Erlent Tilræði við Pútín í undirbúningi? Rússneska leyniþjónustan hefur fengið viðvörun um að reynt verði að ráða Vladimir Pútín, forseta Rússlands, af dögum í fyrirhugaðri heimsókn hans til Írans næstkomandi þriðjudag. Erlent 14.10.2007 18:14 Stuðningur við íhaldsmenn ekki verið meiri í 15 ár Gordon Brown á ekki sjö dagana sæla þessa dagana. Hann tilkynnti nýverið að ekki yrði boðað til kosninga í haust og túlkuðu gagnrýnendur það á þann vega að hann væri ekki nógu afgerandi stjórnmálamaður. Íhaldsmenn voru fljótir til að segja að forsætisráðherrann þyrði einfaldlega ekki í kosningar þar sem hann væri ekki viss um sigur. Ef sá ótti var fyrir hendi virðist hann hafa átt við nokkur rök að styðjast, ef marka má nýja könnun í Sunday Telegraph þar sem Íhaldsflokkurinn í Bretlandi nýtur stuðnings 43 prósenta. Þetta er besti árangur flokksins í heil 15 ár. Erlent 14.10.2007 15:54 Ráðist á forseta Þýskalands Forseti Þýskalands Horst Koehler varð fyrir árás í dag þegar hann kom af verðlaunaafhendingu á bókamessunni í Frankfurt. 44 ára gamall maður frá Rúmeníu sem búsettur er í Þýskalandi vatt sér að forsetanum og greip í jakkaboðunga hans áður en lífverðir forsetans náðu að yfirbuga hann. Erlent 14.10.2007 14:13 Howard boðar til kosninga í Ástralíu John Howard forsætisráðherra Ástralíu boðaði í dag til þingkosninga, sem verða haldnar 24. nóvember. Howard er 68 ára og hefur verið við völd í ellefu ár. Erlent 14.10.2007 12:24 Átök harðna í Kólumbíu Átök fara nú harðnandi milli stjórnarhersins og skæruliða FARC hreyfingarinnar, sem hefur reynt að bylta stjórn Kólumbíu í fjóra áratugi. Í gær féllu sex skæruliðar og þrír hermenn særðust í átökum í héraði, sem annars er helst þekkt fyrir mikla kókaínframleiðslu. Erlent 14.10.2007 12:22 Rice svartsýn á árangur Condoleeza Rice sagðist við upphaf fjögurra daga ferðar um Miðausturlönd efast um árangur af ferðinni. Hún ætlar að reyna að fá Ísraela og Palestínumenn til að fallast á umræðugrundvöll fyrir friðarráðstefnu sem halda á í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Erlent 14.10.2007 12:20 Opnað fyrir netið en andófsmenn lokaðir inni Stjórnvöld í Búrma hafa nú opnað fyrir netsamband í landinu og stytt útgöngubann sem hefur verið í gildi síðan mótmæli gegn þeim voru í hámarki fyrir tveimur vikum. Erlent 14.10.2007 09:48 Hillary Clinton með mikið forskot Hillary Clinton mælist nú með 21 prósenta forskot á næsta keppinaut sinn í hinu mikilvæga New Hampshire fylki fyrir útnefningu demokrataflokksins í Bandaríkjunum. Erlent 14.10.2007 09:47 Tyrkir gera stórskotaliðsárás á Írak Tyrkneskar hersveitir skutu sjö til átta sprengjum á þorp við landamæri Tyrklands og Íraks nú í kvöld að því er Reuters hefur eftir vinum á svæðinu. Þorpið Nezdoor er í um fimm kílómetra fjarlægð frá landamærunum í Dahuk héraði. Engar fréttir hafa borist af mannfalli eða skemmdum í kjölfar árásarinnar. Erlent 13.10.2007 21:48 Hamfaraflóð á ferðamannastöðum á Spáni Að minnsta kosti tveir hafa látið lífið í óveðri á helstu ferðamannastöðum Spánar. Rigningavatn hefur flætt um götur bæja og fresta hefur orðið flug- og ferjusamgöngum. Erlent 13.10.2007 19:16 Spenna á landamærum Tyrklands og Íraks Condoleeza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Tyrki í dag að láta ekki verða af fyrirhugaðri árás á kúrdíska skæruliða yfir landamærin við Írak. Þúsundir skærliða á vegum Verkamannaflokks Kúrdistans, eða