Erlent Rannsaka atlögu Giuliani að sendiherranum í Kænugarði Bandarísk alríkisyfirvöld rannsaka nú hlut Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í því að ryðja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr vegi árið 2019. Húsleit var gerð á heimili og skrifstofu Giuliani vegna rannsóknarinnar í vikunni. Erlent 30.4.2021 22:15 Námsmenn á meðal þrjátíu látinna í bílsprengjuárás Þrjátíu manns féllu þegar bílsprengja sprakk við gistiheimili í borginni Pul-e-Alam í austanverðu Afganistan í dag. Á meðal þeirra látnu voru framhaldsskólanema sem voru í borginni til að þreyta inntökupróf í háskóla. Erlent 30.4.2021 19:35 Takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi í næstu viku. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er sögð hafa mælt með aðgerðunum til að koma í veg fyrir að smit berist til Bandaríkjanna. Erlent 30.4.2021 18:45 Skortur á bóluefnum í héruðum Indlands Nokkur ríki Indlands eru uppiskroppa með bóluefni, degi áður en bólusetningarátak á að hefjast í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa 7,7 milljónir manna fengið Covid-19 í síðustu tveimur mánuðum. Áður tók það nærri því hálft ár að greina 7,7 smitaða á Indlandi. Erlent 30.4.2021 15:50 Pence stígur aftur á svið og fer fögrum orðum um Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu pólitísku ræðu í gær eftir að ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, lét af völdum í upphafi árs. Þrátt fyrir að samband þeirra beið verulega hnekki undir lok ríkisstjórnarinnar og að stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði myrtur, fór hann fögrum orðum um fyrrverandi yfirmann sinn. Erlent 30.4.2021 13:38 Þjóðarsorg eftir versta slys í sögu Ísraels Minnst 44 eru látin eftir að fjöldi tróðst undir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í gærkvöldi. Á annað hundrað slasaðist. Erlent 30.4.2021 13:16 Vinur Gaetz vildi náðun og viðurkenndi kynlíf með sautján ára stúlku Joel Greenberg, kjörinn fulltrúi í Flórída og vinur þingmannsins umdeilda Matt Gaetz, skrifaði í bréfi til Rogers Stone, fyrrverandi ráðgjafa Donalds Trump, fyrrverandi forseta, að hann og Gaetz hefðu greitt fyrir kynlíf með mörgum konum, þeirra á meðal sautján ára stúlku. Erlent 30.4.2021 12:09 Lögmaður samtaka Navalnís handtekinn í Moskvu Ívan Pavolv, lögmaður and-spillingarsamtaka Alexeis Navalní, hefur verið handtekinn. Hann er sakaður um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn og var handtekinn nokkrum klukkustundum áður en hann átti að mæta í dómsal þar sem hann er verjandi fyrrverandi blaðamanns sem hefur verið sakaður um landráð. Erlent 30.4.2021 10:34 Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. Erlent 30.4.2021 10:11 Grjótkast varð að snörpum átökum Yfirvöld í Kirgistan segja að minnst þrettán manns hafa fallið í átökum við hermenn Tadsíkistan. Þá hafi vel yfir hundrað manns særst, þar af tveir í alvarlegu ástandi. Erlent 30.4.2021 09:41 Fimm ákærð vegna árásarinnar á aðstoðarmann Lady Gaga Fimm hafa verið handteknin og ákærð vegna árásar á aðstoðarmann Lady Gaga í febrúar og hafa þau verið ákærð fyrir morðtilraun og aðild að morðtilraun. Þrír voru handteknir á þriðjudaginn og eru þeir sakaðir um morðtilraun. Í kjölfarið voru tvö handtekin til viðbótar og ákærðir fyrir aðild að morðtilraun. Erlent 30.4.2021 08:24 Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna bannar sölu mentól sígaretta Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur ákveðið að banna sölu mentól sígaretta. Mannréttinda- og