Erlent

Khodorkovskí sakfelldur

Rússneskir dómstólar fundu auðkýfinginn Mikhaíl Khodorkovskí sekan um fjóra af sjö ákæruliðum en frekari dómsuppkvaðningu var frestað þar til í dag. Verjendur Khodorkovskí og stuðningsmenn segja að þeir hafi heyrt nóg til að vera fullvissir um að hinir úrskurðirnir falli á sama veg.

Erlent

Misréttis minnst á Norðurlöndum

Efnahagslegt kynjamisrétti er minnst á Norðurlöndunum samkvæmt skýrslu samtakanna World Economic Forum (WEF) í Sviss. Minnst mældist kynjamisréttið í Svíþjóð, þá Noregi, Ísland var í þriðja sæti og því næst Danmörk og Finnland. Kynjamisréttið reyndist hins vegar mest í Egyptalandi, Tyrklandi og Pakistan.

Erlent

Newsweek viðurkennir mistök

Bandaríska tímaritið <em>Newsweek</em> hefur viðurkennt að frétt þess um að leyniþjónustumenn í fangabúðunum í Guantanamo-flóa hafi sturtað kóraninum niður um klósettið hafi líklega verið röng. Ritstjóri blaðsins biðst afsökunar á þessu í nýjasta hefti þess sem kemur út á morgun. Sextán manns létu lífið í Afganistan í óeirðum sem urðu vegna þessarar fréttar.

Erlent

Umbótasinnar fangelsaðir

Dómstóll í Sádi-Arabíu hefur dæmt þrjá umbótasinna í fangelsi fyrir að reyna að skapa óróa í landinu og bjóða yfirvöldum birginn. Þeir voru handteknir í mars í fyrra ásamt níu öðrum fyrir að biðla til konungsfjölskyldunnar um að koma á stjórnarskárbundnu konungsdæmi og flýta fyrir pólitískum umbótum í landinu.

Erlent

Fundu lík af 34 Írökum um helgina

Yfirvöld í Írak greindu frá því í dag að þau hefðu um helgina fundið lík af 34 Írökum sem talið er að uppreisnarmenn hafi myrt. Lögregla fann 13 lík af fólki sem skotið hafði verið í höfuðið í ruslagámi í höfuðborginni Bagdad og þá fundust 10 hermenn látnir í borginni Ramadi, vestur af Bagdad. Enn fremur fann lögregla ellefu látna Íraka í svokölluðum dauðaþríhyrningi suður af Bagdad og höfðu fjóri þeirra verið afhöfðaðir.

Erlent

Hóta heilögu stríði

300 múslímaklkerkar í Afganistan hafa hótað heilögu stríði gegn Bandaríkjunum ef þau framselji ekki þrjá hermenn sem eru sagðir hafa vanvirt hina helgu bók þeirra Kóraninn við yfirheyrslur í Guantanamo-flóa á Kúbu. Bandaríkjamönnum er gefinn þriggja daga frestur til að verða við þessari kröfu.

Erlent

Hlutast til um mál hjúkrunarkvenna

Forseti Búlgaríu, Georgi Parvanov, greindi frá því í dag að hann hygðist fara til Líbíu á næstunni til þess að ræða við þarlend stjórnvöld um mál fimm búlgarskra hjúkrunarkvenna sem hafa ásamt palestínskum lækni verið dæmdar til dauða fyrir að hafa viljandi sýkt á fimmta hundrað börn af HIV-veirunni. Fólkið, sem starfaði á sjúkrahúsí í landinu, hefur verið í haldi frá árinu 1999 en það segist hafa verið þvigað til að játa á sig glæpinn.

Erlent

Franskur kokkur drepinn með sverði

Kokkur á barnaspítala í París lést í gær eftir að hann var stunginn með sverði á vinnustað sínum. Svo virðist sem hann hafi lent í deilum við kunningja sinn sem dró fram sverð og stakk kokkinn að minnsta kosti einu sinni þannig að hann hlaut bráðan bana af. Árásarmaðurinn gaf sig fram við lögreglu og segir hún að sálfræðirannsókn hafi leitt í ljós að hann sé heill á geði.

Erlent

Rice óvænt í heimsók til Íraks

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Íraks í dag. Hún mun funda með pólitískum leiðtogum þar í landi um leiðir til þess að binda enda á óöldina sem þar ríkir. Rice sagði við fréttamenn, sem fylgdu henni eftir, að uppreisnir verði ekki brotnar á bak með hervaldi heldur með því að hafa sterka pólitíska stefnu sem þjóðin sætti sig við.