PKK, hafast við í fjöllunum á landamærum Íraks og Tyrklands. Erlent 13.10.2007 19:15 Grátbiður lögreglu um að hreinsa nafn sitt Robert Murat, maðurinn sem fyrstur féll undir grun í Madeleine málinu grátbiður portúgölsku lögregluna um að hreinsa hann af grunsemdum um að vera viðriðin hvarf Madeleine McCann. Murat hefur í fimm mánuði verið með stöðu grunaðs í málinu án þess að hann hafi verið handtekinn eða ákærður vegna málsins. Þrátt fyrir fjölmiðlabann sem sett var á hann á sínum tíma kom Murat fram í viðtali við BBC. „Það hafa liðið fimm mánuðu, sparifé mitt er uppurið og mamma hjálpar mér eins og hún getur en það er erfitt," segir Murat sem býr hjá móður sinni í grennd við hótelið sem McCann fjölskyldan gisti á. Erlent 13.10.2007 15:59 Flugskeytaárás á Gaza Ísraelsher gerði flugskeytaárás á Gaza landræmuna í morgun með þeim afleiðingum að einn maður lét lífið og fimm særðust. Maðurinn sem féll var vopnaður Hamas-liði, en meðal þeirra sem særðust var ungur drengur. Erlent 13.10.2007 15:19 Gassprenging í Úkraínu lagði byggingu í rúst Íbúðabygging í Úkraínu skemmdist í gassprengingu í morgun. Sex létust og fjölmargir slösuðust og óttast björgunarmenn að tala látinna eigi eftir að hækka. Erlent 13.10.2007 11:35 Hu styrkir sig Varaforseti Kína, Zeng Tsínghong, lætur af embætti á þingi kínverska kommúnistaflokksins í næstu vikuk, að sögn heimildarmanna Reuters. Erlent 13.10.2007 09:39 Sendifulltrúi dæmdur fyrir peningaþvætti Rússneskur sendifulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum var í gærkvöldi dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir peningaþvætti. Sendifulltrúinn, Vladimir Kuznetsov, var formaður fjárlaganefndar hjá Sameinuðu þjóðunum. Erlent 13.10.2007 09:38 Rice ræðir mannréttindi í Rússlandi Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði í morgun með mannréttindafrömuðum í Rússlandi og hét þeim aðstoð við að vernda einstaklinga gegn "ofurvaldi ríkisins," eins og hún orðaði það. Erlent 13.10.2007 09:36 Erindreki hjá SÞ dæmdur fyrir peningaþvætti Rússneskur erindreki, Vladimir Kuznetsov, sem leiddi eitt sinn fjáröflunarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna var í dag dæmdur í meir en Erlent 12.10.2007 23:39 Hrói höttur á reiðhjóli Tuttugu og sex ára gamall laganemi við háskólann í Árósum vinnur með náminu við það að stela reiðhjólum. Erlent 12.10.2007 21:45 Bush vill frelsa fangana á Kúbu George Bush sagði í ræðu í Miami í dag að senn sæi fyrir endann á stjórnartíð hins grimma einræðisherra á Kúbu. Castro er bæði gamall og veikur og því ekki óeðlilegt að búast við að hann safnist til feðra sinna á næstu áratugum eða svo. Castro er búinn að lifa ansi marga Bandaríkjaforseta sem hafa villjað hann feigan. Forsetinn hafði mörg orð um þær breytingar sem alþjóðasamfélagið vildi sjá á Kúbu eftir Castro. Meðal annars sagði hann að þjóðir heims yrðu að krefjast þess að föngum á Kúbu yrði sleppt. Erlent 12.10.2007 21:00 Skömm að Nóbelsverðlaunum Gore Danski umhverfisverndargagnrýnandinn Björn Lomborg segir að það sé til skammar að Al Gore hafi fengið friðarverðlaun Nóbels fyrir umhverfisverndarstefnu sína. Erlent 12.10.2007 20:30 Stjórnmálamaðurinn sem missti stjórn á sér (myndband) Bandaríski stjórnmálamaðurinn James Oddo missti gersamlega stjórn á sér í viðtali við útsendara norsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Erlent 12.10.2007 17:49 Tyrkir