Erlent Norður-Kórea og Íran í samstarf Norður-Kórea er að hjálpa Írönum að undirbúa neðanjarðarsprengingu á kjarnorkuvopnum, svipaðri þeirri og Norður-Kóreumenn framkvæmdu sjálfir á síðasta ári. Þetta kemur fram á vefsíðu breska dagblaðsins Telegraph í dag. Erlent 24.1.2007 17:17 Fuglaflensa staðfest í Ungverjalandi Evrópuráðið staðfesti í dag tilfelli af hinu banvæna fuglaflensuafbrigði H5N1 í Unverjalandi. í tilkynningu frá ráðinu sagði að tilfellið hefði komið upp í Csongrad sýslu í suðaustur Ungverjalandi. Próf voru gerð eftir að óvenju há dánartíðni kom upp í hóp af 3,000 gæsum. Öllum hópnum var síðan slátrað. Frá árinu 2003 hefur fuglaflensa verið staðfest í um 50 löndum. Samkvæmt Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni hafa meira en 150 manns látist af völdum þessa afbrigðis flensunnar. Erlent 24.1.2007 17:00 Snjór tefur flug- og bílaumferð í Evrópu Mikill snjór hefur fallið víða í Evrópu í dag og í gær og haft víðtæk áhrif á umferð, bæði í lofti og á láði. Nokkrum flugvöllum var lokað, en 100 flug voru felld niður á alþjóðaflugvellinum í Prag þar sem snjókomunni linnti ekki. Flugumferð í Þýskalandi, Sviss og á Ítalíu truflaðist einnig vegna snjókomunnar. Í Stuttgart voru um eitt þúsund farþegar strandaglópar í nótt þegar 70 flug voru felld niður. Erlent 24.1.2007 16:30 Edinborgarflugvöllur opnaður á ný Alþjóðaflugvöllurinn í Edinborg hefur nú opnað að nýju eftir að flugvellinum var lokað af ótta við að sprengja leyndist í óþekktum poka í innritunarsal. Flugvöllurinn var rýmdur um tíma í dag og voru farþegar og starfsmenn fluttir á Hilton hótelið á flugvellinum. Starfsemin er nú komin í eðlilegt horf en búist er við einhverjum seinkunum á brottförum fram eftir degi. Erlent 24.1.2007 16:08 Ummæli Bush valda usla meðal Síja í Írak Síjar í Írak vísa ummælum George Bush Bandaríkjaforseta alfarið á bug um að vígamenn úr hópi þeirra séu jafn hættulegir Bandaríkjunum og vígamenn Súnna í al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Í árlegri stefnuræðu sinni varaði Bush við vígamönnum Síja í Írak og miðausturlöndum, og margítrekaði að besta leiðin til að ná árangri í Írak væri að senda þangað fleiri hermenn. Erlent 24.1.2007 15:53 Átök halda áfram í Líbanon Til skotárásar kom milli fylgjenda ríkisstjórnarinnar í Líbanon og fylgjenda stjórnarandstöðunnar í borginni Trípolí í norðurhluta landsins í dag. Vitni og öryggissveitir sögðu átökin hafa byrjað eftir jarðaför manns sem lést í óeirðum í gær, en þar tókust einnig á fylgjendur stjórnar og stjórnarandstöðu. Öryggissveitir reyndu að stilla til friðar og stöðva átökin en ekki er vitað til að dauðsföll hafi orðið. Erlent 24.1.2007 15:23 Önnur loftárás Bandaríkjamanna á Sómalíu Bandarískir embættismenn sögðu í dag að gerð hefði verið loftárás á Suðurhluta Sómalíu fyrr í vikunni. Þetta er önnur árás Bandaríkjamanna á íslamska öfgamenn. Fyrri árásin var fyrir um það bil tveimur vikum en þá sögðu embættismenn aðgerðina vera gegn öfgamönnum al-Qaida. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna neitaði að tjá sig um málið. Erlent 24.1.2007 14:53 Frakkar bjóða Líbönum lán Frakkar hafa boðið ríkisstjórn Líbanons tæplega 45 milljarða íslenskra króna lán á mjög góðum kjörum. Þetta sagði talsmaður Jacques Chirac forseta Frakklands í dag. Chirac sagði sjálfur í sjónvarpsviðtali að Líbanska ríkisstjórnin væri nánast búin með það fjármagn sem hún hefði úr að spila. Forsetinn sagði að mótmæli í Líbanon gegn ríkisstjórninni gætu haft neikvæð áhrif á alþjóðlegan fjárstuðning við Beirút á fjárstuðningsráðstefnu sem fer fram í París á morgun. Erlent 24.1.2007 14:32 Flugvöllurinn í Edinborg rýmdur Alþjóðaflugvöllurinn í Edinborg var rýmdur af öryggisástæðum í dag eftir að dularfullur poki fannst í innskráningarsal vallarins. Talsmaður flugvallarins sagði að allt starfsfólk og farþegar hefðu verið fluttir á brott á meðan sprengjusveit rannsakaði pokann og fjarlægði hann. Flugvélum var gefið lendingarleyfi, en allar brottfarir hafa verið stöðvaðar. Ríkisstjórnin telur hættu á hryðjuverkum í Bretlandi verulega og er viðbúnarstig á næst hæsta stigi. Erlent 24.1.2007 14:09 Hizbollah hótar áframhaldandi andófi Hizbollah-samtökin hóta áframhaldandi aðgerðum í Líbanon fái þau ekki hlut í stjórn landsins hið fyrsta. Líbanskt samfélag lamaðist algerlega í gær þegar Hizbollah og bandamenn þeirra efndu var til verkfalla um allt land. Erlent 24.1.2007 13:45 Gerði tilraun til flugráns Lögreglan í N'Djamena, höfuðborg Tsjad, handtók í morgun súdanskan mann sem rænt hafði farþegaþotu með 103 innanborðs. Erlent 24.1.2007 13:30 Vetrarveður veldur usla á meginlandi Evrópu Vetrarveður hefur valdið töluverðum usla í Norður- og Mið-Evrópu í dag og eru þrír látnir í umferðarslysum í Þýslandi sem rekja má til hálku á vegum. Þá eru tugir slasaðir í landinu. Erlent 24.1.2007 13:29 Forseti Ísraels í launalaust leyfi Moshe Katsav forseti Ísraels tilkynnti ísraelska þinginu í dag að hann myndi taka launalaust leyfi. Forseta þingsins var tilkynnt um ákvörðunina eftir að saksóknarar tilkynntu að þeir ætluðu að ákæra Katsav fyrir nauðgun og röð annarra kynferðisglæpa. Erlent 24.1.2007 13:26 Biður um meira svigrúm Bush Bandaríkjaforseti bað þjóð sína um að gefa sér meiri tíma til að ná árangri í Írak í stefnuræðu sinni í gær. Stjórn hans ætlar að beita sér fyrir því að á næstu tíu árum dragi Bandaríkjamenn úr olíunotkun sinni um fimmtung. Erlent 24.1.2007 13:00 Red Hot Chili Peppers á Hróarskeldu Skipuleggjendur Hróarskelduhátíðarinnar voru að tilkynna að Red Hot Chili Peppers yrðu eitt stærsta nafnið á hátíðinni nú í sumar. Kaliforníska rokksveitin hefur einu sinni áður spilað í Hróarskeldu. Erlent 24.1.2007 12:21 Jade Goody í kuldanum eftir Big brother Breska sjónvarpsstjarnan Jade Goody reynir nú að klóra í bakkann eftir umtalaða þáttaröð raunveruleikaþáttarins Big brother. Hún skapaði sér mikla óvild í þáttunum með stríðni og dónaskap við indverska leikkonu og var sökuð um kynþáttahatur. Sjónvarpsstöðin Living TV og ilmvatnsframleiðandi sem var í samstarfi við hana