Erlent

Rafsanjani efstur

Enginn frambjóðendanna í írönsku forsetakosningunum fékk hreinan meirihluta og því verður að kjósa aftur á milli þeirra tveggja efstu á föstudaginn kemur. Þetta er í fyrsta sinn í íranskri stjórnmálasögu sem það gerist

Erlent

500 þúsund í mótmælagöngu í Madríd

Búist er við allt að hálfri milljón manna í mótmælagöngu í Madríd á Spáni síðdegis í dag. Fólkið ætlar að mótmæla hugmyndum stjórnvalda um að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra. Biskupar rómversk kaþólsku kirkjunnar leiða mótmælin ásamt leiðtogum hins íhaldssama stjórnarandstöðuflokks, Fólksflokksins.

Erlent

Réttindum samkynhneigðra mótmælt

Nokkur hundruð þúsund manns, undir forystu tuttugu rómversk-kaþólskra biskupa og íhaldssamra andspyrnuleiðtoga, fylltu miðborg Madrídar á laugardag í mótmælum gegn frumvarpi um lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra og réttar þeirra til ættleiðinga.

Erlent

Blóðug átök í Belfast

Tugir manna slösuðust í blóðugum átökum í Belfast á Norður-Írlandi í gærkvöldi. Óttast er að þetta sé fyrirboði um það sem koma skal í sumar.

Erlent

Sænskur dómari kaupir sér blíðu

Sænskur héraðsdómari var staðinn að því að kaupa sér blíðu vændiskvenna. Athygli vekur að þetta er þriðji sænski dómarinn á þessu ári sem staðinn hefur verið að þessari iðju.

Erlent

Fleiri sendiráð rýmd í Nígeríu

Ítalir og Indverjar hafa látið rýma sendiráð sín og skrifstofubyggingar í Nígeríu líkt og Bandaríkjamenn og Bretar gerðu fyrr í morgun. Mikill viðbúnaður er í borginni Lagos eftir að óljósar fregnir bárust af því að íslömsk hryðjuverkasamtök myndu láta til skarar skríða gegn erlendum erindrekum.

Erlent

Allt í hnút í ESB

Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, gerði hlé á leiðtogafundi Evrópusambandsins stuttu eftir hádegi í gær. Umræður um fjárlög sambandsins fyrir tímabilið 2007 til 2013 fóru í hnút og Juncker mun hafa boðað hina leiðtogana 24 á sinn fund til þess að ræða einslega við þá áður en lengra verður haldið.

Erlent

Nafnalög samþykkt

Danskir þingmenn samþykktu ný nafnalög sem fela meðal annars í sér að öllum skuli vera frjálst að taka upp eftirnafn sem fleiri en tvö þúsund Danir bera.

Erlent

Sex látnir eftir loftárásir

Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að Bandaríkjamenn gerðu loftárásir á aðsetur meintra hryðjuverkamanna í Írak í nótt. F-16 orrustuþotur flugu yfir skotmörkin, sem flest eru í og við bæinn Qaim í vesturhluta landsins, og vörpuðu fjölda mjög öflugra sprengna.

Erlent

Íranar fjölmenntu á kjörstað

Afar góð kjörsókn var í írönsku forsetakosningunum í gær. Úrslit munu liggja fyrir í dag en búist er við að kjósa þurfi aftur á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu.

Erlent

Sláum því á frest

„Sláum því á frest“ er helsta niðurstaða leiðtogafundar Evrópusambandsþjóðanna um sameiginlega stjórnarskrá sem lýkur í Brussel í kvöld. Þá var hart deilt um frjárframlög í sameiginlega sjóði.

Erlent

Ráðherrann gagnrýnir Schröder

Forsætisráðherra Tyrklands gagnrýndi Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, í morgun í kjölfar þess að þýska þingið harmaði meint þjóðarmorð Tyrkja á Armenum í fyrri heimsstyrjöld.

Erlent

Seldi dóttur sína í vændi

Fjörutíu og fjögurra ára gamall karlmaður var dæmdur í níu ára fangelsi í Svíþjóð fyrir að nauðga dóttur sinni og selja hana í barnavændi á aldursbilinu fjögurra til níu ára. Fjórir menn í viðbót eru sakfelldir fyrir að beita stúlkuna kynferðislegu ofbeldi, allir yngri en faðirinn.

Erlent

ESB: Staðfestingarferlinu frestað

Staðfestingarferli stjórnarskár Evrópusambandins hefur verið slegið á frest. Hvort eða hvenær staðfestingarferli stjórnarskrár Evrópusambandsins hefst að nýju er á huldu.