heilbrigðissamtök hafa löngum barist fyrir banninu, þar sem mentól sígarettur valda hlutfallslega meiri skaða meðal svartra Bandaríkjamanna. Erlent 30.4.2021 08:08 150 milljónir smitast af Covid-19 á heimsvísu Rúmlega hundrað og fimmtíu milljónir manna á heimsvísu hafa nú smitast af kórónuveirunni ef marka má samantekt AFP fréttastofunnar en sömu sögu er að segja ef litið er á teljara Johns Hopkins háskólans sem frá upphafi faraldursins hefur haldið utan um tölur um smitaða. Erlent 30.4.2021 07:48 Drottningin látin fáeinum vikum eftir lát konungsins Shiyiwe Mantfombi Dlamini Zulu, drottning Súlúmanna í Suður-Afríku, er látin, 65 ára að aldri. Hún lést einungis fáeinum vikum eftir að eiginmaður hennar, Goodwill Zwelithini konungur, lést. Erlent 30.4.2021 07:42 Tugir látnir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael Að minnsta kosti fjörutíu og fjórir eru látnir á fjölmennri trúarhátíð í norðausturhluta Ísraels. Tugir eru slasaðir að auki en fólkið tróðst undir í mannmergðinni. Um árlega samkomu er að ræða sem haldin er í hlíðum Meron fjalls. Erlent 30.4.2021 06:49 Óttast að óhefðbundin endurtalning grafi undan trausti Yfirmenn kjörstjórna í Bandaríkjunum óttast að ákvörðun repúblikana í Arizona um að láta telja aftur atkvæði í stærstu sýslu ríkisins frá því í kosningunum í nóvember verði að fordæmi sem grafi undan trú kjósendur á kosningum í framtíðinni. Donald Trump, fyrrverandi forseti, er sagður haldinn þráhyggju fyrir niðurstöðu endurtalningarinnar. Erlent 29.4.2021 23:57 Stefna brasilískum yfirvöldum fyrir meiðyrði vegna Spútnik V Framleiðandi rússneska kórónuveirubóluefnisins Spútnik V ætlar að stefna brasilísku heilbrigðiseftirlitsstofnuninni sem hafnaði beiðni nokkurra ríkja um að flytja efnið inn fyrir meiðyrði. Stjórnendur stofnunarinnar vísa ásökununum um meiðyrði á bug. Erlent 29.4.2021 23:17 Vilja gefa unglingum bóluefni Pfizer Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech ætla að óska eftir leyfi til að gefa unglingum á aldrinum tólf til fimmtán ára kórónuveirubóluefni sitt í Evrópu í sumar. Tilraunir standa einnig yfir með bóluefnið í börnum. Erlent 29.4.2021 22:25 Þýsk loftslagslög talin brjóta á rétti ungs fólks Stjórnlagadómstóll Þýskalands komst að þeirri niðurstöðu í dag að loftslagslög þýsku ríkisstjórnarinnar gangi ekki nægilega langt og brjóti gegn grundvallarréttindum fólks með því að koma því á herðar yngri kynslóða að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórnvöld þurfa að endurskoða lögin fyrir lok árs. Erlent 29.4.2021 21:27 Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. Erlent 29.4.2021 18:18 Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður. Erlent 29.4.2021 17:32 Telur Kínverja undirbúa innrás Utanríkisráðherra Taívans sagði í dag að útlit væri fyrir að Kínverjar væru að undirbúa innrás á eyjuna. Erlent 29.4.2021 17:30 NATO byrjar brottflutning frá Afganistan Atlantshafsbandalagið er byrjað að flytja hermenn og búnað frá Afganistan, samhliða Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nýverið að aðkomu Bandaríkjanna að stríðinu í Afganistan verði lokið fyrir 11. september, á tuttugu ára afmæli árásarinnar á Tvíburaturnana. Erlent 29.4.2021 16:06 Búlgarar bendla Rússa við sprengingar þar í landi Utanríkisráðuneyti Búlgaríu tilkynnti í dag að ríkisstjórn landsins ætlaði að vísa einum rússneskum erindreka úr landi, til viðbótar við þá tvo sem voru reknir úr landi fyrir njósnir í síðasta mánuði. Erlent 29.4.2021 15:05 Afglæpavæða þungunarrof í kjölfar nauðgunar