ögra samskiptum við Bandaríkjamenn Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra Tyrkja sagði í dag að viðkvæm staða á milli Bandaríkjanna og Tyrklands myndi ekki aftra Tyrkjum að ráðast yfir landamærin til Íraks til atlögu gegn uppreisnarmönnum Kúrda. Hann sagði Tyrki tilbúna að fórna góðum samskiptum við Washington ef það væri nauðsynlegt. Erlent 12.10.2007 16:56 Skelfilegt aðgerðarleysi gegn mæðradauða Sérfræðingar hafa fordæmt skelfilegt aðgerðarleysi gegn mæðradauða í heiminum. Hálf milljón kvenna deyr árlega af barnsförum eða á meðgöngu samkvæmt læknaritinu Lancet. Þá verða 10 – 20 milljónir kvenna fyrir fötlun. Lítið hefur breyst í þessum efnum í 20 ár. Óöruggar fóstureyðingar sem framkvæmdar eru árlega telja 20 milljónir. Þær eru stór orsakavaldur í mæðradauða. Erlent 12.10.2007 16:13 Fé til höfuðs fjöldamorðingja Stjórnvöld í Serbíu hafa lagt eina milljón evra, um áttatíu og fimm milljónir króna, til höfuðs hershöfðingjanum Ratko Mladic. Erlent 12.10.2007 15:40 Ríkasti maður Noregs í nokkra tíma Norska ráðgjafanum og fjárfestinum Harald Dahl brá heldur en ekki í brún þegar hann las í norskum fjölmiðlum að hann væri ríkasti maður Noregs og ætti litla hundrað milljarða. Þetta kannaðist hann einfaldlega ekki við. Erlent 12.10.2007 14:43 „Ég er Al Gore“ „Ég er Al Gore, og ég var næsti forseti Bandaríkjanna,“ hefur friðarverðlaunahafi Nóbels gjarnan sagt í kynningu á sjálfum sér. Gore hlaut friðarverðlaunin í ár ásamt alþjóðlegri nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftlagsmál. Verðlaunin voru veitt fyrir að vekja athygli á þeirri hættu sem stafar að heiminum af völdum loftslagsbreytinga. Erlent 12.10.2007 14:34 Eldri borgari sofnaði á rauðu Svissneska lögreglan var kölluð út til að vekja eldri borgara sem sofnaði við stýrið á rauðu ljósi í Bottmingen í Sviss. Urs Maurer sem er 78 ára stoppaði eins og lög gera ráð fyrir á þegar hann sá rautt ljós. Á meðan hann beið eftir grænu varð hann svo svefndrukkinn að hann sofnaði. Aðrir ökumenn reyndu árangurslaust að flauta og banka á rúðuna til að vekja hann. Erlent 12.10.2007 12:57 Fagnar ákvörðun Nóbelsnefndarinnar Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, fagnar ákvörðun Nóbelsnefndarinnar að veita Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, og alþjóðlegri nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál friðarverðlaun Nóbels þetta árið. Verðlaunin fá Gore og nefndin fyrir framlag sitt í loftlagsmálum. Erlent 12.10.2007 12:52 Tyrkir kalla sendiherra frá Bandaríkjunum Stjórnvöld í Tyrklandi hafa kallað sendiherra sinn í Washington tímabundið heim til viðræðna. Það er gert vegna andstöðu við ákvörðun bandaríska þingsins um að skilgreina morð Tyrkja á Armönum árið 1915-1917 sem þjóðarmorð. Ályktun þess efnis var samþykkt af utanríkismálanefnd þingsins og fer þaðan til atkvæðagreiðslu hjá fulltrúaráðinu. Erlent 12.10.2007 11:50 « ‹ ›
Tilræði við Pútín í undirbúningi? Rússneska leyniþjónustan hefur fengið viðvörun um að reynt verði að ráða Vladimir Pútín, forseta Rússlands, af dögum í fyrirhugaðri heimsókn hans til Írans næstkomandi þriðjudag. Erlent 14.10.2007 18:14