hafa sagt upp samningum. Erlent 24.1.2007 11:47 Vínræktarhéraðið Skandinavía Danmörk og Svíþjóð verða eitt besta hvítvínssvæði í heimi í framtíðinni þegar andrúmsloftið hlýnar. Þetta er álit vínsérfræðinga og loftslagsfræðinga sem Los Angeles Times spurði álits. Þá verður Þýskaland eitt virtasta rauðvínsland heims. Erlent 24.1.2007 11:27 Reikna með að Kínverjar verði fjölmennastir á netinu Internetnotendur í Kína gætu orðið fleiri en nettengdir Bandaríkjamenn innan tveggja ára, að mati Kínversku netstofnunarinnar. Þá yrðu Kínverjar fjölmennasta þjóðin á netinu. 137 milljónir Kínverja voru nettengdar í lok árs 2006, sem er 23% fjölgun frá árinu á undan. Þeir eiga samt enn langt í land að ná Bandaríkjamönnum með sína 210 milljón netnotendur. Erlent 24.1.2007 10:43 Þrýst á um afsögn ísraelska forsetans Mjög er þrýst á um að Moshe Katsav, forseti Ísraels, segi af sér embætti. Ríkissaksóknari tilkynnti í gær að hann væri að undirbúa ákæru á hendur forsetanum, vegna nauðgana og annarra kynferðisglæpa. Enn er þó ekki meirihluti fyrir því í ísraelska þinginu að knýja forsetann til uppsagnar. Frá þessu greinir ísraelska blaðið Haaretz. Erlent 24.1.2007 09:41 Ekki flogið til Prag vegna snjóþyngsla Öllu flugi hefur verið aflýst til og frá alþjóðaflugvellinum í Prag í Tékklandi vegna snjóþyngsla. Ekki verður athugað með flug fyrr en í fyrsta lagi fjögur í eftirmiðdaginn. Veðurspáin gerir ráð fyrir áframhaldandi ofankomu. Einnig hefur verið ófært á aðalhraðbrautinni sem tengir Prag við austurhluta landsins. Erlent 24.1.2007 09:25 Dómarar forðist fangelsisdóma Bresk stjórnvöld hafa beðið þarlenda dómara að dæma ekki í fangelsi nema alhörðustu glæpamennina, vegna klefaskorts í fangelsum. Fangafjöldi í Bretlandi er nú að nálgast hámarksgetu fangelsanna, sem er 80 þúsund fangar. Í bréfi til dómaranna eru þeir hvattir til að íhuga frekar sektir og annars konar refsingu. Erlent 24.1.2007 09:05 Hundabjór kominn á markaðinn Umhyggjusamir hundaeigendur sem vilja gera vel við besta vininn geta nú hellt bjór í drykkjarskálina við hátíðleg tækifæri. Eigandi hollenskrar gæludýrabúðar hefur þróað sérstakan hundabjór úr kjötseyði og malti, sem kom á markaðinn í síðustu viku. Drykkurinn er sérhannaður fyrir dýrin, áfengislaus og goslaus. Erlent 24.1.2007 08:30 Flugræningi með AK47 riffil Súdanskur flugræningi sem rændi farþegavél, sem lagði upp frá Kartúm í Súdan í morgun, hefur gefist upp og beðist hælis í franska sendiráðinu í Tsjad. Flugræninginn var ekki með nein haganlega gerð smávopn eða vel falda sprengju til að ógna áhöfninni, heldur AK47 hríðskotariffil. 