Erlent

Ók á lögreglumann í hálku

Það var enginn skortur á sönnunargögnum þegar ekið var á lögreglumann við skyldustörf í Minnesota í Bandaríkjunum í gær. Myndbandstökuvél í lögreglubílnum var í gangi og náði myndum af því þegar jeppi varð stjórnlaus í hálku og ók á lögreglumanninn á mikilli ferð. Hann hafði numið staðar til að aðstoða konu sem einnig hafði ekið út af í hálkunni.

Erlent

Reynt að myrða súnnítaleiðtoga

Árásum á stjórnmála- og embættismenn í Írak linnir ekki, en í dag réðust uppreisnarmenn á heimili stjórnmálaleiðtoga súnníta í Mósúl í norðurhluta landsins og skutu bílstjóra hans og þrjá öryggisverði. Maðurinn, Fawaz al-Jarba, slapp hins vegar lifandi og náði að kalla til bandarískar hersveitir sem hröktu árásarmennina á brott, en alls létust sjö manns í þessum átökum.

Erlent

Heimsfaraldur tímaspursmál

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að aðeins sé tímaspursmál hvenær fuglaflensan breiðist út um allan heim. Veiran er talin geta smitast á milli manna en þó er hún ekki talin bráðsmitandi ennþá.

Erlent

Nötraði eins og kirkjuklukka

Jarðskjálftinn mikli á annað dag jóla er sá stærsti sem mælst hefur í rúm fjörutíu ár, allt að 9,3 stig. Jarðvísindamenn segja nýjar mælingar sýna að jarðskorpan hafi hrist eins og hún lagði sig og vikum síðar hafi hún enn nötrað, ekki ósvipað og kirkjuklukka.

Erlent

Heimsóknir í fyrirtæki

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur lagt mikið uppúr stuðningi við íslensk fyrirtæki í Kínaferð sinni, eins og í mörgum fyrri ferðum. Hann fagnaði í dag undirritun 15 milljóna dollara samnings um viðhald á 11 Boeing 747 flugvélum Atlanta og Avion Group.

Erlent

Ítalskur hjálparstarfsmaður á lífi

Ítalskur hjálparstarfsmaður, sem rænt var í Kabúl í Afganistan á mánudaginn var, er á lífi. Frá þessu greindu afgönsk yfirvöld í dag. Mannræningjarnir höfðu samband við yfirvöld í gær og fékk hin 32 ára Clementina Cantoni, sem er í Afganistan á vegum alþjóðlegu hjálparsamtakanna CARE, að greina frá því í símann að ekkert amaði að henni.

Erlent

150 enn saknað eftir ferjuslys

Enn er 150 manns saknað eftir að ferja sökk í Bangladess á þriðjudag en alls voru 200 manns á ferjunni. Miklir vindar hafa verið á svæðinu og þykir björgunarmönnum ólíklegt að einhverjir finnist á lífi. Ferjuslys eru tíð í Bangladess og deyja hundruð manna á hverju ári vegna þeirra en fáar ferjur hafa þann björgunarbúnað sem æskilegur er og virða eigendur ferjanna í fæstum tilfellum veðurspár og reglur.

Erlent

Ebóla í Vestur-Kongó

Starfsmenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Vestur-Kongó staðfestu í gær að níu manns hefðu að undanförnu dáið úr ebóla-veikinni og tveir til viðbótar væru smitaðir.

Erlent

Kyrkislanga étur gæluhunda

Íbúum auðmannahverfis í Maníla á Filippseyjum var brugðið þegar fjórtán feta kyrkislanga skreið þar um götur og át gæluhunda þeirra. Öryggisverðir voru kallaðir til og tóku þeir slönguna og komu henni í búr. Það var auðséð á miklum belg á slöngunni að hún var nýbúin að ná sér í góða máltíð sem hún var að melta. Eftir fjóra daga í búrinu skyrpti hún út því sem eftir var af hundshræi.

Erlent

Tveir létust í sjálfsmorðsárás

Tveir írakskir lögreglumenn féllu í valinn í sjálfsmorðssprengjuárás nærri borginni Baiji í Írak í morgun. Alls hafa um fimm hundruð manns látist í árásum uppreisnarmanna í Írak það sem af er þessum mánuði.

Erlent

Dæmd fyrir pyntingar

Herréttur í Texas hefur dæmt Sabrinu Harman í sex mánaða fangelsi fyrir að misþyrma íröskum föngum í Abu Ghraib-fangelsinu síðla árs 2003.

Erlent

Leysigeislar umhverfis Washington

Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur umkringt Washington-borg með leysigeislum til þess að hindra að flugvélar fljúgi án leyfis yfir höfuðborgina.

Erlent

Heimsókn á Kínamúrinn

Forsetahjónin heimsóttu Kínamúrinn í morgun og gengu nokkurn spöl eftir honum í fallegu veðri. Múrinn er alls um 6700 kílómetrar að lengd og talið eitt mesta mannvirki heims. Múrinn á sér 2000 ára gamla sögu en mestur hluti hans sem enn stendur var reistur á 15. öld á tímum Ming keisaraveldisins.

Erlent

Erindrekum hleypt inn í Andijan

Stjórnvöld í Úsbekistan leyfðu í dag erlendum erindrekum að heimsækja borgina Andijan þar sem mikið mannfall varð í síðustu viku. Erindrekarnir fengu þó ekki að sjá sjálfan vígvöllinn. Islam Karimov, forseti Úsbekistans, segir að íslamskir öfgamenn beri ábyrgð á drápunum. Sjónarvottar segja hins vegar að stjórnarher landsins hafi skotið á óvopnaða óbreytta borgara sem hafi safnast saman til friðsamlegra mótmæla.

