Erlent

Lítill árangur hjá Bush og Jintao

Lítill sem enginn árangur virðist hafa orðið af viðræðum Hu Jintao, forseta Kína, og George Bush Bandaríkjaforseta í Washington í gær, að sögn Reuters-fréttastöðvarinnar. Stærstu málin sem þeir hugðust ræða snerust um efnahags- og öryggismál. Annars bar hæst á fundi leiðtoganna með blaðamönnum í gær að kona úr röðum Falun Gong hreyfingarinnar setti þessa hefðbundu athöfn úr skorðum um stund með framíköllum, og var hún fjarlægð af öryggisvörðum.

Erlent

Andstaða við forsætisráðherra Íraks

Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherra Íraks, hefur ákveðið að eftirláta bandamönnum sínum í stjórnmálafylkingu sjía-múslima að ákveða hvort hann eigi að víkja úr embætti. Kúrdar og súnní-múslimar hafa lýst yfir andstöðu sinni við að hann sitji áfram og er það ein ástæða þess hve illa hefur gengið að mynda ríkisstjórn síðan þingkosningar fóru fram í Írak í desember.

Erlent

Öflugur jarðskjálfti á Kamchatka-skaga

Öflugur jarðskjálfti reið yfir Kamchatka-skaga í Austur-Rússlandi seint í gærkvöldi að íslenskum tíma en hann mældist 7,7 á Richter. Tíu harðir eftirskjálftar fylgdu stóra skjálftanum, eða allt upp í 6,1 á Richter. Fyrstu fregnir herma að fáir virðast hafa slasast en þó hafi nokkurt tjón orðið á mannvirkjum. Þetta eru umfangsmestu jarðhræringar í þessum hluta Rússlands í rúm hundrað ár, eða síðan árið 1900.

Erlent

Hálfs milljarðs pappírsörk

Fyrsta pappírsörkin með leikritum Villiams Shakespeares verður boðin upp hjá Sothebys í London þrettánda júlí. Þessi einstaki gripur, sem er innbundinn í kálfaskinn frá sautjándu öld, inniheldur safn þrjátíu og sex leikrita.

Erlent

Dóná vex enn

Meira en fimmtíu þúsund hektarar lands eru nú alveg á kafi í Austur-Evrópu eftir vatnavextina í Dóná. Þúsundir manna hafa yfirgefið heimili sín undanfarna daga í Rúmeníu, þar sem nærri tvö hundruð hús eru gjörónýt eftir vatnselginn.

Erlent

Viktoríuvatn að hverfa

Stærsta stöðuvatn Afríku gæti þornað upp á næstu áratugum ef fram heldur sem horfir. Vatnsborð Viktoríuvatns hefur ekki verið lægra í heil áttatíu ár.

Erlent

Mótmælendur láta í sér heyra í Washington

Falun Gong-liðar komust í dag nær Kínaforseta í Bandaríkjunum heldur en þegar forseti landsins kom til Íslands árið 2002. Einn mótmælenda náði að setja fund forseta Kína og Bandaríkjanna úr skorðum um stund í Washington í dag.

Erlent

Listi yfir nöfn fanga gerður opinber

Bandarísk stjórnvöld hafa gert opinberan lista yfir nöfn þeirra fanga sem eru í haldi í Guantanamo fangelsinu. Á listanum eru meira en fimmhundruð fangar frá fjörutíu og einu landi og sumir hafa verið í haldi í meira en fjögur ár.

Erlent

Skotbardagar og óeirðir í Nepal

Allt logar í óeirðum í höfuðborg Nepals, þar sem skotbardagar geysuðu í morgun á milli lögreglu og mótmælenda úr röðum stjórnarandstæðinga í landinu. Tugþúsundir manna hafa virt útgöngubann í höfuðborginni að vettugi.

Erlent

Mannskæður eldur í Moskvu

11 létust og 4 slösuðust í miklum eldi sem braust út í gámum byggingaverkamanna rétt utan við Moskvu í Rússlandi. Verkamennirnir voru sofandi þegar eldurinn braust út og þeir sem létust vöknuðu aldrei og reykeitrum varð þeim að bana.

Erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu rauk upp í gær

Heimsmarkaðsverð á olíu rauk upp þriðja daginn í röð í gær. Verðið á tunnu endaði í rúmlega 72 bandaríkjadölum í New York í gær og hækkaði um nærri einn dal frá deginum áður.

Erlent

Ringulreið ríkir í Nepal

Algjör ringulreið ríkir í Katmandu, höfuðborg Nepals, þar sem skotbardagar geysuðu í morgun á milli lögreglu og mótmælenda úr röðum stjórnarandstæðinga í landinu. Mótmælendurnir krefjast þess að Gyanendra konungur afsali sér einræðisvaldi sem hann tók sér fyrir rösku ári.

Erlent

Sagðir selja líffæri úr dauðadæmdum föngum

Kínverjar selja líffæri úr þúsundum dauðadæmdra fanga á hverju ári, án samþykkis þeirra. Þetta fullyrða bresk samtök sem hafa eftirlit með líffæraflutningum. Kínversk stjórnvöld neita ásökununum.