Stjórnlagadómstóll Ekvador hefur komist að þeirri niðurstöðu að lagaákvæði sem banni þungunarrof í kjölfar nauðgunar brjóti gegn stjórnarskrá landsins. Sjö dómarar voru á þessu máli, gegn tveimur en rætur þess má rekja til baráttu kvennréttindasamtaka í Ekvador. Erlent 29.4.2021 11:51 Sagði lýðræðið þurfa að sanna sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði línurnar í nótt að umfangsmiklum breytum á velferðarkerfi Bandaríkjanna og umsvifum alríkisins á hagkerfið. Þetta sagði hann í fyrsta ávarpi sínu fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í nótt. Erlent 29.4.2021 08:59 Framkvæmdastjóri NRA harðlega gagnrýndur fyrir misheppnaða tilraun til að drepa fíl Myndbandsupptökur sem sýna framkvæmdastjóra hagsmunasamtaka bandarískra skotvopnaeigenda (NRA) skjóta fíl ítrekað án þess að takast að drepa skepnuna hafa verið harðlega gagnrýndar. Erlent 29.4.2021 07:37 Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. Erlent 28.4.2021 23:52 Biden boðar von um betri tíð eftir faraldur og kreppu Efnahagsbati eftir kórónuveirufaraldurinn verður efst á baugi í fyrsta ávarpi Joes Biden Bandaríkjaforseta fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í kvöld. Í ávarpinu ætlar forsetinn að lýsa því hvernig Bandaríkin eru „komin aftur af stað“ og hvernig hann sér fyrir sér að alríkisstjórnin geti bætt líf landsmanna. Erlent 28.4.2021 23:31 Læstist inni í matvöruverslun eftir lokun Kona nokkur í norska bænum Lillestrøm, skammt austur af höfuðborginni Osló, kallaði eftir aðstoð lögreglu í kvöld eftir að hafa læsts inni í matvöruverslun eftir lokun. Konan hafði verið að versla í búðinni en svo virðist sem starfsfólk hafi ekki verið meðvitað um veru konunnar í versluninni þegar henni var skellt í lás. Erlent 28.4.2021 23:09 « ‹ ›
Rannsaka atlögu Giuliani að sendiherranum í Kænugarði Bandarísk alríkisyfirvöld rannsaka nú hlut Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í því að ryðja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr vegi árið 2019. Húsleit var gerð á heimili og skrifstofu Giuliani vegna rannsóknarinnar í vikunni. Erlent 30.4.2021 22:15
Námsmenn á meðal þrjátíu látinna í bílsprengjuárás Þrjátíu manns féllu þegar bílsprengja sprakk við gistiheimili í borginni Pul-e-Alam í austanverðu Afganistan í dag. Á meðal þeirra látnu voru framhaldsskólanema sem voru í borginni til að þreyta inntökupróf í háskóla. Erlent 30.4.2021 19:35
Takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi í næstu viku. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er sögð hafa mælt með aðgerðunum til að koma í veg fyrir að smit berist til Bandaríkjanna. Erlent 30.4.2021 18:45
Skortur á bóluefnum í héruðum Indlands Nokkur ríki Indlands eru uppiskroppa með bóluefni, degi áður en bólusetningarátak á að hefjast í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa 7,7 milljónir manna fengið Covid-19 í síðustu tveimur mánuðum. Áður tók það nærri því hálft ár að greina 7,7 smitaða á Indlandi. Erlent 30.4.2021 15:50
Pence stígur aftur á svið og fer fögrum orðum um Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu pólitísku ræðu í gær eftir að ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, lét af völdum í upphafi árs. Þrátt fyrir að samband þeirra beið verulega hnekki undir lok ríkisstjórnarinnar og að stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði myrtur, fór hann fögrum orðum um fyrrverandi yfirmann sinn. Erlent 30.4.2021 13:38
