Erlent

Sendiskrifstofa og rammasamningur

Færeyingar opnuðu í dag sendiskrifstofu í Reykjavík. Við það tækifæri var undirritaður rammasamningur um samstarf Íslendinga og Færeyinga í heilbrigðismálum.

Erlent

Ísland ekki lengur í alfaraleið

Ísland verður síður í alfaraleið í sjóflutningum þegar Norð-vestur siglingaleiðin er að verða greiðfær skipum. Þetta segir íslenskur skipulagsfræðingur og segir að bráðunin íss á svæðinu sé töluvert á undan áætlun.

Erlent

Flugmaður lést í sýningaratriði í Bretlandi

Flugmaður lést þegar flugvél hans skall til jarðar á flugsýningu í Shoreham í Vestur-Sussex á Englandi í dag. Talið að flugmaðurinn hafi verið að taka þátt í sýningaratriði um baráttuna um Bretland í síðari heimsstyrjöldinni á vegum konunglega breska flughersins.

Erlent

Fundu fimm ára stúlku látna

Svissneska lögreglan greindi frá því í dag að hún búið væri að finna líkið af fimm ára gamalli stúlku sem leitað hafði verið að í sex vikur. Ylenia Lenhard hvarf þann 31. júlí síðastliðinn í bænum Appenzell.

Erlent

Kvarta undan káfi á Kastrup

Það ríkir allt annað en gleði meðal danskra flugþjóna vegna nýrra öryggisreglna sem tóku gildi á Kastrup-flugvelli í dag. Samkvæmt þeim eiga verðir í öryggishliðum að leita með höndunum á öllum farþegum, þar á meðal í klofi og á milli brjósta.

Erlent

Al-Qaida hótar líka IKEA og Volvo

Lögregla í Svíþjóð hefur þegar hafið rannsókn á hótunum í garð sænska listamannsins Lars Vilks og ritstjóra héraðsblaðsins Nerikes Allehanda vegna Múhameðsteikninga.

Erlent

Rændu íþróttaminjagripum á hótelherbergi

Ruðningskappinn fyrrverandi og kvikmyndaleikarinn O.J. Simpson var færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni í Las Vegas í fyrradag, grunaður um aðild að vopnuðu ráni á spilavíti þar í borg.

Erlent

Öldungar takast á um forsætisráðherraembættið í Japan

Tveir munu takast á um það sem að verða næsti forsætisráðherra Japans eftir að Shinzo Abe sagði af sér á dögunum. Það verða þeir Taro Aso og Yasuo Fukuda sem berjast munu um leiðtogahlutverkið í Frjálslynda demókrataflokknum sem heldur um stjórnartaumana í landinu.

Erlent

Setur 100 þúsund dollara til höfuðs Lars Vilks

Abu Omar al-Baghdadi, leiðtogi al-Qaida í Írak, hefur sett hundrað þúsund dollara, jafnvirði um 6,5 milljónum króna til höfuðs sænska teiknaranum Lars Vilks sem teiknaði á dögunum myndir af Múhameð spámanni í líki hunds.

Erlent

Hermönnum hugsanlega fækkað í 100 þúsund eftir rúmt ár

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir vel koma til greina að kalla enn fleiri hermenn heim frá Írak en Bush Bandaríkjaforseti boðaði í ræðu á fimmtudaginn. Gates segir koma til greina að fækka hermönnum niður í hundrað þúsund fyrir lok næsta árs.

Erlent

Norðvestursiglingaleiðin opin

Norðvestursiglingaleiðin yfir norðurpólinn er greiðfær skipum í fyrsta sinn síðan eftirlit með henni hófst fyrir tæpum þrjátíu árum. Um er að ræða beinustu siglingaleiðina milli Asíu og Evrópu.

Erlent

Trúarleg skylda stúlku að giftast frænda sínum

Leiðtogi stærsta sértrúarsafnaðar Bandaríkjanna sem styður fjöldkvæni sagði fjórtán ára stúlku sem hann hafði nýlega gift nítjan ára frænda sínum að það væri trúarleg skylda hennar að gefa eiginmanninum hug sinn, líkama og sál. Þessu héldu saksóknarar í máli stúlkunnar gegn safnaðarleiðtoganum fram fyrir rétti í Utah í dag.

