Erlent 60 ár frá uppgjöf nasista Sextíu ár eru liðin í dag, 7. maí, frá því að nasistar gáfust upp fyrir bandamönnum í seinni heimsstyrjöldinni. Stríðinu lauk svo formlega tveimur dögum síðar. Erlent 7.5.2005 00:01 Þrjár sprengjur sprungu samtímis Þrjár sprengjur sprungu nánast á sama tíma í jafnmörgum verslunarmiðstöðvum í Yangon, höfuðborg Burma, í morgun. Fjöldi fólks særðist en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um mannskaða, þ.á m. hvort einhver hafi látist. Erlent 7.5.2005 00:01 13 létust í bílsprengingu Að minnsta kosti níu Írakar og fjórir útlendingar létu lífið þegar bílsprengja sprakk í miðborg Bagdad í morgun. Sprengjan sprakk þegar erlendar öryggissveitir óku fram hjá svæðinu og er talið að þær hafi verið skotmark uppreisnarmanna. Lögreglan í Bagdad segir að þrjátíu og fimm hið minnsta hafi særst í árásinni. Erlent 7.5.2005 00:01 Raffarin í skyndi á sjúkrahús Forsætisráðherra Frakklands, Jean-Pierre Raffarin, var fluttur í skyndi á sjúkrahús í París í dag vegna sýkingar í þvagblöðru, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Hann mun gangast undir aðgerð síðdegis. Erlent 7.5.2005 00:01 Aðgerðin tókst vel Aðgerðin sem Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, gekkst undir í dag tókst vel að sögn talsmanns í franska varnarmálaráðuneytinu. Ráðherrann var fluttur í skyndi á sjúkrahús í París í dag vegna gallsteinkasts. Upphaflega sagði Reuters-fréttastofan að um sýkingu í þvagblöðru væri að ræða, eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag, en leiðrétti það skömmu síðar.</font /> Erlent 7.5.2005 00:01 Trimble lætur af embætti David Trimble, leiðtogi sambandssinna á Norður-Írlandi, lét af formennsku flokksins í dag eftir slæma útkomu hans í kosningunum í fyrradag. Trimble hefur verið formaður flokksins frá árinu 1995 en hann missti sæti sitt á þingi í kjölfar kosninganna. Erlent 7.5.2005 00:01 Blair heitir róttækum umbótum Tony Blair hefur heitið róttækum umbótum heimafyrir í heilbrigðismálum, menntamálum og málefnum innflytjenda. Varðandi utanríkismálin telur hann fátækt í Afríku og deilur Ísraelsmanna og Palestínumanna meðal þess sem hann vill setja efst á forgangslistann. Erlent 7.5.2005 00:01 Grimmdarverk nasista liðin tíð Vladímir Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir eindregnum stuðningi við umsókn Þjóðverja um sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hann segir Þjóðverja hafa lært af sögunni og að grimmdarverk þeirra í líkingu við þau sem nasistar frömdu á tímum Síðari heimsstyrjaldar séu liðin tíð. Erlent 7.5.2005 00:01 Aðstoðarmaður al-Zarqawis í haldi Öryggissveitir Íraka hafa handsamað náinn aðstoðarmann hryðjuverkaleiðtogans Abu Musabs al-Zarqawis sem sagður er æðsti maður al-Qaida í landinu. Aðstoðarmaðurinn, Ghassan al-Rawi, hefur verið innsti koppur í búri í skipulagningu árása uppreisnarmanna í bænum Rawa í vesturhluta Íraks. Erlent 7.5.2005 00:01 Norsk ESB-stjórn nánast útilokuð Nær ómögulegt er að mynda norska ríkisstjórn sem er hlynnt aðild að Evrópusambandinu og Norðmenn munu ekki fylgja Íslendingum kysum við að ganga í sambandið. Þetta segir varaformaður norsku samtakanna Nei til EU. Erlent 