Erlent

Áhöfn Endeavour telur ferjuna búna til lendingar

Áhafnarmeðlimir Endeavour-geimferjunnar eru handvissir um að skutla sín geti þotið innum lofthjúp jarðar áfallalaust þrátt fyrir hitateppi hennar hafi skemmst við lofttak. Stýrimaður ferjunnar lýsti þessu yfir í dag. Hann sagði að skemmdirnar væru lítilvægar.

Erlent

Rannsaka hugsanlegt gin- og klaufaveikismit í dýragarði

Bresk yfirvöld rannsaka nú hvort búfénaður í dýragarði skammt frá Surrey í Suður-Englandi hafi sýkst af gin- og klaufaveiki. Fyrr í dag tilkynntu bresk yfirvöld að þau væru einnig að rannsaka hugsanlegt smit á nautgripabúi í Kent. Óttast menn nú að yfirvöldum hafi mistekist að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins.

Erlent

Sjálfstæð þjóð í 60 ár

60 ár er í dag frá því Pakistanar brutust undan nýlendustjórn Breta og stofnuðu eigin ríki. Þeim tímamótum var fagnað víða um landið í dag. Indverjar fagna sínu frelsi á morgun.

Erlent

Dregur úr eyðingu skóga Amason

Nýlegar skoðanir á regnskógum Amason sýna að dregið hefur úr eyðing skóganna um 25 prósent. Forseti Brasilíu, Luiz Inacio Lula da Silva, fangar þessu og segir að með viðsnúningi þessum sé andrúmloft jarðar laust við miljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum.

Erlent

Forseti Írans heimsækir Afganistan

Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, hitti afganska starfsbróður sinn Hamid Karzai í dag þrátt fyrir eindregnar óskir bandarískra yfirvalda um að Karzai tæki ekki á móti honum.

Erlent

Of þurrt í Kína fyrir hveiti-, og hrísgrjónarækt

Ein helsta búgrein Kína, hveiti-, og hrísgrjónarækt, gæti heyrt sögunni til því ræktunarskilyrði eru einfaldlega ekki fyrir hendi í landinu. Þrátt fyrir að flóð skeki mörg svæði Kína yfir sumartímann er sextíu prósent hins ræktarlega lands of þurr fyrir hveiti-, og hrísgrjónarækt.

Erlent

Missti fótinn en tók ekki eftir því

Japanskur mótorhjólamaður sem lenti í slysi á hjóli sínu áttaði sig ekki á því að hann hafði misst fótlegginn fyrr en hann hafði ekið áfram um tveggja kílómetra leið

Erlent

Þurfti að dúsa uppi í tré í heila viku

Ástralskur bóndi þurfti að dúsa uppi í tré í heila viku þegar hann álpaðist inn á svæði sem krökt var af krókódílum. Þegar hann áttaði sig á hættunni rauk hann upp í tré og hafði hann aðeins tvær samlokur til að seðja sárasta hungrið.

Erlent

Geimgangan gekk vel

Skipt var um einn af fjórum snúðvísum í Alþjóðageimstöðinni í gær. Tveir áhafnarmeðlimir geimskutlunnar Endeavour, sem stödd er við stöðina, héldu í geimgöngu í gær og komu 272 kílógramma nýjum snúðvísi á sinn stað.

Erlent

Mattel innkallar milljónir leikfanga

Bandaríski leikfangaframleiðandinn Mattel hefur innkallað níu milljónir leikfanga sem framleiddar voru í Kína. Þetta er í annað skiptið á tveimur vikum sem fyrirtækið neyðist til að innkalla leikföng í milljónavís. Um er að ræða leikföng sem talin eru innihalda blý auk þess sem að í sumum leikfangana séu lítil segulstál sem reynt geta hættuleg börnum.

Erlent

Gul lofar áframhaldandi aðskilnaði

Abdullah Gul, forsetaframbjóðandi AK flokksins í Tyrklandi lofaði því í dag að stjórnmál og trúarbrögð verði áfram aðskilin í landinu, nái hann kjöri.

Erlent

Krafist að Marta Lovísa Noregsprinsessa afsali sér krúnunni

Krafan um að Marta Lovísa Noregsdrottning afsali sér titli sínum verður háværari með hverjum deginum. Hún er sökuð um að nota sér titilinn og frægðina sem honum fylgi til að græða peninga. Prinsessan hefur komið á fót skóla þar sem nemendum er kennt að tala við engla.

Erlent

Pakistanar fagna 60 ára sjálfstæði

Sextíu ár eru í dag liðin frá því Pakistan fékk sjálfstæði frá Bretum. Þeim tímamótum er fagnað í landinu í dag. 1947 var landið sem nú er Pakistan enn hluti af Indlandi sem Bretar réðu þá. Pakistan varð sjálfstætt ríki 14. ágúst það ár, og Indland degi síðar.

Erlent

Kona látin úr saurgerlasmiti á Skotlandi

Rúmlega sextug kona er látin og fimm eru mikið veikir vegna saurgerlasmits í Paisley í Skotlandi. Talið er að fólkið hafi smitast þegar það borðaði kalt kjötálegg úr sælkeraborði verslunarkeðjunnar Morrisons. Verslunarkeðjan hefur tekið kjötið úr sölu, og segist í yfirlýsingu miður sín vegna atviksins. 21 létust úr sömu tegund gerilsins í Bretlandi árið 1996. Einkenni saurgerlasmits eru magakrampar, niðurgangur, ógleði og sótthiti.

