Erlent Samþykkt á Evrópuþinginu Drög að hinni umdeildu þjónustutilskipun Evrópusambandsins voru samþykkt á Evrópuþinginu í gær. Verði tilskipunin endanlega samþykkt í ráðherraráðinu mun hún færa evrópskum fyrirtækjum, sem starfa í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu, fært að starfa þar eftir þeim lögum sem gilda í heimalandi þeirra. Tilskipunin á einnig að taka gildi á Íslandi í gegn um EES-samninginn. Erlent 23.11.2005 03:15 Farþegalistasamningur ógildur að mati ESB Samkomulag stjórnvalda í Evrópuríkjum, Íslands þar á meðal, við Bandaríkjastjórn um að bandarískum hryðjuverkavarnayfirvöldum skuli afhentir farþegalistar flugfélaga sem fljúga vestur um haf, er ólöglegt. Að þessari niðurstöðu hefur einn æðsti lögfræðiráðgjafi Evrópusambandsins komist. Erlent 23.11.2005 02:45 Vildi sprengja upp al-Jazeera George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, íhugaði að fyrirskipa sprengjuárás á höfuðstöðvar al-Jazeera sjónvarpsstöðvarinnar í Katar þegar umsátrið um borgina Falluja í Írak stóð sem hæst haustið 2004. Erlent 23.11.2005 02:30 Fá einnar viku feðraorlof Spænskir feður munu í framtíðinni geta tekið sér einnar viku feðraorlof ef hugmyndir atvinnumálaráðherrans, Jesús Caldera, ná fram að ganga. Í dag er ekki um eiginlegt orlof að ræða til handa feðrum. Þeim er heimilt að vera 48 stundir frá vinnu meðan á fæðingu stendur en hafa umfram það engan rétt á launum eða bótum. Erlent 23.11.2005 02:15 Sturtað niður Stöðugt furðulegri hlutir finnast í holræsi Helsinkiborgar, þar á meðal farsímar í svo miklu magni að hreinsunardeildin hefur beðið fólk að gæta sín á því að sturta ekki farsímum niður í klósettin. Erlent 23.11.2005 02:15 Rússar bjóða Írönum aðstoð Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra munu ekki beita sér fyrir því að Íranar verði kærðir til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á fundi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar IAEA í vikunni. Stjórn IAEA kemur saman síðar í vikunni en fastlega var búist við að þar yrði ákveðið að biðja öryggisráð SÞ um að ákveða refsiaðgerðir gegn Írönum fyrir að halda áformum um auðgun úrans til streitu. Erlent 23.11.2005 01:45 Bótunum skipt Sænska ríkisstjórnin kynnti í gær lagafrumvarp um að fráskildir foreldrar geti skipt á milli sín barnabótunum sem þeir fá frá hinu opinbera ef börn þeirra búa hjá þeim til skiptis. Þetta er gert til að reyna að fá feðurna til að axla meiri ábyrgð á börnunum. Erlent 23.11.2005 01:00 Kosningum slegið á frest Yfirvöld á Haítí hafa ákveðið að fresta forsetakosningum í landinu, sem fram áttu að fara frá desemberlokum, til loka janúar. Stjórnarskrá landsins kveður á um að nýr forseti skuli settur í embætti ekki síðar en 7. febrúar á næsta ári og því er lítill tími til stefnu. Erlent 23.11.2005 01:00 Áfengið áfram í ríkiseinokun Systembolaget, sænska áfengiseinkasalan, ætlar að berjast fyrir því að ríkiseinokuninni á áfengisölu verði haldið áfram þar í landi. Formælandi Systembolaget segir það ekki vera ætlun Svía að segja öðrum þjóðum hvernig fara eigi með áfengi, heldur að fá Evrópusambandsþjóðir til að sætta sig við þær leiðir sem Svíar fari í þeim efnum. Erlent 23.11.2005 00:45 Barnamjólk talin eitruð Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu hafa bannað sölu á yfir þrjátíu milljón lítrum af smábarnamjólk sem Nestlé framleiðir undir ítölsku heiti. Ekki lágu fyrir nákvæmar ástæður þess að bannið var sett á en samkvæmt ítölsku fréttastofunni ANSA var mjólkin talin óhæf til neyslu vegna eiturefna