Erlent

Neyðarástand í Portúgal

Hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem nú geisa í mið- og norðurhluta Portúgals. Einn maður hefur látist af völdum eldsins og hefur neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu. Eldurinn hefur eyðilagt um 10.000 hektara lands, en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu, eru menn ná tökum á eldinum.

Erlent

Sprengjutilræði á Indlandi

Tíu slösuðust, þar af tveir alvarlega, er sprengja sprakk í strætisvagnaskýli í suðurhluta Indlands í morgun. Yfirvöld segja allt benda til þess að maóistar standi á bak við tilræðið. Að sögn viðstaddra sást reykur stíga upp úr nestisboxi, sem hafði verið skilið eftir í skýlinu, andartaki áður en sprengingin varð.

Erlent

Discovery lenti heilu og höldnu

Geimferjan Discovery sneri aftur til jarðar í gær eftir 14 daga spennuþrunga ferð. Óvíst er hvenær geimferjurnar fara aftur út í himingeiminn því ekki liggur fyrir hver rót erfiðleikanna við flugtak þeirra er.

Erlent

Íranar eru hvergi bangnir

Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar IAEA hittist í höfuðstöðvum sínum í Vín í gær og ræddi til hvaða ráða skyldi gripið vegna vinnslu Írana á kjarnorkueldsneyti.

Erlent

Gleymdi eiginkonunni

Makedónskur maður skildi eiginkonu sína eftir á ítalskri vegamiðstöð og uppgötvaði ekki að hann hefði ekið af stað án hennar fyrr en sex klukkustundum síðar.

Erlent

Taugatitringur við komu Discovery

Fljúgandi múrsteinn kom eldglóandi í gegnum gufuhvolfið um hádegisbilið í dag. Þar var geimferjan Discovery á heimleið sem olli vægast sagt töluverðum taugatitringi, bæði meðal áhafnarinnar og stjórnenda NASA.

Erlent

Schröder sakaður um brot

Þýski stjórnarskrárdómstóllinn fjallar nú um lögmæti þingkosninga sem eiga að fara fram átjánda september næstkomandi. Tveir þingmenn, annar jafnaðarmaður og hinn græningi telja að Gerhard Schröder hafi framið stjórnarskrárbrot þegar hann þvingaði fram vantraust í þinginu þrátt fyrir að hafa þar öruggan meirihluta.

Erlent

Olíuverð fer hækkandi

Olíuverð stefnir hratt í hæstu hæðir. Það fór yfir sextíu og fjóra dollara í Asíu í morgun en á Evrópumarkaði hefur það lækkað lítillega frá hámarki morgunsins, sem var rúmlega sextíu og þrír dollarar.

Erlent

Hryðjuverkamaður með borgarkort

Pakistanskur hryðjuverkamaður sem handtekinn var í borginni Faisalabad um helgina, var með nákvæm kort af borgum í Þýskalandi og á Ítalíu í fartölvunni sinni.

Erlent

Búa sig undir frekari árásir

Hugsanlegt er að konur og börn verði notuð í sjálfsmorðsárásum í Lundúnum, að mati sérfræðinga Scotland Yard. Franska leyniþjónustan varaði við því skömmu fyrir árásirnar sjöunda júlí síðastliðinn að al-Qaeda leggði á ráðin um árásir sem breskir Pakistanar áttu að framkvæma.

Erlent

Íranar taka upp fyrri iðju

Íranar hófu í gær vinnslu úrans, Vesturveldunum til mikillar gremju. Búist er við að þau þrýsti á Sameinuðu þjóðirnar að beita Írana efnahagsþvingunum fyrir vikið.

Erlent

Skógareldar og þurrkar í S-Evrópu

Brakandi þurrkur veldur vandræðum í suðurhluta Evrópu. Skógareldar geisa þar og hafa valdið miklu tjóni. Víða þarf að skammta vatn. Hundruð slökkviliðsmanna hafa barist við elda í Provence í Suðaustur-Frakklandi.

Erlent

Ávarp Bin Laden fjarlægt af netinu

Dönum brá í brún þegar danskir fjölmiðlar greindu frá því að finna mætti myndbandsupptöku frá leiðtogum al-Qaeda á vefsíðu danskra öfgamúslíma. Á myndbandinu mátti sjá ávörp Osama bin Ladens og Abu Musabs al-Zarqawis, leiðtoga samtakanna í Írak.

Erlent

Sprengja grandar stúlkum í Kasmír

Þrjár stúlkur á aldrinum 6 til 8 ára létust þegar sprengja sem þær fundu sprakk í indverska hluta Kasmír í gær. Talið er að sprengjan sé eftir átök sem stóðu yfir í tvo mánuði á milli indverska hersins og íslamskra uppreisnarmanna á svæðinu árið 1999. Talið er að stúlkurnar hafi látist samstundis og að allt að 44 þúsund manns hafi látist í baráttu uppreisnarmanna fyrir sjálfstæði Kasmír sem varað hefur í sextán ár.

Erlent

Koizumi boðar til kosninga

Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, leysti upp neðri deild japanska þingsins í gær eftir að efri deildin felldi stjórnarfrumvarp um einkavæðingu póstþjónustunnar. Búist er við afar spennandi haustkosningum.

Erlent

Jennings fallinn frá

Einhver þekktasti sjónvarpsfréttamaður Bandaríkjanna og aðalfréttaþulur sjónvarpsstöðvarinnar ABC, Peter Jennings, lést í nótt úr lungnakrabbameini. Hann var sextíu og sjö ára gamall.