Erlent

Viðskiptasamningar við Kína

Björgólfur Thor Björgólfsson undiritaði samstarfssamning Novator símafyrirtækis við kínverska símtækniframleiðandann Huawei, að viðstöddum forsetum Kína og Íslands, þeim Hu Jintao og Ólafi Ragnari Grímssyni, við hátíðlega athöfn í Höll alþýðunnar í Beijing í dag.

Erlent

Hryðjuverkaleiðsögn á heimasíðum

Uppreisnarmenn í Írak halda úti heimasíðum þar sem ungum mönnum er leiðbeint hvernig sé auðveldast að fremja hryðjuverk og valda sem mestu manntjóni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandaríska varnarmála ráðuneytisins sem send hefur verið til yfirmanna bandaríska hersins í Írak.

Erlent

Ræddi mannréttindi við Hu Jintao

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands átti viðræður við Hu Jintao, forseta Kína, í Höll alþýðunnar í dag. Ólafur Ragnar sagði í samtali við fréttamenn eftir fundinn að viðræðurnar hefðu verið mjög gagnlegar. Honum hefði komið á óvart hversu vel forseti Kína hefði verið inni í málum þeirra íslensku fyrirtækja sem bar á góma í viðræðunum.

Erlent

Niðurskurðarstofnun skorin niður

Tékknesk yfirvöld, sem vinna nú að því að einfalda stjórnsýslu og draga úr skrifræði í kjölfar þess að járntjaldið féll, hafa byrjað á vitlausum enda ef svo má segja. Fjörutíu starfsmönnum stofnunar sem gera átti kerfið skilvirkara og draga úr útþenslu þess hefur nefnilega verið sagt upp.

Erlent

Gerðu 240 kíló af heróíni upptæk

Afganska lögreglan gerði rúmlega 240 kíló af heróíni upptæk og eyðilagði nokkrar tilraunastofur þar sem eiturlyf vour búin til í áhlaupi á nokkra staði í Nangahar-héraði í austurhluta landsins. Þá lögðu fíkniefnalögreglumenn einnig hald á töluvert af efnum til eiturlyfjagerðar.

Erlent

Sprenging í námu í Síberíu

Tveggja námumanna er saknað eftir metangassprengingu í kolanámu í Síberíu í Rússlandi í morgun. Ellefu námuverkamenn voru nærri staðnum þar sem sprengingin varð en níu þeirra tókst að komast út og voru fjórir þeirra slasaðir. Alls voru 132 í kolanámunni og voru allir kallaðir út í kjölfar atvikins. Námuslys eru tíð í Rússlandi en að minnsta kosti 66 náumverkamenn létust í tveimur slysum í Síberíu fyrr á árinu.

Erlent

Urðu við óskum Castro

Eftir áeggjan Kúbverja hafa Bandaríkjamenn handtekið kúbverskan mann sem grunaður er um að hafa framið hryðjuverk fyrir tæpum þrjátíu árum síðan.

Erlent

Talibanaráðherra í framboð

Fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn talibana í Afganistan hefur ákveðið að bjóða sig fram til þings í kosningum sem fram fara í september. Wakil Ahmed Muttawakil gegndi embætti utanríkisráðherra Afganistans þegar talibanar fóru með völdin en var handtekinn þegar Bandaríkjamenn réðust inn í landið síðla árs 2001 í kjölfar árásanna 11. september.

Erlent

Blair heitir þjóðaratkvæði

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir í gær að breskir kjósendur myndu fá tækifæri til að greiða atkvæði um staðfestingu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins, óháð því hver dómur franskra kjósenda verður um málið.

Erlent

Borgi 66 milljarða í skaðabætur

Morgan Stanley verður að greiða fjárfestinum Ron Perelman andvirði 66 milljarða króna í skaðabætur. Þetta er niðurstaða dómstóls í Flórída sem komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði beitt svikum og hjálpað Sunbeam að hafa fé af fjárfestum í viðskiptum árið 1998.

Erlent

Vill rannsókn á atburðum í Andijan

Yfirmaður mannréttindamála Sameinuðu þjóðanna krefst rannsóknar á dauða hundruða Úsbeka sem hermenn skutu til dauða í uppþotum í borginni Andijan um helgina. Úsbeksk yfirvöld sögðu 169 hafa látið lífið en mótmælendur segja fórnarlömbin hafa verið að minnsta kosti fimm hundruð. Fulltrúum erlendra ríkja hefur verið hleypt inn í borgina aftur en þeim er ekki leyfilegt að tala við almenning.

Erlent

Al-Kaídaliðar ákærðir

Spænskur dómari hefur ákært 13 múslima fyrir að tengjast hryðjuverkasamtökunum al-Kaída en auk þess er sumum þeirra gefið að sök að eiga aðild að sprengjutilræðunum í Madrid í mars í fyrra sem kostuðu 191 mannslíf.

Erlent

Þrettán fórust með herflugvél

Þrettán fórust þegar herflugvél hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak í suðurhluta Sambíu í dag. Vélin hafði flogið með mat og aðrar nauðþurftir til bæjarins Mongu, þar sem mikli þurrkar hafa verið, en stuttu eftir að hún hafði tekið á loft frá flugvelli bæjarins missti hún hæð og hrapaði til jarðar. Ekki er ljóst á þessari stundu hvað olli slysinu.

Erlent

Kúbverskur útlagi handtekinn

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið kúbverska útlagann Luis Posada Carriles sem sakaður er um að hafa skipulagt sprengjuárás á flugvél fyrir þremur áratugum, sem varð tæplega áttatíu manns að bana. Ríkisstjórn Fidels Castros hefur undanfarið gagnrýnt stjórnvöld í Bandaríkjunum fyrir tvískinnung í baráttunni gegn hryðjuverkum og krafist framsals Carriles til Kúbu.

Erlent