði brot sitt en hafnaði að um samverknað hefði verið að ræða. Samverknaður kemur til þyngingar við brot á lögum. Innlent 1.9.2023 16:00 Forseti borgarstjórnar í veikindaleyfi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, er komin í veikindaleyfi. Innlent 1.9.2023 15:38 Stóru prinsippin hjá VG víki alltaf fyrir hagsmunum samstarfsflokkanna Píratar munu leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um algert bann á hvalveiðum. Þingmaður segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum hafa komið sér á óvart. Innlent 1.9.2023 12:00 Hádegisfréttir Bylgjunnar Hvalveiðar, uppsagnir flugmanna hjá Play, metsekt Samskipa og hnífaofbeldi meðal barna verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Innlent 1.9.2023 11:34 Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. Innlent 1.9.2023 11:08 815 á biðlista eftir húsnæði á Stúdentagörðum Einstaklingum á biðlista eftir haustúthlutun Stúdentagarða hefur fjölgað um 165 milli ára. Þeir voru 650 í fyrra en eru nú 815. Alls var 502 leigueiningum úthlutað í sumar til 530 stúdenta. Innlent 1.9.2023 10:14 Kvikmyndaframleiðendur vona að samstaða náist á Alþingi um veiðibann Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar í haust og vonast til þess að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. Innlent 1.9.2023 09:38 Sakar eiganda fasteignafélags um að reyna að kaupa greiða Fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg sakar forsvarsmann fasteignafélagsins Sigtúns um að hafa boðist til þess að greiða fyrir kosningabaráttu flokksins gegn því að hann legðist gegn því að sveitarfélagið keypti hús Landsbankans á Selfossi. Innlent 1.9.2023 09:12 Rannsóknirnar komnar heim og meðalbiðtíminn 12,5 dagar Öllum sýnasendingum til Danmerkur var hætt fyrir síðustu áramót og biðtími eftir niðurstöðum úr leghálsskimun er nú 12,5 dagar að meðaltali, ef miðað er við fyrstu sjö mánuði ársins. Innlent 1.9.2023 08:11 Björguðu ungum manni í sjálfheldu í Fáskrúðsfirði Björgunarsveitarmenn á Austurlandi og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar björguðu ungum manni sem hafði lent í sjálfheldu í Tungutröð, klettabelti milli Daladals og Tungudals inn af Fáskrúðsfirði, í gærkvöldi. Innlent 1.9.2023 07:57 Komum ósjúkratryggðra fjölgað um 50 prósent frá því í fyrra Komum ósjúkratryggðra einstaklinga á Sjúkrahúsið á Akureyri hefur fjölgað um 50 prósent frá fyrra ári, það sem af er ári. 512 hafa sótt þjónustu spítalans í ár en fjöldinn var 331 í fyrra. Innlent 1.9.2023 07:24 „Förum af stað til veiða um leið og lygnir“ „Ég veit það ekki, það er spáð vitlausu veðri næstu daga, en við förum af stað til veiða um leið og lygnir,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., um það hvenær hvalveiðar hefjast. Innlent 1.9.2023 06:26 Höfðu afskipti af ungmennum að veiða dúfur Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt hafði verið um ungmenni að reyna að lokka til sín dúfur og handsama þær í miðborg Reykjavíkur. Innlent 1.9.2023 06:12 Þurfi meiri tíma í Borgarlínu Innviðaráðherra segir of snemmt að slá því föstu að gera þurfi verulegar breytingar á framkvæmdum vegna Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu, á meðan vinna standi enn yfir við að uppfæra samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaga. Borgarlína sé hins vegar risastórt verkefni sem þurfi meiri tíma, bæði með tilliti til verkfræðinnar en líka fjármögnunar. Innlent 31.8.2023 23:31 Rafmagn komið aftur á Selfossi Rafmagnslaust var víða á Selfossi í kvöld. Íbúar Selfossbæjar hafa rætt rafmagnsleysið sín á milli á samfélagsmiðlum en rafmagn komst aftur á um hálf eitt leytið í nótt. Innlent 31.8.2023 23:08 Vill svör frá Lilju: „Auðkýfingur með sértæka drápsýki“ fái að leggja skapandi iðnað í rúst Katrín Oddsdóttir, lögmaður framleiðslufyrirtækisins True North, segist vongóð um að Alþingi muni geta komið sér saman um breytingar á lögum um hvalveiðar. Hún segist spyrja sig hvort „auðkýfingur með sértæka drápsýki“ eigi að fá að leggja skapandi iðnað á Íslandi í rúst. Innlent 31.8.2023 21:04 Góð stemning í Leifsstöð þegar ný töskufæribönd voru tekin í notkun Nýr og rúmbetri töskusalur beið farþega sem lentu á Keflavíkurflugvelli upp úr hádegi í dag. Töskusalurinn er fyrsti áfanginn sem tekinn er í notkun í nýrri austurálmu flugstöðvarinnar. Innlent 31.8.2023 21:00 Áttaði sig á því að börnin höfðu ekki fengið sömu upplifanir Haraldur Þorleifsson, athafnamaður og forsprakki verkefnisins Römpum upp Ísland, vígði ramp númer átta hundruð á Egilsstöðum í dag. Hann segist hlakka til að geta sýnt börnunum sínum Ísland, það hafi ekki verið auðvelt áður en verkefnið hófst. Innlent 31.8.2023 20:38 Munu gera allt sem þau geta til að stöðva Kristján Loftsson Formaður Samtaka grænkera á Íslandi segir dýravelferðarsinna ekki sátta við ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar aftur á ný. Þau muni halda áfram að mótmæla og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir veiðar Kristjáns Loftssonar. Innlent 31.8.2023 19:01 « ‹ ›
