Erlent Næstráðendur Saddams hengdir Hálfbróðir Saddams Hussein og fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Íraks, Barzan Ibrahim, og fyrrverandi yfirdómari í Írak, Awad Hamed al-Bandar voru teknir af lífi með hengingu fyrir dögun í gær. Eftir aftökurnar greindi talsmaður stjórnvalda frá því að höfuð Ibrahims hefði losnað frá líkamanum við henginguna í því sem hann kallaði „sjaldgæft slys“. Erlent 16.1.2007 01:15 Hústökufólk fjarlægt Lögreglan í Kaupmannahöfn rýmdi í gær hús við Dortheavej sem hústökufólk hafði haft á valdi sínu. Aðgerðir lögreglunnar gengu friðsamlega fyrir sig. Danskir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær. Erlent 16.1.2007 01:00 Fékk 3.000 smáskilaboð Kínverskum manni, Chen Bing, voru dæmdar bætur en símanúmer hans var notað í kínverskum spennuþætti. Það var aðalillmenni þáttarins sem átti númerið en í einum þáttanna las hann númerið upp hægt og skýrt fyrir einn af samstarfsmönnum sínum. Erlent 16.1.2007 00:00 Hópbað í Ganges Áætlað er að fimm milljónir hindúa hafi baðað sig í ánni Ganges í dag. Pílagrímshátíðin Ardh Kumbh Mela stendur yfir í 45 daga í Allahabad en flestir böðuðu sig í dag og í gær. Hreinu vatni var veitt út í Ganges-ána eftir að menn sem álitnir eru heilagir hótuðu að sniðganga ána þar sem vatn hennar væri of mengað. Erlent 15.1.2007 22:44 30 látnir í vetrarveðri í Bandaríkjunum Kuldi og ísregn hafa orðið 30 manns að bana í miðríkjum Bandaríkjanna. Neyðarástand er í Oklahoma og þjóðvarðliðar hafa verið kvaddir til Missouri, þar sem 200 þúsund heimili eru rafmagnslaus. Erlent 15.1.2007 22:19 Gervihnettirnir týna tölunni Gervihnetti Bandaríkjamanna, sem afla upplýsinga um umhverfi og andrúmsloft jarðarinnar, þarf að endurnýja skjótt. Annars er hætta á að vísindamenn missi af gögnum sem gera þeim kleift að spá fyrir um fellibylji og þróun veðurfars. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarráðs Bandaríkjanna sem birt var í dag. Erlent 15.1.2007 21:54 Stjórnarskrá Ekvadors endurskoðuð Ekvadorbúar kjósa sér sérstakt þing þann 18. mars, sem fær umboð til þess að endurskoða stjórnarskrána. Rafael Correa, nýkjörinn forseti landsins, sagði í dag að þingið þyrfti að minnka áhrif stjórnmálamanna á dómsvaldið og neyða þingmenn löggjafarþingsins til að eiga heimili í minni kjördæmum sem þeir sitja á þingi fyrir. Erlent 15.1.2007 21:33 Ráðherrann vildi lögregluskutl heim af barnum Formaður heimastjórnar Grænlands segir óeðlilegt að flokksbróðir sinn, Tommy Marø, krefjist þess að lögreglumenn keyrðu sig heim af barnum. Marø, sem er mennta- og kirkjumálaráðherra í heimastjórninni, bankaði upp á hjá lögreglunni í Nuuk eftir jólahlaðborð í desember og bað um að vera keyrður heim til sín. Erlent 15.1.2007 21:12 Hlýir vetur ógna hreindýrum í Lapplandi Óvenju hlýr vetur hefur haft slæm áhrif á hreindýrahjarðir Sama í Norður-Svíþjóð þar sem blautur og þungur snjór og tíðar hitasveiflur gera hreindýrunum erfitt fyrir að krafsa snjóinn ofan af hreindýramosanum sem þau byggja afkomu sína á. Erlent 15.1.2007 19:34 Jarðskjálfti í Japan Jarðskjálfti að styrkleika 5,7 á Richter-skalanum skók miðhluta Japans klukkan 18:18 í kvöld. Skjálftinn átti upptök sín skammt suður af höfuðborginni Tokyo. Engar fréttir hafa borist af skemmdum eða slysum á fólki. Flestir hafa væntanlega verið sofandi