7.5.2005 00:01 Rokktónleikar á Kúbu Þúsundir Kúbverja mættu á tónleika í Havana á Kúbu á föstudagskvöldið til að hlýða á bandarísku rokkhljómsveitina Audioslave. Erlent 7.5.2005 00:01 Áfall fyrir Blair Úrslit þingkosninganna í nótt eru nokkuð áfall fyrir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem það gerist að breski Verkamannaflokkurinn vinnur þrjár kosningar í röð en flokkurinn tapaði engu að síður miklu fylgi og mörgum þingmönnum. Erlent 6.5.2005 00:01 Tregablandin ánægja Forystumenn allra helztu flokkanna í Bretlandi sáu hverjir sínar ástæður til að kætast yfir úrslitum þingkosninganna. En þeir urðu líka allir fyrir vonbrigðum. Erlent 6.5.2005 00:01 Varnarsigur Verkamannaflokksins Þótt Verkamannaflokkurinn hafi haldið velli í bresku þingkosningunum í fyrradag þá er ljóst að þingmeirihlutinn má ekki naumari vera. Óvæntustu tíðindi gærdagsins voru þó afsögn Michaels Howard, leiðtoga íhaldsmanna. Erlent 6.5.2005 00:01 Þúsundir flýja Tógó Ólgan í Tógó heldur áfram eftir að Faure Gnassingbe var kjörinn forseti landsins í kosningum sem margir telja vafasamar í meira lagi. Erlent 6.5.2005 00:01 Marburg-veiran lætur á sér kræla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO skoðar nú hvort verið geti að að læknir og hjúkrunarfræðingur í Angóla hafi smitast af hinni óhugnanlegu Marburg-veiru. Erlent 6.5.2005 00:01 Sjö lögreglumenn féllu Að minnsta kosti sjö lögreglumenn féllu í valinn og fimmtán særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Tíkrit í Írak í morgun. Árásarmaðurinn sprengdi sig í loft upp á námunda við rútu sem flytur lögreglumenn í og úr vinnu. Erlent 6.5.2005 00:01 Illa farið með útlenskar konur Allmörg dæmi eru um í Noregi að taílenskar konur sem giftast norskum mönnum eru þvingaðar í vændi þangað til þeim er hent út að lokum. Erlent 6.5.2005 00:01 Tugir handteknir vegna klámhrings Tugir manna hafa verið handteknir og yfirheyrðir undanfarna daga í átta Evrópulöndum vegna meintrar aðildar þeirra að barnaklámhring á Netinu. Lögregluyfirvöld í Frakklandi segja að á tölvum hinna handteknu sé að finna þúsundir ljósmynda og myndbanda sem sýni börn misnotuð kynferðislega. Erlent 6.5.2005 00:01 Lögregla lokar Manhattan-brúnni Manhattan-brúnni í New York hefur verið lokað vegna grunsamlegs bögguls að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. Sprengjusérfræðingar eru að störfum við brúna. Sprenging varð við ræðismannsskrifstofu Breta í borginni í fyrrakvöld. Erlent 6.5.2005 00:01 58 látnir eftir sjálfsmorðsárás Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir sjálfsmorðsárás í bænum Suwayra í Írak síðdegis. Árásarmaðurinn ók bifreið upp að mannfjölda á grænmetismarkaði í bænum og sprengdi sig þar í loft upp. Erlent 6.5.2005 00:01 Með myndir af tilræðismanninum Lögregla í New York kveðst hafa góðar myndir af þeim sem kom fyrir sprengjum við ræðismannsskrifstofu Breta í borginni í fyrrakvöld. Öryggismyndavélar mynduðu manninn í bak og fyrir og er hans leitað. Erlent 6.5.2005 00:01 Japanir hyggjast kæra Japanar hyggjast kæra Norður-Kóreumenn til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á næstu vikum, áður en þeir sprengja kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Erlent 6.5.2005 00:01 Hljómsveitargryfjan of lítil Aðeins nokkrum mánuðum eftir að hið glæsilega óperuhús Kaupmannahafnar var opnað, er komið á daginn að hljómsveitargryfjan er of lítil. Erlent 6.5.2005 00:01 Sigur og tap í sömu andrá Sigur og tap í sömu andrá. Þannig lýsa fréttaskýrendur niðurstöðu þingkosninganna í Bretlandi í gær. Erlent 6.5.2005 00:01 Ekki sátt um lokun herstöðva Samningaviðræður um lokun rússneskra herstöðva í Georgíu fór út um þúfur í dag að sögn utanríkisráðherra Georgíu. Af þeim sökum mun forseti landsins, Mikhail Saakashvili, ekki verða viðstaddur sérstök hátíðahöld í Rússlandi næstkomandi mánudag í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari. Erlent 6.5.2005 00:01 Stokkað upp í stjórninni Tony Blair kynnti í gærkvöld þriðja ráðuneyti sitt en hann gerði óverulegar breytingar á ráðherraliði sínu. Erlent 6.5.2005 00:01 Málaferli hjá Mandela Friðarfrömuðurinn Nelson Mandela hefur nú sagt þeim stríð á hendur sem misnota nafn hans í ágóðaskyni. Hann hefur ráðið hóp lögmanna til að gæta hagsmuna sinna. Erlent 6.5.2005 00:01 Fjórtán lík finnast Írakskir lögreglumenn fundu í morgun fjórtán lík í norðurhluta Bagdad og hafði fólkið allt verið skotið til bana. Greinilegt var að um aftöku var að ræða. Erlent 6.5.2005 00:01 Töpuðu fyrir fyrrum samflokksmanni Tvær konur í framboði fyrir Verkamannaflokkinn þurftu að lúta í lægra haldi fyrir fyrrverandi samflokksmönnum sínum í kjördæmum þar sem flokkurinn fékk meira en helming greiddra atkvæða í síðustu þingkosningum. Erlent 6.5.2005 00:01 « ‹ ›
60 ár frá uppgjöf nasista Sextíu ár eru liðin í dag, 7. maí, frá því að nasistar gáfust upp fyrir bandamönnum í seinni heimsstyrjöldinni. Stríðinu lauk svo formlega tveimur dögum síðar. Erlent 7.5.2005 00:01
Þrjár sprengjur sprungu samtímis Þrjár sprengjur sprungu nánast á sama tíma í jafnmörgum verslunarmiðstöðvum í Yangon, höfuðborg Burma, í morgun. Fjöldi fólks særðist en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um mannskaða, þ.á m. hvort einhver hafi látist. Erlent 7.5.2005 00:01
13 létust í bílsprengingu Að minnsta kosti níu Írakar og fjórir útlendingar létu lífið þegar bílsprengja sprakk í miðborg Bagdad í morgun. Sprengjan sprakk þegar erlendar öryggissveitir óku fram hjá svæðinu og er talið að þær hafi verið skotmark uppreisnarmanna. Lögreglan í Bagdad segir að þrjátíu og fimm hið minnsta hafi særst í árásinni. Erlent 7.5.2005 00:01
Raffarin í skyndi á sjúkrahús Forsætisráðherra Frakklands, Jean-Pierre Raffarin, var fluttur í skyndi á sjúkrahús í París í dag vegna sýkingar í þvagblöðru, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Hann mun gangast undir aðgerð síðdegis. Erlent 7.5.2005 00:01
Aðgerðin tókst vel Aðgerðin sem Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, gekkst undir í dag tókst vel að sögn talsmanns í franska varnarmálaráðuneytinu. Ráðherrann var fluttur í skyndi á sjúkrahús í París í dag vegna gallsteinkasts. Upphaflega sagði Reuters-fréttastofan að um sýkingu í þvagblöðru væri að ræða, eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag, en leiðrétti það skömmu síðar.</font /> Erlent 7.5.2005 00:01
