Erlent Haraldur Noregskonungur sjötugur Haraldur Noregskonungur varð sjötugur í gær. Mikil hátíðarhöld eru fyrirhuguð í Noregi vegna þess næstu daga. Konungshjónin ræddu opinskátt um samband sitt í viðtali við norska TV2 í vikunni. Erlent 22.2.2007 19:30 Horta býður sig fram til forseta Jose Ramos Horta, handhafi friðarverðlauna Nóbels ætlar að bjóða sig fram sem forseta Austur-Tímor. Horta tók við embætti forsætisráðherra á síðasta ári eftir stjórnarkreppu. Landið lýsti yfir sjálfstæði frá Indónesíu fyrir fimm árum en síðan hefur verið afar róstursamt þar. Erlent 22.2.2007 18:59 Ítalskir hermenn á leið heim frá Afganistan Hamid Karzai forseti Afganistan hvetur Ítali til að draga ekki herlið sitt út úr landinu. Ítalska þingið hefur hinsvegar ákveðið að flytja alla tvöþúsund ítölsku hermennina sem eru í Afganistan heim. Karzai hefur undanfarna mánuði átt fullt í fangi með að berjast gegn uppreisnarhópum Talibana. Forsætisráðherra Ítalíu sagði af sér í gær vegna málsins. Erlent 22.2.2007 18:19 Þrír bandarískir hermenn játa nauðgun og morð Þrír bandarískir hermenn hafa játað fyrir herrétti að hafa nauðgað og myrt 14 ára írakskri stúlku. Þeir nauðguðu stúlkunni allir áður en þeir myrtu hana. Þeir verða dæmdir í lífstíðarfangelsi í bandarískum herrétti en um það hafa lögmenn þeirra og saksóknari náð samkomulagi eftir að þeir játuðu allir glæpinn. Ódæðið frömdu þeir í mars á síðasta ári. Erlent 22.2.2007 17:33 Fangelsaður fyrir blogg Dómstóll í Egyptalandi úrskurðaði í dag bloggara í fjögurra ára fangelsi fyrir móðgun við Íslam og forseta landsins. Bloggarinn, Abdel Kareem Soliman er sá fyrsti sem er dæmdur í fangelsi í landinu fyrir skrif á vefinn. Hann hefur um langa hríð notað bloggið sitt til að gagnrýna al-Azhar háskólann, sem er ein helsta trúarstofnun landsins og Hosni Mubarak forseta, sem Soliman hefur kallað einræðisherra. Erlent 22.2.2007 17:24 Skurðlæknar slógust í miðjum uppskurði Slagsmál hófust í miðri aðgerð á skurðstofu á sjúkrahúsi í Belgrad í Serbíu milli tveggja skurðlækna. Slagsmálin færðust svo út af skurðstofunni og héldu áfram á ganginum. Þetta er haft eftir serbneska dagblaðinu Politika. Spasoje Radulovic læknir var í miðjum uppskurði þegar kollegi hans Dragan Vukanic kom inn og gerði athugasemd sem varð upphaf slagsmálanna. Erlent 22.2.2007 16:31 Hvad siger du ? Norræna tungumálayfirlýsingin verður 20 ára á þessu ári. Meginmarkmið yfirlýsingarinnar er að Norðurlandabúar eiga að geta talað móðurmál sitt í samskiptum við yfirvöld í öðrum norrænum ríkjum ef þörf krefur. Erlent 22.2.2007 16:08 Fjögurra ára fangelsi fyrir blogg Egypskur bloggari hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að móðga bæði Hosni Mubarak, forseta, og Múhameðstrúna. Abdel Karim Suleiman er 22 ára gamall fyrrverandi laganemi, sem var handtekinn í nóvember síðastliðnum, og hefur setið í fangelsi síðan. Hann var dæmdur fyrir átta blogg sem hann skrifaði árið 2004. Erlent 22.2.2007 15:05 Veikir farandverkamenn Erlent 22.2.2007 14:50 Kapphlaup í kjörbúðinni Verðbólga í Afríkuríkinu Zimbabwe er nú 1600 prósent á ársgrundvelli og landið er gjaldþrota, eftir 27 ára einræðisstjórn hins 83 ára gamla Roberts Mugabe. Þetta hefur auðvitað áhrif á daglegt líf þegnanna. Þeirra á meðal er Nelson