103 voru um borð í vélinni sem er af gerðinni Boeing 737. Erlent 24.1.2007 08:26 Skotið á menntamálaráðherra Íraks Bílalest menntamálaráðherra Íraks varð fyrir skothríð á hraðbraut sunnan Bagdad á miðvikudag. Einn af öryggisvörðum ráðherrans lést og annar er alvarlega særður með skotsár á höfði. Ráðherrann sjálfan sakaði ekki. Erlent 24.1.2007 07:23 Engin stórtíðindi í stefnuræðu Bush Bush Bandaríkjaforseti hélt sjöttu stefnuræðu sína í bandaríska þinginu í gær, þá fyrstu í návist þingmeirihluta demókrata. Forsetinn tilkynnti engar mikilvægar stefnubreytingar, utan að setja markið á 20% minni eldsneytisneyslu eftir tíu ár. Þá bað hann þingið um að sýna Íraksstefnu sinni þolinmæði. Erlent 24.1.2007 07:05 Stjórnarandstaðan í Líbanon hætt mótmælaaðgerðum Stjórnarandstaðan í Líbanon er hætt verkfalli og mótmælaaðgerðum sem lömuðu þjóðfélagið í gærdag. Þrír létust og í kringum 100 manns slösuðust þegar sló í brýnu milli stjórnarandstæðinga og fylgismanna stjórnarinnar. Erlent 24.1.2007 06:45 Krefjast frjálsara samfélags Tugir þúsunda manna gengu um götur Istanbúl í gær og kölluðu eftir frjálsara tyrknesku samfélagi þar sem fólk væri ekki myrt vegna skoðana sinna. Erlent 24.1.2007 06:00 Eldar loga í Beirút Beirút, höfuðborg Líbanon, logaði í átökum í gær í kjölfar þess að Hizbollah-samtökin hvöttu fólk til að leggja niður störf í mótmælaaðgerðum gegn stjórnvöldum sem þeir telja of höll undir Bandaríkin. Erlent 24.1.2007 06:00 Hryðjuverkaforsprakki drepinn Khadaffy Janjalani, leiðtogi Abu Sayyaf-hryðjuverkahópsins, lést í átökum við hermenn 4. september 2006, að sögn yfirvalda á Filippseyjum. Þetta staðfesti DNA-próf í Bandaríkjunum. Erlent 24.1.2007 05:30 Ofbeldisalda gekk yfir Líbanon í gær Það sem áttu að vera friðsöm mótmæli Hizbollah-samtakanna gegn stjórnvöldum í Líbanon snerust upp í verstu ofbeldis-öldu síðan samtökin hófu herferð sína gegn ríkisstjórninni fyrir tveim mánuðum. Erlent 24.1.2007 05:15 « ‹ ›
Norður-Kórea og Íran í samstarf Norður-Kórea er að hjálpa Írönum að undirbúa neðanjarðarsprengingu á kjarnorkuvopnum, svipaðri þeirri og Norður-Kóreumenn framkvæmdu sjálfir á síðasta ári. Þetta kemur fram á vefsíðu breska dagblaðsins Telegraph í dag. Erlent 24.1.2007 17:17
Fuglaflensa staðfest í Ungverjalandi Evrópuráðið staðfesti í dag tilfelli af hinu banvæna fuglaflensuafbrigði H5N1 í Unverjalandi. í tilkynningu frá ráðinu sagði að tilfellið hefði komið upp í Csongrad sýslu í suðaustur Ungverjalandi. Próf voru gerð eftir að óvenju há dánartíðni kom upp í hóp af 3,000 gæsum. Öllum hópnum var síðan slátrað. Frá árinu 2003 hefur fuglaflensa verið staðfest í um 50 löndum. Samkvæmt Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni hafa meira en 150 manns látist af völdum þessa afbrigðis flensunnar. Erlent 24.1.2007 17:00
Snjór tefur flug- og bílaumferð í Evrópu Mikill snjór hefur fallið víða í Evrópu í dag og í gær og haft víðtæk áhrif á umferð, bæði í lofti og á láði. Nokkrum flugvöllum var lokað, en 100 flug voru felld niður á alþjóðaflugvellinum í Prag þar sem snjókomunni linnti ekki. Flugumferð í Þýskalandi, Sviss og á Ítalíu truflaðist einnig vegna snjókomunnar. Í Stuttgart voru um eitt þúsund farþegar strandaglópar í nótt þegar 70 flug voru felld niður. Erlent 24.1.2007 16:30
