Erlent Beindi flugvél inn á lokaða braut Litlu munaði að illa færi á alþjóðaflugvellinum við Tókýó í morgun þegar að flugumferðarstjóri sagði flugmönnum farþegavélar að lenda á flugbraut sem lokað hafði verið vegna viðhalds. Vélin lenti á brautinni en svo vel vildi til að engar vinnuvélar eða annar búnaður var á brautinni á því augnabliki. Erlent 30.4.2005 00:01 Flest líkin af konum og börnum Sérfræðingar rannsaka nú fjöldagröf sem fannst í suðurhluta Írak. Þeir telja að þar sé að finna lík 1.500 Kúrda, að mestu kvenna og barna. Erlent 30.4.2005 00:01 Slösuðust í sprengingu í Tyrklandi Fimm tyrkneskir lögreglumenn slösuðust í sprengingu í ferðamannabænum Kusadasi í vesturhluta Tyrklands í morgun. Lögreglumennirnir höfðu verið kallaðaðir að styttu í bænum til þess að rannsaka grunsamlegan pakka sem var þar og voru að girða svæðið af þegar sprengjan sprakk. Einn lögreglumannanna missti handlegg í sprengingunni en allir fimm voru fluttir á sjúkrahús. Ekki er ljóst hver stóð á bak við tilræðið. Erlent 30.4.2005 00:01 Huga aftur að auðgun úrans Íranar greindu frá því í dag að þeir myndu hugsanlega hefja aftur auðgun á úrani í næstu viku, en þeir hafa ekki náð samkomulagi við fulltrúa Evrópusambandsins um framtíð kjarnorkuáætlunnar sinnar. Íranar hafa um nokkurt skeið deilt við Bandaríkjamenn um markmið áætlunarinnar og hafa Bandaríkjamenn sakað þá um að reyna að koma sér upp kjarnavopnum en Íranar segast aðeins ætla að nýta kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Erlent 30.4.2005 00:01 Minntust loka Víetnamstríðs Þrjátíu ár eru liðin frá lokum Víetnamstríðsins og þess var minnst í dag. Fjöldi bandarískra hermanna er af því tilefni í Víetnam. Erlent 30.4.2005 00:01 Verstu flóð í Rúmeníu í 50 ár 3700 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna gríðarlegra flóða í þorpum í vesturhluta Rúmeníu. Úrhelli hefur verið á svæðinu undanfarna daga og herþyrlur og bátar hafa verið notuð til að bjarga fólki í neyð á flóðasvæðunum, en þetta eru verstu flóð í landinu í hálfa öld. Tæplega tvö þúsund manns hefur verið komið fyrir í neyðarskýlum sem komið hefur verið upp á hálendi í nágrenninu. Erlent 30.4.2005 00:01 Þing greiði atkvæði um stríðsaðild Þingið en ekki forsætisráðherra ætti að taka af skarið um hvort að Bretland tekur þátt í stríðsrekstri, segir Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, í viðtali sem birtist í morgun. Hann kveðst þar styðja að framvegis verði stuðst við fordæmi sem sett var fyrir Íraksstríðið þar sem þingheimur fékk að greiða atkvæði um hvort fara ætti í stríð. Erlent 30.4.2005 00:01 Skutu á rútu með ferðamönnum Tvær konur skutu í dag á rútu með ferðamönnum í suðurhluta Kaíróborgar í Egyptalandi án þess þó að drepa eða særa nokkurn. Haft er eftir lögreglu að í kjölfarið hafi önnur þeirra skotið hina og svo sjálfa sig og særðist hún nokkuð við það. Lögregla telur að önnur kvennanna hafi verið eiginkona manns sem eftirlýstur er í tengslum við sprengjuárás á ferðamenn í miðborg Kaíró í upphafi mánaðarins, en þar létust þrír ferðamenn auk sjálfsmorðsárásarmanns. Erlent 30.4.2005 00:01 Íranar fá upplýsingar Þýsku tímaritin Der Spiegel og Focus sögðu í gær að þýskt fyrirtæki lægi nú undir grun um að selja hergögn til Íran. Erlent 30.4.2005 00:01 Flest líkin af konum og börnum Fjöldagröf með 1500 líkum hefur fundist í suðurhluta Írak. Flest eru líkin af börnum og konum. Alls hafa um 300 slíkar grafir fundist frá