Banya sem segist vera heppinn, því hann sé einn af tuttugu prósentum íbúa Zimbabwes, sem þó hafi atvinnu. Erlent 22.2.2007 14:04 Hvar er Peking ? Erlent 22.2.2007 13:15 Veggjalúsum fjölgar ört í Danmörku Óværu, sem líkist veggjalús, varð nýverið vart á gistiheimili á höfuðborgarsvæðinu og var gripið til eitrunar til að útrýma henni. Veggjalýs fjölga sér nú ört í Danmörku, að sögn Jótlandspóstsins, og hefur þurft að hreinsa þónokkur hótel út með eitri. Erlent 22.2.2007 13:00 Óvíst um framtíð Prodis Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði af sér í gærkvöldi eftir aðeins 10 mánuði í embætti. Ríkisstjórn hans tapaði atkvæðagreiðslu um utanríkismál á ítalska þinginu í gær. Óvíst er hvort Ítalíuforseti samþykkir afsögn Prodis. Erlent 22.2.2007 12:45 Stórhríð í Skandinavíu Stórhríð og frost hafa raskað samgöngum verulega í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Horfur eru á umtalsverðum töfum í lofti og á láði fram eftir degi. Erlent 22.2.2007 12:30 Samgöngur í Danmörku raskast vegna óveðurs Stórhríð og frost hafa valdið verulegum samgönguörðugleikum í Danmörku og sunnanverðum Noregi og Svíþjóð. Horfur eru á umtalsverðum töfum í lofti og á láði fram eftir degi. Erlent 22.2.2007 12:15 Harry fer til Íraks Harry Bretaprins hefur fengið skipun um að fara til Íraks. Varnarmálaráðuneytið breska tilkynnti þetta í morgun. Harry er hluti af Hinni bláu og konunglegu herdeild breska hersins. Líklegt er talið að hann verði við landamæravörslu á landamærum Íraks og Írans. Erlent 22.2.2007 12:11 Danir í rusli Verkfall sorphirðumanna breiðist nú út í Danmörku, en það hefur þegar staðið í tvær vikur í Árósum. Landlæknir Danmerkur hefur sent út leiðbeiningar til fólks þar sem það er meðal annars upplýst um að það sé aðeins lífrænn úrgangur sem þarf að hafa áhyggjur af, svosem matarleifar og bleyjur. Erlent 22.2.2007 10:44 Stóri bróðir kátur Breska fjölmiðlaráðið heldur fast við þá ákvörðun sína að banna skyndibitaauglýsingar sem beint er að börnum. Bæði fjölmiðlar og framleiðendur skyndibita hafa mótmælt þessari ákvörðun harðlega. Auglýsingabannið nær til rétta sem fara yfir mörk sem sett eru um magn á salti, fitu og sykri. Erlent 22.2.2007 10:25 Efnasprengjur í Írak Yfirvöld í Írak hafa af því miklar áhyggjur að hryðjuverkamenn hafa gert tvær árásir með efna-sprengjum á síðustu tveim dögum. Á þriðjudag fórust fimm í slíkri árás og um 140 særðust eða veiktust af eitrun. Sprengjurnar eru heimatilbúnar og í þeim er klórgas. Erlent 22.2.2007 10:11 Íhuga að flytja sendiráð sitt Bandaríkjamenn eru að huga að því að flytja sendiráð sitt í Lundúnum á öruggari stað. Það hefur verið á Grosvenor Square, í Mayfair hverfi, í hjarta borgarinnar, síðan 1938. Húsið er ein stærsta sendiráðsbygging í heimi. Þar eru yfir 600 herbergi á níu hæðum sem hýsa 750 manns starfslið. Það er hryðjuverkaógnin sem veldur því að til athugunar er að flytja sendiráðið. Erlent 22.2.2007 09:52 Við erum tilbúnir Íraska ríkisstjórnin segir að öryggissveitir hennar séu tilbúnar til þess að taka við löggæslu í suðurhluta landsins, þegar Bretar fækka um sextán hundruð manns í herliði sínu þar. Stjórnin segir þó að áfram verði þörf fyrir aðstoð þeirra bresku hermanna sem þar verða eftir. Það verða um 5500 hermenn, sem