í rúmum sínum enda mið nótt í Japan. Erlent 15.1.2007 19:00 Bush: Írakar standi í þakkarskuld við Bandaríkjamenn Bush Bandaríkjaforseti segir Íraka eiga Bandaríkjamönnum mikið að þakka fyrir að hafa losað þá undan oki einræðisherra með innrásinni 2003. Hann gagnrýnir Íraka fyrir það hvernig staðið var að aftöku Saddams Hússeins. Hálfbróðir forsetans fyrrverandi var hengdur við annan mann í nótt. Erlent 15.1.2007 19:00 Gen tengt Alzheimers Fólk sem fæðist með tiltekið gen í líkama sínum á frekar á hættu að fá Alzheimers-sjúkdóminn síðar á lífsleiðinni. Þetta er niðurstaða bandarískra og kanadískra vísindamanna. Íslenskur læknir segir langt í að þessi uppgötvun leiði til haldbærrar meðferðar en sé þó skref í rétta átt. Erlent 15.1.2007 18:45 Leynigöng á Gaza fóðruð með sprengiefnum Palestínskar öryggissveitir greindu frá því í dag að þær hefðu fundið yfirgripsmikil jarðgangakerfi á Gaza. Fatah-hreyfingin sagði að göngin hefði mátt nota til að nota til að myrða æðstu leiðtoga hreyfingarinnar, þeirra á meðal forseta Palestínu, Mahmoud Abbas. Hamas-hreyfingin vildi ekki segja hvort liðsmenn hennar hefðu grafið göngin. Erlent 15.1.2007 18:25 Auðgunarferlið í Íran byrjar innan skamms Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sagði í dag að aðstaða til að auðga úran í Natanz kjarnorkuverinu yrði stækkuð smátt og smátt og að það ferli byrjaði mjög fljótlega. Fyrr í dag sögðu stjórnvöld í Teheran að 3000 kjarnakljúfum yrði bætt við kjarnorkuverið í Natanz. Erlent 15.1.2007 17:30 Zapatero of bjartsýnn Forsætisráðherra Spánar viðurkenndi í dag að hann hafi gert "greinileg mistök" með því að vera of bjartsýnn á niðurstöður sáttaumleitana við basknesku aðskilnaðarsamtökin ETA. José Luis Zapatero, sagði þann 29. desember að viðræðurnar væru að taka við sér, degi seinna sprengdi ETA bílsprengju á flugvellingum í Madríd. Erlent 15.1.2007 17:15 Maóistar taka sæti á nepalska þinginu Þingmenn á nepalska þinginu samþykktu í dag bráðabirgðastjórnarskrá sem gerði það að verkum að fulltrúar maósta tóku sæti á þinginu. Erlent 15.1.2007 16:03 Fyrstu hermennirnir í liðsauka Bandaríkjanna komnir til Bagdad Fyrstu bandarísku hermennirnir í liðsaukanum sem senda á til Íraks vegna ástandsins þar eru þegar komnir til Bagdad, að sögn George Casey, yfirmanns herliðs Bandaríkjanna í Írak. Erlent 15.1.2007 15:26 Myndir sýndar af aftökunum í Írak í nótt Stjórnvöld í Írak hafa sýnt fjölmiðlum myndir af aftökum sem fram fóru í Bagdad í nótt. Þá voru hálfbróðir Saddams Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og fyrrverandi yfirdómari landsins hengdir. Erlent 15.1.2007 13:52 Dæmdir fyrir brandara um íslam Dómstóll í Casablanca í Marokkó hefur dæmt tvo blaðamenn í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi og sektað þá um hátt í 600 þúsund krónur fyrir að hæðast að íslam og draga úr siðferði almennings í vikuriti sínu. Erlent 15.1.2007 13:25 Innflutningsbann stendur enn Ólíklegt er að Rússar eigi eftir að aflétta banni sínu á innflutning á pólska kjötvöru þrátt fyrir að viðræður milli þeirra hefjist nú í vikunni. Rússar segja að meðferð kjötsins á meðan flutningi standi, standist ekki heilbrigðiskröfur sínar og neita að taka gild pólsk vottorð sem og vottorð Evrópusambandsins. Erlent 15.1.2007 13:01 Hátt í 100 ungmenn rekin út af Sjónarhóli í