því að Saddam Hussein var komið frá völdum í landinu. Erlent 30.4.2005 00:01 Fundu fjöldagröf í Írak Fjöldagröf með 1500 líkum hefur fundist í suðurhluta Íraks. Talið er að líkamsleifarnar séu af Kúrdum sem voru hraktir frá heimilum sínum seint á níunda áratug síðustu aldar. Flest fórnarlambanna voru konur og börn sem var stillt upp á grafarbakkanum og skotin með AK-47 hríðskotariflum. Erlent 30.4.2005 00:01 Sjö létust í lestarslysi í Marokkó Sjö létust og fjórir slösuðust í Marokkó í dag þegar lest og rúta skullu saman. Rútan keyrði fyrir lestina en bílstjóri rútunnar sinnti ekki viðvörunarljósum um að lestin væri að koma og keyrði út á teinana með fyrrgreindum afleiðingum. Erlent 30.4.2005 00:01 Deila um lát leyniþjónustumanns Harðar deilur eru sprottnar á milli Ítala og Bandaríkjamanna um rannsókn á dauða ítalsks leyniþjónustumanns í Írak. Ítalar hafa í kjölfarið skipað ríkissaksóknara landsins að hraða sinni rannsókn. Erlent 30.4.2005 00:01 Fjórir borgarar drepnir í Írak Fjórir óbreyttir borgarar hafa látist og sextán særst í þremur bílsprengjuárásum á hermenn í Bagdad í Írak í dag. Uppreisnarmenn sprengdu sprengju nærri hópi írakskra og bandarískra hermanna í Austur-Bagdad og þar létust tveir óbreyttir borgarar, annar þeirra barn, og tíu særðust. Þá létust einnig tveir óbreyttir borgarar og sex særðust í árás á bandaríska hermenn í eftirlitsleiðangri í borginni. Erlent 30.4.2005 00:01 Lengstu neðansjávargöng í heimi Færeyingar íhuga að grafa lengstu neðansjávargöng í heimi fyrir bílaumferð. Um er að ræða göng milli Straumeyjar og Sandeyjar en þau yrðu tólf kílómetra löng. Kostnaður er áætlaður um 60 milljarðar íslenskra króna. Erlent 29.4.2005 00:01 Landnemar tókust á við lögreglu Til átaka kom á milli ísraelskra hermanna og landnema á Vesturbakkanum í dag þegar hermennirnir reyndu að handtaka landnemana fyrir að grýta palestínskan vörubíl. Ísraelskur hermaður særðist lítillega í átökunum en alls voru sjö landnemar handteknir. Erlent 29.4.2005 00:01 "Páfabíll" á eBay Á uppboðsvefnum eBay býðst netverjum nú að bjóða í bifreið sem þykir merkileg fyrir þær sakir hver er skráður fyrri eigandi hennar. Það er enginn annar er Josef Ratzinger kardináli, nú Benedikt XVI páfi. Erlent 29.4.2005 00:01 Samvinna án aðildar Bandaríkjanna Fidel Castro, forseti Kúbu, og Hugo Chavez, forseti Venesúela, hvöttu í morgun ríki í Suður-Ameríku til þess að gera með sér fríverslunarsamning án afskipta Bandaríkjanna og án alls samstarfs við Bandaríkjamenn. Leiðtogarnir funduðu í Havana á Kúbu í morgun. Chavez er þar í opinberri heimsókn í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu ríkja sem eru andvíg fríverslunarsamkomulagi sem Bandaríkjamenn fara fyrir. Erlent 29.4.2005 00:01 Utangarðsmenn gegn leiðindunum Mörgum hefur þótt skorta á spennu í kosningabaráttuna í Bretlandi enda bendir flest til að Tony Blair fái endurnýjað umboð til að stjórna þriðja kjörtímabilið í röð. Þeim til upplyftingar sem þykir svo spennulaus barátta leiðinleg vill til að upp á hana lífga menn eins og "gólandi lávarðurinn" Alan Hope, Biro lávarður og Kapteinn Beany. Erlent 29.4.2005 00:01 Múslímar hvattir til frekari árasa Minnst 22 féllu þegar fjórar bílasprengjur sprungu í Bagdad í Írak í morgun. Leiðtogi al-Qaida í Írak hvetur múslíma til að herða sóknina enn frekar gegn Bandaríkjaher. Erlent 29.4.2005 00:01 Engin sátt um Íraksrannsókn Ítölsk og bandarísk yfirvöld hafa ekki náð