Erlent

Alvarlegt ferjuslys í Bangladess

Óttast er að tugir hafi drukknað þegar ferja sökk á fljóti í suðurhluta Bangladess í dag. Um hundrað manns voru í ferjunni sem lenti í óveðri með þeim afleiðingum að henni hvolfdi og í kjölfarið sökk hún. Lögregla á staðnum segir að búið sé að bjarga nokkrum og þá segja vitni að um 20 manns hafi náð að synda að árbakkanum.

Erlent

Skæruliðar ræna börnum í Nepal

Skæruliðar maóista í Vestur-Nepal hafa rænt að minnsta kosti 450 skólabörnum á síðustu þremur dögum. Skæruliðarnir hafa einnig ráðist á og barið starfsmenn hjálparstofnana sem hefur leitt til þess að þeir hafa lagt niður störf. Skæruliðarnir ræna iðulega skólabörnum og halda yfir þeim áróðursfyrirlestra. Þeim er þó yfirleitt skilað ómeiddum eftir nokkra daga.

Erlent

Fjórar sprengingar á Spáni

Litlar sprengjur sprungu í fjórum bæjum í Baskahéruðum Spánar í dag með þeim afleiðingum að þrír meiddust. Tvær sprengnanna sprungu við efnaverksmiðjur, sú þriðja við málningarverksmiðju og sú fjórða við málmvinnslu og þurftu tveir lögreglumenn og einn öryggisvörður að leita á sjúkrahús eftir að þeir höfðu andað að sér eiturefnum við aðra efnaverksmiðjuna.

Erlent

Samar ganga til kosninga

Samar í Norður-Svíþjóð ganga til kosninga í dag en þá verður valinn 31 fulltrúi á Samaþingið. Sex flokkar berjast um sæti á þinginu sem er ráðgjafarþing og sér fyrst og fremst um að úthluta ríkisstyrkjum til samískra byggðarlaga í Svíþjóð. Meðal helstu kosningamála er hvort breyta eigi reglum sem kveða á um að atkvæðavægi samískra samfélaga sé í réttu hlutfalli við fjölda hreindýra í samfélögunum.

Erlent

Sjálfstæðisafmæli fagnað

Austurríkismenn minntust þess í dag að hálf öld er liðin frá því að landið öðlaðist aftur sjálfstæði í kjölfar þess að bandamenn úr síðari heimsstyrjöldinni yfirgáfu það. Helstu leiðtogar þjóðarinnar voru að því tilefni viðstaddir hátíðlega athöfn í Vín ásamt fulltrúum landanna fjögurra sem hernámu það í kjölfar loka síðari heimsstyrjaldarinnar.

Erlent

Segjast hafa rænt bílstjórum

Írakskur uppreisnarhópur greindi frá því í dag að hann hefði rænt tveimur bílstjórum og hótar að drepa þá hætti fyrirtæki þeirra ekki starfsemi í landinu innan sólarhrings. Sjónvarpsstöðin Al Arabiya sýndi í dag myndband sem stöðinni barst, en á því voru mennirnir tveir ásamt hópi hettuklæddra manna sem beindu m.a. byssu að höfði annars mannanna.

Erlent

Hvetur Úsbeka til samvinnu

Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, hvatti úsbesk stjónvöld í dag til þess að hleypa starfsmönnum Alþjóða Rauða krossins og erlendum eftirlitsmönnum inn í landið vegna frétta af því að hundruð mótmælenda hafi verið drepin í mótmælum í borginni Andijan á föstudag.

Erlent

Fordæma meinta vanhelgun á Kórani

Múslímaríki og -hópar stíga nú fram hver af öðrum og fordæma meinta vanhelgun á Kóraninum sem sagt er að hafi átt sér stað í fangabúðum Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu. Yfirvöld í Bangladess sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem verknaðurinn er fordæmdur og þess krafist að hinum seku verði refsað. Æðsti klerkur súnníta í Líbanon tekur í sama streng og fer fram á alþjóðlega rannsókn á málinu.

Erlent

Segja uppreisn hafa breiðst út

Uppreisnin í Úsbekistan hefur nú breiðst út til fleiri borga og fólk er ofsareitt forseta landsins eftir að hundruð manna voru skotnir til bana á föstudag.