í umbúðum sem talið er geta blandast mjólkinni. Erlent 23.11.2005 00:30 Mikill skortur á jólatrjám Norskir framleiðendur jólatrjáa horfa björtum augum til framtíðar því skortur er á jólatrjám í Evrópu. Er búist við að jólatré muni skorta næstu átta ár. Fjórar milljónir jólatrjáa þarf í ár til að fullnægja þörf Evrópubúa fyrir runnann græna. Erlent 23.11.2005 00:30 Nýr patríarki rétttrúnaðarkirkjunnar Theofilos þriðji varð í dag nýr patríarki grísku rétttrúnaðarkirkjunnar með viðhöfn í hinni helgu borg Jerúsalem. Theofilos tekur við af Irineos, sem neyddist til að hætta í maí, eftir ásakanir um að hann hefði leigt landskika í Jerúsalem í eigu kirkjunnar til gyðingahóps. Theofilos hlaut öll greidd atkvæði í vali um arftaka Irineosar. Erlent 22.11.2005 18:08 Hizbollah ætla að sýna fulla hörku Hundruð söfnuðust saman í þorpinu Siskin í suðurhluta Líbanon til að vera við útför bardagamanns Hizbollah-samtakanna, sem féll í átökum við Ísraela við landamæri landanna tveggja í gær. Erlent 22.11.2005 18:07 Merkel sór embættiseið Angela Merkel sór embættiseið sem áttundi kanslari Þýskalands eftir síðari heimstyrjöld í dag. Erlent 22.11.2005 18:06 Rannsaka fangaflug í Evrópu Sérstök samevrópsk rannsóknarnefnd um leynifangelsi CIA kannar nú tugi grunsamlegra flugferða sem hafa lent í Evrópu undanfarin ár. Erlent 22.11.2005 17:16 Maður verður fyrir lest -í annað sinn Maður varð fyrir lest í New York um síðustu helgi. Maðurinn slasaðist á höfði en ástand hans er stöðugt. Þetta er í annað sinn sem maðurinn verður fyrir lest en hann varð fyrir lest og slasaðist á höfði fyrir þremur árum. Erlent 22.11.2005 16:04 Krefjast svara um fangaflug og leynifangelsi Evrópusambandið vill að bandarísk stjórnvöld geri hreint fyrir sínum dyrum vegna upplýsinga sem komið hafa fram um fangaflug CIA með meinta hryðjuverkamenn og leynileg fangelsi í Evrópu. Erlent 22.11.2005 11:59 Íhugaði árás á Al-Jazeera George W. Bush Bandaríkjaforseti íhugaði að fyrirskipa sprengjuárás á höfuðstöðvar Al-Jazeera sjónvarpsstöðvarinnar í Katar í fyrra en Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, talaði hann ofan af því á fundi þeirra í Washington í fyrra. Þessu er haldið fram í breska blaðinu Daily Mirror í dag. Erlent 22.11.2005 11:07 Ríkið eitt að áfengissölu Systembolaget, sænska áfengiseinkasalan, ætlar að berjast fyrir því að ríkinu einu verði leyft að selja áfengi þar í landi. Formælandi Systembolaget segir það ekki vera áætlun Svía að segja öðrum þjóðum hvernig fara eigi með áfengi, heldur að fá Evrópusambandsþjóðir til að sætta sig við hvaða leiðir Svíar fari í þeim efnum. Evrópusambandið hefur lagt hart að stjórnvöldum í Svíþjóð að breyta fyrirkomulagi við sölu áfengis þar í landi en mikill meirihluti Svía er fylgjandi því að áfengi sé selt í verslunum á vegum ríkisins. Erlent 22.11.2005 09:36 Styrkir stöðu sína Bræðralag múslima, flokkur íslamista í Egyptalandi, hefur enn styrkt stöðu sína og fengið 25% þeirra þingsæta sem þegar hefur verið kosið um. Þó er talið víst að endaleg úrslit kosninganna muni ekki breyta því að flokkur Hosnis Mubaraks forseta sitji áfram við stjórnvölin eins og undanfarinn aldarfjórðung. Starfsemi Bræðralagsins er opinberlega bönnuð, en flokkurinn hefur þó fengið að starfa óáreittur og hafði aðeins 15 af 454 þingsætum fyrir kosningarnar. Erlent 22.11.2005 09:34 30 þúsund störf lögð niður Forstjóri General Motors tilkynnti þetta í gær. Fyrirtækið hyggst fækka verksmiðjum um tólf talsins en þær eru alls um áttatíu í landinu öllu í dag. Á fyrsta níu mánuðum