munu leggja mesta áherslu á að þjálfa írösku sveitirnar. Erlent 22.2.2007 09:25 Forseti Íraks ánægður með brotthvarf Breta Forseti Íraks, Jalal Talabani, hefur lýst yfir ánægju sinni með brotthvarf breskra hermanna frá Írak. Talsmaður forsetans sagði að þessi ákvörðun Blairs myndi hvetja íraskar hersveitir til þess að taka ábyrgð á öryggisgæslu í landinu. Erlent 22.2.2007 08:15 Neyðarviðræður stjórnvalda á Ítalíu Forseti Ítalíu, Giorgio Napolitano, mun brátt hefja viðræður við Romano Prodi, forsætisráðherra landsins, en hann lagði fram afsögn sína í gær. Forsetinn hefur þó ekki enn samþykkt afsögn Prodis. Erlent 22.2.2007 08:00 Harry Prins til Íraks Harry prins hefur fengið skipun um að fara til Íraks. Búist er við því að opinber tilkynning þess efnis verði birt í dag. Harry er hluti af herdeildinni Hinir bláu og konunglegu. Ekkert hefur fengist uppgefið um skyldur Harrys en líklegt er talið að hann verði við landamæravörslu á landamærum Íraks og Írans. Erlent 22.2.2007 07:45 Sex manns láta lífið í ferjuslysi Sex manns, þar af tvö börn, létu lífið í eldsvoða í ferju rétt utan við strönd Jakarta, höfuðborgar Indónesíu, í gærkvöldi. Alls voru um 250 farþegar í ferjunni þegar eldurinn braust út. Herskip og flugvélar voru sendar á staðinn til þess að aðstoða við að koma farþegum af ferjunni. Erlent 22.2.2007 07:25 Lögregla, einhver hefur lagað íbúðina mína! Maður í Þýskalandi kom heim til sín eftir helgarferð og komst að því að brotist hafði verið inn og íbúðin gerð upp. Gunther Hagler hringdi strax í lögregluna. Engu var stolið, en búið var að mála, hreinsa glugga, setja ný húsgögn og jafnvel skipta um ísskáp. Maturinn úr gamla ísskápnum hafði meira að segja verið færður yfir í þann nýja. Erlent 21.2.2007 21:55 Áttunda þyrlan skotin niður Black Hawk herþyrla Bandaríkjahers var skotin niður norður af Baghdad í Írak í dag. Enginn lést, en níu manns voru um borð. Þeir eru ekki alvarlega slasaðir. Þetta er áttunda þyrlan sem hrapar í Írak á einum mánuði. Talsmaður hersins sagði 28 manns, flesta bandaríkjamenn, hafa látist í átta þyrlum sem uppreisnarmenn hafa skotið niður á einum mánuði. Erlent 21.2.2007 21:31 Prodi vill fullan stuðning Romano Prodi er tilbúinn að halda áfram í embætti forsætisráðherra ef, og aðeins ef, vinstrisinnaður meirihluti styður hann að fullu. Þetta er haft eftir talsmanni hans í kvöld. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna munu taka ákvörðun um hvort afsögnin verður samþykkt eða hvort óskað verði eftir að Prodi sitji áfram. Erlent 21.2.2007 20:57 Prodi segir af sér Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði af sér í kvöld. Hann hefur afhent forseta landsins afsögna sína og ríkisstjórnar sinnar. Ríkisstjórnin beið ósigur í atkvæðagreiðslu um utanríkismál á ítalska þinginu í dag. Deilt var um þátttöku Ítala í stríðinu í Afganistna og hernaðarsamvinnu við Bandaríkjamenn. Búist er við að forsetinn Giorgio Napolitano fundi með leiðtogum stjórnmálaflokkanna um málið. Þeir munu taka ákvörðun um að taka afsögninni eða óska eftir að Prodi sitji áfram. Erlent 21.2.2007 19:32 Fimmburar fæddust í Gaza-borg Uppi varð fótur og fit á sjúkrahúsi í Gaza-borg í dag þegar palestínsk kona ól þar fimmbura. Von var á fjórum börnum í heiminn og það fimmta kom því í kaupbæti. Erlent 21.2.2007 19:19 « ‹ ›
