Erlent Engin fuglaflensa enn fundin í Danmörku Engin fuglaflensa hefur verið greind í dauðum fuglum sem fundist hafa í Danmörku síðustu daga. Frá þessu greindu yfirvöld í dag. Búið er að rannsaka 30 svani ásamt mávi og önd sem fundust á Sjálandi, Lálandi og Falstri og engin flensa fannst í fuglunum. Erlent 17.2.2006 13:43 Kalk og D-vítamín minnka ekki líkur á beinþynningu Kalk og D-vítamín minnka ekki líkur á beinþynningu hjá eldri konum eins og lengi hefur verið haldið fram. Þetta eru niðurstöður stærstu rannsóknar sem gerð hefur verið á þessu sviði. Erlent 17.2.2006 12:45 Tvö þorp á kafi í leðju eftir aurskriður Tvö þúsund manns kunna að hafa farist í einhverjum mestu aurskriðum í sögu Filippseyja í nótt. Tvö þorp hafa nánast alveg grafist í kaf í leðju eftir ofsaveður undanfarna daga. Erlent 17.2.2006 12:15 Jöklar Grænlands bráðna hraðar en talið var Jöklar Grænlands bráðna mun hraðar en vísindamenn bjuggust við. Tveir stærstu skriðjöklar á Austur-Grænlandi hafa tvöfaldað skriðhraða sinn á síðustu tveimur árum og skríða nú fram um fjórtán kílómetra á ári, samkvæmt nýlegri enskri rannsókn. Erlent 17.2.2006 10:45 Fylgi við ríkisstjórnarflokka í Danmörk eykst enn Fylgi við ríkisstjórnarflokkanna í Danmörku virðist enn aukast vegna Múhameðsmyndanna ef marka má nýja skoðanakönnun danska viðskiptablaðsins Börsen. Erlent 17.2.2006 09:30 Ismail Haniyeh forsætisráðherraefni Hamas Ismail Haniyeh hefur verið útnefndur sem forsætisráðherraefni Hamas-samtakanna í Palestínu. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir háttsettum embættismanni innan samtakanna, sem segir jafnframt að þetta verði ekki tilkynnt formlega fyrr en um helgina. Erlent 17.2.2006 09:00 Vínarbrauðið breytir um nafn Bakarar í Íran ætla nú að umnefna bakkelsið sem við köllum vínarbrauð, en á mörgum erlendum tungumálum er það kallað danskt brauð. Þetta gera þeir í mótmælaskyni við dönsku myndbirtingarnar alræmdu. Héðan í frá skulu bakarísgestir biðja um "rósir Múhameðs spámanns". Erlent 17.2.2006 08:30 Bandaríkjamenn ættu að loka Guantanamo-búðunum Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að Bandaríkjamenn ættu að loka fangabúðunum við Guantanamo-flóa á Kúbu eins fljótt og auðið er. Þó að hann segist ekki sammála öllu sem fram hafi komið í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum styðji hann þá niðurstöðu að ekki sé verjandi að halda föngum án ákæru eins og gert sé í Guantanamo. Erlent 17.2.2006 08:15 Segist hafa fundið bóluefni gegn fuglaflensu Stórt lyfjafyrirtæki í Ástralíu segist hafa fundið bóluefni gegn fuglaflensu. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr rannsókn á virkni hins nýja bóluefnis, ættu fimmtán míkrógrömm af efninu að duga til að koma í veg fyrir fuglaflensu hjá fullorðnu fólki. Erlent 17.2.2006 07:15 Óttast að 2000 manns hafi látist í aurskriðum á Filippseyjum Tvö þúsund manns kunna að hafa farist í einhverjum mestu aurskriðum í sögu Fiippseyja í nótt. Tvö þorp hafa nánast alveg grafist á kaf í leðju eftir miklar rigningar og hávaðarok. Fréttir af svæðinu eru enn óljósar, en embættismenn telja víst að tala látinna skipti hundruðum og jafnvel þúsundum. Erlent 17.2.2006 07:04 200 Kúrdar handteknir í mótmælaaðgerðum í Tyrklandi Um tvö hundruð Kúrdar voru handteknir í