Fljúgandi trampólín og hefðbundin fokverkefni Verkefnum björgunarsveita fækkaði eftir því sem leið á gærkvöldið. Upplýsingafulltrúa Landsbjargar er ekki kunnugt um að nein stórtjón hafi orðið í hefðbundnum skilningi. Á meðal verkefna voru fljúgandi trampólín og ferðavagnar sem fóru á hliðina. Innlent 2.9.2023 09:57
Sóttu örmagna göngumann í Jökultungur Hópur Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem sinnir hálendisvakt í Landmannalaugum fékk seint í gær boð frá Neyðarlínu um hóp fjögurra göngumanna á Laugaveginum. Þau þurftu aðstoð þar sem einn í hópnum hafði örmagnast og treysti hann sér ekki til að halda áfram. Innlent 2.9.2023 09:27
Helga Vala hættir á þingi Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að hætta á þingi og snúa sér að lögmennsku. Hún segist ekki ætla að hætta í Samfylkingunni. Innlent 2.9.2023 08:23
Með einum of marga bestu vini á heimilinu Einn nýjasti íbúinn á Hellu bíður þess að fá að vita hvort hann geti búið áfram í bænum. Reglur um hundahald í bænum komu honum í opna skjöldu. Innlent 2.9.2023 08:01
Var rændur og þurfti á slysadeild Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um rán í Austurbæ. Gerendur höfðu ekkert upp úr krafsinu flytja þurfti þolanda ránsins á slysadeild. Að öðru leyti mun hafa verið rólegt í miðborginni í nótt en þó voru rúmlega sextíu mál skráð í bækur lögreglu. Innlent 2.9.2023 07:24
Biðu í vélinni í sex tíma vegna veðurs Farþegar í tveimur flugvélum sátu fastir á Keflavíkurflugvelli í hátt í sex tíma í kvöld vegna óveðurs. Innlent 2.9.2023 00:02
Alls kyns foktjón í fyrstu haustlægðinni Annasamt hefur verið hjá björgunarsveitum í kvöld á meðan fyrsta haustlægðin gengur yfir með miklu hvassviðri. Stærsta verkefnið var á hálendinu þar sem sækja þurfti örmagna göngumann. Innlent 1.9.2023 23:33
Pawel tekur við af Þórdísi vegna liðskiptaaðgerðar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar, verður í veikindaleyfi til lok nóvember vegna liðskiptaaðgerðar sem hún gekkst undir í vikunni. Pawel Bartoszek tekur við sem borgarfulltrúi Viðreisnar á meðan. Innlent 1.9.2023 22:22
Réði mömmu sína og pabba í vinnu á Hellissandi Nýr veitingastaður í nýrri þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökulsþjóðgarðs á Hellissandi hefur vakið mikla athygli því veitingamaðurinn, sem á staðinn er aðeins tuttugu ára gamall. Hann er með tvo starfsmenn í vinnu en það eru mamma hans og pabbi. Innlent 1.9.2023 20:31
Dæmi um börn í öðrum bekk með hnífa í grunnskólum Dæmi er um að börn í öðrum og þriðja bekk hafi mætt með hnífa í skólann hér á landi. Sérfræðingur í öryggisgæslu hefur verulegar áhyggjur af þróuninni. Innlent 1.9.2023 19:35
Sóttu unglingsstrák í sjálfheldu í Eyrarhlíð Björgunarsveitir voru boðaðar út í dag vegna vegna unglingspilts, farþega af skemmtiferðaskipi sem var á Ísafirði, sem hafði klifið upp Eyrarhlíð og var kominn í sjálfheldu í Gleiðarhjalla. Innlent 1.9.2023 18:50
Kókaínpar hafnaði samverknaði þrátt fyrir heilmikil samskipti Erlendur karlmaður og erlend kona hafa verið dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á kókaíni til landsins. Fólkið játaði brot sitt en hafnaði að um samverknað hefði verið að ræða. Samverknaður kemur til þyngingar við brot á lögum. Innlent 1.9.2023 16:00
Forseti borgarstjórnar í veikindaleyfi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, er komin í veikindaleyfi. Innlent 1.9.2023 15:38
Stóru prinsippin hjá VG víki alltaf fyrir hagsmunum samstarfsflokkanna Píratar munu leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um algert bann á hvalveiðum. Þingmaður segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum hafa komið sér á óvart. Innlent 1.9.2023 12:00