Kaupmannahöfn Lögregla í Kaupmannahöfn handtók í morgun nærri 100 manns eftir að hafa rekið fólkið út úr yfirgefinni verksmiðjubyggingu sem það hafði lagt undir sig. Ungmenninn lögðu undir sig bygginguna á laugardag og neituðu að hreyfa sig en með þessu vildu þau mótmæla lokun hins svokallað Ungdómshúss í borginni. Erlent 15.1.2007 13:01 Engar myndir birtar af aftökum í nótt Hálfbróðir Saddams Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og fyrrverandi yfirdómari landsins voru hengdir í Bagdad í nótt. Þeir voru, ásamt Saddam, dæmdir til dauða fyrir morð á nærri hundrað og fimmtíu sjíamúslimum árið 1982. Engar myndir hafa verið birtar frá aftökunni. Upphaflega átti að taka þá alla þrjá af lífi á sama tíma en síðan var ákveðið að byrja á Saddam. Hann var svo hengdur 30. desember síðastliðinn. Erlent 15.1.2007 13:00 Bandaríkin ráðast gegn Írönum í Írak Bandaríski sendiherrann í Írak, Zalmay Khalilzad, sagði í dag að þau muni reyna að uppræta hópa Írana og Sýrlendinga sem starfa í Írak. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem haldinn var í Írak í dag til þess að kynna nýja stefnu Bandaríkjamanna í Írak. Erlent 15.1.2007 12:21 Abbas, Olmert og Rice funda Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur samþykkt að funda með Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, og Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Bandarískir sendifulltrúar greindu frá þessu fyrir stundu. Óvíst er hvenær blásið verður til fundarins. Erlent 15.1.2007 12:15 Bush játar að hafa gert ástandið verra George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, viðurkenndi í viðtali við fréttamann 60 mínútna í gær að ákvarðanir hans hefðu gert ástandið í Írak óstöðugara en það var áður. Í því sagði Bush að ofbeldið á milli trúarhópa í Írak gæti leitt til hryðjuverkaárása í Bandaríkjunum. Því væri nauðsynlegt að ná stjórn á ástandinu þar í landi. Erlent 15.1.2007 11:56 ESB harmar loftárásir Formaður neyðarhjálpar Evrópusambandsins, Louis Michel, sagði í dag að sprengjuárásir Bandaríkjanna í suðurhluta Sómalíu gætu aukið á ofbeldi á svæðinu. Michel sagði að í síðustu viku að árásir Bandaríkjanna hefðu ekki gert aðstæður betri á neinn hátt. Erlent 15.1.2007 11:39 Réttarhöld yfir meintum hryðjuverkamönnum hefjast í Lundúnum Réttarhöld yfir sex öfgasinnuðum múslímum, sem sakaðir eru um að skipuleggja sjálfsmorðsárásir í Lundúnum í júlí árið 2005, hófust í borginni í morgun. Erlent 15.1.2007 11:08 Mikið landbrot á dönsku eynni Anholt Töluvert landbrot varð á eynni Anholt í Kattegat sem tilheyrir Danmörku í óveðri sem gekk yfir Suður-Svíþjóð og Danmörku um helgina. Erlent 15.1.2007 10:47 Rice fundar með Olmert Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræðir nú við Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, í Jerúsalem en Rice er nú á ferð um Miðausturlönd til þess að reyna blása lífi í hinn svokallaða vegvísi til friðar. Erlent 15.1.2007 10:16 Yfir 200 þúsund enn án rafmagns í Suður-Svíþjóð Rafmagnslaust er enn á yfir 200 þúsund heimilum í Suður-Svíþjóð eftir að mikið illviðri gekk þar yfir í gær með þeim afleiðingum að þrír létust. Þá eru um 50 þúsund heimili án símasambands en vel á annað þúsund viðgerðarmanna er nú að störfum til þess að reyna að koma rafmagns- og símasambandi á aftur. Erlent 15.1.2007 09:55 « ‹ ›