Edinborgarflugvöllur opnaður á ný Alþjóðaflugvöllurinn í Edinborg hefur nú opnað að nýju eftir að flugvellinum var lokað af ótta við að sprengja leyndist í óþekktum poka í innritunarsal. Flugvöllurinn var rýmdur um tíma í dag og voru farþegar og starfsmenn fluttir á Hilton hótelið á flugvellinum. Starfsemin er nú komin í eðlilegt horf en búist er við einhverjum seinkunum á brottförum fram eftir degi. Erlent 24.1.2007 16:08
Ummæli Bush valda usla meðal Síja í Írak Síjar í Írak vísa ummælum George Bush Bandaríkjaforseta alfarið á bug um að vígamenn úr hópi þeirra séu jafn hættulegir Bandaríkjunum og vígamenn Súnna í al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Í árlegri stefnuræðu sinni varaði Bush við vígamönnum Síja í Írak og miðausturlöndum, og margítrekaði að besta leiðin til að ná árangri í Írak væri að senda þangað fleiri hermenn. Erlent 24.1.2007 15:53
Átök halda áfram í Líbanon Til skotárásar kom milli fylgjenda ríkisstjórnarinnar í Líbanon og fylgjenda stjórnarandstöðunnar í borginni Trípolí í norðurhluta landsins í dag. Vitni og öryggissveitir sögðu átökin hafa byrjað eftir jarðaför manns sem lést í óeirðum í gær, en þar tókust einnig á fylgjendur stjórnar og stjórnarandstöðu. Öryggissveitir reyndu að stilla til friðar og stöðva átökin en ekki er vitað til að dauðsföll hafi orðið. Erlent 24.1.2007 15:23
Önnur loftárás Bandaríkjamanna á Sómalíu Bandarískir embættismenn sögðu í dag að gerð hefði verið loftárás á Suðurhluta Sómalíu fyrr í vikunni. Þetta er önnur árás Bandaríkjamanna á íslamska öfgamenn. Fyrri árásin var fyrir um það bil tveimur vikum en þá sögðu embættismenn aðgerðina vera gegn öfgamönnum al-Qaida. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna neitaði að tjá sig um málið. Erlent 24.1.2007 14:53
Frakkar bjóða Líbönum lán Frakkar hafa boðið ríkisstjórn Líbanons tæplega 45 milljarða íslenskra króna lán á mjög góðum kjörum. Þetta sagði talsmaður Jacques Chirac forseta Frakklands í dag. Chirac sagði sjálfur í sjónvarpsviðtali að Líbanska ríkisstjórnin væri nánast búin með það fjármagn sem hún hefði úr að spila. Forsetinn sagði að mótmæli í Líbanon gegn ríkisstjórninni gætu haft neikvæð áhrif á alþjóðlegan fjárstuðning við Beirút á fjárstuðningsráðstefnu sem fer fram í París á morgun. Erlent 24.1.2007 14:32
Flugvöllurinn í Edinborg rýmdur Alþjóðaflugvöllurinn í Edinborg var rýmdur af öryggisástæðum í dag eftir að dularfullur poki fannst í innskráningarsal vallarins. Talsmaður flugvallarins sagði að allt starfsfólk og farþegar hefðu verið fluttir á brott á meðan sprengjusveit rannsakaði pokann og fjarlægði hann. Flugvélum var gefið lendingarleyfi, en allar brottfarir hafa verið stöðvaðar. Ríkisstjórnin telur hættu á hryðjuverkum í Bretlandi verulega og er viðbúnarstig á næst hæsta stigi. Erlent 24.1.2007 14:09
Hizbollah hótar áframhaldandi andófi Hizbollah-samtökin hóta áframhaldandi aðgerðum í Líbanon fái þau ekki hlut í stjórn landsins hið fyrsta. Líbanskt samfélag lamaðist algerlega í gær þegar Hizbollah og bandamenn þeirra efndu var til verkfalla um allt land. Erlent 24.1.2007 13:45
Gerði tilraun til flugráns Lögreglan í N'Djamena, höfuðborg Tsjad, handtók í morgun súdanskan mann sem rænt hafði farþegaþotu með 103 innanborðs. Erlent 24.1.2007 13:30
