Erlent

Rannsókn hafin

Rannsókn er hafin á slysinu í Austurríki í gær þegar þyrla missti 750 kílógramma steypuklump úr 300 metra hæð á kláf í austurrísku Ölpunum í gær, með þeim afleiðingum að níu manns fórust.

Erlent

Tala fórnarlamba enn óljós

Í dag tókst loksins að fylla eitt af stærstu skörðunum í varnargarðinum umhverfis New Orleans. Verkfræðingar eru teknir til við að dæla vatni úr borginni og gera ráð fyrir að það taki þrjá mánuði. Þar með er vandinn þó hvergi nærri leystur, því umhverfissérfræðingar segja stórhættulegt að dæla flóðavatni blandað skólpi, líkum og spilliefnum út í Pontchartrain-vatn og Mississippi-fljót.

Erlent

Olíuverð fer lækkandi

Sjötíu og einn dollara á fatið var olíuverðið á heimsmarkaði dagana eftir að Katrín gekk yfir Mexíkóflóa og suðurströnd Bandaríkjanna. Olíuborpallar voru rýmdir, hreinsunarstöðvar og olíuleiðslur laskaðar og ástandið er ekki gott.

Erlent

Óttast að þúsundir hafi farist

Nauðsynlegt er að flytja alla íbúa frá New Orleans svo uppbyggingarstarf geti hafist. Fjöldi fólks neitar þó að yfirgefa heimili sín. Farið er að safna saman líkum af götum borgarinnar og óttast.

Erlent

Máttleysi stjórnvalda gagnrýnt

Viðbrögðin við Katrínu og afleiðingum hennar hafa verið harðlega gagnrýnd. Íbúar skilja ekki hvers vegna ekkert var gert til að koma í veg fyrir hörmungarnar og hvers vegna enginn kom þeim til hjálpar þegar í stað. Íslenskir verkfræðingar segja að það hafi verið fyrirsjáanlegt hvernig færi áður en Katrín skall á.

Erlent

Pútín ætlar ekki að sitja áfram

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ætlar ekki að reyna að sitja áfram sem forseti þegar síðara kjörtímabil hans rennur út árið 2008. Þetta sagði forsetinn á fundi með fræðimönnum og stjórnmálaskýrendum í Moskvu í gær.

Erlent

Einnar íslenskrar konu enn leitað

Lilja Aðalbjörg Ólafsdóttir Hansch og Karly Jóna Kristjónsdóttir Legere eru fundnar. Þær voru báðar heilar á húfi heima eftir fellibylinn Katrínu. Halldór Gunnarsson bankaði upp á hjá þeim. Einnar konu, Ritu Daudin, er leitað.

Erlent

29 fórust í eldsvoða

Talið er að tuttugu og níu manns hafi farist og um fjörtíu slasast þegar eldur kom upp í leikhúsi í Egyptalandi í gærkvöld. Atvikið átti sér stað með þeim hætti að einn leikarinn missti kerti á gólfið með þeim afleiðingum að eldur breiddist út á miklum hraða um leikhúsið, en sviðið var að mestu gert úr pappír.

Erlent

Hvirfilbylurinn Nabi í Japan

Öflugur hvirfilbylur reið yfir Japan í morgun. Fjórir létust og fjórtán er saknað. Tugir þúsunda urðu að flýja heimili sín þegar bylurinn Nabi skall á ströndinni með miklum látum. Vindhraðinn var um þrjátíu og fimm metrar á sekúndu og urðu umtalsverðar skemmdir, flóð og aurskriður.

Erlent

Bush boðar rannsókn

George W. Bush Bandaríkjaforseti og talsmenn Bandaríkjaþings boða rannsókn á því hvað fór úrskeiðis í viðbrögðum stjórnvalda við neyðarástandinu sem skapaðist af völdum fellibylsins Katrínar. Byrjað er að dæla flóðvatninu af götum New Orleans.</font /></b />

Erlent

Lækkandi olíuverð

Olíuverð hefur lækkað töluvert undanfarna daga og er nú lægra en það var áður en fellibylurinn Katrín gekk yfir suðurströnd Bandaríkjanna. Verðið á olíutunnu á mörkuðum í Bandaríkjunum er nú tæpir sextíu og sjö dollarar en ástæður lækkunarinnar eru ákvörðun iðnríkja að veita olíu úr neyðarbirgðum á markað auk þess sem olíuhreinsunarstöðvar við Mexíkóflóa eru margar hverjar teknar til starfa á ný.

Erlent

Sex börn létust í kláfaslysi

Sex börn á aldrinum 11 til 13 ára voru meðal níu fórnarlamba í kláfslysinu í Austurríki í fyrradag. Sjö til viðbótar slösuðust, þar af tveir alvarlega.

Erlent

Vatni dælt úr New Orleans

Vinna er hafin við að dæla vatni af götum New Orleans út í stöðuvatnið Pontchartrain, en gríðarlegt heinsunarátak og uppbyggingarstarf er nú framundan í borginni. Verkfræðingar vinna hörðum höndum að því að gera við og loka risastórum rofum sem komu í varnargarða við vatnið þegar fellibylurinn Katrín gekk yfir svæðið fyrir rúmri viku og olli hrikalegri eyðileggingu.