Næstráðendur Saddams hengdir Hálfbróðir Saddams Hussein og fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Íraks, Barzan Ibrahim, og fyrrverandi yfirdómari í Írak, Awad Hamed al-Bandar voru teknir af lífi með hengingu fyrir dögun í gær. Eftir aftökurnar greindi talsmaður stjórnvalda frá því að höfuð Ibrahims hefði losnað frá líkamanum við henginguna í því sem hann kallaði „sjaldgæft slys“. Erlent 16.1.2007 01:15
Hústökufólk fjarlægt Lögreglan í Kaupmannahöfn rýmdi í gær hús við Dortheavej sem hústökufólk hafði haft á valdi sínu. Aðgerðir lögreglunnar gengu friðsamlega fyrir sig. Danskir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær. Erlent 16.1.2007 01:00
Fékk 3.000 smáskilaboð Kínverskum manni, Chen Bing, voru dæmdar bætur en símanúmer hans var notað í kínverskum spennuþætti. Það var aðalillmenni þáttarins sem átti númerið en í einum þáttanna las hann númerið upp hægt og skýrt fyrir einn af samstarfsmönnum sínum. Erlent 16.1.2007 00:00
Hópbað í Ganges Áætlað er að fimm milljónir hindúa hafi baðað sig í ánni Ganges í dag. Pílagrímshátíðin Ardh Kumbh Mela stendur yfir í 45 daga í Allahabad en flestir böðuðu sig í dag og í gær. Hreinu vatni var veitt út í Ganges-ána eftir að menn sem álitnir eru heilagir hótuðu að sniðganga ána þar sem vatn hennar væri of mengað. Erlent 15.1.2007 22:44
30 látnir í vetrarveðri í Bandaríkjunum Kuldi og ísregn hafa orðið 30 manns að bana í miðríkjum Bandaríkjanna. Neyðarástand er í Oklahoma og þjóðvarðliðar hafa verið kvaddir til Missouri, þar sem 200 þúsund heimili eru rafmagnslaus. Erlent 15.1.2007 22:19
Gervihnettirnir týna tölunni Gervihnetti Bandaríkjamanna, sem afla upplýsinga um umhverfi og andrúmsloft jarðarinnar, þarf að endurnýja skjótt. Annars er hætta á að vísindamenn missi af gögnum sem gera þeim kleift að spá fyrir um fellibylji og þróun veðurfars. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarráðs Bandaríkjanna sem birt var í dag. Erlent 15.1.2007 21:54
Stjórnarskrá Ekvadors endurskoðuð Ekvadorbúar kjósa sér sérstakt þing þann 18. mars, sem fær umboð til þess að endurskoða stjórnarskrána. Rafael Correa, nýkjörinn forseti landsins, sagði í dag að þingið þyrfti að minnka áhrif stjórnmálamanna á dómsvaldið og neyða þingmenn löggjafarþingsins til að eiga heimili í minni kjördæmum sem þeir sitja á þingi fyrir. Erlent 15.1.2007 21:33
Ráðherrann vildi lögregluskutl heim af barnum Formaður heimastjórnar Grænlands segir óeðlilegt að flokksbróðir sinn, Tommy Marø, krefjist þess að lögreglumenn keyrðu sig heim af barnum. Marø, sem er mennta- og kirkjumálaráðherra í heimastjórninni, bankaði upp á hjá lögreglunni í Nuuk eftir jólahlaðborð í desember og bað um að vera keyrður heim til sín. Erlent 15.1.2007 21:12
Hlýir vetur ógna hreindýrum í Lapplandi Óvenju hlýr vetur hefur haft slæm áhrif á hreindýrahjarðir Sama í Norður-Svíþjóð þar sem blautur og þungur snjór og tíðar hitasveiflur gera hreindýrunum erfitt fyrir að krafsa snjóinn ofan af hreindýramosanum sem þau byggja afkomu sína á. Erlent 15.1.2007 19:34
Jarðskjálfti í Japan Jarðskjálfti að styrkleika 5,7 á Richter-skalanum skók miðhluta Japans klukkan 18:18 í kvöld. Skjálftinn átti upptök sín skammt suður af höfuðborginni Tokyo. Engar fréttir hafa borist af skemmdum eða slysum á fólki. Flestir hafa væntanlega verið sofandi í rúmum sínum enda mið nótt í Japan. Erlent 15.1.2007 19:00