Þjóðarsorg eftir versta slys í sögu Ísraels Minnst 44 eru látin eftir að fjöldi tróðst undir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í gærkvöldi. Á annað hundrað slasaðist. Erlent 30.4.2021 13:16
Vinur Gaetz vildi náðun og viðurkenndi kynlíf með sautján ára stúlku Joel Greenberg, kjörinn fulltrúi í Flórída og vinur þingmannsins umdeilda Matt Gaetz, skrifaði í bréfi til Rogers Stone, fyrrverandi ráðgjafa Donalds Trump, fyrrverandi forseta, að hann og Gaetz hefðu greitt fyrir kynlíf með mörgum konum, þeirra á meðal sautján ára stúlku. Erlent 30.4.2021 12:09
Lögmaður samtaka Navalnís handtekinn í Moskvu Ívan Pavolv, lögmaður and-spillingarsamtaka Alexeis Navalní, hefur verið handtekinn. Hann er sakaður um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn og var handtekinn nokkrum klukkustundum áður en hann átti að mæta í dómsal þar sem hann er verjandi fyrrverandi blaðamanns sem hefur verið sakaður um landráð. Erlent 30.4.2021 10:34
Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. Erlent 30.4.2021 10:11
Grjótkast varð að snörpum átökum Yfirvöld í Kirgistan segja að minnst þrettán manns hafa fallið í átökum við hermenn Tadsíkistan. Þá hafi vel yfir hundrað manns særst, þar af tveir í alvarlegu ástandi. Erlent 30.4.2021 09:41
Fimm ákærð vegna árásarinnar á aðstoðarmann Lady Gaga Fimm hafa verið handteknin og ákærð vegna árásar á aðstoðarmann Lady Gaga í febrúar og hafa þau verið ákærð fyrir morðtilraun og aðild að morðtilraun. Þrír voru handteknir á þriðjudaginn og eru þeir sakaðir um morðtilraun. Í kjölfarið voru tvö handtekin til viðbótar og ákærðir fyrir aðild að morðtilraun. Erlent 30.4.2021 08:24
Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna bannar sölu mentól sígaretta Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur ákveðið að banna sölu mentól sígaretta. Mannréttinda- og heilbrigðissamtök hafa löngum barist fyrir banninu, þar sem mentól sígarettur valda hlutfallslega meiri skaða meðal svartra Bandaríkjamanna. Erlent 30.4.2021 08:08
150 milljónir smitast af Covid-19 á heimsvísu Rúmlega hundrað og fimmtíu milljónir manna á heimsvísu hafa nú smitast af kórónuveirunni ef marka má samantekt AFP fréttastofunnar en sömu sögu er að segja ef litið er á teljara Johns Hopkins háskólans sem frá upphafi faraldursins hefur haldið utan um tölur um smitaða. Erlent 30.4.2021 07:48
Drottningin látin fáeinum vikum eftir lát konungsins Shiyiwe Mantfombi Dlamini Zulu, drottning Súlúmanna í Suður-Afríku, er látin, 65 ára að aldri. Hún lést einungis fáeinum vikum eftir að eiginmaður hennar, Goodwill Zwelithini konungur, lést. Erlent 30.4.2021 07:42
Tugir látnir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael Að minnsta kosti fjörutíu og fjórir eru látnir á fjölmennri trúarhátíð í norðausturhluta Ísraels. Tugir eru slasaðir að auki en fólkið tróðst undir í mannmergðinni. Um árlega samkomu er að ræða sem haldin er í hlíðum Meron fjalls. Erlent 30.4.2021 06:49
Óttast að óhefðbundin endurtalning grafi undan trausti Yfirmenn kjörstjórna í Bandaríkjunum óttast að ákvörðun repúblikana í Arizona um að láta telja aftur atkvæði í stærstu sýslu ríkisins frá því í kosningunum í nóvember verði að fordæmi sem grafi undan trú kjósendur á kosningum í framtíðinni. Donald Trump, fyrrverandi forseti, er sagður haldinn þráhyggju fyrir niðurstöðu endurtalningarinnar. Erlent 29.4.2021 23:57
Stefna brasilískum yfirvöldum fyrir meiðyrði vegna Spútnik V Framleiðandi rússneska kórónuveirubóluefnisins Spútnik V ætlar að stefna brasilísku heilbrigðiseftirlitsstofnuninni sem hafnaði beiðni nokkurra ríkja um að flytja efnið inn fyrir meiðyrði. Stjórnendur stofnunarinnar vísa ásökununum um meiðyrði á bug. Erlent 29.4.2021 23:17
