Erlent

Konur mótmæla Abbas

Tvö hundruð konur hafa marserað inn á Vesturbakkann til að krefjast lausnar Hamasliða sem eru haldi í palestínskum fangelsum.

Erlent

Breskir kennarar vilja ekki nota tölvur til að fara yfir próf

Notkun tölvuprófa leiðir til aukinnar hættu á því að rangar einkunnir séu gefnar, eftir því sem fagfélög breskra kennara fullyrða. John Bangs, yfirmaður kennslumála hjá breska kennarasambandinu, segir að kennurum finnist mjög erfitt að nota tölvupróf. Sérstaklega vegna þess að tímafrestur í slíkum prófum sé mjög ósveigjanlegur og ekki sé tekið tillit til nemenda sem skrifa langan texta í prófsvörum.

Erlent

Bjórsvelgir hittast í München

Októberfest hófst í München í dag í hundrað sjötugasta og fjórða skipti. Talið er að sex milljónir manna muni taka þátt í hátíðinni sem stendur yfir í sextán daga. Hátíðin er haldin á Theresienwiese sem er 31 hektara garður með fjórtán stórum tjöldum þar sem bjórneytendur njóta guðaveiganna. Í fyrra voru sex milljónir lítra drukknir á hátíðinni. Talið er að í fyrra hafi viðskipti í München numið nærri 90 milljörðum vegna hátíðarinnar.

Erlent

Fujimori lendir í Perú

Alberto Fujimori fyrrum forseti Perú var fluttur aftur til heimalandsins í dag, framseldur frá Chile. Í Perú verður réttað yfir honum vegna morða á 25 manns, sem féllu fyrir hendi dauðasveita á valdatíma Fujimoris á síðasta áratug síðustu aldar.

Erlent

Fujimori segist rólegur yfir framsalinu

Alberto Fujimori fyrrum forseti Perú segist vera alveg rólegur þó að hann eigi yfir höfði sér að verða framseldur frá Chile til heimalands síns, þar sem hann hefur verið ákærður fyrir spillingu og morð.

Erlent

Munkar mótmæla í Myanmar

Hundruð Búddamunka í Mýanmar, sem áður hét Burma, örkuðu um götur Mandalay í norðurhluta landsins til að mótmæla herstjórninni í landinu. Fleiri en þúsund manns fylgdust með göngunni og sýndu þannig stuðning við munkana.

Erlent

Kostunica vill ekki veita Kosovo sjálfstæði

Kostunica forsætisráðherra Serbíu varaði við því í dag að Kosovo yrði veitt sjálfstæði. Hann sagði að sig grunaði að Bandaríkjastjórn myndi knýja fram sjálfstæði Kosovo en að slíkt myndi leiða til ofbeldisverka sem ekki hefðu sést síðan Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar. Hann útskýrði orð sín ekki nánar.

Erlent

Castro las ævisögu Greenspan

Fídel Castro forseti Kúbu kom fram í sjónvarpi í heimalandi sínu í gærkvöldi í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Hann var veiklulegur og hás en augljóslega með fullum sönsum.

Erlent

Sænskir glæpamenn á íslenskum hestum

Hrafnkell Karlsson sem rekur hestaleigu með íslenska hesta í Svíþjóð fékk heldur óvenjulega viðskiptavini í gær. Þá var komið til hans með sjö hættulega fanga sem ásamt fangavörðum fóru með þeim í fimm klukkustunda útreiðatúr.

Erlent

Líbanskur þingmaður borinn til grafar

Útför þingmannsins sem lést í bílsprengju í Líbanon í fyrradag fór fram í Beirút í dag. Fjölskylda og stuðningsmenn þingmannsins, Antoine Ghanem, voru viðstödd útförina í einu af úthverfum Beirútborgar.

Erlent

Nýfætt barn finnst í húsgarði

Nýfæddur drengur fannst í gærkvöldi í húsgarði í Liverpool á Englandi. Par á göngu kom auga á drenginn sem hafði verið vafið í handklæði og settur í poka. Hann var líklega ekki nema nokkurra klukkustunda gamall. Farið var með drenginn, sem hefur fengið nafnið Zach, á sjúkrahús, og heilsast honum að sögn lækna afar vel. Þeir hafa meiri áhyggjur af móðurinni, en hennar er nú leitað á upptökum öryggismyndavéla í nágrenninu.

Erlent

Nær allar Dash vélar með sama galla í hjólabúnaði

Hjólabúnaður í tuttugu og fimm af tuttugu og sjö Dash flugvélum SAS flugfélagsins reyndist ryðgaður í skoðun skandinavískrar eftirlitsstofnunar. Allar vélar sömu gerðar og þeirra sem nauðlentu í Álaborg og Vilníus voru kannaðar, og reyndust þær nær allar hafa þann sama galla í hjólabúnaði sem olli slysunum tveimur.

Erlent

Fujimori verður framseldur

Hæstiréttur í Chile hefur ákveðið að framselja Alberto Fujimori fyrrverandi forseta Perú. Fujimori er sakaður um fjárdrátt og mannréttindabrot í valdatíð sinni á tíunda áratugnum.