Erlent

Vinna að bóluefni gegn reykingum

Tilraunir lyfjafyrirtækja til þess að finna upp bóluefni gegn reykingum, eru sagðar hafa skilað góðum árangri. Niðurstöður voru kynntar í dag.

Erlent

Abbas til Washington í lok maí

Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, mun eiga fund með George Bush, forseta Bandaríkjanna, í Washington hinn 26. þessa mánaðar. Bush bauð Abbas til Washington strax eftir að hann var kjörinn forseti 10. janúar síðastliðinn.

Erlent

Átök eftir leik í Danmörku

Lögregla í Kaupmannahöfn þurfti að skjóta viðvörunarskotum og beita fyrir sig lögregluhundum þegar áhangendur mankedónsks handknattleiksliðs trylltust eftir tap liðsins fyrir danska liðinu Slagelse í dag. Greint er frá því á vefsíðu <em>Politiken</em> að áhangendurnir hafi orðið ósáttir við niðurstöðu leiksins því þeir slógust hver við annan.

Erlent

Háttsettur embættismaður myrtur

Lögregla í Írak greindi frá því í dag að byssumenn hefðu drepið háttsettan mann innan utanríkisráðuneytis landsins í Bagdad. Jassim al-Muhammadawy var skotinn fyrir utan heimili sitt í Vestur-Bagdad en auk þess særðust þrír í tilræðinu. Árásum á embættismenn, her og lögreglu hefur fjölgað að undanförnu í Írak, en frá því að ný ríkisstjórn í var mynduð í landinu fyrir um tveimur vikum hafa yfir 400 manns látist í ýmiss konar árásum.

Erlent

Vilja rannsókn á vanhelgun Kórans

Alþjóðleg samtök múslíma í Sádi-Arabíu hafa farið fram á það við bandarísk stjórnvöld að þau rannsaki hvort Kóraninn, hið helga rit múslíma, hafi verið vanhelgaður í fangabúðunum við Guantanamo-flóa. Samtökin hafa ritað Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bréf þessa efnis þar sem þau lýsa yfir undrun og ótta vegna frétta af málinu og segja að þær gefi öfgamönnum úr röðum múslíma ástæðu til að beita ofbeldi.

Erlent

Herinn hafi orðið að skjóta

Sjónarvottar og fulltrúi mannréttindasamtaka í Úsbekistan segja að um fimm hundruð manns hafi fallið í skotárás hersins í borginni Andian, í gær. Forseti landsins segir að herinn hafi orðið að skjóta á mannfjöldann til að bæla niður uppreisn.

Erlent

Samið um afvopnun

Fulltrúar hers og uppreisnarmanna á Fílabeinsströndinni komust að samkomulagi í dag um að deilendur í landinu myndu hefja afvopnun 27. júní og að henni yrði lokið 10. ágúst. Samkomulagið kemur í kjölfar friðarsamnings sem stríðandi fylkingar í Afríkuríkinu undirrituðu í Suður-Afríku í síðasta mánuði.

Erlent

Segir 500 manns látna í Andijan

Allt að fimm hundruð manns eru talin hafa látist í gær þegar hersveitir í Úsbekistan skutu á þúsundir mótmælenda og tókust á við uppreisnarmenn í Andijan. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir yfirmanni úsbesku mannréttindasamtakanna Appeal sem staddur er í borginni. Sá segist hafa rætt við vitni að atburðinum.

Erlent

Öflugur skjálfti á Súmötru

Snarpur jarðskjálfti skók eyjuna Súmötru í Indónesíu snemma í morgun og olli hann töluverðri skelfingu meðal íbúa eyjarinnar. Skjálftinn mældist 6,9 á Richter á átti upptök sín 50 kílómetra norðvestur af borginni Padang á vesturhluta eyjarinnar. Engar fregnir hafa borist af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum en hræddir íbúar víða á eyjunni flýðu upp á hálendi minnugir fljóðbylgjunnar annan dag jóla í fyrra sem kostaði á annað hundrað manns lífið í Indónesíu.

Erlent

Níu Kúrdar drepnir í Tyrklandi

Tyrkneskar hersveitir felldu í nótt níu kúrdíska uppreisnarmenn, þar af tvær konur, í austurhluta landsins. Tíu þúsund tyrkneskir hermenn taka þátt í sókn að herbúðum Kúrda á þessum slóðum. Aðeins eru nokkrir dagar síðan Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að réttarhöldin yfir Kúrdaleiðtoganum Abdullah Öcalan hefðu verið ósanngjörn.

Erlent