mótmælaaðgerðum í borgunum Adana og Batman í Tyrklandi í dag. Mótmælin upphófust í gær þegar sjö ár voru liðin frá handtöku kúrdíska andspyrnuleiðtogans Abdullah Ocalan. Mótmælendur hentu grjóti og múrsteinum að lögreglumönnum sem vörðust með kylfum og skjöldum. Erlent 16.2.2006 22:00 Staðfest að banvæni stofn fuglaflensunnar greindist í Þýskalandi Staðfest var í dag að það var hinn banvæni H5N1-stofn fuglaflensunnar sem fannst í dauðum svönum í norðausturhluta Þýskalands í fyrradag. Heilbrigðisstofnun þar í landi sem rannsakað hefur sýni úr fuglunum tilkynnti þetta nú síðdegis. Erlent 16.2.2006 16:49 Preval forseti Bráðabirgðaríkisstjórn Haítí hefur lýst René Preval sigurvegara í forsetakosningum sem fram fóru í landinu í síðustu viku. Erlent 16.2.2006 12:59 Mun skaða Bandaríkin meira Það mun skaða Bandaríkjamenn mun meira en Íran, ráðist þeir á landið. Þetta segir varnarmálaráðherra Írans og lofar auknu hatri í garð Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra láti þeir verða af árásum. Erlent 16.2.2006 12:55 Allt að 140 milljónir gætu dáið Um eitt hundrað og fjörutíu milljónir manna gætu dáið úr fuglaflensu í heiminum ef hún breytist í alvarlegan inflúensufaraldur. Þá er talið að efnahagslegt tap í heiminum gæti numið um 4,4 billjónum dala sem jafngildir ársframleiðslu í Japan. Erlent 16.2.2006 12:36 Cheney segist bera fulla ábyrgð á slysaskoti Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, hefur viðurkennt að hann beri fulla ábyrgð á óhappinu sem varð í veiðiferð hans og félaga hans, milljarðamæringsins Harrys Whittingtons, um síðustu helgi. Cheney særði þá Whittington í andliti og á bringu. Erlent 16.2.2006 10:30 René Preval lýstur sigurvegari Bráðabirgðaríkisstjórn Haítí hefur lýst René Preval sigurvegara í forsetakosningum sem fram fóru í landinu í síðustu viku. Áður hafði hún fyrirskipað endurskoðun á úrslitum talningar atkvæða eftir að Préval hélt því fram að umfangsmikil kosningsvik hefðu átt sér stað og útfylltir kjörseðlar fundist í sekkjavís á sorphaugum. Erlent 16.2.2006 10:30 Ætla að brenna danska fánann fyrir knattspyrnuleik Arabískir knattspyrnuáhangendur í Ísrael ætla að brenna danska fánann fyrir vináttuleik Dana og Ísraela sem fram fer í Ísrael eftir um tvær vikur. Er þetta gert til þess að mótmæla skopteikningunum af Múhameð spámanni sem birtust fyrst í Jótlandspóstinum. Erlent 16.2.2006 10:00 Kínverjar drepnir í Pakistan Þrír kínverskir verkfræðingar og bílstjóri þeirra voru skotnir til bana af manni á mótorhjóli í suðvestur Pakistan í gær. Aðeins þrír dagar eru þar til forseti Pakistan fer í opinbera heimsókn til Kína. Mikill fjöldi Kínverja vinnur í Pakistan en Kína er einn helsti bandamaður landsins og hefur skaffað þeim vopn og peninga í mörg ár. Erlent 16.2.2006 09:45 Harma myndbirtingu ástralskrar sjónvarpsstöðvar Bandarísk yfirvöld harma að ástralska sjónvarpsstöðin SBS hafi sýnt nýjar myndir af misþyrmingum á íröskum föngum sem áttu sér stað í Abu Graib fangelsinu árið 2003. Myndirnar væru olía eld núverandi ástands og gætu leitt til ofbeldis. Erlent 16.2.2006 08:15 Úrslit í forsetakosningum á Haítí endurskoðuð Bráðabirgðaríkisstjórn Haítí hefur fyrirskipað endurskoðun á úrslitum talningar í forsetakosningum sem fram fóru í landinu í síðustu viku. Stjórnin