Erlent

Tveir skammtar af bóluefni

Bresk stjórnvöld vilja koma sér upp tveimur skömmtum af bóluefni fyrir hvern einasta landsmann. Aðeins þannig yrði hægt að verja alla þjóðina fyrir fuglaflensunni þar sem ekki er víst að einn skammtur á hvern landsmann myndi duga.

Erlent

Tugþúsundir í bráðri hættu

Tugir þúsunda eru í bráðri hættu og deyja á næstu dögum verði ekki gripið til víðtækra aðgerða þegar í stað. Þetta er mat yfirmanna Sameinuðu þjóðanna sem tóku óvenju djúpt í árinni í dag þegar þeir lýstu hörmungarástandinu í Kasmír.

Erlent

Wilma veikist nokkuð

Fellibylurinn Wilma er hefur veikst nokkuð og er nú orðinn fjórða stigs fellibylur. Sérfræðingar vara þó við að Wilma gæti átt eftir að styrkjast á nýjan leik. Bandaríska fellibyljamiðstöðin í Miami staðfesti í gær að Wilma hefði náð meiri styrk en nokkur annar fellibylur á Atlantshafi þegar kraftur hennar var sem mestur.

Erlent

Ostborgarafrumvarpið samþykkt

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt lagafrumvarp sem kemur í veg fyrir að fólk geti höfðað mál á hendur skyndibitakeðjum og krafið þær um skaðabætur vegna offituvandamála sem fólkið glími við.

Erlent

Lausir úr prísundinni

Norsku srandgæslumennirnir tveir, sem var haldið hefur verið nauðugum um borð í rússneksum togaranum Electron, voru fluttir um borð í norskt skip í morgun að sögn rússneskra fjölmiðla. Öll skipin eru nú á Barentshafi skammt frá Kólaskaga. Norðmenn stóðu togarann að ólöglegum veiðum við Svalbarða á laugardag en skipstjóri togarans lagði á flótta með norsku varðskipsmennina innanborðs.

Erlent

Telja blaðamanni hafa verið rænt

Óttast er að blaðamanni á vegum breska dagblaðsins <em>Guardian</em> hafi verið rænt í Írak eftir að ekkert hefur spurst til hans síðari hluta dags. Írski blaðamaðurinn Rory Carroll mun hafa verið í viðtali í bresku útvarpi í morgun vegna réttarhaldanna yfir Saddam Hussein en samkvæmt yfirlýsingu frá <em>Guardian</em> munu vopnaðir menn hafa rænt honum í höfuðborginni Bagdad.

Erlent

Allt að 79.000 taldir af

Stórir eftirskjálftar riðu yfir pakistanska Kasmír í gær og fylgdu þeim skriðuföll. Nú er talið að allt að 79.000 manns hafi farist í skjálftanum mikla 8. október.

Erlent

Wilma orðin 4. stigs fellibylur

Hitabeltisstormurinn Wilma er nú orðinn að fellibyl á fjórða stigi og fer enn vaxandi. Um tólfta fellibylinn á þessu svæði er að ræða á þessu ári en svo margir hafa þeir ekki verið á einu ári frá árinu 1969.

Erlent

Vilja fresta réttarhöldunum

Lögfræðingar Saddams Hussein, fyrrum einræðisherra Íraks, hafa óskað eftir því að réttarhöldum yfir forsetanum fyrrverandi verði frestað um þrjá mánuði. Saddam og sjö samstarfsmönnum hans er gefið að sök að hafa fyrirskipað morð á 150 sjítamúslimum í kjölfar þess að reynt var að ráða Saddam af dögum árið 1982.

Erlent

Mótmæla lausn fanganna

Hundruð komu saman við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í borginni Trípoli í Líbíu í gær til að mótmæla ákvörðun Bandaríkjaforseta að láta lausa fimm búlgarska hjúkrunarfræðinga sem í maí árið 2004 voru dæmdir til dauða fyrir að sýkja yfir 400 börn af HIV-veirunni í tilraunaskyni til að finna lækningu við alnæmi.

Erlent

Blóðugasta tímabil frá innrásinni

Fjórir létust og þrír særðust í árásum í suðurhluta Afganistans í gærkvöldi.  Um ellefu hundruð manns hafa fallið í átökum í Afganistan það sem af er þessu ári, sem er þar með það blóðugasta síðan Bandaríkjamenn réðust inn í landið fyrir fjórum árum.

Erlent

Alheimsfaraldur ekki í nánd

Markos Kyprianou, sem fer með heilbrigðis- og neyslumál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, segir fuglaflensutilvikin sem komið hafi upp í suðausturhluta Evrópu í vikunni ekki gefa tilefni til að ætla að alheimsfaraldur sé í nánd.

Erlent

Fá að sækja strandgæslumenn

Norska strandgæslan hefur fengið leyfi til að sækja tvo strandgæslumenn um borð í rússneska togarann Elektron. Igor Dygalo, talsmaður rússneska norðurflotans, tilkynnti fyrir stundu að norska strandgæslan hefði fengið leyfi til að fara um inn í rússneska lögsögu til að sækja strandgæslumennina. Þeir mega þó ekki sækja þá fyrr en á morgun.

Erlent

Herferð gegn Darwinisma

Bandarískur dómstóll fjallar nú um hvort grunnskóli nokkur megi kenna svonefnda heimshönnuðarkenningu sem valkost við þróunarkenninguna.