fullum sáttum um útskýringar á því hvernig til þess kom að bandarískir hermenn skutu ítalskan leyniþjónustumann til bana í Írak í byrjun mars. Fulltrúar beggja ríkisstjórna luku fundarhöldum í Róm í gær án þess að komast að neinni sameiginlegri niðurstöðu um málið. Erlent 29.4.2005 00:01 Konurnar í ríkisstjórninni Þótt ekki hafi tekist að öllu leyti vel til við skipan nýrrar ríkisstjórnar í Írak þá er sú staðreynd að sjöttungur embættanna er skipaður konum fagnaðarefni. Erlent 29.4.2005 00:01 Mannskæðar árásir í Bagdad Að minnsta kosti átján Írakar hafa fallið í valinn í fjórum bílsprengjuárásum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Nærri 70 manns slösuðust í árásunum sem allar beindust að íröskum her- og lögreglumönnum. Mörgum hinna slösuðu er vart hugað líf og búist er við að tala látinna eigi eftir að hækka töluvert. Erlent 29.4.2005 00:01 Enn getur brugðið til beggja vona Skipan ríkisstjórnar í Írak er mikilvægt skref í átt til friðar í þessu stríðshrjáða landi. Bágborin staða súnnía innan hennar getur hins vegar orðið til þess að ástandið í landinu versni enn frekar. Erlent 29.4.2005 00:01 Mjótt á mununum í Frakklandi Naumur meirihluti Frakka er andvígur stjórnarskrá Evrópusambandsins samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í dag, mánuði áður en þjóðin greiðir atkvæði um hana. Í könnun sem gerð var fyrir dagblaðið <em>Journal de Dimanche</em> kemur fram að 52 prósent eru andvíg stjórnarskránni en 48 prósent fylgjandi henni, en aðeins tíu prósent aðspurðra höfðu enn ekki ákveðið sig. Erlent 29.4.2005 00:01 Fékk dauðadóm fyrir árás á félaga Bandarískur hermaður var í gær dæmdur til dauða fyrir að hafa drepið tvo félaga sína í bandaríska hernum á fyrstu dögum innrásarinnar í Írak. Hermaðurinn, sem er múslími, henti handsprengju í átt að félögum sínum og hóf síðan skothríð með þeim afleiðingum að tveir féllu og fjórtán særðust. Saksóknarar segja trúarofstæki ástæðuna fyrir árásinni. Erlent 29.4.2005 00:01 Fleiri látnir í tilræðum í Bagdad Tala látinna í bílsprengjutilræðunum í Bagdad í morgun heldur áfram að hækka. Nú eru að minnsta kosti 27 látnir og rúmlega 100 sárir eftir hrinu sprenginga sem beindust gegn írökskum her- og lögreglumönnum í og við höfuðborgina. Enginn hefur lýst tilræðunum á hendur sér en í ávarpi sem birt var á Netinu í dag hvatti al-Qaida leiðtoginn Abu Musab al-Zarqawi múslíma til að herða árásirnar á bandarískar hersveitir. Erlent 29.4.2005 00:01 Mótmæltu sjálfstæðu Ísraelsríki Þúsundir strangtrúaðra gyðinga söfnuðust í gær saman fyrir utan ræðismannsskrifstofu Ísraels í New York til þess að mótmæla stefnu Ísraelsstjórnar. Það kann að hljóma undarlega að gyðingar mótmæli stefnu Ísraels en hópur bókstafstrúargyðinga neitar að samþykkja sjálfstætt ríki Ísraels þar sem í Gamla testamentinu segi að gyðingar skuli vera í útlegð uns sjálfur guð komi og frelsi þá. Erlent 29.4.2005 00:01 Pútín heitir Palestínumönnum hjálp Vladimír Pútín Rússlandsforseti hét því í gær að sjá leiðtogum Palestínumanna fyrir þyrlum og öðrum búnaði og þjálfun til að hjálpa palestínskum yfirvöldum að framfylgja lögum og reglu á Gazaströndinni og þeim hlutum Vesturbakkans sem Ísraelar hafa heitið að fara frá í sumar. Erlent 29.4.2005 00:01 Haturshermaður dæmdur Bandarískur hermaður hefur verið dæmdur til dauða fyrir að drepa tvo félaga sína og særa fjórtán í herbúðum í Kúvæt á upphafsdögum Íraksstríðsins. Erlent 29.4.2005 00:01 « ‹ ›
