Erlent

Hryðjuverkaógnin yfirtekur allt

Rannsóknir á hryðjuverkum í Bretlandi og aðgerðir lögreglu til að fyrirbyggja frekari árásir valda því að Lundúnalögreglan á í vandræðum með að sinna öðrum málum. Þúsundir lögreglumanna eru á götum úti og þeim til viðbótar eru réttarmeinafræðingar, tæknimenn, skotvopnasérfræðingar og fjölmargir aðrir uppteknir við rannsóknir.

Erlent

Vonskuveður olli flugslysi

Mikill regnstormur með þrumum og eldingum er talinn hafa orðið til þess að farþegaþota Air France rann út af flugbraut í Toronto í Kanada í fyrrakvöld. 309 farþegum og áhöfn tókst naumlega að komast frá borði áður en mikill eldur blossaði upp í þotunni.

Erlent

Önnur geimganga Discovery-áhafnar

Tveir geimfarar úr áhöfn geimferjunnar Discovery eru í geimgöngu sem stendur og liggur leið þeirra undir ferjuna þar sem þeir verða að finna einhverja leið til að gera við hana.  

Erlent

Óeirðir í Súdan

Óeirðir hafa breiðst út í Khartoum, höfuðborg Súdan, eftir að varaforseti landsins, John Garang, lést þegar þyrla hans hrapaði á mánudaginn. Fréttavefur BBC segir að 84 hafi látist og yfir 800 hafi særst í átökunum, sem eru þau mestu í landinu um árabil.

Erlent

Viðræður í þrot

Talsmaður bandarísku sendinefndarinnar sem átt hefur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuáætlun Kóreumanna sagði í gær að bandarískir embættismenn hefðu gert allt sem þeir gætu til að sannfæra yfirvöld í Norður-Kóreu um að afvopnast.

Erlent

Segist ekkert muna eftir börnunum

Móðirin sem talin er hafa myrt níu kornabörn sín í Þýskalandi segist ekkert muna eftir börnunum. Hún hafi verið dauðadrukkin þegar þau fæddust í heimahúsi.

Erlent

Verkefnin of mörg

Eftirlitsmaður lögreglunnar í London segir að verkefni lögreglunnar í borginni séu orðin of viðamikil, eftir hryðjuverkaárásina fyrir tæpum mánuði síðan.

Erlent

Egyptar aðstoða Palestínumenn

Þrjátíu öryggislögreglumenn frá Egyptalandi komu til Gaza-svæðisins í dag til þess að hjálpa til við að þjálfa fimm þúsund palestínska lögregluþjóna sem eiga að halda uppi lögum og reglu á svæðinu eftir að Ísraelar hverfa þaðan.

Erlent

Víst hafa Bandaríkjamenn áhyggjur

Meirihluti Bandaríkjamanna virðist hafa áhyggjur af utanríkisstefnunni og vaxandi hatri í múslimaríkjum gagnvart Bandaríkjamönnum. Þá segja 63 prósent þeirra að stjórnvöld hafi verið of fljót á sér að efna til innrásar í Írak. Þetta kemur fram í könnun samtakanna Public Agenda sem starfa með tímaritinu Foreign Affairs. 

Erlent

Munch-eftirlíkingum rænt í Noregi

Tveir grímuklæddir menn ruddust inn á Continental-hótelið í miðborg Óslóar í dag og rifu þrjú listaverk eftir Edvard Munch af veggjunum þar. Þeir stukku því næst út og brunuðu af vettvangi í bíl. Því miður fyrir þá var hins vegar um eftirlíkingar að ræða.

Erlent

Forseta steypt af stóli

Lífvarðasveit forsetans í Máritaníu tók völdin í gær, en forsetinn, Maaoya Sid'Ahmed Taya, var í Sádi-Arabíu við jarðarför Fahds konungs. Tilkynnt var að herstjórnin myndi stjórna landinu í allt að tvö ár, meðan það þróaðist til lýðræðis.

Erlent

Fara of geyst í stríðsrekstri

Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af bandarískri utanríkisstefnu og telja stjórnvöld fara of geyst í sakirnar þegar kemur að stríðsrekstri. Þetta kemur fram í nýrri könnun fyrir tímaritið <em>Foreign Affairs. </em>

Erlent

Blair biðst afsökunar

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur beðið brasilísku þjóðina afsökunar á að lögreglan í London skyldi skjóta Brasilíumann til bana á neðanjarðlestarstöð í London þann 22. júlí. Í gær héldu breskir embættismenn til fundar við fjölskyldu mannsins í smábænum Gonzaga í Brasilíu, vottuðu samúð sína og ræddu um möguleika á skaðabótagreiðslum.

Erlent

14 Bandaríkjamenn og Íraki féllu

Fjórtán bandarískir landgönguliðar féllu sem og írakskur túlkur þeirra þegar sprengja í vegkanti tætti brynvagn þeirra í sundur í Írak í dag. Þetta er mesta mannfall í einstakri árás sem Bandaríkjamenn hafa orðið fyrir frá því stríðinu lauk.

Erlent

Áhöfnin sýndi mikið áræði

Það tók áhöfn Air France vélarinnar sem hlekktist á í Toronto innan við tvær mínútur að koma öllum 309 farþegum sínum út úr vélinni. Aðstoðarflugmaðurinn hljóp svo um brotinn og brennandi flugvélarskrokkinn til þess að ganga úr skugga um að enginn hefði verið skilinn eftir.

Erlent

20 drepnir í Súdan í nótt

Tuttugu hið minnsta voru drepnir í nótt í átökum í Khartoum, höfuðborg Súdans. Bardagar brutust út í borginni á mánudag eftir að greint var frá því að uppreisnarleiðtoginn og varaforsetinn John Garang hefði farist í þyrluslysi.

