Erlent

Handtóku háttsettan al-Qaida liða

Pakistönsk yfirvöld greindu frá því í dag að öryggissveitir landsins hefðu handtekið einn af forsprökkum al-Qaida í landinu sem talinn er hafa skipulagt tilræði við Pervez Musharraf, forseta landsins, undir lok ársins 2003. Maðurinn heitir Abu Faraj al-Liby, en yfirvöld í Pakistan höfðu heitið 340 þúsund dollurum, tæpum 22 miljónum króna, fyrir upplýsingar sem leitt gætu til handtöku hans.

Erlent

Ákærður fyrir Omagh-tilræði

Saksóknarar á Norður-Írlandi hyggjast sækja mann til saka vegna sprengjutilræðisins í bænum Omagh sumarið 1998. 29 manns fórust í tilræðinu, þar á meðal kona sem var ófrísk af tvíburum, og yfir 300 slösuðust.

Erlent

Íhaldsflokkurinn í tilvistarkreppu

Fylgiskannanir í Bretlandi í dag benda til þess að breski Íhaldsflokkurinn bíði afhroð í kosningunum á morgun. Flokkurinn er týndur í tilvistarkreppu og leiðtogadagar Michaels Howards virðast taldir.

Erlent

Hefja gæðaeftirlit í skólum

Gæðaeftirlit í skólum verður tekið upp í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi á næstunni. Fylgjast á með kennslu og ræða við nemendur, foreldra og starfsfólk um skólastarfið auk þess sem farið verður yfir árangur í prófum og áætlanir skóla.

Erlent

Handtekinn vegna málverkaráns

Lögregla í Noregi hefur handtekið mann í tengslum við ránið á málverkunum Ópinu og Madonnu eftir Edvard Munch, en þeim var rænt af Munch-safninu í Osló í ágúst síðastliðnum. Hann er sá fjórði sem handtekinn er vegna málsins, en samkvæmt norska ríkisútvarpinu er hann á fertugsaldri og var handtekinn á vinnustað sínum.

Erlent

Sprenging í Sómalíu

Sjö létust í sprengingu á knattspyrnuvelli í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu í gær. Ali Muhamed Gedi forsætisráðherra landsins var þar viðstaddur hátíðarhöld en ríkisstjórn landsins hefur verið í útlegð í Kenýa síðan hún var mynduð árið 2004.

Erlent

Fögur múmía fannst í Egyptalandi

2.300 ára gömul múmía var afhjúpuð á Saqqara pýramídasafninu suður af Kaíró í gær. Múmían sem er frá tímum 30. faróaveldisins fannst fyrir skemmstu í trékassa sem grafinn var í sand á sex metra dýpi.

Erlent

Stuðningur fer vaxandi

Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að vel gangi hjá þeim sem berjast fyrir því að Frakkar samþykki nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins í kosningum í lok mánaðarins. Samkvæmt þessum könnunum ætla á bilinu 48-52% að segja já í kosningunum og er það í fyrsta skipti sem já-hliðin hefur meirihluta síðan um miðjan mars. Franska ríkisstjórnin hefur kostað miklu til í kynningarherferð sinni og ljóst er að baráttan mun enn harðna á næstu vikum.

Erlent

Fá ekki að fara í framboð né kjósa

Konur munu ekki fá að taka þátt í sveitarstjórnarkosningum sem fyrirhugaðar eru í Kúveit síðar á árinu eins og búist hafði verið við. Það er, þær fá hvorki að vera í framboði né kjósa.

Erlent

Rofar til hjá stuðningsmönnum ESB

Það rofar til hjá stuðningsmönnum Evrópusambandsins í Frakklandi. Þrjár af síðustu fimm skoðanakönnunum benda til þess að naumur meirihluti kjósenda ætli að samþykkja stjórnarskrá sambandsins.

Erlent

Thatcher umbylti bresku samfélagi

Sá stjórnmálamaður sem á hvað mestan þátt í því hvernig breskt samfélag lítur út núna er ekki einu sinni í framboði. Hann heitir Margaret Thatcher.

Erlent

Réðust um borð í norskt skip

Skipverjum á norska flutningaskipinu KCL Banner brá í brún í gærkvöld þegar grískir sérsveitarmenn á tveimur þyrlum, einni flugvél og og einni freigátu réðust um borð þar sem skipið var á siglingu á sunnanverðu Eyjahafi.

Erlent

Dönsk stúlka bitin til bana

Átta ára dönsk stúlka var bitin til bana af smalahundi í þorpinu Lihme á Jótlandi í gær. Stúlkan var að leik fyrir utan heimili vinkonu sinnar þegar heimilishundurinn, af Briard-tegund, varð á vegi þeirra. Hann var bundinn í ól fyrir utan húsið og skipti engum togum að hann réðst á stúlkuna með fyrrgreindum afleiðingum.

Erlent

Kínverjar bjóða Tævönum pöndur

Ríkisstjórn Kína fúlsaði í gær við útréttri sáttahönd Tævana og lýsti því yfir að engar formlegar viðræður gætu orðið á meðan Tævanar standa fast á því að eyjan skuli hljóta fullt sjálfstæði. Þetta gerðist einungis örfáum klukkutímum eftir að Kínverjar höfðu boðið tævönsku þjóðinni tvær risapöndur að gjöf til að kóróna vel heppnaða, sögulega heimsókn leiðtoga tævönsku stjórnarandstöðunnar upp á meginlandið. Pöndurnar gætu þó gefið vísbendingu um að afstaða kínverskra stjórnvalda sé heldur að mildast í málefnum litla bróðurs í suðri.