Beindi flugvél inn á lokaða braut Litlu munaði að illa færi á alþjóðaflugvellinum við Tókýó í morgun þegar að flugumferðarstjóri sagði flugmönnum farþegavélar að lenda á flugbraut sem lokað hafði verið vegna viðhalds. Vélin lenti á brautinni en svo vel vildi til að engar vinnuvélar eða annar búnaður var á brautinni á því augnabliki. Erlent 30.4.2005 00:01
Flest líkin af konum og börnum Sérfræðingar rannsaka nú fjöldagröf sem fannst í suðurhluta Írak. Þeir telja að þar sé að finna lík 1.500 Kúrda, að mestu kvenna og barna. Erlent 30.4.2005 00:01
Slösuðust í sprengingu í Tyrklandi Fimm tyrkneskir lögreglumenn slösuðust í sprengingu í ferðamannabænum Kusadasi í vesturhluta Tyrklands í morgun. Lögreglumennirnir höfðu verið kallaðaðir að styttu í bænum til þess að rannsaka grunsamlegan pakka sem var þar og voru að girða svæðið af þegar sprengjan sprakk. Einn lögreglumannanna missti handlegg í sprengingunni en allir fimm voru fluttir á sjúkrahús. Ekki er ljóst hver stóð á bak við tilræðið. Erlent 30.4.2005 00:01
Huga aftur að auðgun úrans Íranar greindu frá því í dag að þeir myndu hugsanlega hefja aftur auðgun á úrani í næstu viku, en þeir hafa ekki náð samkomulagi við fulltrúa Evrópusambandsins um framtíð kjarnorkuáætlunnar sinnar. Íranar hafa um nokkurt skeið deilt við Bandaríkjamenn um markmið áætlunarinnar og hafa Bandaríkjamenn sakað þá um að reyna að koma sér upp kjarnavopnum en Íranar segast aðeins ætla að nýta kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Erlent 30.4.2005 00:01
Minntust loka Víetnamstríðs Þrjátíu ár eru liðin frá lokum Víetnamstríðsins og þess var minnst í dag. Fjöldi bandarískra hermanna er af því tilefni í Víetnam. Erlent 30.4.2005 00:01
Verstu flóð í Rúmeníu í 50 ár 3700 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna gríðarlegra flóða í þorpum í vesturhluta Rúmeníu. Úrhelli hefur verið á svæðinu undanfarna daga og herþyrlur og bátar hafa verið notuð til að bjarga fólki í neyð á flóðasvæðunum, en þetta eru verstu flóð í landinu í hálfa öld. Tæplega tvö þúsund manns hefur verið komið fyrir í neyðarskýlum sem komið hefur verið upp á hálendi í nágrenninu. Erlent 30.4.2005 00:01
Þing greiði atkvæði um stríðsaðild Þingið en ekki forsætisráðherra ætti að taka af skarið um hvort að Bretland tekur þátt í stríðsrekstri, segir Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, í viðtali sem birtist í morgun. Hann kveðst þar styðja að framvegis verði stuðst við fordæmi sem sett var fyrir Íraksstríðið þar sem þingheimur fékk að greiða atkvæði um hvort fara ætti í stríð. Erlent 30.4.2005 00:01
Skutu á rútu með ferðamönnum Tvær konur skutu í dag á rútu með ferðamönnum í suðurhluta Kaíróborgar í Egyptalandi án þess þó að drepa eða særa nokkurn. Haft er eftir lögreglu að í kjölfarið hafi önnur þeirra skotið hina og svo sjálfa sig og særðist hún nokkuð við það. Lögregla telur að önnur kvennanna hafi verið eiginkona manns sem eftirlýstur er í tengslum við sprengjuárás á ferðamenn í miðborg Kaíró í upphafi mánaðarins, en þar létust þrír ferðamenn auk sjálfsmorðsárásarmanns. Erlent 30.4.2005 00:01
Íranar fá upplýsingar Þýsku tímaritin Der Spiegel og Focus sögðu í gær að þýskt fyrirtæki lægi nú undir grun um að selja hergögn til Íran. Erlent 30.4.2005 00:01
Flest líkin af konum og börnum Fjöldagröf með 1500 líkum hefur fundist í suðurhluta Írak. Flest eru líkin af börnum og konum. Alls hafa um 300 slíkar grafir fundist frá því að Saddam Hussein var komið frá völdum í landinu. Erlent 30.4.2005 00:01