ákvað þetta eftir að René Préval, sá frambjóðandi sem flest atkvæði hlaut, hélt því fram að umfangsmikil kosningsvik hefðu átt sér stað og útfylltir kjörseðlar fundist í sekkjavís á sorphaugum. Erlent 16.2.2006 08:00 Árás skaði Bandaríkjamenn meira en Írana Ef Bandaríkjamenn ráðast á Íran, mun það skaða þá meira en okkur. Þetta sagði varnarmálaráðherra Írana á blaðamannafundi í Teheran, höfuðborg Írans, í gær. Hann sagði Bandaríkjamenn aðeins vera að reyna að hræða íranskan almenning með yfirlýsingum sínum um árásir á landið. Erlent 16.2.2006 07:30 Grunaður morðingi framseldur til Bandaríkjanna Breti sem grunaður er um að hafa myrt bandaríska eiginkonu sína og níu mánaða barn þeirra í úthverfi Boston í Bandaríkjunum og síðan flúið til Bretlands, var í gær framseldur til Boston þar sem hann sætir morðákæru. Neil Entwistle, sem er 27 ára að aldri, neitar allri sök en kona hans og barn fundust látin eftir að hafa verið skotin á heimili þeirra þann 20. janúar síðastliðinn. Erlent 16.2.2006 07:23 Fuglaflensa í ellefu Evrópuríkjum Fuglaflensan er komin til Ungverjalands. Þrír svanir þar í landi hafa drepist úr fuglaflensu. Verið er að greina hvort veiran sé af gerðinni H5N1. Þar með hefur veiran greinst í ellefu Evrópuríkjum. Þá hafa yfir 200 dauðir fuglar sem fundist hafa víða um Danmörku verið sendir til rannsóknar í Árósum en það kemur líklega ekki í ljós fyrr en á morgun hvort þeir hafi drepist úr fuglaflensu. Erlent 16.2.2006 07:13 Cheney segist bera fulla ábyrgð á slysaskotinu Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann bæri fulla ábyrgð slysaskotinu sem særði Harry Whittington. Cheney tjáði sig í fyrsta sinn í dag opinberlega um slysaskotið. Cheney vildi ekki ræða um hvað hefði orðið til þess að hann skaut Whittington en sagði þó við engan að sakast nema hann sjálfan. Erlent 15.2.2006 22:18 Fangar enn beittir ofbeldi í Abu Ghraib fangelsinu Enn einu sinni hafa myndir af hrottafengnum misþyrmingum fanga Bandaríkjamanna í Abu Ghraib fangelsinu í Írak komið fyrir augu almennings. Þær eru frá því um líkt leyti og myndirnar sem ollu hneysklun og viðbjóði um allan heim vorið 2004. Erlent 15.2.2006 18:41 Bændur loki alifugla sína inni Fuglaflensutilfelli af gerðinni H5N1 eru komin upp í Þýskalandi og Austurríki. Frá þessu greindi landbúnaðarráðuneytið í Þýskalandi í gær. Alls hefur því fuglaflensa greinst í tíu Evrópulöndum. Erlent 15.2.2006 16:44 200 þúsund manns á hryðjuverkalista Bandarísk yfirvöld búa yfir gagnagrunni sem hefur að geyma nöfn 325 þúsund manna sem grunaðir eru um aðild eða stuðning við hryðjuverk. Frá þessu greinir bandaríska dagblaðið Washington Post. Erlent 15.2.2006 09:15 Áfram mótmæli í Pakistan vegna Múhameðsmynda Lítið lát er á mótmælum í Pakistan vegna skopmyndanna af Múhameð spámanni sem birtar hafa verið í fjölmörgum evrópskum dagblöðum. Mótmælendur kveiktu í morgun í veitingastað Kentucky Fried Chicken í bænum Pashawar í norðurhluta Pakistans ásamt því að brenna bandaríska og danska fánann og hrópa slagorð gegn löndunum. Erlent 15.2.2006 09:00 Reiðubúnir að axla nokkra ábyrgð Hópur danskra múslímaleiðtoga, sem sakaður hefur verið um að hafa kynnt undir deilur vegna myndanna af Múhameð, kvaðst í gær reiðubúinn að axla nokkra ábyrgð. Erlent 15.2.2006 09:00 « ‹ ›