Bush: Írakar standi í þakkarskuld við Bandaríkjamenn Bush Bandaríkjaforseti segir Íraka eiga Bandaríkjamönnum mikið að þakka fyrir að hafa losað þá undan oki einræðisherra með innrásinni 2003. Hann gagnrýnir Íraka fyrir það hvernig staðið var að aftöku Saddams Hússeins. Hálfbróðir forsetans fyrrverandi var hengdur við annan mann í nótt. Erlent 15.1.2007 19:00
Gen tengt Alzheimers Fólk sem fæðist með tiltekið gen í líkama sínum á frekar á hættu að fá Alzheimers-sjúkdóminn síðar á lífsleiðinni. Þetta er niðurstaða bandarískra og kanadískra vísindamanna. Íslenskur læknir segir langt í að þessi uppgötvun leiði til haldbærrar meðferðar en sé þó skref í rétta átt. Erlent 15.1.2007 18:45
Leynigöng á Gaza fóðruð með sprengiefnum Palestínskar öryggissveitir greindu frá því í dag að þær hefðu fundið yfirgripsmikil jarðgangakerfi á Gaza. Fatah-hreyfingin sagði að göngin hefði mátt nota til að nota til að myrða æðstu leiðtoga hreyfingarinnar, þeirra á meðal forseta Palestínu, Mahmoud Abbas. Hamas-hreyfingin vildi ekki segja hvort liðsmenn hennar hefðu grafið göngin. Erlent 15.1.2007 18:25
Auðgunarferlið í Íran byrjar innan skamms Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sagði í dag að aðstaða til að auðga úran í Natanz kjarnorkuverinu yrði stækkuð smátt og smátt og að það ferli byrjaði mjög fljótlega. Fyrr í dag sögðu stjórnvöld í Teheran að 3000 kjarnakljúfum yrði bætt við kjarnorkuverið í Natanz. Erlent 15.1.2007 17:30
Zapatero of bjartsýnn Forsætisráðherra Spánar viðurkenndi í dag að hann hafi gert "greinileg mistök" með því að vera of bjartsýnn á niðurstöður sáttaumleitana við basknesku aðskilnaðarsamtökin ETA. José Luis Zapatero, sagði þann 29. desember að viðræðurnar væru að taka við sér, degi seinna sprengdi ETA bílsprengju á flugvellingum í Madríd. Erlent 15.1.2007 17:15
Maóistar taka sæti á nepalska þinginu Þingmenn á nepalska þinginu samþykktu í dag bráðabirgðastjórnarskrá sem gerði það að verkum að fulltrúar maósta tóku sæti á þinginu. Erlent 15.1.2007 16:03
Fyrstu hermennirnir í liðsauka Bandaríkjanna komnir til Bagdad Fyrstu bandarísku hermennirnir í liðsaukanum sem senda á til Íraks vegna ástandsins þar eru þegar komnir til Bagdad, að sögn George Casey, yfirmanns herliðs Bandaríkjanna í Írak. Erlent 15.1.2007 15:26
Myndir sýndar af aftökunum í Írak í nótt Stjórnvöld í Írak hafa sýnt fjölmiðlum myndir af aftökum sem fram fóru í Bagdad í nótt. Þá voru hálfbróðir Saddams Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og fyrrverandi yfirdómari landsins hengdir. Erlent 15.1.2007 13:52
Dæmdir fyrir brandara um íslam Dómstóll í Casablanca í Marokkó hefur dæmt tvo blaðamenn í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi og sektað þá um hátt í 600 þúsund krónur fyrir að hæðast að íslam og draga úr siðferði almennings í vikuriti sínu. Erlent 15.1.2007 13:25
Innflutningsbann stendur enn Ólíklegt er að Rússar eigi eftir að aflétta banni sínu á innflutning á pólska kjötvöru þrátt fyrir að viðræður milli þeirra hefjist nú í vikunni. Rússar segja að meðferð kjötsins á meðan flutningi standi, standist ekki heilbrigðiskröfur sínar og neita að taka gild pólsk vottorð sem og vottorð Evrópusambandsins. Erlent 15.1.2007 13:01