Erlent

Fellibylur í Japan

Öflugur fellibylur reið yfir suðurhluta Japan í gær með þeim afleiðingum að einn lést og fjörutíu slösuðust. Sextán er enn saknað.

Erlent

Hringir Satúrnusar úr snjóboltum

Agnirnar sem mynda hringina í kring um plánetuna Satúrnus eru miklu líkari mjúkum snjóboltum en ísklumpum, eins og sumir vísindamenn hafa hingað til lýst þeim.

Erlent

Saddam játar á sig glæpi

Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, hefur játað að hafa fyrirskipað aftökur og önnur óhæfuverk í stjórnartíð sinni, sagði Jalal Talabani, núverandi forseti, í sjónvarpsviðtali í gærkvöld.

Erlent

Nokkrir komust lífs af á Súmötru

Fyrir stundu kom í ljós að nokkrir komust lífs af þegar Boeing 737-200 farþegaþota hrapaði skömmu eftir flugtak í norðurhluta Súmötru á Indónesíu í morgun, en hundrað og tólf farþegar voru um borð í vélinni og fimm manna áhöfn. Enn er ekki vitað hvað olli flugslysinu.

Erlent

Haraldur konungur til Washington

Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning munu fara í opinbera heimsókn til Washington í næstu viku. Mun konungurinn afhjúpa styttu af látinni móður sinni, Mörtu krónprinsessu.

Erlent

Tony Blair heimsækir Kína

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hitti Hu Jintao, forseta Kína í morgun en Blair er í fjögurra daga heimsókn í Kína til að styrkja viðskiptasamband Kína og Evrópusambandsins.

Erlent

Ákveða örlög Arroyo

Stjórnarandstaðan í Filippseyjum varaði við því á þinginu í gær að frávísun á máli Arroyo forseta myndi leiða til þess að ókyrrðin og upplausin sem ríkt hefur í þann mánuð sem mál hennar hefur staðið yfir myndi versna til muna.

Erlent

Aparáðstefna í Kongó

Alþjóðleg ráðstefna til bjargar mannöpum hófst í Kongó í gær. Vonast var til að hægt væri að komast að samkomulagi um alþjóðlega áætlun sem stuðlar að verndun þeirra.

Erlent

Nýr forseti hæstaréttar í BNA

George Bush, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í dag John Roberts sem forseta hæstaréttar Bandaríkjanna í stað Williams H. Rehnquists, sem lést síðastliðinn laugardag. Skýrði Bush frá tilefningunni í Hvíta húsinu áður en hann fór til hamfarasvæðanna í Mississippi og Louisiana og hvatti Bandaríkjaþing til að staðfesta tilnefninguna fljótt og vel en réttarhléi lýkur 3. október.

Erlent

Rútuslys í Ástralíu

Að minnsta kosti tveir létust og 25 slösuðust alvarlega þegar rúta með ferðamenn frá Asíu innanborðs fór út af veginum og hrapaði um 10 metra niður gil um 100 kílómetra suður af Sydney í Ástralíu í nótt. Um 40 farþegar voru í rútunni. 15 sjúkrabílar og 5 þyrlur unnu að björgunarstörfum og fluttu fólk á sjúkarhús. Ekki er vitað hvers vegna slysið varð.

Erlent

Hótanir á japönskum sjúkrahúsum

Fjölda háskólasjúkrahúsa í Tókýó í Japan hafa borist sprengjuhótanir frá tveimur mönnum sem krefjast þess að tvöfalt fleiri læknanemum verði hleypt í námsstöður við sjúkrahúsin. Að öðrum kosti verði þau fyrir sprengjuárás.

Erlent

Flóttamenn á gúmmíbátum

Spænska lögreglan handsamaði þrjú hundruð afríska flóttamenn sem höfðu gert tilraun til að komast til Spánar á gúmmíbátum um helgina.

Erlent

Skemmtiferðarskip til hjálpar

Gríska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að Bandaríkjastjórn hefði samþykkt að send yrðu tvö skemmtiferðaskip til þess að hýsa fórnarlömb flóðanna í suðurríkjum Bandaríkjanna. Vonast er til þess að skipin geti hýst þúsundir manna í nokkra mánuði.

Erlent

Fyrirhuguð heimsókn vekur furðu

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, ætlar í opinbera heimsókn til Ísraels síðar á árinu. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir ísraelskum útvarpsstöðvum. Þetta þykir sæta miklum tíðindum, því samskipti Egyptalands og Ísraels hafa verið með stirðara móti undanfarin ár.

Erlent

Allir fórust í flugslysi á Súmötru

Nú er ljóst að allir um borð, eða hundrað og sautján manns, fórust þegar Boeing 737-200 farþegaþota hrapaði skömmu eftir flugtak í norðurhluta Súmötru á Indónesíu í morgun.

Erlent