Hádegisfréttir Bylgjunnar Hvalveiðar, uppsagnir flugmanna hjá Play, metsekt Samskipa og hnífaofbeldi meðal barna verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Innlent 1.9.2023 11:34
Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. Innlent 1.9.2023 11:08
815 á biðlista eftir húsnæði á Stúdentagörðum Einstaklingum á biðlista eftir haustúthlutun Stúdentagarða hefur fjölgað um 165 milli ára. Þeir voru 650 í fyrra en eru nú 815. Alls var 502 leigueiningum úthlutað í sumar til 530 stúdenta. Innlent 1.9.2023 10:14
Kvikmyndaframleiðendur vona að samstaða náist á Alþingi um veiðibann Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar í haust og vonast til þess að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. Innlent 1.9.2023 09:38
Sakar eiganda fasteignafélags um að reyna að kaupa greiða Fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg sakar forsvarsmann fasteignafélagsins Sigtúns um að hafa boðist til þess að greiða fyrir kosningabaráttu flokksins gegn því að hann legðist gegn því að sveitarfélagið keypti hús Landsbankans á Selfossi. Innlent 1.9.2023 09:12
Rannsóknirnar komnar heim og meðalbiðtíminn 12,5 dagar Öllum sýnasendingum til Danmerkur var hætt fyrir síðustu áramót og biðtími eftir niðurstöðum úr leghálsskimun er nú 12,5 dagar að meðaltali, ef miðað er við fyrstu sjö mánuði ársins. Innlent 1.9.2023 08:11
Björguðu ungum manni í sjálfheldu í Fáskrúðsfirði Björgunarsveitarmenn á Austurlandi og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar björguðu ungum manni sem hafði lent í sjálfheldu í Tungutröð, klettabelti milli Daladals og Tungudals inn af Fáskrúðsfirði, í gærkvöldi. Innlent 1.9.2023 07:57
Komum ósjúkratryggðra fjölgað um 50 prósent frá því í fyrra Komum ósjúkratryggðra einstaklinga á Sjúkrahúsið á Akureyri hefur fjölgað um 50 prósent frá fyrra ári, það sem af er ári. 512 hafa sótt þjónustu spítalans í ár en fjöldinn var 331 í fyrra. Innlent 1.9.2023 07:24
„Förum af stað til veiða um leið og lygnir“ „Ég veit það ekki, það er spáð vitlausu veðri næstu daga, en við förum af stað til veiða um leið og lygnir,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., um það hvenær hvalveiðar hefjast. Innlent 1.9.2023 06:26
Höfðu afskipti af ungmennum að veiða dúfur Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt hafði verið um ungmenni að reyna að lokka til sín dúfur og handsama þær í miðborg Reykjavíkur. Innlent 1.9.2023 06:12
Þurfi meiri tíma í Borgarlínu Innviðaráðherra segir of snemmt að slá því föstu að gera þurfi verulegar breytingar á framkvæmdum vegna Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu, á meðan vinna standi enn yfir við að uppfæra samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaga. Borgarlína sé hins vegar risastórt verkefni sem þurfi meiri tíma, bæði með tilliti til verkfræðinnar en líka fjármögnunar. Innlent 31.8.2023 23:31
Rafmagn komið aftur á Selfossi Rafmagnslaust var víða á Selfossi í kvöld. Íbúar Selfossbæjar hafa rætt rafmagnsleysið sín á milli á samfélagsmiðlum en rafmagn komst aftur á um hálf eitt leytið í nótt. Innlent 31.8.2023 23:08
Vill svör frá Lilju: „Auðkýfingur með sértæka drápsýki“ fái að leggja skapandi iðnað í rúst Katrín Oddsdóttir, lögmaður framleiðslufyrirtækisins True North, segist vongóð um að Alþingi muni geta komið sér saman um breytingar á lögum um hvalveiðar. Hún segist spyrja sig hvort „auðkýfingur með sértæka drápsýki“ eigi að fá að leggja skapandi iðnað á Íslandi í rúst. Innlent 31.8.2023 21:04
Góð stemning í Leifsstöð þegar ný töskufæribönd voru tekin í notkun Nýr og rúmbetri töskusalur beið farþega sem lentu á Keflavíkurflugvelli upp úr hádegi í dag. Töskusalurinn er fyrsti áfanginn sem tekinn er í notkun í nýrri austurálmu flugstöðvarinnar. Innlent 31.8.2023 21:00
Áttaði sig á því að börnin höfðu ekki fengið sömu upplifanir Haraldur Þorleifsson, athafnamaður og forsprakki verkefnisins Römpum upp Ísland, vígði ramp númer átta hundruð á Egilsstöðum í dag. Hann segist hlakka til að geta sýnt börnunum sínum Ísland, það hafi ekki verið auðvelt áður en verkefnið hófst. Innlent 31.8.2023 20:38
Munu gera allt sem þau geta til að stöðva Kristján Loftsson Formaður Samtaka grænkera á Íslandi segir dýravelferðarsinna ekki sátta við ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar aftur á ný. Þau muni halda áfram að mótmæla og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir veiðar Kristjáns Loftssonar. Innlent 31.8.2023 19:01