Vilja gefa unglingum bóluefni Pfizer Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech ætla að óska eftir leyfi til að gefa unglingum á aldrinum tólf til fimmtán ára kórónuveirubóluefni sitt í Evrópu í sumar. Tilraunir standa einnig yfir með bóluefnið í börnum. Erlent 29.4.2021 22:25
Þýsk loftslagslög talin brjóta á rétti ungs fólks Stjórnlagadómstóll Þýskalands komst að þeirri niðurstöðu í dag að loftslagslög þýsku ríkisstjórnarinnar gangi ekki nægilega langt og brjóti gegn grundvallarréttindum fólks með því að koma því á herðar yngri kynslóða að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórnvöld þurfa að endurskoða lögin fyrir lok árs. Erlent 29.4.2021 21:27
Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. Erlent 29.4.2021 18:18
Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður. Erlent 29.4.2021 17:32
Telur Kínverja undirbúa innrás Utanríkisráðherra Taívans sagði í dag að útlit væri fyrir að Kínverjar væru að undirbúa innrás á eyjuna. Erlent 29.4.2021 17:30
NATO byrjar brottflutning frá Afganistan Atlantshafsbandalagið er byrjað að flytja hermenn og búnað frá Afganistan, samhliða Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nýverið að aðkomu Bandaríkjanna að stríðinu í Afganistan verði lokið fyrir 11. september, á tuttugu ára afmæli árásarinnar á Tvíburaturnana. Erlent 29.4.2021 16:06
Búlgarar bendla Rússa við sprengingar þar í landi Utanríkisráðuneyti Búlgaríu tilkynnti í dag að ríkisstjórn landsins ætlaði að vísa einum rússneskum erindreka úr landi, til viðbótar við þá tvo sem voru reknir úr landi fyrir njósnir í síðasta mánuði. Erlent 29.4.2021 15:05
Afglæpavæða þungunarrof í kjölfar nauðgunar Stjórnlagadómstóll Ekvador hefur komist að þeirri niðurstöðu að lagaákvæði sem banni þungunarrof í kjölfar nauðgunar brjóti gegn stjórnarskrá landsins. Sjö dómarar voru á þessu máli, gegn tveimur en rætur þess má rekja til baráttu kvennréttindasamtaka í Ekvador. Erlent 29.4.2021 11:51
Sagði lýðræðið þurfa að sanna sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði línurnar í nótt að umfangsmiklum breytum á velferðarkerfi Bandaríkjanna og umsvifum alríkisins á hagkerfið. Þetta sagði hann í fyrsta ávarpi sínu fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í nótt. Erlent 29.4.2021 08:59
Framkvæmdastjóri NRA harðlega gagnrýndur fyrir misheppnaða tilraun til að drepa fíl Myndbandsupptökur sem sýna framkvæmdastjóra hagsmunasamtaka bandarískra skotvopnaeigenda (NRA) skjóta fíl ítrekað án þess að takast að drepa skepnuna hafa verið harðlega gagnrýndar. Erlent 29.4.2021 07:37
Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. Erlent 28.4.2021 23:52
Biden boðar von um betri tíð eftir faraldur og kreppu Efnahagsbati eftir kórónuveirufaraldurinn verður efst á baugi í fyrsta ávarpi Joes Biden Bandaríkjaforseta fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í kvöld. Í ávarpinu ætlar forsetinn að lýsa því hvernig Bandaríkin eru „komin aftur af stað“ og hvernig hann sér fyrir sér að alríkisstjórnin geti bætt líf landsmanna. Erlent 28.4.2021 23:31
Læstist inni í matvöruverslun eftir lokun Kona nokkur í norska bænum Lillestrøm, skammt austur af höfuðborginni Osló, kallaði eftir aðstoð lögreglu í kvöld eftir að hafa læsts inni í matvöruverslun eftir lokun. Konan hafði verið að versla í búðinni en svo virðist sem starfsfólk hafi ekki verið meðvitað um veru konunnar í versluninni þegar henni var skellt í lás. Erlent 28.4.2021 23:09