Erlent

Innan marka tjáningarfrelsis

Prestur í sænskum hvítasunnusöfnuði, sem í stólræðu líkti samkynhneigð við "krabbameinsæxli á þjóðarlíkamanum", hét því í gær að hann væri hættur að skammast út í homma eftir að Hæstiréttur Svíþjóðar sýknaði hann af ákæru um brot á ströngum lögum gegn hatursáróðri.

Erlent

Lögregla handtekur nakta bankaræningja í El Salvador

Lögreglan í El Salvador handtók tvo nakta menn á þriðjudag þar sem þeir voru að grafa göng að bankahvelfingu í höfuðborginni San Salvador. Unnið hafði verið að gangagerðinni dögum saman. Mennirnir voru nærri komnir að bankanum þegar þeir uppgötvuðust af tilviljun þegar hluti ganganna hrundi svo að stór hola myndaðist á götunni.

Erlent

Þrýstingur eykst á Bandaríkjastjórn

Þrýstingur jókst enn á Bandaríkjastjórn í dag þegar breska stjórnin staðfesti að hún hefði farið formlega fram á upplýsingar um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Evrópusambandið er að kanna hvort aðildarríki þess, eða ríki sem sækjast eftir aðild, hafi leyft starfsemi ólöglegra fangelsa á vegum Bandaríkjastjórnar.

Erlent

Peres sagði skilið við flokk sinn

Rúmlega sex áratuga langri samleið Shimon Peres og ísraelska Verkamannaflokksins lauk í dag þegar hann sagði sig úr flokknum og lýsti yfir stuðningi við Ariel Sharon og nýstofnaðan flokk hans sem nefnist Kadima.

Erlent

Viðræður innan tveggja vikna

Íranir ætla að hefja viðræður við Evrópusambandið um framtíð kjarnorkuáætlunar þeirra innan tveggja vikna sagði Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans, í dag.

Erlent

Peres hættur í Verkamannaflokknum

Shimon Peres, einn helsti stjórnmálaleiðtogi í Ísrael, ætlar að hætta í Verkamannaflokknum. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í kvöld. Lýsti Peres jafnframt stuðningi við Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, og nýjan miðjuflokk sem Sharon hefur stofnað. Peres sagði jafnframt að Sharon hefði einsett sér að halda áfram friðarferlinu og væri opinn fyrir nýjum hugmyndum í þeim málum. Sagðist Peres þess vegna styðja Sharon.

Erlent

Grunur um sprengju á lestarstöðinni í Hróarskeldu

Öll umferð um lestarstöðina í Hróarskeldu í Danmörku var stöðvuð um tíma í dag vegna grunsamlegs poka sem skilinn hafði verið eftir á stöðinni. Lögregla var kölluð á vettvang vegna gruns um að sprengja leyndist í pokanum.

Erlent

Varð fyrir hraðlest í Svíþjóð

15 ára gömul stúlka lést í gærkvöld þegar hún gekk ásamt tveimur jafnöldrum sínum í veg fyrir hraðlest skammt frá Gautaborg í Svíþjóð. Stúlkurnar fóru fram hjá hindrunum sem stöðva eiga umferð yfir járnbrautarteinana eftir að tvær lestir höfðu farið hjá og náðu tvær stúlknanna yfir sporin áður en hraðlestin hafnaði á þeirri þriðju.

Erlent

Sjö hundruð á sjúkrahús vegna kuldanna

Sjö hundruð manns hafa verið fluttir fárveikir á sjúkrahús á veturbörðum hamfarasvæðunum í Pakistan. Átta manns hafa þegar fallið af völdum vetrarkuldanna við Himalaja-fjallgarðinn.

Erlent

Tveir fórust í eldsvoða í Færeyjum

Kona á níræðisaldri og sonur hennar á sjötugsaldri, fórust í eldsvoða í Suðurvogi í Færeyjum í gærkvöldi, sennilega vegna reykeitrunar. Ekki var um mikinn eld að ræða en talið er að eldsupptök hafi verið í kjallara hússins. Mæðginin voru ein í húsinu þegar eldurinn kom upp.

Erlent

Styrkur Golfstraumsins hefur minnkað um 30%

Golfstraumurinn hefur veikst um 30 % á síðustu fimmtíu árum, samkvæmt nýjasta tölublaði vísindaritsins Nature. Þá kemur einnig fram að hluti Golfstraumsins sé fastur í hringiðu í sunnanverðu Atlantshafi í stað þess að fara alla leið norður til Íslands og Grænlands.