Fundu fjöldagröf í Írak Fjöldagröf með 1500 líkum hefur fundist í suðurhluta Íraks. Talið er að líkamsleifarnar séu af Kúrdum sem voru hraktir frá heimilum sínum seint á níunda áratug síðustu aldar. Flest fórnarlambanna voru konur og börn sem var stillt upp á grafarbakkanum og skotin með AK-47 hríðskotariflum. Erlent 30.4.2005 00:01
Sjö létust í lestarslysi í Marokkó Sjö létust og fjórir slösuðust í Marokkó í dag þegar lest og rúta skullu saman. Rútan keyrði fyrir lestina en bílstjóri rútunnar sinnti ekki viðvörunarljósum um að lestin væri að koma og keyrði út á teinana með fyrrgreindum afleiðingum. Erlent 30.4.2005 00:01
Deila um lát leyniþjónustumanns Harðar deilur eru sprottnar á milli Ítala og Bandaríkjamanna um rannsókn á dauða ítalsks leyniþjónustumanns í Írak. Ítalar hafa í kjölfarið skipað ríkissaksóknara landsins að hraða sinni rannsókn. Erlent 30.4.2005 00:01
Fjórir borgarar drepnir í Írak Fjórir óbreyttir borgarar hafa látist og sextán særst í þremur bílsprengjuárásum á hermenn í Bagdad í Írak í dag. Uppreisnarmenn sprengdu sprengju nærri hópi írakskra og bandarískra hermanna í Austur-Bagdad og þar létust tveir óbreyttir borgarar, annar þeirra barn, og tíu særðust. Þá létust einnig tveir óbreyttir borgarar og sex særðust í árás á bandaríska hermenn í eftirlitsleiðangri í borginni. Erlent 30.4.2005 00:01
Lengstu neðansjávargöng í heimi Færeyingar íhuga að grafa lengstu neðansjávargöng í heimi fyrir bílaumferð. Um er að ræða göng milli Straumeyjar og Sandeyjar en þau yrðu tólf kílómetra löng. Kostnaður er áætlaður um 60 milljarðar íslenskra króna. Erlent 29.4.2005 00:01
Landnemar tókust á við lögreglu Til átaka kom á milli ísraelskra hermanna og landnema á Vesturbakkanum í dag þegar hermennirnir reyndu að handtaka landnemana fyrir að grýta palestínskan vörubíl. Ísraelskur hermaður særðist lítillega í átökunum en alls voru sjö landnemar handteknir. Erlent 29.4.2005 00:01
"Páfabíll" á eBay Á uppboðsvefnum eBay býðst netverjum nú að bjóða í bifreið sem þykir merkileg fyrir þær sakir hver er skráður fyrri eigandi hennar. Það er enginn annar er Josef Ratzinger kardináli, nú Benedikt XVI páfi. Erlent 29.4.2005 00:01
Samvinna án aðildar Bandaríkjanna Fidel Castro, forseti Kúbu, og Hugo Chavez, forseti Venesúela, hvöttu í morgun ríki í Suður-Ameríku til þess að gera með sér fríverslunarsamning án afskipta Bandaríkjanna og án alls samstarfs við Bandaríkjamenn. Leiðtogarnir funduðu í Havana á Kúbu í morgun. Chavez er þar í opinberri heimsókn í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu ríkja sem eru andvíg fríverslunarsamkomulagi sem Bandaríkjamenn fara fyrir. Erlent 29.4.2005 00:01
Utangarðsmenn gegn leiðindunum Mörgum hefur þótt skorta á spennu í kosningabaráttuna í Bretlandi enda bendir flest til að Tony Blair fái endurnýjað umboð til að stjórna þriðja kjörtímabilið í röð. Þeim til upplyftingar sem þykir svo spennulaus barátta leiðinleg vill til að upp á hana lífga menn eins og "gólandi lávarðurinn" Alan Hope, Biro lávarður og Kapteinn Beany. Erlent 29.4.2005 00:01
Múslímar hvattir til frekari árasa Minnst 22 féllu þegar fjórar bílasprengjur sprungu í Bagdad í Írak í morgun. Leiðtogi al-Qaida í Írak hvetur múslíma til að herða sóknina enn frekar gegn Bandaríkjaher. Erlent 29.4.2005 00:01