ársins nam tap fyrirtækisins um fjórum milljörðum bandaríkjadala eða sem nemur 240 milljörðum íslenskra króna. Formenn verkalýðsfélaganna segja þetta gríðarlegt áfall fyrir heilu bæjarfélögin þar sem á sumum stöðum er ekki ym aðra vinnu að ræða. Stjórnendur fyrirtækisins segja þó að General Motors muni reyna að koma til móts við þá starfsenn sem sagt verður upp með bótum en ljóst sé þó að ef ekki verði ráðist í að segja upp hluta starfsmanna núna, verði fyrirtækið að segja öllum upp áður en langt um líður. Uppsagnirnar séu erfiðar en nauðsynlegar. Erlent 22.11.2005 09:32 Fleiri landnemabyggðir lagðar niður Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, útilokar ekki að fleiri landnemabyggðir Ísraela á Vesturbakkanum verði lagðar niður. (LUM) Sharon sagði þetta á blaðamannafundi í gær þar sem hann kynnti stefnu nýs miðjuflokks síns í Jerúsalem. Hann sagði að flokkurinn myndi vinna að koma á friði og ró fyrir botni Miðjarðarhafs. Skírskotaði Sharon þar til alþjóðlegrar friðaráætlunar. Hann sagði ennfremur að flokkurinn myndi beina spjótum að vandamálum í Ísrael, eins og til dæmis fátækt, glæpum og ofbeldi. Erlent 22.11.2005 09:31 Breytingartillögur á stjórnarskrá Kenýa felldar í gær Breytingartillögur á stjórnarskránni í Kenýa voru felldar í gær. Úrslitin eru áfall fyrir forseta Kenýa, Mwai Kibaki, sem barðist fyrir breytingartillögunum. Tölur sem bárust í morgun gefa til kynna að 3,2 manna hafi kosið gegn breytingartillögunum og 2,2 milljónir með henni. Þá á eftir að telja um 850.000 atkvæði. Erlent 22.11.2005 07:57 83 hafa farist í flóðum í Kólumbíu 83 hafa látist og 5 er saknað í Kólumbíu eftir tvo mánuði af stöðugum regnstraumi sem hefur valdið miklum flóðum um norð-vestur héruð landsins. Auk hinna látnu hafa um 250 þúsund manns lent illa í flóðum, aurskriðum og ám sem flæða yfir bakka sína. Erlent 22.11.2005 07:42 Örninn besta erlenda þáttaröðin Danska sjónvarpsþáttaröðin Örninn var valin besta dramatíska erlenda dramatíska þáttaröðin á þrítugustu og þriðju Emmyhátíðinni fyrir erlenda sjónvarpsframleiðslu sem haldin var í Bandaríkjunum síðustu nótt. Erlent 22.11.2005 07:00 Fimmti hver fangi í Noregi er af erlendum uppruna Fimmti hver fangi í Noregi er af erlendum uppruna og með erlendan ríkisborgararétt. Um fjórðungur fanganna er inni fyrir fíkniefnaafbrot. Erlent 21.11.2005 23:00 Hættulegasta borg Bandaríkjanna Borgin Camden í New Jersey fylki í Bandaríkjunum er talin vera hættulegasta borg Bandaríkjanna. Þetta er annað árið sem borgin er efst á lista yfir hættulegustu borgir í Bandaríkjunum. Erlent 21.11.2005 22:00 73 ára Norðmaður fékk lottóvinning í annað sinn á ævinni 73 ára gamall Norðmaður datt heldur betur í lukkupottinn fyrir stuttu og það í annað sinn á ævinni. Um helgina vann Friðþjófur Bodin um tíu milljónir íslenskra króna en fyrir 14 árum vann hann um 17 milljónir íslenskra króna í Lottóinu í Noregi. Erlent 21.11.2005 16:55 Pútín í opinberi heimsókn í Japan Vladimír Pútín, forseti Rússlands segir Rússa staðráðna í að byggja olíuleiðslu sem flytja muni hráolíu frá Síberíu til Japans og annarra þjóða við Kyrrahaf. Erlent 21.11.2005 14:38 Beitir aldrei pyntingum Forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, fullyrðir að yfirheyrslusérfræðingar stofnunarinnar fylgi alltaf lögum sem banni pyntingar en noti þó stundum nýstárlegar og óvenjulegar aðferðir við til að fá upplýsingar hjá föngum. Porter Gossi, sagði stofnunina aldrei hafa beitt pyntingum. Aðferðir þeirra hafi alltaf verið löglegar. Erlent 21.11.2005 13:17 « ‹ ›