Erlent

600 sýkst af salmonellu á Spáni

Yfir 600 manns hafa sýkst af salmonellu á Spáni á undanförnum vikum og segja heilbrigðisyfirvöld þar í landi að sýkinguna megi rekja til soðins kjúklings sem framleiddur er í Castilla La Mancha.

Erlent

Viðgerð tókst að óskum

Stephen Robinson, geimfari um borð í bandarísku geimferjunni Discovery, tókst í geimgöngu í gær að losa tvö stykki úr einangruninni sem stóð út úr hitahlíf Discovery. Hann þurfti ekki að nota til þess sögina sem sérstaklega hafði verið búin til í geimstöðinni, heldur dugði að toga varlega.

Erlent

Eignast heilbrigða dóttur

Heilasködduð kona í Bandaríkjunum eignaðist dóttur á þriðjudag eftir sjö mánaða meðgöngu. Konunni hafði verið haldið á lífi með öndunarvél í þrjá mánuði, til að ófætt barnið fengi að þroskast áður en það fæddist.

Erlent

Komust allir lífs af úr slysinu

Kanadísk yfirvöld segja að allir farþegarnir 252 sem voru í Airbus þotunni sem hlekktist á í lendingu á Torontoflugvelli í kvöld hafi komsit lífs af. Einn flugmanna þotunnar var fluttur á sjúkrahús en hann var á ráfi nálægt slysstaðnum. Þá hlutu 14 farþegar minniháttar meiðsli.

Erlent

Þota með 200 manns fórst í lendingu í Toronto

Þota með um 200 manns innanborðs fórst í lendingu á flugvellinum í Toronto í Kanada í kvöld. Sjónarvottar sögðu vélina hafa runnið út af flugbrautinni eftir lendingu, þar hafi skrokkurinn brotnað og mikill eldur gosið upp. Vélin sem var af gerðinni Airbus 340 var í eigu Air France og var að koma frá París. Slæmt veður var þegar slysið varð, úrhellisrigning og þrumuveður. Ekki hafa fengist fregnir af manntjóni en flugstjóri og flugmaður þotunnar voru sagðir hafa komist út úr brennandi flakinu. Þá sögðust sjónarvottar hafa séð farþega klifra út úr flaki vélarinnar. Kanadísk útvarpsstöð fullyrti að flestir farþeganna hefðu bjargast úr flakinu en það eru óstaðfestar fréttir.

Erlent

Sprengjutilræði í Íran

Sprenging varð við við skrifstofur British Airways í Teheran, höfuðborg Írans í morgun. Sprengjan var falin í ruslatunnu fyrir utan húsið sem einnig hýsir skrifstofur BP olíufélagsins og Daimler Chryseler. Engin slys urðu á mönnum og enginn hefur lýst tilræðinu á hendur sér.

Erlent

Móðirin gefur sig fram

Kona, sem grunuð er um að hafa myrt níu nýfædd börn sem fundust í Austur Þýskalandi, hefur staðfest að þetta voru börn hennar. Hún segist ekki muna hvernig þau dóu.

Erlent

Súdan á barmi borgarastyrjaldar

Khartoum, höfuðborg Súdans, er á barmi borgarastyrjaldar. Nærri fimmtíu manns hafa verið drepnir á götum úti og mörg hundruð hafa gengið berserksgang í borginni undanfarinn sólarhring, í kjölfar þess að varaforseti landsins fórst í þyrluslysi.

Erlent

Sögulegur viðgerðarleiðangur

Einn geimfaranna um borð í Discovery, mun í dag fara í viðgerðarleiðangur sem ekki á sér fordæmi. Hann mun freista þess að fjarlægja tvö stykki sem skaga framan úr hitahlíf á skrokki ferjunnar og gætu leitt til þess að hún ofhitnaði á leið sinni inn í lofthjúp jarðar.</font />

Erlent

Fara ekki inn í Lundúnir

"Við förum ekkert inn í Lundúnir vegna þess hversu mikil hætta er á töfum," segir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir. Bryndís á bókað flug til Lundúna á fimmtudaginn, þaðan sem hún flýgur til Bangkok níu tímum síðar.

Erlent

Ekki bolmagn í kjarnavopn

Íranar eru ekki færir um að koma sér upp kjarnavopnum næsta áratuginn, samkvæmt nýrri úttekt frá Bandarísku leyniþjónustunni. Í úttektinni sem ekki hefur verið gerð opinber, en dagblaðið Washington Post greinir frá í dag, kemur fram að Íranar séu skemur á veg komnir með auðgun úrans en hingað til hefur verið talið.

Erlent

Söguleg viðgerð í geimnum

Gera á tilraun í dag til þess að laga þær skemmdir sem urðu þegar geimferjan Discovery var skotið á loft upp. Aldrei áður hefur geimfari verið sendur undir geimferju á ferð. Geimfarinn hefur heimatilbúna sög til viðgerða og þarf að gæta sín á að rekast ekki í viðkvæman búk ferjunnar.

Erlent

Ekki dregur úr bókunum

Ekki hefur dregið úr bókunum til Lundúna þrátt fyrir ótta um að fleiri hryðjuverk verði framin í kjölfar sprengjuárásanna á borgina 7. og 21. júlí. Ekki ber heldur á því að fólk afpanti ferðir sínar eða breyti ferðadagsetningum, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða.

Erlent

Rússar sniðganga sjónvarpsstöð

Rússnesk stjórnvöld hafa bannað embættismönnum sínum að hafa nokkur samskipti við bandarísku sjónvarpsstöðina ABS, eftir að hún sendi út viðtal við hryðjuverkamanninn Shamil Basayev. Basayev er Tsjetseni og hefur skipulagt og stjórnað mannskæðum árásum, í Rússlandi.

Erlent