Engin fuglaflensa enn fundin í Danmörku Engin fuglaflensa hefur verið greind í dauðum fuglum sem fundist hafa í Danmörku síðustu daga. Frá þessu greindu yfirvöld í dag. Búið er að rannsaka 30 svani ásamt mávi og önd sem fundust á Sjálandi, Lálandi og Falstri og engin flensa fannst í fuglunum. Erlent 17.2.2006 13:43
Kalk og D-vítamín minnka ekki líkur á beinþynningu Kalk og D-vítamín minnka ekki líkur á beinþynningu hjá eldri konum eins og lengi hefur verið haldið fram. Þetta eru niðurstöður stærstu rannsóknar sem gerð hefur verið á þessu sviði. Erlent 17.2.2006 12:45
Tvö þorp á kafi í leðju eftir aurskriður Tvö þúsund manns kunna að hafa farist í einhverjum mestu aurskriðum í sögu Filippseyja í nótt. Tvö þorp hafa nánast alveg grafist í kaf í leðju eftir ofsaveður undanfarna daga. Erlent 17.2.2006 12:15
Jöklar Grænlands bráðna hraðar en talið var Jöklar Grænlands bráðna mun hraðar en vísindamenn bjuggust við. Tveir stærstu skriðjöklar á Austur-Grænlandi hafa tvöfaldað skriðhraða sinn á síðustu tveimur árum og skríða nú fram um fjórtán kílómetra á ári, samkvæmt nýlegri enskri rannsókn. Erlent 17.2.2006 10:45
Fylgi við ríkisstjórnarflokka í Danmörk eykst enn Fylgi við ríkisstjórnarflokkanna í Danmörku virðist enn aukast vegna Múhameðsmyndanna ef marka má nýja skoðanakönnun danska viðskiptablaðsins Börsen. Erlent 17.2.2006 09:30
Ismail Haniyeh forsætisráðherraefni Hamas Ismail Haniyeh hefur verið útnefndur sem forsætisráðherraefni Hamas-samtakanna í Palestínu. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir háttsettum embættismanni innan samtakanna, sem segir jafnframt að þetta verði ekki tilkynnt formlega fyrr en um helgina. Erlent 17.2.2006 09:00
Vínarbrauðið breytir um nafn Bakarar í Íran ætla nú að umnefna bakkelsið sem við köllum vínarbrauð, en á mörgum erlendum tungumálum er það kallað danskt brauð. Þetta gera þeir í mótmælaskyni við dönsku myndbirtingarnar alræmdu. Héðan í frá skulu bakarísgestir biðja um "rósir Múhameðs spámanns". Erlent 17.2.2006 08:30
Bandaríkjamenn ættu að loka Guantanamo-búðunum Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að Bandaríkjamenn ættu að loka fangabúðunum við Guantanamo-flóa á Kúbu eins fljótt og auðið er. Þó að hann segist ekki sammála öllu sem fram hafi komið í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum styðji hann þá niðurstöðu að ekki sé verjandi að halda föngum án ákæru eins og gert sé í Guantanamo. Erlent 17.2.2006 08:15
Segist hafa fundið bóluefni gegn fuglaflensu Stórt lyfjafyrirtæki í Ástralíu segist hafa fundið bóluefni gegn fuglaflensu. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr rannsókn á virkni hins nýja bóluefnis, ættu fimmtán míkrógrömm af efninu að duga til að koma í veg fyrir fuglaflensu hjá fullorðnu fólki. Erlent 17.2.2006 07:15
Óttast að 2000 manns hafi látist í aurskriðum á Filippseyjum Tvö þúsund manns kunna að hafa farist í einhverjum mestu aurskriðum í sögu Fiippseyja í nótt. Tvö þorp hafa nánast alveg grafist á kaf í leðju eftir miklar rigningar og hávaðarok. Fréttir af svæðinu eru enn óljósar, en embættismenn telja víst að tala látinna skipti hundruðum og jafnvel þúsundum. Erlent 17.2.2006 07:04