Hátt í 100 ungmenn rekin út af Sjónarhóli í Kaupmannahöfn Lögregla í Kaupmannahöfn handtók í morgun nærri 100 manns eftir að hafa rekið fólkið út úr yfirgefinni verksmiðjubyggingu sem það hafði lagt undir sig. Ungmenninn lögðu undir sig bygginguna á laugardag og neituðu að hreyfa sig en með þessu vildu þau mótmæla lokun hins svokallað Ungdómshúss í borginni. Erlent 15.1.2007 13:01
Engar myndir birtar af aftökum í nótt Hálfbróðir Saddams Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og fyrrverandi yfirdómari landsins voru hengdir í Bagdad í nótt. Þeir voru, ásamt Saddam, dæmdir til dauða fyrir morð á nærri hundrað og fimmtíu sjíamúslimum árið 1982. Engar myndir hafa verið birtar frá aftökunni. Upphaflega átti að taka þá alla þrjá af lífi á sama tíma en síðan var ákveðið að byrja á Saddam. Hann var svo hengdur 30. desember síðastliðinn. Erlent 15.1.2007 13:00
Bandaríkin ráðast gegn Írönum í Írak Bandaríski sendiherrann í Írak, Zalmay Khalilzad, sagði í dag að þau muni reyna að uppræta hópa Írana og Sýrlendinga sem starfa í Írak. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem haldinn var í Írak í dag til þess að kynna nýja stefnu Bandaríkjamanna í Írak. Erlent 15.1.2007 12:21
Abbas, Olmert og Rice funda Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur samþykkt að funda með Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, og Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Bandarískir sendifulltrúar greindu frá þessu fyrir stundu. Óvíst er hvenær blásið verður til fundarins. Erlent 15.1.2007 12:15
Bush játar að hafa gert ástandið verra George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, viðurkenndi í viðtali við fréttamann 60 mínútna í gær að ákvarðanir hans hefðu gert ástandið í Írak óstöðugara en það var áður. Í því sagði Bush að ofbeldið á milli trúarhópa í Írak gæti leitt til hryðjuverkaárása í Bandaríkjunum. Því væri nauðsynlegt að ná stjórn á ástandinu þar í landi. Erlent 15.1.2007 11:56
ESB harmar loftárásir Formaður neyðarhjálpar Evrópusambandsins, Louis Michel, sagði í dag að sprengjuárásir Bandaríkjanna í suðurhluta Sómalíu gætu aukið á ofbeldi á svæðinu. Michel sagði að í síðustu viku að árásir Bandaríkjanna hefðu ekki gert aðstæður betri á neinn hátt. Erlent 15.1.2007 11:39
Réttarhöld yfir meintum hryðjuverkamönnum hefjast í Lundúnum Réttarhöld yfir sex öfgasinnuðum múslímum, sem sakaðir eru um að skipuleggja sjálfsmorðsárásir í Lundúnum í júlí árið 2005, hófust í borginni í morgun. Erlent 15.1.2007 11:08
Mikið landbrot á dönsku eynni Anholt Töluvert landbrot varð á eynni Anholt í Kattegat sem tilheyrir Danmörku í óveðri sem gekk yfir Suður-Svíþjóð og Danmörku um helgina. Erlent 15.1.2007 10:47
Rice fundar með Olmert Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræðir nú við Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, í Jerúsalem en Rice er nú á ferð um Miðausturlönd til þess að reyna blása lífi í hinn svokallaða vegvísi til friðar. Erlent 15.1.2007 10:16
Yfir 200 þúsund enn án rafmagns í Suður-Svíþjóð Rafmagnslaust er enn á yfir 200 þúsund heimilum í Suður-Svíþjóð eftir að mikið illviðri gekk þar yfir í gær með þeim afleiðingum að þrír létust. Þá eru um 50 þúsund heimili án símasambands en vel á annað þúsund viðgerðarmanna er nú að störfum til þess að reyna að koma rafmagns- og símasambandi á aftur. Erlent 15.1.2007 09:55