Erlent

Tveir starfsmenn bankans handteknir

Tveir starfsmenn Northern-bankans á Norður-Írlandi, þar sem stórfellt rán var framið fyrir tæpu ári, voru handteknir í gær, grunaðir um aðild að ráninu. Um er að ræða karlmann og konu á þrítugsaldri. Bankaræningjarnir höfðu á brott með sér ríflega tuttugu og sex milljónir punda, eða tæplega þrjá milljarða króna, en ránið var framið í höfuðborginni Belfast skömmu fyrir jólin í fyrra.

Erlent

Þrír hlutu áverka eftir árás varðhunda

Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir árás þriggja varðhunda við pósthúsið í Marieholm í nágrenni Eslöv í Svíþjóð í gærkvöldi. Enginn hlaut alvarlega áverka en tveir voru fluttir á sjúkrahús með sjúkrabíl en sá þriðji í einkabíl. Lögreglan fór á staðinn til að leita hundanna en án árangurs.

Erlent

Efast um lögmæti kjörfundar

Flokkur sem efla vill tengslin við yfirvöld í Moskvu vann yfirburðasigur í þingkosningunum í Tsjetsjeníu á sunnudaginn. Mannréttindasamtök bera brigður á að kosningarnar hafi verið frjálsar og óháðar.

Erlent

Fóstrin sögð lifa aðgerðina

Breska blaðið Daily Mail greindi frá því í vikunni að á Bretlandi sé talið að árlega lifi um fimmtíu fóstur af þegar reynt er að eyða þeim. Sum eru sögð lifa jafnvel fleiri en eina aðgerð.

Erlent

Boða byggingu kjarnorkuvera

Breska ríkisstjórnin hyggst fjölga kjarnorkuverum í landinu til að mæta aukinni orkuþörf. Íslensk stjórnvöld fylgjast grannt með framvindu mála.

Erlent

Stökkbreyting í flensuveirunni

Fuglaflensuveiran sem fundist hefur í fólki í Kína hefur þegar stökkbreyst og er öðruvísi en sá stofn veirunnar sem fundist hefur í fólki í Víetnam. Þetta fullyrða talsmenn heilbrigðisráðuneytisins í Kína. Enn er þó ekki talið að veiran geti borist beint á milli manna, en margir óttast að slíkt geti leitt til heimsfaraldurs.

Erlent

Kosningum flýtt í Kanada

Vantraustsyfirlýsing var í gær samþykkt á Kanadastjórn, minnihlutastjórn Frjálslynda flokksins undir forystu Paul Martin. Kosið verður seint í janúar.

Erlent

Fjórir Pólverjar í gæsluvarðhald

Tveir Pólverjar hafa verið úrskurðaðir í einangrunarvist fram á Þorláksmessu vegna morðsins á ungum Gambíumanni sem fannst látinn á hótelherbergi í Kaupmannahöfn í fyrradag. Tvær pólskar konur voru einnig úrskurðaðar í varðhald en Pólverjarnir eru allir sagðir hafa verið á hótelinu á sama tíma og morðið var framið.

Erlent

Sýndu myndband af gíslum

Al Jazeera sjónvarpsstöðin sýndi í dag myndband sem stöðin segir að sýni fjóra gísla sem mannræningjar í Írak tóku nýlega. Talið er að um sé að ræða kristna friðarsinna sem hafa verið í Írak undanfarið. Einn mannanna er Norman Kember, aldraður Breti.

Erlent

Peres styður Sharon

Shimon Peres er sagður ætla að segja sig úr Verkamannaflokki Ísraels á morgun og lýsa yfir stuðningi við Ariel Sharon og nýjan flokk hans í þingkosningunum sem verða haldnar 28. mars næstkomandi. Hann ætlar þó ekki að ganga til liðs við flokk Ariels Sharons.

Erlent

Áttunda hvert barn vannært

Þurrkar og engissprettufaraldur lagði alla uppskeru í Afríkuríkinu Níger í rúst. Afleiðingarnar eru hungursneyð. Hungursneyðin hefur meðal annars leitt til þess að tólf prósent barna undir fimm ára aldri hafa þurft meðferð vegna vannæringar.

Erlent

Teygja sig um Evrópu og Bandaríkin

Yfir hundrað kínversk börn og ungmenni, sem horfið hafa sporlaust frá Svíþjóð, eru ekki einsdæmi á Norðurlöndum. Þau eru aðeins hluti af því, sem virðist vera skipulegur mansalshringur, sem teygir anga sína um alla Evrópu og til Bandaríkjanna.

Erlent

Upplýsingaskrifstofa opnuð í Kalíníngrad

Norræna ráðherranefndin hefur komist að samkomulagi við rússnesk yfirvöld um að setja á laggirnar norræna upplýsingaskrifstofu í Kalíníngrad. Unnið hefur verið að málinu með hléum frá árinu 2000, en ráðherranefndin starfrækir nú þegar skrifstofu í Pétursborg og hefur gert í tíu ár.

Erlent