Trimble lætur af embætti David Trimble, leiðtogi sambandssinna á Norður-Írlandi, lét af formennsku flokksins í dag eftir slæma útkomu hans í kosningunum í fyrradag. Trimble hefur verið formaður flokksins frá árinu 1995 en hann missti sæti sitt á þingi í kjölfar kosninganna. Erlent 7.5.2005 00:01
Blair heitir róttækum umbótum Tony Blair hefur heitið róttækum umbótum heimafyrir í heilbrigðismálum, menntamálum og málefnum innflytjenda. Varðandi utanríkismálin telur hann fátækt í Afríku og deilur Ísraelsmanna og Palestínumanna meðal þess sem hann vill setja efst á forgangslistann. Erlent 7.5.2005 00:01
Grimmdarverk nasista liðin tíð Vladímir Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir eindregnum stuðningi við umsókn Þjóðverja um sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hann segir Þjóðverja hafa lært af sögunni og að grimmdarverk þeirra í líkingu við þau sem nasistar frömdu á tímum Síðari heimsstyrjaldar séu liðin tíð. Erlent 7.5.2005 00:01
Aðstoðarmaður al-Zarqawis í haldi Öryggissveitir Íraka hafa handsamað náinn aðstoðarmann hryðjuverkaleiðtogans Abu Musabs al-Zarqawis sem sagður er æðsti maður al-Qaida í landinu. Aðstoðarmaðurinn, Ghassan al-Rawi, hefur verið innsti koppur í búri í skipulagningu árása uppreisnarmanna í bænum Rawa í vesturhluta Íraks. Erlent 7.5.2005 00:01
Norsk ESB-stjórn nánast útilokuð Nær ómögulegt er að mynda norska ríkisstjórn sem er hlynnt aðild að Evrópusambandinu og Norðmenn munu ekki fylgja Íslendingum kysum við að ganga í sambandið. Þetta segir varaformaður norsku samtakanna Nei til EU. Erlent 7.5.2005 00:01
Rokktónleikar á Kúbu Þúsundir Kúbverja mættu á tónleika í Havana á Kúbu á föstudagskvöldið til að hlýða á bandarísku rokkhljómsveitina Audioslave. Erlent 7.5.2005 00:01
Áfall fyrir Blair Úrslit þingkosninganna í nótt eru nokkuð áfall fyrir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem það gerist að breski Verkamannaflokkurinn vinnur þrjár kosningar í röð en flokkurinn tapaði engu að síður miklu fylgi og mörgum þingmönnum. Erlent 6.5.2005 00:01
Tregablandin ánægja Forystumenn allra helztu flokkanna í Bretlandi sáu hverjir sínar ástæður til að kætast yfir úrslitum þingkosninganna. En þeir urðu líka allir fyrir vonbrigðum. Erlent 6.5.2005 00:01
Varnarsigur Verkamannaflokksins Þótt Verkamannaflokkurinn hafi haldið velli í bresku þingkosningunum í fyrradag þá er ljóst að þingmeirihlutinn má ekki naumari vera. Óvæntustu tíðindi gærdagsins voru þó afsögn Michaels Howard, leiðtoga íhaldsmanna. Erlent 6.5.2005 00:01
Þúsundir flýja Tógó Ólgan í Tógó heldur áfram eftir að Faure Gnassingbe var kjörinn forseti landsins í kosningum sem margir telja vafasamar í meira lagi. Erlent 6.5.2005 00:01
Marburg-veiran lætur á sér kræla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO skoðar nú hvort verið geti að að læknir og hjúkrunarfræðingur í Angóla hafi smitast af hinni óhugnanlegu Marburg-veiru. Erlent 6.5.2005 00:01
Sjö lögreglumenn féllu Að minnsta kosti sjö lögreglumenn féllu í valinn og fimmtán særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Tíkrit í Írak í morgun. Árásarmaðurinn sprengdi sig í loft upp á námunda við rútu sem flytur lögreglumenn í og úr vinnu. Erlent 6.5.2005 00:01