Samþykkt á Evrópuþinginu Drög að hinni umdeildu þjónustutilskipun Evrópusambandsins voru samþykkt á Evrópuþinginu í gær. Verði tilskipunin endanlega samþykkt í ráðherraráðinu mun hún færa evrópskum fyrirtækjum, sem starfa í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu, fært að starfa þar eftir þeim lögum sem gilda í heimalandi þeirra. Tilskipunin á einnig að taka gildi á Íslandi í gegn um EES-samninginn. Erlent 23.11.2005 03:15
Farþegalistasamningur ógildur að mati ESB Samkomulag stjórnvalda í Evrópuríkjum, Íslands þar á meðal, við Bandaríkjastjórn um að bandarískum hryðjuverkavarnayfirvöldum skuli afhentir farþegalistar flugfélaga sem fljúga vestur um haf, er ólöglegt. Að þessari niðurstöðu hefur einn æðsti lögfræðiráðgjafi Evrópusambandsins komist. Erlent 23.11.2005 02:45
Vildi sprengja upp al-Jazeera George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, íhugaði að fyrirskipa sprengjuárás á höfuðstöðvar al-Jazeera sjónvarpsstöðvarinnar í Katar þegar umsátrið um borgina Falluja í Írak stóð sem hæst haustið 2004. Erlent 23.11.2005 02:30
Fá einnar viku feðraorlof Spænskir feður munu í framtíðinni geta tekið sér einnar viku feðraorlof ef hugmyndir atvinnumálaráðherrans, Jesús Caldera, ná fram að ganga. Í dag er ekki um eiginlegt orlof að ræða til handa feðrum. Þeim er heimilt að vera 48 stundir frá vinnu meðan á fæðingu stendur en hafa umfram það engan rétt á launum eða bótum. Erlent 23.11.2005 02:15
Sturtað niður Stöðugt furðulegri hlutir finnast í holræsi Helsinkiborgar, þar á meðal farsímar í svo miklu magni að hreinsunardeildin hefur beðið fólk að gæta sín á því að sturta ekki farsímum niður í klósettin. Erlent 23.11.2005 02:15
Rússar bjóða Írönum aðstoð Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra munu ekki beita sér fyrir því að Íranar verði kærðir til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á fundi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar IAEA í vikunni. Stjórn IAEA kemur saman síðar í vikunni en fastlega var búist við að þar yrði ákveðið að biðja öryggisráð SÞ um að ákveða refsiaðgerðir gegn Írönum fyrir að halda áformum um auðgun úrans til streitu. Erlent 23.11.2005 01:45
Bótunum skipt Sænska ríkisstjórnin kynnti í gær lagafrumvarp um að fráskildir foreldrar geti skipt á milli sín barnabótunum sem þeir fá frá hinu opinbera ef börn þeirra búa hjá þeim til skiptis. Þetta er gert til að reyna að fá feðurna til að axla meiri ábyrgð á börnunum. Erlent 23.11.2005 01:00
Kosningum slegið á frest Yfirvöld á Haítí hafa ákveðið að fresta forsetakosningum í landinu, sem fram áttu að fara frá desemberlokum, til loka janúar. Stjórnarskrá landsins kveður á um að nýr forseti skuli settur í embætti ekki síðar en 7. febrúar á næsta ári og því er lítill tími til stefnu. Erlent 23.11.2005 01:00
Áfengið áfram í ríkiseinokun Systembolaget, sænska áfengiseinkasalan, ætlar að berjast fyrir því að ríkiseinokuninni á áfengisölu verði haldið áfram þar í landi. Formælandi Systembolaget segir það ekki vera ætlun Svía að segja öðrum þjóðum hvernig fara eigi með áfengi, heldur að fá Evrópusambandsþjóðir til að sætta sig við þær leiðir sem Svíar fari í þeim efnum. Erlent 23.11.2005 00:45
Barnamjólk talin eitruð Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu hafa bannað sölu á yfir þrjátíu milljón lítrum af smábarnamjólk sem Nestlé framleiðir undir ítölsku heiti. Ekki lágu fyrir nákvæmar ástæður þess að bannið var sett á en samkvæmt ítölsku fréttastofunni ANSA var mjólkin talin óhæf til neyslu vegna eiturefna í umbúðum sem talið er geta blandast mjólkinni. Erlent 23.11.2005 00:30