Haraldur Noregskonungur sjötugur Haraldur Noregskonungur varð sjötugur í gær. Mikil hátíðarhöld eru fyrirhuguð í Noregi vegna þess næstu daga. Konungshjónin ræddu opinskátt um samband sitt í viðtali við norska TV2 í vikunni. Erlent 22.2.2007 19:30
Horta býður sig fram til forseta Jose Ramos Horta, handhafi friðarverðlauna Nóbels ætlar að bjóða sig fram sem forseta Austur-Tímor. Horta tók við embætti forsætisráðherra á síðasta ári eftir stjórnarkreppu. Landið lýsti yfir sjálfstæði frá Indónesíu fyrir fimm árum en síðan hefur verið afar róstursamt þar. Erlent 22.2.2007 18:59
Ítalskir hermenn á leið heim frá Afganistan Hamid Karzai forseti Afganistan hvetur Ítali til að draga ekki herlið sitt út úr landinu. Ítalska þingið hefur hinsvegar ákveðið að flytja alla tvöþúsund ítölsku hermennina sem eru í Afganistan heim. Karzai hefur undanfarna mánuði átt fullt í fangi með að berjast gegn uppreisnarhópum Talibana. Forsætisráðherra Ítalíu sagði af sér í gær vegna málsins. Erlent 22.2.2007 18:19
Þrír bandarískir hermenn játa nauðgun og morð Þrír bandarískir hermenn hafa játað fyrir herrétti að hafa nauðgað og myrt 14 ára írakskri stúlku. Þeir nauðguðu stúlkunni allir áður en þeir myrtu hana. Þeir verða dæmdir í lífstíðarfangelsi í bandarískum herrétti en um það hafa lögmenn þeirra og saksóknari náð samkomulagi eftir að þeir játuðu allir glæpinn. Ódæðið frömdu þeir í mars á síðasta ári. Erlent 22.2.2007 17:33
Fangelsaður fyrir blogg Dómstóll í Egyptalandi úrskurðaði í dag bloggara í fjögurra ára fangelsi fyrir móðgun við Íslam og forseta landsins. Bloggarinn, Abdel Kareem Soliman er sá fyrsti sem er dæmdur í fangelsi í landinu fyrir skrif á vefinn. Hann hefur um langa hríð notað bloggið sitt til að gagnrýna al-Azhar háskólann, sem er ein helsta trúarstofnun landsins og Hosni Mubarak forseta, sem Soliman hefur kallað einræðisherra. Erlent 22.2.2007 17:24
Skurðlæknar slógust í miðjum uppskurði Slagsmál hófust í miðri aðgerð á skurðstofu á sjúkrahúsi í Belgrad í Serbíu milli tveggja skurðlækna. Slagsmálin færðust svo út af skurðstofunni og héldu áfram á ganginum. Þetta er haft eftir serbneska dagblaðinu Politika. Spasoje Radulovic læknir var í miðjum uppskurði þegar kollegi hans Dragan Vukanic kom inn og gerði athugasemd sem varð upphaf slagsmálanna. Erlent 22.2.2007 16:31
Hvad siger du ? Norræna tungumálayfirlýsingin verður 20 ára á þessu ári. Meginmarkmið yfirlýsingarinnar er að Norðurlandabúar eiga að geta talað móðurmál sitt í samskiptum við yfirvöld í öðrum norrænum ríkjum ef þörf krefur. Erlent 22.2.2007 16:08
Fjögurra ára fangelsi fyrir blogg Egypskur bloggari hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að móðga bæði Hosni Mubarak, forseta, og Múhameðstrúna. Abdel Karim Suleiman er 22 ára gamall fyrrverandi laganemi, sem var handtekinn í nóvember síðastliðnum, og hefur setið í fangelsi síðan. Hann var dæmdur fyrir átta blogg sem hann skrifaði árið 2004. Erlent 22.2.2007 15:05
Kapphlaup í kjörbúðinni Verðbólga í Afríkuríkinu Zimbabwe er nú 1600 prósent á ársgrundvelli og landið er gjaldþrota, eftir 27 ára einræðisstjórn hins 83 ára gamla Roberts Mugabe. Þetta hefur auðvitað áhrif á daglegt líf þegnanna. Þeirra á meðal er Nelson Banya sem segist vera heppinn, því hann sé einn af tuttugu prósentum íbúa Zimbabwes, sem þó hafi atvinnu. Erlent 22.2.2007 14:04