Erlent

Scott McClellan segir af sér

Scott McClellan, blaðafulltrúi Bush Bandaríkjaforseta, hefur sagt af sér. Bush sagði þetta ákvörðun McClellans. Miklar breytingar hafa verið gerðar á starfsliði forsetans síðustu daga en í gær skipaði hann nýjan fjárlagastjóra. Í lok síðasta mánaðar var skipt um starfsmannastjóra í Hvíta húsinu og búist er við að Karl Rove, einn helsti ráðgjafi forsetans, þurfi að segja af sér vegna hneykslismáls

Erlent

Sigur Prodis í kosningunum staðfestur

Ítölsk fréttastöð greindi frá því fyrir stundu að æðsti dómstóll á Ítalíu hefði staðfest að Ólívubandalag mið- og vinstri flokka, með Romano Prodi í broddi fylkingar, hefði sigrað í þingkosningum þar í landi í síðustu viku. Fréttastöðin getur ekki heimilda en dómstóllinn sendir ekki frá sér formlega tilkynningu fyrr en eftir klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma.

Erlent

Ekkert lát á flóðum í Rúmeníu

Yfirvöld í Rúmeníu hafa þurft að flytja mörg þúsund íbúa frá heimilum sínum í suðurhluta landsins vegna vatnavaxta í Dóná. Ekkert lát virðist ætla að verða á flóðum á svæðinu sem þó benti til að yrði raunin í gær.

Erlent

Útilokar ekki notkun kjarnorkuvopna

Bush Bandaríkjaforseti vildi í gær ekki útiloka að kjarnorkuvopnum yrði beitt gegn Írönum. Hann sagði alla möguleika uppi á borðinu í kjarnorkudeilunni við stjórnvöld í Teheran. Utanríkisráðherra Rússa hvatti í dag Írana til að hætta auðgun úrans, alþjóðasamfélagið krefðist þess.

Erlent

Íslamskir öfgamenn farið um Balkanskagann í 15 ár

Íslamskir öfgamenn, með tengsl við Al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, hafa ferðast fram og aftur yfir Balkanskagann í meira en fimmtán ár. Þessu er haldið fram í nýrri skýrslu um grunaða íslamska hryðjuverkamenn í Bosníu.

Erlent

Saddam fyrirskipaði fjöldamorð

Saddam Hússein, fyrrverandi forseti Íraks, undirritaði skjöl þar sem fyrirskipuð voru morð á 148 sjía-múslimum árið 1982. Gögn þess efnis frá rithandarsérfræðingum voru lögð fyrir dóm í Írak í morgun.

Erlent

Pyntaður til að bendla aðra við árásir

Indónesískur öfgamaður, sem bíður aftöku fyrir aðild sína að hryðjuverkaárásunum á Balí 2002, segir að hann hafi verið pyntaður til að bendla Abu Bakar Bashir, andlegan leiðtoga íslömsku öfgasamtakanna Jemaah Islamia, við árásirnar.

Erlent

Gætu neyðst til að loka herstöð

Bakiyev, forseti Kirgistan, segir að svo geti farið að stjórnvöld þar í landi neyðist til að loka herstöð Bandaríkjamanna þar ef stjórnvöld í Washington vilji ekki semja á ný um leigugreiðslur fyrir það landstæði sem stöðin stendur á.

Erlent

Mótmælendur fylgja Kínaforseta hvert fótmál

Fjögurra daga opinber heimsókn Hu Jintaos, forseta Kína, til Bandaríkjanna hófst í gær. Forsetinn snæddi þá kvöldverð með stofnanda Microsoft. Í dag mun hann svo funda með Bandaríkjaforseta. Mótmælendur fylgja Kínaforseta hvert fótmál.

Erlent

Al-Qaida á ferð um Balkanskaga

Íslamskir öfgamenn, með tengsl við Al-Qaida, hafa ferðast fram og aftur yfir Balkanskagann í meira en fimmtán ár. Þessu er haldið fram í nýrri skýrslu um grunaða íslamska hryðjuverkamenn í Bosníu.

Erlent

Kona nýr forsætisráðherra Suður-Kóreu

Þing Suður Kóreu valdi í morgun í fyrsta sinn konu í embætti forsætisráðherra landsins. Han Myeong-sook hlaut 182 atkvæði af 259 en Roh Moo-hyun, forseti Suður Kóreu, útnefndi hana í embættið.

Erlent

Hótanir gegn Írönum halda olíuverði uppi

Olíuverð lækkar á ný ef vesturveldin hætta harðlínutali sínu gagnvart Írönum segir Edmund Daukoru, forseti OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, í dag. Hann sagði að spennan milli Ísraela og Palestínumanna bætti ekki heldur úr skák.

Erlent

Sandstormur í Peking

Um það bil þrjú hundruð og þrjátíu þúsund tonn af sandi skullu á Peking, höfuðborg Kína, í gær en mikill sandstormur geisaði þar í sólarhring. Íbúar vöknuðu því upp við vondan draum í gær þegar þeir áttuðu sig á því að bílar þeirra voru þaktir sandi auk þess sem hann huldi götur Peking.

Erlent