Erlent

Bóluefni gegn fuglaflensu

Bandarískum vísindamönnum hefur tekist að þróa bóluefni handa fólki til að sporna gegn fuglaflensu að því er talsmenn bandaríska heilbrigðisráðuneytisins segja.

Erlent

Dæla út vatni í kapp við tímann

Björgunarsveitarmenn keppast við að dæla vatni úr kolanámu í suðurhluta Kína til að bjarga 102 mönnum sem sitja þar fastir. Flóð olli þvi að mennirnir festust inni. Vatnsyfirborðið hækkar um 50 sentímetra á klukkustund og fara lífslíkur mannanna dvínandi eftir því sem lengri tími líður.

Erlent

Seinkun á Airbus flugi

Það verður seinkun á fyrsta flugi risaþotunnar A-380, sem á að taka allt að átta hundruð farþega. Ef farið verður eftir óvenjulegum öryggiskröfum bandarískra stjórnvalda verður seinkunin örugglega enn þá meiri.

Erlent

Námaverkamenn innilokaðir í Kína

Yfir eitt hundrað námaverkamenn í borginni Zingzing í Kína lokuðust inni í göngum þegar vatn flæddi þar inn í gær. Björgunarlið vinnur enn að því að koma mönnunum út en námur í Kína eru taldar þær hættulegustu heimi enda öryggisviðbúnaður í þeim afar bágborinn.

Erlent

Lendingu frestað

Lendingu geimferjunnar Discovery hefur verið frestað um hátt í klukkustund vegna breyttra verðurskilyrða, en hún átti að lenda á Canaveral höfða klukkan 9:15. Þrátt fyrir alla þá erfiðleika sem upp hafa komið á þeim tíma sem Discovery hefur verið í geimnum, segir Eileen Collins flugstjóri ferjunnar förina vel heppnaða og ferjuna í góðu ástandi.

Erlent

Óvíst um framtíð geimferjanna

Búist er við að geimferjan Discovery lendi í Flórída í dag - vonandi heilu og höldnu. Engu síður eru líkur taldar á að leiðangurinn sem nú er senn á enda gæti orðið sá síðasti sem bandarísk geimferja fer í.

Erlent

Gæsluvarðhald framlengt

Þrír þeirra sem talið er víst að hafi gert misheppnaðar hryðjuverkaárásir í Lundúnum þann tuttugasta og fyrsta júlí síðastliðinn voru úrskurðaðir í lengra gæsluvarðhald í dag.

Erlent

Yfirmenn þáðu tugmilljóna mútur

Alexander Jakovlev lýsti sig í gær sekan um samsæri, peningaþvætti og fjármálamisferli í tengslum við störf sín sem einn af yfirmönnum áætlunar Sameinuðu þjóðanna sem átti að gera Írökum kleift að selja olíu í skiptum fyrir mat og lyf meðan þeir sættu viðskiptabanni.

Erlent

Höfðu skrifað kveðjubréfin

Skipverjar rússneska smákafbátsins sem lá fastur á hafsbotni hafa tjáð sig í fyrsta sinn um veruna í bátnum áður en þeim var bjargað. Þeir segja vatnsskortinn hafa verið tilfinnanlegastan þar sem þeir hafi þurft að láta sér nægja tvo til þrjá vatnssopa á dag, þar sem þeir lágu flatir í þröngu, myrkvuðu rými.

Erlent

Óttast að Malí falli í skuggann

Hjálparstarfsmenn óttast að yfirvofandi hungursneyð í Malí falli í skuggann af nágrannalandinu Níger og landsmenn fái því ekki aðstoð fyrr en um seinan. Í Níger gerðist var ekki heldur brugðist við neyðarástandi fyrr en hungursneyð var skollin á og óttast menn nú að sagan endurtaki sig.

Erlent

Ákærðir fyrir morðtilraunir

Þrír fjögurra manna sem grunaðir eru um sprengjutilræðin í Lundúnum 21. júlí komu fyrir rétt í gær. Þeir eru meðal annars ákærðir fyrir morðtilraun gegn farþegum almenningssamgangna borgarinnar og eiga yfir höfði sér ævilangt fangelsi verði þeir sakfelldir.

Erlent

Leitar að lífi á Mars

Í dag skýtur NASA á loft tveggja tonna könnunargeimfari sem setur stefnuna á Mars með það að markmiði að safna upplýsingum sem gefa vísbendingar um hvort líf hafi getað þrifist á plánetunni.

Erlent

Hryðjuverkahótanir í Sádí-Arabíu

Sendiráði Bandaríkjanna í Riyadh og tveimur ræðismannsskrifstofum í Sádi-Arabíu var lokað í gær eftir að stjórnvöldum barst hótun um mögulegar hryðjuverkaárásir. Skrifstofurnar verða opnaðar á ný á morgun.

Erlent

Discovery sveimar enn skýjum ofar

Geimferjan Discovery lenti ekki á Canaveral-höfða í morgun eins og til stóð. Skýjahula og þrumuveður í leiddi til þess að stjórnendur NASA ákváðu að fresta lendingunni um heilan sólarhring. Taugatitringur er mikill í herbúðum þeirra vegna bilana í Discovery og allt er gert til að koma í veg fyrir að eitthvað fari úrskeiðis í aðflugi ferjunnar.

Erlent