Mikill skortur á jólatrjám Norskir framleiðendur jólatrjáa horfa björtum augum til framtíðar því skortur er á jólatrjám í Evrópu. Er búist við að jólatré muni skorta næstu átta ár. Fjórar milljónir jólatrjáa þarf í ár til að fullnægja þörf Evrópubúa fyrir runnann græna. Erlent 23.11.2005 00:30
Nýr patríarki rétttrúnaðarkirkjunnar Theofilos þriðji varð í dag nýr patríarki grísku rétttrúnaðarkirkjunnar með viðhöfn í hinni helgu borg Jerúsalem. Theofilos tekur við af Irineos, sem neyddist til að hætta í maí, eftir ásakanir um að hann hefði leigt landskika í Jerúsalem í eigu kirkjunnar til gyðingahóps. Theofilos hlaut öll greidd atkvæði í vali um arftaka Irineosar. Erlent 22.11.2005 18:08
Hizbollah ætla að sýna fulla hörku Hundruð söfnuðust saman í þorpinu Siskin í suðurhluta Líbanon til að vera við útför bardagamanns Hizbollah-samtakanna, sem féll í átökum við Ísraela við landamæri landanna tveggja í gær. Erlent 22.11.2005 18:07
Merkel sór embættiseið Angela Merkel sór embættiseið sem áttundi kanslari Þýskalands eftir síðari heimstyrjöld í dag. Erlent 22.11.2005 18:06
Rannsaka fangaflug í Evrópu Sérstök samevrópsk rannsóknarnefnd um leynifangelsi CIA kannar nú tugi grunsamlegra flugferða sem hafa lent í Evrópu undanfarin ár. Erlent 22.11.2005 17:16
Maður verður fyrir lest -í annað sinn Maður varð fyrir lest í New York um síðustu helgi. Maðurinn slasaðist á höfði en ástand hans er stöðugt. Þetta er í annað sinn sem maðurinn verður fyrir lest en hann varð fyrir lest og slasaðist á höfði fyrir þremur árum. Erlent 22.11.2005 16:04
Krefjast svara um fangaflug og leynifangelsi Evrópusambandið vill að bandarísk stjórnvöld geri hreint fyrir sínum dyrum vegna upplýsinga sem komið hafa fram um fangaflug CIA með meinta hryðjuverkamenn og leynileg fangelsi í Evrópu. Erlent 22.11.2005 11:59
Íhugaði árás á Al-Jazeera George W. Bush Bandaríkjaforseti íhugaði að fyrirskipa sprengjuárás á höfuðstöðvar Al-Jazeera sjónvarpsstöðvarinnar í Katar í fyrra en Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, talaði hann ofan af því á fundi þeirra í Washington í fyrra. Þessu er haldið fram í breska blaðinu Daily Mirror í dag. Erlent 22.11.2005 11:07
Ríkið eitt að áfengissölu Systembolaget, sænska áfengiseinkasalan, ætlar að berjast fyrir því að ríkinu einu verði leyft að selja áfengi þar í landi. Formælandi Systembolaget segir það ekki vera áætlun Svía að segja öðrum þjóðum hvernig fara eigi með áfengi, heldur að fá Evrópusambandsþjóðir til að sætta sig við hvaða leiðir Svíar fari í þeim efnum. Evrópusambandið hefur lagt hart að stjórnvöldum í Svíþjóð að breyta fyrirkomulagi við sölu áfengis þar í landi en mikill meirihluti Svía er fylgjandi því að áfengi sé selt í verslunum á vegum ríkisins. Erlent 22.11.2005 09:36
Styrkir stöðu sína Bræðralag múslima, flokkur íslamista í Egyptalandi, hefur enn styrkt stöðu sína og fengið 25% þeirra þingsæta sem þegar hefur verið kosið um. Þó er talið víst að endaleg úrslit kosninganna muni ekki breyta því að flokkur Hosnis Mubaraks forseta sitji áfram við stjórnvölin eins og undanfarinn aldarfjórðung. Starfsemi Bræðralagsins er opinberlega bönnuð, en flokkurinn hefur þó fengið að starfa óáreittur og hafði aðeins 15 af 454 þingsætum fyrir kosningarnar. Erlent 22.11.2005 09:34
