Innlent

815 á bið­lista eftir hús­næði á Stúdenta­görðum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ný íbúð á Stúdentagörðum.
Ný íbúð á Stúdentagörðum. Facebook/Félagsstofnun stúdenta

Einstaklingum á biðlista eftir haustúthlutun Stúdentagarða hefur fjölgað um 165 milli ára. Þeir voru 650 í fyrra en eru nú 815. Alls var 502 leigueiningum úthlutað í sumar til 530 stúdenta. 

Umsækjendur um húsnæði voru 2.744 talsins.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá Félagsstofnun stúdenta en þar segir að á síðustu þremur árum hafi leigueiningum á háskólasvæðinu fjölgað um 423, þar af 111 í vor. Þá verða tíu einstaklingsíbúðir teknar í notkun á Skuggagörðum við Lindargötu á haustmisserinu. 

Um það bil 2.000 einstaklingar búa á Stúdentagörðum í dag, í um 1.600 leigueiningum. Stefnt er að því að byggja 107 þriggja herbergja íbúðir í nýju hverfi í Skerjafirði.

„FS hefur einnig óskað eftir því að kaupa Stapa, gamla Stúdentaheimilið, af Háskóla Íslands og breyta í stúdentagarð. Þar væri hægt að koma fyrir 48 herbergjum með sameiginlegri aðstöðu og myndi gefa FS tækifæri til að skapa enn þéttara og samheldnara samfélag íbúa við Hringbraut,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×