Veggjalúsum fjölgar ört í Danmörku Óværu, sem líkist veggjalús, varð nýverið vart á gistiheimili á höfuðborgarsvæðinu og var gripið til eitrunar til að útrýma henni. Veggjalýs fjölga sér nú ört í Danmörku, að sögn Jótlandspóstsins, og hefur þurft að hreinsa þónokkur hótel út með eitri. Erlent 22.2.2007 13:00
Óvíst um framtíð Prodis Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði af sér í gærkvöldi eftir aðeins 10 mánuði í embætti. Ríkisstjórn hans tapaði atkvæðagreiðslu um utanríkismál á ítalska þinginu í gær. Óvíst er hvort Ítalíuforseti samþykkir afsögn Prodis. Erlent 22.2.2007 12:45
Stórhríð í Skandinavíu Stórhríð og frost hafa raskað samgöngum verulega í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Horfur eru á umtalsverðum töfum í lofti og á láði fram eftir degi. Erlent 22.2.2007 12:30
Samgöngur í Danmörku raskast vegna óveðurs Stórhríð og frost hafa valdið verulegum samgönguörðugleikum í Danmörku og sunnanverðum Noregi og Svíþjóð. Horfur eru á umtalsverðum töfum í lofti og á láði fram eftir degi. Erlent 22.2.2007 12:15
Harry fer til Íraks Harry Bretaprins hefur fengið skipun um að fara til Íraks. Varnarmálaráðuneytið breska tilkynnti þetta í morgun. Harry er hluti af Hinni bláu og konunglegu herdeild breska hersins. Líklegt er talið að hann verði við landamæravörslu á landamærum Íraks og Írans. Erlent 22.2.2007 12:11
Danir í rusli Verkfall sorphirðumanna breiðist nú út í Danmörku, en það hefur þegar staðið í tvær vikur í Árósum. Landlæknir Danmerkur hefur sent út leiðbeiningar til fólks þar sem það er meðal annars upplýst um að það sé aðeins lífrænn úrgangur sem þarf að hafa áhyggjur af, svosem matarleifar og bleyjur. Erlent 22.2.2007 10:44
Stóri bróðir kátur Breska fjölmiðlaráðið heldur fast við þá ákvörðun sína að banna skyndibitaauglýsingar sem beint er að börnum. Bæði fjölmiðlar og framleiðendur skyndibita hafa mótmælt þessari ákvörðun harðlega. Auglýsingabannið nær til rétta sem fara yfir mörk sem sett eru um magn á salti, fitu og sykri. Erlent 22.2.2007 10:25
Efnasprengjur í Írak Yfirvöld í Írak hafa af því miklar áhyggjur að hryðjuverkamenn hafa gert tvær árásir með efna-sprengjum á síðustu tveim dögum. Á þriðjudag fórust fimm í slíkri árás og um 140 særðust eða veiktust af eitrun. Sprengjurnar eru heimatilbúnar og í þeim er klórgas. Erlent 22.2.2007 10:11
Íhuga að flytja sendiráð sitt Bandaríkjamenn eru að huga að því að flytja sendiráð sitt í Lundúnum á öruggari stað. Það hefur verið á Grosvenor Square, í Mayfair hverfi, í hjarta borgarinnar, síðan 1938. Húsið er ein stærsta sendiráðsbygging í heimi. Þar eru yfir 600 herbergi á níu hæðum sem hýsa 750 manns starfslið. Það er hryðjuverkaógnin sem veldur því að til athugunar er að flytja sendiráðið. Erlent 22.2.2007 09:52
Við erum tilbúnir Íraska ríkisstjórnin segir að öryggissveitir hennar séu tilbúnar til þess að taka við löggæslu í suðurhluta landsins, þegar Bretar fækka um sextán hundruð manns í herliði sínu þar. Stjórnin segir þó að áfram verði þörf fyrir aðstoð þeirra bresku hermanna sem þar verða eftir. Það verða um 5500 hermenn, sem munu leggja mesta áherslu á að þjálfa írösku sveitirnar. Erlent 22.2.2007 09:25