30 þúsund störf lögð niður Forstjóri General Motors tilkynnti þetta í gær. Fyrirtækið hyggst fækka verksmiðjum um tólf talsins en þær eru alls um áttatíu í landinu öllu í dag. Á fyrsta níu mánuðum ársins nam tap fyrirtækisins um fjórum milljörðum bandaríkjadala eða sem nemur 240 milljörðum íslenskra króna. Formenn verkalýðsfélaganna segja þetta gríðarlegt áfall fyrir heilu bæjarfélögin þar sem á sumum stöðum er ekki ym aðra vinnu að ræða. Stjórnendur fyrirtækisins segja þó að General Motors muni reyna að koma til móts við þá starfsenn sem sagt verður upp með bótum en ljóst sé þó að ef ekki verði ráðist í að segja upp hluta starfsmanna núna, verði fyrirtækið að segja öllum upp áður en langt um líður. Uppsagnirnar séu erfiðar en nauðsynlegar. Erlent 22.11.2005 09:32
Fleiri landnemabyggðir lagðar niður Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, útilokar ekki að fleiri landnemabyggðir Ísraela á Vesturbakkanum verði lagðar niður. (LUM) Sharon sagði þetta á blaðamannafundi í gær þar sem hann kynnti stefnu nýs miðjuflokks síns í Jerúsalem. Hann sagði að flokkurinn myndi vinna að koma á friði og ró fyrir botni Miðjarðarhafs. Skírskotaði Sharon þar til alþjóðlegrar friðaráætlunar. Hann sagði ennfremur að flokkurinn myndi beina spjótum að vandamálum í Ísrael, eins og til dæmis fátækt, glæpum og ofbeldi. Erlent 22.11.2005 09:31
Breytingartillögur á stjórnarskrá Kenýa felldar í gær Breytingartillögur á stjórnarskránni í Kenýa voru felldar í gær. Úrslitin eru áfall fyrir forseta Kenýa, Mwai Kibaki, sem barðist fyrir breytingartillögunum. Tölur sem bárust í morgun gefa til kynna að 3,2 manna hafi kosið gegn breytingartillögunum og 2,2 milljónir með henni. Þá á eftir að telja um 850.000 atkvæði. Erlent 22.11.2005 07:57
83 hafa farist í flóðum í Kólumbíu 83 hafa látist og 5 er saknað í Kólumbíu eftir tvo mánuði af stöðugum regnstraumi sem hefur valdið miklum flóðum um norð-vestur héruð landsins. Auk hinna látnu hafa um 250 þúsund manns lent illa í flóðum, aurskriðum og ám sem flæða yfir bakka sína. Erlent 22.11.2005 07:42
Örninn besta erlenda þáttaröðin Danska sjónvarpsþáttaröðin Örninn var valin besta dramatíska erlenda dramatíska þáttaröðin á þrítugustu og þriðju Emmyhátíðinni fyrir erlenda sjónvarpsframleiðslu sem haldin var í Bandaríkjunum síðustu nótt. Erlent 22.11.2005 07:00
Fimmti hver fangi í Noregi er af erlendum uppruna Fimmti hver fangi í Noregi er af erlendum uppruna og með erlendan ríkisborgararétt. Um fjórðungur fanganna er inni fyrir fíkniefnaafbrot. Erlent 21.11.2005 23:00
Hættulegasta borg Bandaríkjanna Borgin Camden í New Jersey fylki í Bandaríkjunum er talin vera hættulegasta borg Bandaríkjanna. Þetta er annað árið sem borgin er efst á lista yfir hættulegustu borgir í Bandaríkjunum. Erlent 21.11.2005 22:00
73 ára Norðmaður fékk lottóvinning í annað sinn á ævinni 73 ára gamall Norðmaður datt heldur betur í lukkupottinn fyrir stuttu og það í annað sinn á ævinni. Um helgina vann Friðþjófur Bodin um tíu milljónir íslenskra króna en fyrir 14 árum vann hann um 17 milljónir íslenskra króna í Lottóinu í Noregi. Erlent 21.11.2005 16:55
Pútín í opinberi heimsókn í Japan Vladimír Pútín, forseti Rússlands segir Rússa staðráðna í að byggja olíuleiðslu sem flytja muni hráolíu frá Síberíu til Japans og annarra þjóða við Kyrrahaf. Erlent 21.11.2005 14:38
Beitir aldrei pyntingum Forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, fullyrðir að yfirheyrslusérfræðingar stofnunarinnar fylgi alltaf lögum sem banni pyntingar en noti þó stundum nýstárlegar og óvenjulegar aðferðir við til að fá upplýsingar hjá föngum. Porter Gossi, sagði stofnunina aldrei hafa beitt pyntingum. Aðferðir þeirra hafi alltaf verið löglegar. Erlent 21.11.2005 13:17