Illa farið með útlenskar konur Allmörg dæmi eru um í Noregi að taílenskar konur sem giftast norskum mönnum eru þvingaðar í vændi þangað til þeim er hent út að lokum. Erlent 6.5.2005 00:01
Tugir handteknir vegna klámhrings Tugir manna hafa verið handteknir og yfirheyrðir undanfarna daga í átta Evrópulöndum vegna meintrar aðildar þeirra að barnaklámhring á Netinu. Lögregluyfirvöld í Frakklandi segja að á tölvum hinna handteknu sé að finna þúsundir ljósmynda og myndbanda sem sýni börn misnotuð kynferðislega. Erlent 6.5.2005 00:01
Lögregla lokar Manhattan-brúnni Manhattan-brúnni í New York hefur verið lokað vegna grunsamlegs bögguls að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. Sprengjusérfræðingar eru að störfum við brúna. Sprenging varð við ræðismannsskrifstofu Breta í borginni í fyrrakvöld. Erlent 6.5.2005 00:01
58 látnir eftir sjálfsmorðsárás Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir sjálfsmorðsárás í bænum Suwayra í Írak síðdegis. Árásarmaðurinn ók bifreið upp að mannfjölda á grænmetismarkaði í bænum og sprengdi sig þar í loft upp. Erlent 6.5.2005 00:01
Með myndir af tilræðismanninum Lögregla í New York kveðst hafa góðar myndir af þeim sem kom fyrir sprengjum við ræðismannsskrifstofu Breta í borginni í fyrrakvöld. Öryggismyndavélar mynduðu manninn í bak og fyrir og er hans leitað. Erlent 6.5.2005 00:01
Japanir hyggjast kæra Japanar hyggjast kæra Norður-Kóreumenn til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á næstu vikum, áður en þeir sprengja kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Erlent 6.5.2005 00:01
Hljómsveitargryfjan of lítil Aðeins nokkrum mánuðum eftir að hið glæsilega óperuhús Kaupmannahafnar var opnað, er komið á daginn að hljómsveitargryfjan er of lítil. Erlent 6.5.2005 00:01
Sigur og tap í sömu andrá Sigur og tap í sömu andrá. Þannig lýsa fréttaskýrendur niðurstöðu þingkosninganna í Bretlandi í gær. Erlent 6.5.2005 00:01
Ekki sátt um lokun herstöðva Samningaviðræður um lokun rússneskra herstöðva í Georgíu fór út um þúfur í dag að sögn utanríkisráðherra Georgíu. Af þeim sökum mun forseti landsins, Mikhail Saakashvili, ekki verða viðstaddur sérstök hátíðahöld í Rússlandi næstkomandi mánudag í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari. Erlent 6.5.2005 00:01
Stokkað upp í stjórninni Tony Blair kynnti í gærkvöld þriðja ráðuneyti sitt en hann gerði óverulegar breytingar á ráðherraliði sínu. Erlent 6.5.2005 00:01
Málaferli hjá Mandela Friðarfrömuðurinn Nelson Mandela hefur nú sagt þeim stríð á hendur sem misnota nafn hans í ágóðaskyni. Hann hefur ráðið hóp lögmanna til að gæta hagsmuna sinna. Erlent 6.5.2005 00:01
Fjórtán lík finnast Írakskir lögreglumenn fundu í morgun fjórtán lík í norðurhluta Bagdad og hafði fólkið allt verið skotið til bana. Greinilegt var að um aftöku var að ræða. Erlent 6.5.2005 00:01
Töpuðu fyrir fyrrum samflokksmanni Tvær konur í framboði fyrir Verkamannaflokkinn þurftu að lúta í lægra haldi fyrir fyrrverandi samflokksmönnum sínum í kjördæmum þar sem flokkurinn fékk meira en helming greiddra atkvæða í síðustu þingkosningum. Erlent 6.5.2005 00:01