Vetrarveður veldur usla á meginlandi Evrópu Vetrarveður hefur valdið töluverðum usla í Norður- og Mið-Evrópu í dag og eru þrír látnir í umferðarslysum í Þýslandi sem rekja má til hálku á vegum. Þá eru tugir slasaðir í landinu. Erlent 24.1.2007 13:29
Forseti Ísraels í launalaust leyfi Moshe Katsav forseti Ísraels tilkynnti ísraelska þinginu í dag að hann myndi taka launalaust leyfi. Forseta þingsins var tilkynnt um ákvörðunina eftir að saksóknarar tilkynntu að þeir ætluðu að ákæra Katsav fyrir nauðgun og röð annarra kynferðisglæpa. Erlent 24.1.2007 13:26
Biður um meira svigrúm Bush Bandaríkjaforseti bað þjóð sína um að gefa sér meiri tíma til að ná árangri í Írak í stefnuræðu sinni í gær. Stjórn hans ætlar að beita sér fyrir því að á næstu tíu árum dragi Bandaríkjamenn úr olíunotkun sinni um fimmtung. Erlent 24.1.2007 13:00
Red Hot Chili Peppers á Hróarskeldu Skipuleggjendur Hróarskelduhátíðarinnar voru að tilkynna að Red Hot Chili Peppers yrðu eitt stærsta nafnið á hátíðinni nú í sumar. Kaliforníska rokksveitin hefur einu sinni áður spilað í Hróarskeldu. Erlent 24.1.2007 12:21
Jade Goody í kuldanum eftir Big brother Breska sjónvarpsstjarnan Jade Goody reynir nú að klóra í bakkann eftir umtalaða þáttaröð raunveruleikaþáttarins Big brother. Hún skapaði sér mikla óvild í þáttunum með stríðni og dónaskap við indverska leikkonu og var sökuð um kynþáttahatur. Sjónvarpsstöðin Living TV og ilmvatnsframleiðandi sem var í samstarfi við hana hafa sagt upp samningum. Erlent 24.1.2007 11:47
Vínræktarhéraðið Skandinavía Danmörk og Svíþjóð verða eitt besta hvítvínssvæði í heimi í framtíðinni þegar andrúmsloftið hlýnar. Þetta er álit vínsérfræðinga og loftslagsfræðinga sem Los Angeles Times spurði álits. Þá verður Þýskaland eitt virtasta rauðvínsland heims. Erlent 24.1.2007 11:27
Reikna með að Kínverjar verði fjölmennastir á netinu Internetnotendur í Kína gætu orðið fleiri en nettengdir Bandaríkjamenn innan tveggja ára, að mati Kínversku netstofnunarinnar. Þá yrðu Kínverjar fjölmennasta þjóðin á netinu. 137 milljónir Kínverja voru nettengdar í lok árs 2006, sem er 23% fjölgun frá árinu á undan. Þeir eiga samt enn langt í land að ná Bandaríkjamönnum með sína 210 milljón netnotendur. Erlent 24.1.2007 10:43
Þrýst á um afsögn ísraelska forsetans Mjög er þrýst á um að Moshe Katsav, forseti Ísraels, segi af sér embætti. Ríkissaksóknari tilkynnti í gær að hann væri að undirbúa ákæru á hendur forsetanum, vegna nauðgana og annarra kynferðisglæpa. Enn er þó ekki meirihluti fyrir því í ísraelska þinginu að knýja forsetann til uppsagnar. Frá þessu greinir ísraelska blaðið Haaretz. Erlent 24.1.2007 09:41
Ekki flogið til Prag vegna snjóþyngsla Öllu flugi hefur verið aflýst til og frá alþjóðaflugvellinum í Prag í Tékklandi vegna snjóþyngsla. Ekki verður athugað með flug fyrr en í fyrsta lagi fjögur í eftirmiðdaginn. Veðurspáin gerir ráð fyrir áframhaldandi ofankomu. Einnig hefur verið ófært á aðalhraðbrautinni sem tengir Prag við austurhluta landsins. Erlent 24.1.2007 09:25