Erlent

Gin- og klaufaveiki mögulega komin upp á fjórða bænum

Yfirdýralæknirinn í Bretlandi segir grun um gin- og klaufaveiki á fjórða bænum í Kent. Í samtali við BBC vildi Debby Reynolds ekki gefa upp hvar bærinn er, en sagði að öryggissvæði hafi verið afgirt kringum hann. Beðið er niðurstöðu úr rannsóknum á nautgripum á bænum, en Reynold benti á að margt væri líkt með þessu máli og öðru sem kom upp í síðustu viku þegar grunur um smit á bæ í Surrey reyndist rangur.

Erlent

Handtökuskipun á eiganda Man City staðfest

Hæstiréttur í Tælandi hefur staðfest handtökuskipun sem gefin var út á hendur Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra landsins og eiginkonu hans, fyrir skömmu. Handtökuskipunin var upphaflega gefin út vegna þess að Thaksin mætti ekki fyrir rétt til að svara spillingarákærum vegna sölu á landi sem hann átti í miðborg Bangkok árið 2003, þegar hann var ennþá forsætisráðherra.

Erlent

Íslaust Norðurheimskaut árið 2040

Vísindamenn búast við því að magn íss á norðurheimskautinu muni ná metlægðum í lok þessa sumars. Mælingar sem Snjó og ís rannsóknarstofnun Bandaríkjanna gerði benda til þess að um þrjátíu prósent minna sé af sjóís nú en í meðalári. Þar sem ís heldur áfram að bráðna fram í miðjan september reikna vísindamennirnir með því að þá verði minna af ís en nokkru sinni áður. Þeir spá því að norðurheimskautið verði orðið íslaust með öllu á sumrin árið 2040.

Erlent

Danskir veitingamenn óttast reykingabann

Aukið ofbeldi, eiturlyfjasala og hávaði er meðal þess sem danskir veitingamenn óttast í kjölfar reykingabanns á veitinga og skemmtistöðum sem tekur gildi þar á miðvikudaginn.

Erlent

Elsta kona í heimi látin

Elsta kona í heimi, hin japanska Yone Minagawa, lést í gær 114 ára að aldri. Minagawa fæddist 4. janúar 1893 og tók við titlinum í janúar á þessu ári.

Erlent

Ung stúlka stungin til bana á heimili sínu

Tveggja ára stúlka fannst stungin til bana á heimili sínu í austur London í nótt. Móðir stúlkunnar á þrítugsaldri, fannst einnig á vettvangi með stungusár og liggur þungt haldin á sjúkrahúsi. Talsmaður Scotland Yard sagði að enginn hefði verið handtekinn, en málið væri í rannsókn.

Erlent

Hundruð farast í flóðum í Norður-Kóreu

Hundruð manna eru sögð hafa látist í flóðum í Norður-Kóreu sem tengjast árlegum rigningum þar í landi. Eftir því sem ríkisútvarp Norður-Kóreu greinir frá hafa tugþúsundir hektara ræktarlands eyðilagst í flóðunum og um 30 þúsund heimili.

Erlent

Gul aftur tilnefndur sem forsetaefni í Tyrklandi

AK flokkurinn, sem fer með stjórnartauma í Tyrklandi, hefur staðfest að flokkurinn hyggist aftur tilnefna Abdullah Gul sem forsetaefni sitt. Gul, sem er fyrrverandi islamisti, var einnig tilnefndur í vor við lítinn fögnuð veraldlega þenkjandi stjórnarandstæðinga og hers, sem tókst að koma í veg fyrir framboð hans þá. Það leiddi til þess að þingkosningum var flýtt og vann AK flokkurinn meirihluta sinn í þeim.

Erlent

Var skipað að skjóta þá sem flýðu land

Leyniþjónustan Stasi gaf landamæravörðum í Austur-Þýskalandi skipun um að skjóta þá sem reyndu að flýja til Vestur-Þýskalands. 1.100 voru drepnir við að reyna að flýja til vesturs. Þeir sem gáfu skipunina gætu verið sóttir til saka.

Erlent

Ræði við róttæka íslamista

Bresk stjórnvöld ættu að hefja beinar viðræður við þrjú helstu samtök róttækra íslamista í Mið-Austurlöndum: Hamas, Hisbollah og Múslímska bræðralagið. Bresk þingnefnd um utanríkismál leggur þetta til í skýrslu sem kynnt var í gær.

Erlent

Fjórir ráðherrar voru reknir

Fjórir ráðherrar úr minni stjórnarflokkunum tveimur voru reknir úr ríkisstjórn Póllands í gær. Ríkisstjórn Póllands hefur því misst meirihluta sinn á þingi og verða haldnar kosningar í landinu í haust, tveimur árum fyrr en áætlað var.

Erlent

Bandaríkjamenn kanna tilkall til norðurskautsins

Skip á vegum bandarísku strandgæslunnar er nú á leið í rannsóknarleiðangur á norðurskautið til að kortleggja sjávarbotninn fyrir norðan Alaska. Markmið leiðangursins er að athuga hvort hluti norðurskautsins megi teljast vera bandarískt landsvæði. Bandaríkjamenn neita því hins vegar að ferðin tengist vaxandi samkeppni þjóða um yfirráð yfir Norðurpólnum.

Erlent

Áfram reynt að bjarga námuverkamönnunum í Utah

Björgunarmenn í Utah fylki í Bandaríkjunum undirbúa nú að bora þriðju holuna í átt til námuverkamannanna sex sem enn er saknað eftir kolanámur hrundu saman síðastliðinn mánudag. Ekkert hefur til mannanna spurst frá því námurnar hrundu og því ekki vitað hvort þeir séu enn á lífi.

Erlent