Erlent

Ekki alveg dauður

Maður, sem hafði verið úrskurðaður látinn, vaknaði við nístandi sársauka á skurðarborði í Venesúela eftir að læknar hófu krufningu á honum.

Erlent

Stöðugleiki og lægri vextir fylgja Evru

Fyrrverandi fjármálaráðherra Írlands ráðleggur Íslendingum að skoða upptöku Evru því hún hafi hjálpað Írum að viðhalda stöðugleika á tímum mikillar efnahagsuppbyggingar.

Erlent

Sendiráðið ævareitt yfir ummælunum

Bandaríska sendiráðið í Danmörku er langt því frá sátt við ummæli þekkts dansks sjónvarpsmanns um hvernig honum varð innanbrjósts þegar hann frétti af hryðjuverkaárásunum 11. september 2001.

Erlent

Búið að finna gallann í Dash 8 vélunum

Framleiðandi Dash 8 vélanna sem SAS flugfélagið kyrrsetti í vikunni segir að búið sé að finna gallann sem olli því að hjólabúnaður vélanna brást ítrekað. Kanadiski framleiðandinn Bombardier segir að viðgerð sé tiltölulega einföld og hægt verði að aflétta farbanninu jafnvel strax á mánudaginn.

Erlent

Minn tími kemur aftur -Putin

Vladimir Putin, forseti Rússlands sagði í dag að hann útilokaði ekki að hann myndi sækjast eftir forsetaembættinu á nýjan leik árið 2012. Samkvæmt stjórnarskrá landsins má forseti ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil. Síðara kjörtímabili Putins lýkur á næsta ári. Hinsvegar mega menn bjóða sig fram á nýjan leik eftir eitt kjörtímabil utan embættis.

Erlent

Simpson yfirheyrður vegna ráns

OJ Simpson hefur verið yfirheyrður vegna ráns í spilavíti í Las Vegas í gær. Lögreglan hefur staðfest að Simpson hafi verið yfirheyrður, en hann hafi ekki verið handtekinn. Fregnir af þessu eru enn mjög af skornum skammti. Ekkert hefur verið gefið upp um ránsfeng eða annað sem málið snertir.

Erlent

Norðmenn senda herþotur gegn rússum

Tvær norskar herþotur voru sendar á loft í morgun til að mæta tveimur rússneskum sprengjuvélum sem flugu meðfram strönd Noregs. Rússnesku vélarnar voru af gerðinni Tu-160. Þá rauf rússnesk herflugvél lofthelgi Finnlands í morgun.

Erlent

Meintur árásarmaður handtekinn

Lögreglan í Frankfurt í Þýskalandi hefur handtekið 22 ára gamlan mann fyrir fólskulega árás á rabbía þar í borg. Maðurinn stakk rabbíann með hníf áður en hann hljóp í burtu. Verknaðurinn vakti mikinn óhug í Þýskalandi og umræðu um gyðingahatur þar í landi.

Erlent

Vilja ekki fleiri erlenda verkamenn

Hugmynd framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins um að aðildarlönd opni landamæri sín fyrir erlendu vinnuafli hafa fallið í grýttan jarðveg í Þýskalandi. Haft er eftir Michael Glos, efnhagsráðherra Þýskalands, á vefútgáfu þýska blaðsins Der Spiegel í dag að Þjóðverjar vilji ekki taka við fleiri erlendum verkamönnum í bili.

Erlent

Líkur á vopnahléi í Darfur

Forseti Súdans, Omar Hassan al-Bashir sagði á blaðamannafundi í Róm í morgun að súdönsk stjórnvöld hefðu fyrir sitt leyti fallist á vopnahlé í Darfur héraði.

Erlent

Bhutto hyggst snúa aftur til Pakistans

Fyrrverandi forsætisráðhera Pakistans, Benazir Bhutto, ætlar að snúa aftur til heimalandsins eftir margra ára útlegð. Bhutto hefur átt í viðræðum við forseta landsins, Pervez Musharaf, um að taka á ný við forsætisráðherraembættinu, en þær viðræður fóru út um þúfur.

Erlent