Dómarar forðist fangelsisdóma Bresk stjórnvöld hafa beðið þarlenda dómara að dæma ekki í fangelsi nema alhörðustu glæpamennina, vegna klefaskorts í fangelsum. Fangafjöldi í Bretlandi er nú að nálgast hámarksgetu fangelsanna, sem er 80 þúsund fangar. Í bréfi til dómaranna eru þeir hvattir til að íhuga frekar sektir og annars konar refsingu. Erlent 24.1.2007 09:05
Hundabjór kominn á markaðinn Umhyggjusamir hundaeigendur sem vilja gera vel við besta vininn geta nú hellt bjór í drykkjarskálina við hátíðleg tækifæri. Eigandi hollenskrar gæludýrabúðar hefur þróað sérstakan hundabjór úr kjötseyði og malti, sem kom á markaðinn í síðustu viku. Drykkurinn er sérhannaður fyrir dýrin, áfengislaus og goslaus. Erlent 24.1.2007 08:30
Flugræningi með AK47 riffil Súdanskur flugræningi sem rændi farþegavél, sem lagði upp frá Kartúm í Súdan í morgun, hefur gefist upp og beðist hælis í franska sendiráðinu í Tsjad. Flugræninginn var ekki með nein haganlega gerð smávopn eða vel falda sprengju til að ógna áhöfninni, heldur AK47 hríðskotariffil. 103 voru um borð í vélinni sem er af gerðinni Boeing 737. Erlent 24.1.2007 08:26
Skotið á menntamálaráðherra Íraks Bílalest menntamálaráðherra Íraks varð fyrir skothríð á hraðbraut sunnan Bagdad á miðvikudag. Einn af öryggisvörðum ráðherrans lést og annar er alvarlega særður með skotsár á höfði. Ráðherrann sjálfan sakaði ekki. Erlent 24.1.2007 07:23
Engin stórtíðindi í stefnuræðu Bush Bush Bandaríkjaforseti hélt sjöttu stefnuræðu sína í bandaríska þinginu í gær, þá fyrstu í návist þingmeirihluta demókrata. Forsetinn tilkynnti engar mikilvægar stefnubreytingar, utan að setja markið á 20% minni eldsneytisneyslu eftir tíu ár. Þá bað hann þingið um að sýna Íraksstefnu sinni þolinmæði. Erlent 24.1.2007 07:05
Stjórnarandstaðan í Líbanon hætt mótmælaaðgerðum Stjórnarandstaðan í Líbanon er hætt verkfalli og mótmælaaðgerðum sem lömuðu þjóðfélagið í gærdag. Þrír létust og í kringum 100 manns slösuðust þegar sló í brýnu milli stjórnarandstæðinga og fylgismanna stjórnarinnar. Erlent 24.1.2007 06:45
Krefjast frjálsara samfélags Tugir þúsunda manna gengu um götur Istanbúl í gær og kölluðu eftir frjálsara tyrknesku samfélagi þar sem fólk væri ekki myrt vegna skoðana sinna. Erlent 24.1.2007 06:00
Eldar loga í Beirút Beirút, höfuðborg Líbanon, logaði í átökum í gær í kjölfar þess að Hizbollah-samtökin hvöttu fólk til að leggja niður störf í mótmælaaðgerðum gegn stjórnvöldum sem þeir telja of höll undir Bandaríkin. Erlent 24.1.2007 06:00
Hryðjuverkaforsprakki drepinn Khadaffy Janjalani, leiðtogi Abu Sayyaf-hryðjuverkahópsins, lést í átökum við hermenn 4. september 2006, að sögn yfirvalda á Filippseyjum. Þetta staðfesti DNA-próf í Bandaríkjunum. Erlent 24.1.2007 05:30
Ofbeldisalda gekk yfir Líbanon í gær Það sem áttu að vera friðsöm mótmæli Hizbollah-samtakanna gegn stjórnvöldum í Líbanon snerust upp í verstu ofbeldis-öldu síðan samtökin hófu herferð sína gegn ríkisstjórninni fyrir tveim mánuðum. Erlent 24.1.2007 05:15