Erlent

Laus úr fangelsi eftir afneitun helfararinnar

Breski rithöfundurinn David Irving kom aftur til Englands í gær, eftir að honum var sleppt fyrr út úr þriggja ára fangavist í Austurríki, fyrir að hafa neitað helförinni. Hæstiréttur Austurríkis breytti fangelsisdómi Irvings á þann veg að tveir þriðju hlutar hans eru skilorðsbundnir.

Erlent

Hermaður gæti fengið lífstíðarfangelsi

Átta bandarískir hermenn voru í gær ákærðir fyrir að hafa myrt 24 Íraka í þorpinu Haditha í Írak í nóvember 2005. Þar af er sveitarforinginn ákærður fyrir að hafa sjálfur myrt 12 manns og að hafa skipað hermönnum undir hans stjórn að myrða 6 til viðbótar. Hann getur átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

Erlent

Ákært fyrir vændiskonumorð

48 ára vörubílsstjóri, Stephen Wright, var í gær ákærður fyrir morðin á fimm vændiskonum á Suðaustur-Englandi. Hann var annar maðurinn sem var handtekinn vegna rannsóknar málsins, hinum fyrri verður sleppt í kvöld að öllu jöfnu.

Erlent

Átök í Gazaborg

Átök blossuðu upp í kvöld í Gazaborg nærri heimili utanríkisráðherra ríkisstjórnarinnar, Mahmoud al-Zahar. Kúlnahríð dundi á hverfinu og hart var tekist á samkvæmt vitnum á svæðinu. Ekki var þó vitað hvort að um væri að ræða átök á milli Hamas samtakanna og Fatah stuðningsmanna.

Erlent

Lögregla í Kína bannar stripplingahlaup

Lögregla í Kína bannaði í dag fjöldahlaup sem átti að hlaupa á aðfangadagskvöld til þess að mótmæla of miklum umbúðum á víni. Ástæðan fyrir banninu var þó að allir sem áttu að taka þátt í því áttu að vera naktir.

Erlent

Atkvæðagreiðslu frestað til laugardags

Sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum sagði í kvöld að líklegt væri að atkvæðagreiðslu í öryggisráðinu vegna ályktunar um refsiaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar Írans yrði frestað til laugardags.

Erlent

Maður ákærður fyrir fimm morð

Breskur maður, Steven Wright, var í dag ákærður fyrir morð á fimm vændiskonum í austurhluta Englands. Hann er grunaður um að hafa myrt þær á síðustu fimm vikum.

Erlent

Samkomulag nánast í höfn

Viðræður um hugsanlegar refsiaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar Írans eru á lokastigi og samningamenn voru leggja lokahönd á tillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun greiða atkvæði um á morgun.

Erlent

Bandaríski herinn ákærir átta hermenn

Bandarísk heryfirvöld hafa nú kært alls fjóra vegna morða á allt að 24 óvopnuðum óbreyttum borgurum í bænum Haditha í Írak en atburðirnir áttu sér stað í nóvember á síðasta ári. Einnig eru fjórir til viðbótar kærðir fyrir að hafa tekið þátt í ódæðinu á annan hátt.

Erlent

Átökin í Sómalíu breiðast út

Stjórnarherinn í Sómalíu, sem studdur eru af Eþíópíu, hefur í dag barist heiftarlega við íslamska uppreisnarmenn sem stjórna meirihluta landsins. Er þetta þriðji dagurinn í röð sem barist er.

Erlent

Skilur eftir sig velferðarkerfi í molum

Einn nafntogaðasti einræðisherra í heimi, forseti Túrkmenistans, lést úr hjartaáfalli í nótt, 66 ára að aldri. Þar með lýkur, í Mið-Asíuríkinu Túrkmenistan, einni taumlausustu sjálfsdýrkun sem um getur í seinni tíð. Þó er ekki víst hvort þegnar hans fái til baka þau mannréttindi sem þeir hafa farið á mis við í valdatíð hans.

Erlent

Hermaður ákærður fyrir 13 morð

Bandarískur hermaður hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt 13 óvopnaða óbreytta borgara í borginni Haditha í Írak en lögfræðingar hans skýrðu frá þessu í dag.

Erlent

Kóraninn notaður við embættistöku

Deilur hafa blossað upp á bandaríska þinginu vegna þess að nýkjörinn þingmaður Minnesota fylkis, Keith Ellison, ætlar sér að nota Kóraninn þegar hann sver embættiseið en Ellison er múslimi. Þingmenn hafa jafnan notað biblíuna við athafnir sem þessar þó svo að samkvæmt lögum sé þess ekki krafist.

Erlent

Valkyrjur í vígahug

Þrjár breskar konur, vopnaðar handtöskum sínum, stöðvuðu hættulegan glæpamann sem var á flótta undan lögreglunni, og komu honum undir manna hendir. Maðurinn var eftirlýstur fyrir árásir á þrjá lögregluþjóna, og ólöglegan vopnaburð.

Erlent

Harðar deilur um líknardráp á Ítalíu

Ítalskur læknir segist hafa slökkt á öndunarvél dauðvona sjúklings síns, til þess að binda enda á þjáningar hans. Sjúklingurinn hafði tapað máli sem hann höfðaði til þess að fá að deyja. Ættingjar og vinir mannsins voru viðstaddir þegar slökkt var á öndunarvélinni.

Erlent

Lokað á peninga handa Hamas

Evrópskir eftirlitsmenn sem halda uppi vörslu á Rafah landamærastöðinni milli Egyptalands og Gaza strandarinnar hafa náð samkomulagi við Ísrael og fleiri aðila um að stöðva peningaflutninga Hamas samtakanna um stöðina. Talið er að Hamas hafi komið um 80 milljónum dollara í gegnum stöðina það sem af er þessu ári.