Forseti Íraks ánægður með brotthvarf Breta Forseti Íraks, Jalal Talabani, hefur lýst yfir ánægju sinni með brotthvarf breskra hermanna frá Írak. Talsmaður forsetans sagði að þessi ákvörðun Blairs myndi hvetja íraskar hersveitir til þess að taka ábyrgð á öryggisgæslu í landinu. Erlent 22.2.2007 08:15
Neyðarviðræður stjórnvalda á Ítalíu Forseti Ítalíu, Giorgio Napolitano, mun brátt hefja viðræður við Romano Prodi, forsætisráðherra landsins, en hann lagði fram afsögn sína í gær. Forsetinn hefur þó ekki enn samþykkt afsögn Prodis. Erlent 22.2.2007 08:00
Harry Prins til Íraks Harry prins hefur fengið skipun um að fara til Íraks. Búist er við því að opinber tilkynning þess efnis verði birt í dag. Harry er hluti af herdeildinni Hinir bláu og konunglegu. Ekkert hefur fengist uppgefið um skyldur Harrys en líklegt er talið að hann verði við landamæravörslu á landamærum Íraks og Írans. Erlent 22.2.2007 07:45
Sex manns láta lífið í ferjuslysi Sex manns, þar af tvö börn, létu lífið í eldsvoða í ferju rétt utan við strönd Jakarta, höfuðborgar Indónesíu, í gærkvöldi. Alls voru um 250 farþegar í ferjunni þegar eldurinn braust út. Herskip og flugvélar voru sendar á staðinn til þess að aðstoða við að koma farþegum af ferjunni. Erlent 22.2.2007 07:25
Lögregla, einhver hefur lagað íbúðina mína! Maður í Þýskalandi kom heim til sín eftir helgarferð og komst að því að brotist hafði verið inn og íbúðin gerð upp. Gunther Hagler hringdi strax í lögregluna. Engu var stolið, en búið var að mála, hreinsa glugga, setja ný húsgögn og jafnvel skipta um ísskáp. Maturinn úr gamla ísskápnum hafði meira að segja verið færður yfir í þann nýja. Erlent 21.2.2007 21:55
Áttunda þyrlan skotin niður Black Hawk herþyrla Bandaríkjahers var skotin niður norður af Baghdad í Írak í dag. Enginn lést, en níu manns voru um borð. Þeir eru ekki alvarlega slasaðir. Þetta er áttunda þyrlan sem hrapar í Írak á einum mánuði. Talsmaður hersins sagði 28 manns, flesta bandaríkjamenn, hafa látist í átta þyrlum sem uppreisnarmenn hafa skotið niður á einum mánuði. Erlent 21.2.2007 21:31
Prodi vill fullan stuðning Romano Prodi er tilbúinn að halda áfram í embætti forsætisráðherra ef, og aðeins ef, vinstrisinnaður meirihluti styður hann að fullu. Þetta er haft eftir talsmanni hans í kvöld. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna munu taka ákvörðun um hvort afsögnin verður samþykkt eða hvort óskað verði eftir að Prodi sitji áfram. Erlent 21.2.2007 20:57
Prodi segir af sér Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði af sér í kvöld. Hann hefur afhent forseta landsins afsögna sína og ríkisstjórnar sinnar. Ríkisstjórnin beið ósigur í atkvæðagreiðslu um utanríkismál á ítalska þinginu í dag. Deilt var um þátttöku Ítala í stríðinu í Afganistna og hernaðarsamvinnu við Bandaríkjamenn. Búist er við að forsetinn Giorgio Napolitano fundi með leiðtogum stjórnmálaflokkanna um málið. Þeir munu taka ákvörðun um að taka afsögninni eða óska eftir að Prodi sitji áfram. Erlent 21.2.2007 19:32
Fimmburar fæddust í Gaza-borg Uppi varð fótur og fit á sjúkrahúsi í Gaza-borg í dag þegar palestínsk kona ól þar fimmbura. Von var á fjórum börnum í heiminn og það fimmta kom því í kaupbæti. Erlent 21.2.2007 19:19