200 Kúrdar handteknir í mótmælaaðgerðum í Tyrklandi Um tvö hundruð Kúrdar voru handteknir í mótmælaaðgerðum í borgunum Adana og Batman í Tyrklandi í dag. Mótmælin upphófust í gær þegar sjö ár voru liðin frá handtöku kúrdíska andspyrnuleiðtogans Abdullah Ocalan. Mótmælendur hentu grjóti og múrsteinum að lögreglumönnum sem vörðust með kylfum og skjöldum. Erlent 16.2.2006 22:00
Staðfest að banvæni stofn fuglaflensunnar greindist í Þýskalandi Staðfest var í dag að það var hinn banvæni H5N1-stofn fuglaflensunnar sem fannst í dauðum svönum í norðausturhluta Þýskalands í fyrradag. Heilbrigðisstofnun þar í landi sem rannsakað hefur sýni úr fuglunum tilkynnti þetta nú síðdegis. Erlent 16.2.2006 16:49
Preval forseti Bráðabirgðaríkisstjórn Haítí hefur lýst René Preval sigurvegara í forsetakosningum sem fram fóru í landinu í síðustu viku. Erlent 16.2.2006 12:59
Mun skaða Bandaríkin meira Það mun skaða Bandaríkjamenn mun meira en Íran, ráðist þeir á landið. Þetta segir varnarmálaráðherra Írans og lofar auknu hatri í garð Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra láti þeir verða af árásum. Erlent 16.2.2006 12:55
Allt að 140 milljónir gætu dáið Um eitt hundrað og fjörutíu milljónir manna gætu dáið úr fuglaflensu í heiminum ef hún breytist í alvarlegan inflúensufaraldur. Þá er talið að efnahagslegt tap í heiminum gæti numið um 4,4 billjónum dala sem jafngildir ársframleiðslu í Japan. Erlent 16.2.2006 12:36
Cheney segist bera fulla ábyrgð á slysaskoti Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, hefur viðurkennt að hann beri fulla ábyrgð á óhappinu sem varð í veiðiferð hans og félaga hans, milljarðamæringsins Harrys Whittingtons, um síðustu helgi. Cheney særði þá Whittington í andliti og á bringu. Erlent 16.2.2006 10:30
René Preval lýstur sigurvegari Bráðabirgðaríkisstjórn Haítí hefur lýst René Preval sigurvegara í forsetakosningum sem fram fóru í landinu í síðustu viku. Áður hafði hún fyrirskipað endurskoðun á úrslitum talningar atkvæða eftir að Préval hélt því fram að umfangsmikil kosningsvik hefðu átt sér stað og útfylltir kjörseðlar fundist í sekkjavís á sorphaugum. Erlent 16.2.2006 10:30
Ætla að brenna danska fánann fyrir knattspyrnuleik Arabískir knattspyrnuáhangendur í Ísrael ætla að brenna danska fánann fyrir vináttuleik Dana og Ísraela sem fram fer í Ísrael eftir um tvær vikur. Er þetta gert til þess að mótmæla skopteikningunum af Múhameð spámanni sem birtust fyrst í Jótlandspóstinum. Erlent 16.2.2006 10:00
Kínverjar drepnir í Pakistan Þrír kínverskir verkfræðingar og bílstjóri þeirra voru skotnir til bana af manni á mótorhjóli í suðvestur Pakistan í gær. Aðeins þrír dagar eru þar til forseti Pakistan fer í opinbera heimsókn til Kína. Mikill fjöldi Kínverja vinnur í Pakistan en Kína er einn helsti bandamaður landsins og hefur skaffað þeim vopn og peninga í mörg ár. Erlent 16.2.2006 09:45
Harma myndbirtingu ástralskrar sjónvarpsstöðvar Bandarísk yfirvöld harma að ástralska sjónvarpsstöðin SBS hafi sýnt nýjar myndir af misþyrmingum á íröskum föngum sem áttu sér stað í Abu Graib fangelsinu árið 2003. Myndirnar væru olía eld núverandi ástands og gætu leitt til ofbeldis. Erlent 16.2.2006 08:15