Erlent

Bankarán í Danmörku

Tveir grímuklæddir menn vopnaði hnífum rændu útibú Danske Bank í bænum Lyngby í Danmörku í morgun. Mennirnir ógnuðu starfsfólki bankans og höfðu á brott með sér peninga sem þeir tóku úr peningakassa gjaldkera.

Erlent

Gera loftárásir á Tamíl Tígra

Stjórnarher Sri Lanka gerði í morgun loftárásir á bækistöðar uppreisnarmanna Tamíl Tígra á yfirráðasvæði þeirra í norðurhluta landsins. Þetta er í annað sinn á tveimur dögum sem herinn gerir árás á svæðið, en þeir segjast hafa fyrir því heimildir að þar fari nú fram fundur háttsettra Tamíltígra.

Erlent

Rauðu ljósin slokkna í Amsterdam

Um þriðjungur af Rauða hverfinu svokallaða í Amsterdam heyrir brátt sögunni til. Stærsti hóruhúsaeigendi borgarinnar hefur nefnilega selt starfsemi sína til fasteignafélags. Alls er um 18 byggingar að ræða með 51 rauðlýsandi gluggum. Verðið á þessum húsum nemur tæpum 2 milljörðum króna.

Erlent

Vilja taka harðar á einelti á netinu

Yfirvöld í Bretlandi hvetja skóla í landinu til að taka harðar á nemendum sem leggja önnur börn í einelti gegnum net og farsíma. Meira en þriðjungur unglinga í Bretlandi hefur orðið fyrir einhverskonar einelti á netinu, eftir því sem fram kemur í rannsókn stjórnvalda.

Erlent

Nýr olíu- og orkumálaráðherra í Noregi

Olíu- og orkumálaráðherra Noregs,Odd Roger Enoksen, hefur sagt af sér og Áslaug Haga, flokkssystir hans, tekur við. Frá þessu var greint á blaðamannafundi sem Jens Stoltenberg forsætisráðherra boðaði til í morgun.

Erlent

Framdi sjálfsmorð í Woolworths

23 ára gamall maður framdi í gær sjálfsmorð í matvöruverslun Woolworths í Cornish á Bretlandi. Maðurinn ruddist inn í verslunina um miðjan dag í gær og veifaði hnífi. Starfsfólk búðarinnar rýmdi hana umsvifalaust og hringdi á lögreglu og sjúkralið. Þegar sjúkraliðið kom á vettvang hafði maðurinn skorið sig á háls. Að sögn BBC fréttastofunnar var maðurinn látinn þegar að var komið. Starfsfólk var mjög slegið yfir atburðinum, og var boðin áfallahjálp.

Erlent

Tævan vill ekki sjá Ólympíueldinn

Ólympíueldurinn er ekki velkominn í Tævan. Þessu eru stjórnvöld þar hörð á, en Kína og Tævan deila nú um hvaða leið eldurinn á að fara á leið sinni til Ólympíuleikana í Peking árið 2008.

Erlent

Fimmtán ára nauðgar og myrðir gamla konu

Fimmtán ára drengur var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Álaborg, eftir að hafa viðurkennt að hafa nauðgað og myrt áttatíu og fimm ára gamla konu. Danska ríkisútvarpið greindi frá þessu í dag. Drengurinn stakk af frá stofnun þar sem hann var vistaður og braust inn í íbúð konunnar þar sem hann framdi morðið.

Erlent

Hjónaband bundið við 7 ár

Þýska þingkonan Gabriele Pauli hefur valdið töluverðu uppnámi meðal flokkssystkina sinna eftir að hún flutti tillögu á þinginu um að hjónaband ætti að hámarki að vera til sjö ára. Eftir þann tíma gætu hjón síðan sótt um framlengingu þess.

Erlent

Boðar heilagt stríð í Pakistan

Osama Bin Laden hefur hvatt Pakistana til heilags stríðs gegn stjórnvöldum í landinu. Þetta kemur fram á nýrri segulbandsupptöku með Bin Laden en hann segir að hefna verði árásar stjórnvalda á Rauðu moskvuna í Islamabad með þessum hætti.

Erlent

Sviss ekki lengur skúrkaskjól

Sviss er fyrsta landið sem gerst hefur aðili að alþjóðlegu átaki til að skila fjármunum aftur til landa þar sem spillt stjórnvöld hafa stolið þeim. Um er að ræða sameiginlegt átak á vegum Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðabankans.

Erlent

Sættir hjá kaþólskum í Kína

Kaþólski söfnuðurinn í Bejing í Kína hefur fengið nýjan biskup. Er þetta fyrsti biskupinn í Kína sem vígður er til embættis með velþóknun Vatikansins síðustu 50 árin. Kínversk stjórnvöld og Vatikanið hafa löngum barist um sálir kaþólskra í Kína en nú virðist sem þíða sé komin í samskiptin.

Erlent

Landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna hættir

Mike Johanns landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna hefur hætt störfum eftir næstum þrjú ár í embætti. Johanns býður sig fram til öldungadeildarþings í Nebraska, þar sem hann naut vinsælda sem ríkisstjóri tvö kjörtímabil. Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti ákvörðun Johanns í dag, en hann er sá síðasti í röð háttsettra embættismanna í stjórn Bush að láta af embætti.

Erlent