Erlent

Styttir leiðina um 4-6 daga

Íranar opnuðu í dag járnbraut sem tengir miðju landsins við norðausturhlutann. Brautin er 800 kílómetra löng og gengur undir nafninu „Nýja-Silkileiðin“ því jafnframt því að tengja þessa tvo landshluta þá er hún lokaáfanginn í því að tengja Persaflóahöfnina Bandar Abbas við Túrkmenistan sem þýðir að leiðin frá Mið-Asíu til sjávar styttist um fjóra til sex daga.

Erlent

Vilja banna reykingar við akstur

Nokkrir þingmenn á þýska þinginu hyggjast leggja fram frumvarp sem bannar fólki að reykja um leið og það ekur bíl. Ekki er langt síðan frumvarp var samþykkt á þinginu sem bannar ökumönnum að tala í farsíma og segja þingmennirnir að reykingar við stýrið séu engu hættuminni en símablaður.

Erlent

Kínverjar gefa Taívönum risapöndur

Kínverjar hafa ákveðið að bjóða Taívönum tvær risapöndur að gjöf. Sérfræðingar segja vart hægt að fá merkilegri gjöf frá Kínverjum, pöndurnar séu tákn um mikinn sátta- og samstarfsvilja.

Erlent

Blaðamennska æ hættulegri

Fimmtíu og þrír fjölmiðlamenn týndu lífi við störf í fyrra, þar af rúmur þriðjungur í Írak. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samtakanna Fréttamenn án landamæra en þau telja blaðamennskustarfið verða æ hættulegra.

Erlent

Bilið í Bretlandi virðist minnka

Kosningabaráttan í Bretlandi er komin á síðustu metrana og bilið milli flokkanna virðist minnka.Samkvæmt meðaltali kannana dagsins skilja átta prósentustig Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn að en sumar kannanir benda til þess að bilið sé einungis tvö til þrjú prósent, sem þýddi að Tony Blair sæti uppi með nánast óstarfhæft þing.

Erlent

30 látnir og 70 slasaðir

Að minnsta kosti þrjátíu manns létust þegar ólögleg vopnageymsla sprakk í loft upp í Afganistan í nótt. Sjö hús í nágrenninu eyðilöggðust í sprengingunni. Sjötíu manns slösuðust í sprengingunni en óttast er að fleiri muni finnast látnir þegar búið verður að grafa betur undan braki byggingarinnar.

Erlent

Heimamenn í innflytjendabúðir

Í Ástralíu eru í gildi ein ströngustu innflytjendalög í heimi. Þau eru svo ströng að yfirvöld eru farin að senda eigin ríkisborgara í innflytjendabúðir í tugatali.

Erlent

Stuðningur fer vaxandi

Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að vel gangi hjá þeim sem berjast fyrir því að Frakkar samþykki nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins í kosningum í lok mánaðarins. Samkvæmt þessum könnunum ætla á bilinu 48-52% að segja já í kosningunum og er það í fyrsta skipti sem já-hliðin hefur meirihluta síðan um miðjan mars. Franska ríkisstjórnin hefur kostað miklu til í kynningarherferð sinni og ljóst er að baráttan mun enn harðna á næstu vikum.

Erlent

Kvartað yfir hæfnisskorti

Hersveitir Bandaríkjamanna hafa fundið bréf stílað á Abu Musab al-Zarqawi leiðtoga uppreisnarmanna í Írak. Í bréfinu er kvartað undan slæmu andrúmslofti á meðal fylgismanna og hæfnisskorti foringja hryðjuverkasamtakanna sem al-Zarqawi leiðir.

Erlent

Fastir í Norrænu

Illa fór fyrir hópi Norðmanna sem tóku sér far með ferjunni Norrænu frá Björgvin til Hanstholm í Danmörku um helgina.

Erlent

Karpað um kjarnavopnin

Sáttmáli um takmörkun útbreiðslu kjarnorkuvopna gekk í gildi fyrir 35 árum en nú stendur endurskoðun hans yfir. Kjarnorkuveldin eru uggandi yfir þróuninni í Íran en öðrum ríkjum finnst gagnrýnin koma úr hörðustu átt.

Erlent

Olli sonum sínum andlegum skaða

Dómstóll í Huddinge í Svíþjóð hefur dæmt mann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa valdið þremur sonum sínum andlegum skaða með því að hafa látið þá verða vitni að því er hann beitti móður þeirra líkamlegu ofbeldi.

Erlent

Óttast árekstur herþotna

Flak bandarískrar herþotu sem ekkert hafði spurst til síðan í gærkvöldi fannst í Írak í morgun. Lík flugmannsins fannst einnig á slysstað en hann var einn í vélinni. Þotan lagði af stað ásamt annarri þotu í venjubundið eftirlit í Írak í gærkvöldi. Ekki er enn vitað um afdrif hinnar þotunnar en óttast er að vélarnar hafi skollið hver á aðra í slæmu veðri.

Erlent

Hús hrundi í sprengingu

Að minnsta kosti 25 létust og 20 særðust í gassprengingu sem varð í austurhluta Pakistan í gærmorgun. Sprengingin varð í þriggja hæða húsi sem hýsti rjómaísverksmiðju og ódýrar verkamannaíbúðir. Húsið hrundi til grunna við sprenginguna.

Erlent

36% Breta enn óákveðin

Þrjátíu og sex prósent Breta segjast ekki enn hafa ákveðið hvað þeir ætla að kjósa þegar þeir koma inn í kjörklefann á fimmtudaginn. Þetta er svo hátt hlutfall að það gæti haft áhrif á annars örugga stöðu Blairs í kosningunum.

Erlent

Vaktaskipti í Westminster

Bretar ganga að kjörborðinu á morgun og kjósa sér nýtt þing. Þrátt fyrir það er rólegt í miðborg Lundúna eins og Auðunn Arnórsson blaðamaður komst að í gær.

Erlent