Erlent

Virðist sem maður hafi lagst í dvala

Læknar eru forviða að Japani einn sé enn á lífi, eftir að hann villtist í fjallgöngu og lá úti í 23 daga með eina flösku af barbikjúsósu til matar. Öll líffæri fyrir utan heilann í honum voru hætt að virka, líkamshitinn var kominn niður í 22 gráður og púlsinn mjög veikur.

Erlent

Eignaðist þríbura úr tveimur legum

Tuttugu og þriggja ára gömul bresk kona eignaðist nýlega þríbura sem hún hafði gengið með í tveimur legum. Úr öðru leginu komu eineggja tvíburasystur og ein stúlka úr hinu. Líkurnar á að þetta gerist eru sagðar einn á móti tuttugu og fimm milljónum. m

Erlent

Tafir á flugi til og frá London

Nokkur hundruð flugum til og frá Heathrow hefur verið aflýst í morgun þar sem þykk þoka liggur yfir flugvellinum annan daginn í röð. Flugvél Icelandair er á leið til Heathrow en tafir verða á flugi til og frá London í dag. Einnig eru tafir á öðrum flugvöllum í London.

Erlent

Útgerðarmenn í Evrópu sjá fram á tap

Þorskkvóti Evrópuríkja í Norðursjó verður skertur um 14% á næsta fiskveiðiári. Þetta er þó hvergi nærri nóg að mati fiskifræðinga, sem vildu banna alla þorskveiði á þessu svæði. Hagsmunaaðilar sjá fram á mikið tap, til dæmis áætla danskir útgerðarmenn að tapið nemi milljarði íslenkra króna. Sjávarútvegsráðherra Breta hvetur hins vegar til bjartsýni.

Erlent

Til minningar um Túrkmenbashi

Einn nafntogaðasti einræðisherra í heimi, forseti Túrkmenistans, lést úr hjartaáfalli í nótt. Þar með lýkur einni taumlausustu sjálfsdýrkun sem um getur í seinni tíð en ekki er víst að þegnar hans fái þrátt fyrir allt til baka nokkuð af þeim mannréttindum sem þeir hafa farið á mis við í valdatíð hans.

Erlent

Stórt íkveikjumál í Árósum bráðum upplýst

Lögregla í Árósum í Danmörku telur sig vera við það að upplýsa stórt íkveikjumál í Braband í Árósum. Yfir 60 brunar hafa orðið á síðustu mánuðum. Lögreglan hefur haft 11 ungmenni á aldrinum 16-19 ára í haldi og tveir þeirra verða yfirheyrðir fyrir dómi í dag. Orðspor Braband-hverfisins hefur versnað mikið vegna endurtekinna bruna.

Erlent

Berdymukhamedov til valda í Túrkmenistan

Varaforsætisráðherra Túrkmenistans, Kurbanguly Berdymukhamedov, hefur verið útnefndur þjóðarleiðtogi til bráðabirgða eftir að lífstíðarforsetinn Túrkmenbashi lést úr hjartaáfalli í nótt.

Erlent

Dæmdur til dauða fyrir að skjóta ferðamenn

Dómstóll í Jórdaníu dæmdi í dag mann til dauða sem skaut á erlenda ferðamenn við ferðamannastaði í höfuðborginni Amman í september síðastliðnum. Einn Breti lést í skothríðinni og fimm til viðbótar særðust. Sakamaðurinn er palestínskur flóttamaður sem er fæddur og uppalinn í flóttamannabúðum í úthverfi Amman.

Erlent

Ópið skemmdist í meðferð þjófa

Óbætanlegar rakaskemmdir eru á hinu heimsfræga málverki Ópinu eftir Edward Munch. Skemmdirnar eru í vinstra horni að neðan og ómögulegt er að gera við þær. Þessu hafa norskir listfræðingar komist að, sem hafa rannsakað málverkið frá því það fannst eftir að hafa verið í þjófa höndum í tvö ár.

Erlent

Fjölskyldur Shell-starfsmanna fluttar í Nígeríu

Alþjóðlega olíufyrirtækið Shell byrjaði í morgun að flytja alla fjölskyldumeðlimi starfsmanna sinna frá vinnubúðum fyrirtækisins í Nígeríu, eftir að skæruliðar komu fyrir bílsprengju við íbúðarhúsnæði þar sem útsendir starfsmenn búa með fjölskyldum sínum. Starfsmennirnir verða hins vegar áfram við sín störf og halda framleiðslunni gangandi.

Erlent

Minni þorskkvóti í Norðursjó

Ráðherrar Evrópusambandsins náðu samkomulagi í nótt um fiskveiðikvóta næsta árs. Veiðiheimilidir á þorski Norðursjó verða lækkaðar um 7-14%, sem eru vægar breytingar miðað við að fiskifræðingar hvöttu til að þorskveiðar yrðu stöðvaðar um sinn. Þá verður komið á sóknardagakerfi til að vernda stofninn enn frekar.

Erlent

Friðarviðræður samþykktar í Sómalíu

Sendifulltrúi Evrópusambandsins fékk íslamska uppreisnarmenn og bráðabirgðastjórnina í Sómalíu til að samþykkja að setjast aftur að friðarviðræðum. Hann sagði að friðarviðvræðurnar myndu fara fram í Kartúm, höfuðborg Súdans, en nefndi enga tímasetningu.

Erlent