Engin sátt um Íraksrannsókn Ítölsk og bandarísk yfirvöld hafa ekki náð fullum sáttum um útskýringar á því hvernig til þess kom að bandarískir hermenn skutu ítalskan leyniþjónustumann til bana í Írak í byrjun mars. Fulltrúar beggja ríkisstjórna luku fundarhöldum í Róm í gær án þess að komast að neinni sameiginlegri niðurstöðu um málið. Erlent 29.4.2005 00:01
Konurnar í ríkisstjórninni Þótt ekki hafi tekist að öllu leyti vel til við skipan nýrrar ríkisstjórnar í Írak þá er sú staðreynd að sjöttungur embættanna er skipaður konum fagnaðarefni. Erlent 29.4.2005 00:01
Mannskæðar árásir í Bagdad Að minnsta kosti átján Írakar hafa fallið í valinn í fjórum bílsprengjuárásum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Nærri 70 manns slösuðust í árásunum sem allar beindust að íröskum her- og lögreglumönnum. Mörgum hinna slösuðu er vart hugað líf og búist er við að tala látinna eigi eftir að hækka töluvert. Erlent 29.4.2005 00:01
Enn getur brugðið til beggja vona Skipan ríkisstjórnar í Írak er mikilvægt skref í átt til friðar í þessu stríðshrjáða landi. Bágborin staða súnnía innan hennar getur hins vegar orðið til þess að ástandið í landinu versni enn frekar. Erlent 29.4.2005 00:01
Mjótt á mununum í Frakklandi Naumur meirihluti Frakka er andvígur stjórnarskrá Evrópusambandsins samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í dag, mánuði áður en þjóðin greiðir atkvæði um hana. Í könnun sem gerð var fyrir dagblaðið <em>Journal de Dimanche</em> kemur fram að 52 prósent eru andvíg stjórnarskránni en 48 prósent fylgjandi henni, en aðeins tíu prósent aðspurðra höfðu enn ekki ákveðið sig. Erlent 29.4.2005 00:01
Fékk dauðadóm fyrir árás á félaga Bandarískur hermaður var í gær dæmdur til dauða fyrir að hafa drepið tvo félaga sína í bandaríska hernum á fyrstu dögum innrásarinnar í Írak. Hermaðurinn, sem er múslími, henti handsprengju í átt að félögum sínum og hóf síðan skothríð með þeim afleiðingum að tveir féllu og fjórtán særðust. Saksóknarar segja trúarofstæki ástæðuna fyrir árásinni. Erlent 29.4.2005 00:01
Fleiri látnir í tilræðum í Bagdad Tala látinna í bílsprengjutilræðunum í Bagdad í morgun heldur áfram að hækka. Nú eru að minnsta kosti 27 látnir og rúmlega 100 sárir eftir hrinu sprenginga sem beindust gegn írökskum her- og lögreglumönnum í og við höfuðborgina. Enginn hefur lýst tilræðunum á hendur sér en í ávarpi sem birt var á Netinu í dag hvatti al-Qaida leiðtoginn Abu Musab al-Zarqawi múslíma til að herða árásirnar á bandarískar hersveitir. Erlent 29.4.2005 00:01
Mótmæltu sjálfstæðu Ísraelsríki Þúsundir strangtrúaðra gyðinga söfnuðust í gær saman fyrir utan ræðismannsskrifstofu Ísraels í New York til þess að mótmæla stefnu Ísraelsstjórnar. Það kann að hljóma undarlega að gyðingar mótmæli stefnu Ísraels en hópur bókstafstrúargyðinga neitar að samþykkja sjálfstætt ríki Ísraels þar sem í Gamla testamentinu segi að gyðingar skuli vera í útlegð uns sjálfur guð komi og frelsi þá. Erlent 29.4.2005 00:01
Pútín heitir Palestínumönnum hjálp Vladimír Pútín Rússlandsforseti hét því í gær að sjá leiðtogum Palestínumanna fyrir þyrlum og öðrum búnaði og þjálfun til að hjálpa palestínskum yfirvöldum að framfylgja lögum og reglu á Gazaströndinni og þeim hlutum Vesturbakkans sem Ísraelar hafa heitið að fara frá í sumar. Erlent 29.4.2005 00:01
Haturshermaður dæmdur Bandarískur hermaður hefur verið dæmdur til dauða fyrir að drepa tvo félaga sína og særa fjórtán í herbúðum í Kúvæt á upphafsdögum Íraksstríðsins. Erlent 29.4.2005 00:01