Erlent

Öflugur eftirskjálfti í Kasmír

Öflugur eftirskjálfti reið yfir Kasmírhérað í morgun en ekki hafa fengist upplýsinga um hversu stór hann var. Skjálftinn vakti mikinn ótta meðal hjálparstarfsmanna og fórnarlamba stórskjálftans sem varð yfir fimmtíu og fjögur þúsund manns að bana fyrir rúmri viku en sá skjálfti var 7,6 á Richter.

Erlent

Heliosvél snúið við vegna bilunar

Flugvél kýpverska flugfélagsins Helios þurfti að snúa aftur til Kýpur þegar bilunar varð vart skömmu eftir flugtak. Þetta er í þriðja skipti á innan við mánuði sem flugvélar félagsins verða að breyta út af áætlun sinni vegna tæknivandamála. 121 fórst þegar flugvél frá Helios hrapaði í fjöllunum norður af Aþenu, höfuðborg Grikklands, í ágúst.

Erlent

Viðbúnaður vegna Wilmu víða

Wilma kostaði tíu manns lífið á Haítí þar sem aurskriður urðu í kjölfar mikillar rigningar. Síðan hefur henni vaxið ásmegin og ef fer sem horfir verður hún af kröftugustu gerð fellibylja þegar hún skellur á Kúbu og Mexíkó. Hún er ný þegar öflugasti atlantshafsfellibylur sem mælst hefur. Vindhraðinn í henni var til að mynda ríflega sextíu og sex metrar á sekúndu í morgun.

Erlent

Einn heima með látinni móður

Lögregla í Edinborg -braust inn í íbúð í Leith um helgina og fann þar þriggja ára gamlan dreng illa á sig kominn. Í íbúðinni var einnig lík móður hans en talið er að hún hafi látist hálfum mánuði áður.

Erlent

Réttarhöldunum frestað

Réttarhöld yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, hófust í morgun en var frestað fyrir stundu að beiðni lögfræðinga hans til 28. nóvember.

Erlent

Rice útilokar ekki langa hersetu

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, neitaði í gær að útiloka að bandarískir hermenn kynnu að verða í heilan áratug enn í Írak né að hervaldi yrði beitt gegn Sýrlandi eða Íran.

Erlent

Tala fórnarlamba hækkar enn

Fórnarlömbum hamfaranna í Kasmír fjölgar með hverjum deginum sem líður. Nú er talið að 80 þúsund manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum. Aðstæður eftirlifenda eru svo hrikalegar að tugþúsundir manna eru í hættu verði ekki gripið til róttækra björgunaraðgerða.

Erlent

Reifst og skammaðist við dómarann

Í réttarhöldunum sem hófust í gær yfir Saddam Hussein og sjö samverkamönnum hans kvaðst einræðisherrann fyrrverandi vera saklaus. Dómhaldi hefur verið frestað um nokkrar vikur.

Erlent

Borða allt nema grænmetið

Því meiri matur sem fólki er boðið upp á þeim mun meira borðar það, nema maturinn sé grænmeti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu bandarískra vísindamanna sem leita leiða til að draga úr offitu.

Erlent

730 kíló af heróíni gerð upptæk

Lögregluyfirvöld í Kína og nágrannaríkinu Myanmar gerðu tæplega 730 kíló af heróíni upptæk á dögunum sem smygla átti yfir landamærin til Kína. Sjötíu manns voru handteknir í aðgerðinni auk þess sem hald var lagt á töluvert magn vopna og tugi milljóna í bandarískum dollaraseðlum.

Erlent

Clarke dottinn úr leik

Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, er dottinn úr leik í baráttunni um það hver verði næsti leiðtogi breska Íhaldsflokksins en Clarke fékk fæst atkvæði. Kosið verður að nýju á fimmtudag um þá þrjá sem eftir eru en þeir eru Liam Fox, David Cameron og David Davis en sá síðasti fékk flest atkvæði í kosningunni.

Erlent

Stefnt að feðraorlofi í Bretlandi

Feður á Bretlandi munu fá þriggja mánaða launað feðraorlof ef frumvarp viðskiptaráðherra Bretlands nær fram að ganga. Samkvæmt núverandi lögum eiga mæður aðeins rétt á hálfs árs fæðingarorlofi á launum ásamt hálfu ári til viðbótar launalausu en feður hafa engan rétt til fæðingarorlofs á launum.

Erlent

Öflugasti fellibylur Atlantshafs

Fellibylurinn Wilma setti met í dag og er nú skráður sem öflugasti fellibylur sem geisað hefur á Atlantshafinu og mældist ferð hans 280 kíilómetrar á klukkstund. Leið Wilmu liggur nú til vestur Kúbu og Yucatan-skagans í Mexíkó og búist er við honum á Flórída eftir því sem líður á kvöldið.

Erlent

Vill handtaka hermenn vegna morðs

Dómari við dómstól á Spáni hefur gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur þremur bandarískum hermönnum í tengslum við dauða spænsks myndatökumanns í Írak. Maðurinn léstn í apríl 2003 þegar skotið var úr skriðdreka á Palestine-hótelið í Bagdad sem var aðsetur flestra blaðamanna skömmu eftir innrás bandamanna í Írak.

Erlent

Kominn inn í rússneska landhelgi

Rússneski togarinn Elektron, sem tekinn var við ólöglegar veiðar við Svalbarða á laugardag en stakk síðan af með tvo norska strandgæslumenn, er kominn inn í rússneska landhelgi. Togarinn er á leið til Múrmansk í fylgd rússnesks herskips sem beið hans við landhelgismörkin.

Erlent