Erlent

Sendiráðum lokað í Nígeríu

Sendiráði Bandaríkjanna í Abuja, höfuðborg Nígeríu, og skrifstofu bandaríska konsúlsins í Lagos, stærstu borg landsins, var lokað í morgun af öryggisástæðum. Bretar fylgdu í kjölfarið skömmu síðar og lokuðu sendiráði sínu í Lagos af sömu ástæðu.

Erlent

Chirac samþykkir frestun

Jacques Chirac, forseti Frakklands, sagði fyrir stundu að hann væri reiðubúinn að fresta atkvæðagreiðslu um tillögu þess efnis að Bretar fái ekki lengur afslátt af gjöldum Evrópusambandsins, gegn því að það verði til þess að breyting verði á fjárframlögum til sambandsins í heild.

Erlent

Miklar deilur á leiðtogafundi ESB

Það logar stafna á milli á leiðtogafundi Evrópusambandins sem hófst í Brussel í gær. Samþykkt stjórnarskrársáttmála sambandsins hefur verið slegið á frest um óákveðinn tíma og nú er hart tekist á um fjárframlög þjóðanna í sameiginlega sjóði.

Erlent

Raforkukerfi Danmerkur eflt

Danir leggja nýjan rafstreng undir Stórabelti fyrir rúman milljarð danskra króna. Þannig sameina þeir og efla raforkukerfi austur- og vesturhluta Danmerkur. Fyrir tveimur árum fór rafmagn af samtímis í suðurhluta Svíþjóðar og Danmörku og kom þá í ljós hve viðkvæmt rafveitunetið er.

Erlent

Herþota brotlenti í bakgarðinum

Meira en þrettán hundruð manns þurftu að yfirgefa heimili sín í Arizona í Bandaríkjunum í gærkvöldi þegar herþota brotlenti í bakgarði íbúðarhúss. Flugmaðurinn slapp með lítils háttar meiðsl og ekki er vitað til þess að neinn annar hafi slasast þó að kviknað hafi í húsinu. Mikil hætta var á ferðum þar sem inni í þotunni voru fjórar 200 kílógramma sprengjur og mikið af skotfærum.

Erlent

Gripu samstarfsmann al-Zarqawis

Bandaríkjaher greindi frá því í dag að hann hefði handsamað háttsettan samstarfsmann Abus Musabs al-Zarqawis, leiðtoga al-Qaida í Írak, nærri Mósúl. Mohammed Khalif Shaiker, sem einnig gengur undir nafninu emírinn af Mósúl, var handtekinn á þriðjudaginn var eftir að íbúar í Mósúl höfðu vísað á hann. Hann veitti litla mótspyrnu við handtökuna að sögn talsmanns Bandaríkjahers.

Erlent

Hyggjast sniðganga kosningar

Íranar hyggjast margir hverjir sniðganga kosningar á morgun þar sem þeir vilja breytingar í landinu. Þeir eru hins vegar ekki sammála um hvaða breytingar. Hver sem verður kosinn munu harðlínumenn eftir sem áður ráða mestu.

Erlent

Segir bin Laden ekki í Afganistan

Sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan, Zalemy Khalilzad, telur að hvorki Osama bin Laden né Mohammed Mullah Omar, leiðtogi talibana, séu í landinu. Þetta lét sendiherrann hafa eftir sér á síðasta blaðamannafundi sínum í Afganistan en hann færir sig nú til Íraks þar sem hann mun gegna sama embætti. Khalilzad vildi ekki gefa upp hvart hann teldi að tvímenningarnir væru niður komnir en lesa mátti úr orðum hans að þeir væru hugsanlega í Pakistan.

Erlent

Danir styðja afnám hvalveiðibanns

Eina leiðin til að vernda hvali er að afnema hið algera bann við veiðum í atvinnuskyni sem verið hefur í gildi frá því árið 1986. Þetta hefur danska blaðið Politiken eftir Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur.

Erlent

Kosningabaráttu lokið í Íran

Líflegri forsetakosningabaráttu lauk í nótt í Íran. Ungt fólk var áberandi á kosningasamkundum þrátt fyrir lítinn stjórnmálaáhuga en margir sögðust þar einungis til að skemmta sér.

Erlent

Deep Throat gerir útgáfusamning

Mark Felt, maðurinn sem nýverið gekkst við því að vera hinn svokallaði "Depp Throat" í Watergatemálinu, hefur nú selt Public Affairs útgáfufyrirtækinu réttinn á bæði ævisögu sinni og því að gera kvikmynd um líf sitt.

Erlent

Afboðar líklega þjóðaratkvæði

Danir munu að öllum líkindum afboða þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarsáttmála Evrópusambandsins, en hún átti að fara fram 27. september næstkomandi. Heimildarmaður <em>Reuters </em>segir Anders Fogh-Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hafa miklar efasemdir um að samkomulag náist innan Evrópusambandsins um hvernig haga beri framhaldinu eftir að Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarsáttmálanum fyrir skemmstu.

Erlent