Úrslit í forsetakosningum á Haítí endurskoðuð Bráðabirgðaríkisstjórn Haítí hefur fyrirskipað endurskoðun á úrslitum talningar í forsetakosningum sem fram fóru í landinu í síðustu viku. Stjórnin ákvað þetta eftir að René Préval, sá frambjóðandi sem flest atkvæði hlaut, hélt því fram að umfangsmikil kosningsvik hefðu átt sér stað og útfylltir kjörseðlar fundist í sekkjavís á sorphaugum. Erlent 16.2.2006 08:00
Árás skaði Bandaríkjamenn meira en Írana Ef Bandaríkjamenn ráðast á Íran, mun það skaða þá meira en okkur. Þetta sagði varnarmálaráðherra Írana á blaðamannafundi í Teheran, höfuðborg Írans, í gær. Hann sagði Bandaríkjamenn aðeins vera að reyna að hræða íranskan almenning með yfirlýsingum sínum um árásir á landið. Erlent 16.2.2006 07:30
Grunaður morðingi framseldur til Bandaríkjanna Breti sem grunaður er um að hafa myrt bandaríska eiginkonu sína og níu mánaða barn þeirra í úthverfi Boston í Bandaríkjunum og síðan flúið til Bretlands, var í gær framseldur til Boston þar sem hann sætir morðákæru. Neil Entwistle, sem er 27 ára að aldri, neitar allri sök en kona hans og barn fundust látin eftir að hafa verið skotin á heimili þeirra þann 20. janúar síðastliðinn. Erlent 16.2.2006 07:23
Fuglaflensa í ellefu Evrópuríkjum Fuglaflensan er komin til Ungverjalands. Þrír svanir þar í landi hafa drepist úr fuglaflensu. Verið er að greina hvort veiran sé af gerðinni H5N1. Þar með hefur veiran greinst í ellefu Evrópuríkjum. Þá hafa yfir 200 dauðir fuglar sem fundist hafa víða um Danmörku verið sendir til rannsóknar í Árósum en það kemur líklega ekki í ljós fyrr en á morgun hvort þeir hafi drepist úr fuglaflensu. Erlent 16.2.2006 07:13
Cheney segist bera fulla ábyrgð á slysaskotinu Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann bæri fulla ábyrgð slysaskotinu sem særði Harry Whittington. Cheney tjáði sig í fyrsta sinn í dag opinberlega um slysaskotið. Cheney vildi ekki ræða um hvað hefði orðið til þess að hann skaut Whittington en sagði þó við engan að sakast nema hann sjálfan. Erlent 15.2.2006 22:18
Fangar enn beittir ofbeldi í Abu Ghraib fangelsinu Enn einu sinni hafa myndir af hrottafengnum misþyrmingum fanga Bandaríkjamanna í Abu Ghraib fangelsinu í Írak komið fyrir augu almennings. Þær eru frá því um líkt leyti og myndirnar sem ollu hneysklun og viðbjóði um allan heim vorið 2004. Erlent 15.2.2006 18:41
Bændur loki alifugla sína inni Fuglaflensutilfelli af gerðinni H5N1 eru komin upp í Þýskalandi og Austurríki. Frá þessu greindi landbúnaðarráðuneytið í Þýskalandi í gær. Alls hefur því fuglaflensa greinst í tíu Evrópulöndum. Erlent 15.2.2006 16:44
200 þúsund manns á hryðjuverkalista Bandarísk yfirvöld búa yfir gagnagrunni sem hefur að geyma nöfn 325 þúsund manna sem grunaðir eru um aðild eða stuðning við hryðjuverk. Frá þessu greinir bandaríska dagblaðið Washington Post. Erlent 15.2.2006 09:15
Áfram mótmæli í Pakistan vegna Múhameðsmynda Lítið lát er á mótmælum í Pakistan vegna skopmyndanna af Múhameð spámanni sem birtar hafa verið í fjölmörgum evrópskum dagblöðum. Mótmælendur kveiktu í morgun í veitingastað Kentucky Fried Chicken í bænum Pashawar í norðurhluta Pakistans ásamt því að brenna bandaríska og danska fánann og hrópa slagorð gegn löndunum. Erlent 15.2.2006 09:00
Reiðubúnir að axla nokkra ábyrgð Hópur danskra múslímaleiðtoga, sem sakaður hefur verið um að hafa kynnt undir deilur vegna myndanna af Múhameð, kvaðst í gær reiðubúinn að axla nokkra ábyrgð. Erlent 15.2.2006 09:00