Stuðningur við íhaldsmenn ekki verið meiri í 15 ár Gordon Brown á ekki sjö dagana sæla þessa dagana. Hann tilkynnti nýverið að ekki yrði boðað til kosninga í haust og túlkuðu gagnrýnendur það á þann vega að hann væri ekki nógu afgerandi stjórnmálamaður. Íhaldsmenn voru fljótir til að segja að forsætisráðherrann þyrði einfaldlega ekki í kosningar þar sem hann væri ekki viss um sigur. Ef sá ótti var fyrir hendi virðist hann hafa átt við nokkur rök að styðjast, ef marka má nýja könnun í Sunday Telegraph þar sem Íhaldsflokkurinn í Bretlandi nýtur stuðnings 43 prósenta. Þetta er besti árangur flokksins í heil 15 ár. Erlent 14.10.2007 15:54
Ráðist á forseta Þýskalands Forseti Þýskalands Horst Koehler varð fyrir árás í dag þegar hann kom af verðlaunaafhendingu á bókamessunni í Frankfurt. 44 ára gamall maður frá Rúmeníu sem búsettur er í Þýskalandi vatt sér að forsetanum og greip í jakkaboðunga hans áður en lífverðir forsetans náðu að yfirbuga hann. Erlent 14.10.2007 14:13
Howard boðar til kosninga í Ástralíu John Howard forsætisráðherra Ástralíu boðaði í dag til þingkosninga, sem verða haldnar 24. nóvember. Howard er 68 ára og hefur verið við völd í ellefu ár. Erlent 14.10.2007 12:24
Átök harðna í Kólumbíu Átök fara nú harðnandi milli stjórnarhersins og skæruliða FARC hreyfingarinnar, sem hefur reynt að bylta stjórn Kólumbíu í fjóra áratugi. Í gær féllu sex skæruliðar og þrír hermenn særðust í átökum í héraði, sem annars er helst þekkt fyrir mikla kókaínframleiðslu. Erlent 14.10.2007 12:22
Rice svartsýn á árangur Condoleeza Rice sagðist við upphaf fjögurra daga ferðar um Miðausturlönd efast um árangur af ferðinni. Hún ætlar að reyna að fá Ísraela og Palestínumenn til að fallast á umræðugrundvöll fyrir friðarráðstefnu sem halda á í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Erlent 14.10.2007 12:20
Opnað fyrir netið en andófsmenn lokaðir inni Stjórnvöld í Búrma hafa nú opnað fyrir netsamband í landinu og stytt útgöngubann sem hefur verið í gildi síðan mótmæli gegn þeim voru í hámarki fyrir tveimur vikum. Erlent 14.10.2007 09:48
Hillary Clinton með mikið forskot Hillary Clinton mælist nú með 21 prósenta forskot á næsta keppinaut sinn í hinu mikilvæga New Hampshire fylki fyrir útnefningu demokrataflokksins í Bandaríkjunum. Erlent 14.10.2007 09:47
Tyrkir gera stórskotaliðsárás á Írak Tyrkneskar hersveitir skutu sjö til átta sprengjum á þorp við landamæri Tyrklands og Íraks nú í kvöld að því er Reuters hefur eftir vinum á svæðinu. Þorpið Nezdoor er í um fimm kílómetra fjarlægð frá landamærunum í Dahuk héraði. Engar fréttir hafa borist af mannfalli eða skemmdum í kjölfar árásarinnar. Erlent 13.10.2007 21:48
Hamfaraflóð á ferðamannastöðum á Spáni Að minnsta kosti tveir hafa látið lífið í óveðri á helstu ferðamannastöðum Spánar. Rigningavatn hefur flætt um götur bæja og fresta hefur orðið flug- og ferjusamgöngum. Erlent 13.10.2007 19:16
Spenna á landamærum Tyrklands og Íraks Condoleeza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Tyrki í dag að láta ekki verða af fyrirhugaðri árás á kúrdíska skæruliða yfir landamærin við Írak. Þúsundir skærliða á vegum Verkamannaflokks Kúrdistans, eða PKK, hafast við í fjöllunum á landamærum Íraks og Tyrklands. Erlent 13.10.2007 19:15
Grátbiður lögreglu um að hreinsa nafn sitt Robert Murat, maðurinn sem fyrstur féll undir grun í Madeleine málinu grátbiður portúgölsku lögregluna um að hreinsa hann af grunsemdum um að vera viðriðin hvarf Madeleine McCann. Murat hefur í fimm mánuði verið með stöðu grunaðs í málinu án þess að hann hafi verið handtekinn eða ákærður vegna málsins. Þrátt fyrir fjölmiðlabann sem sett var á hann á sínum tíma kom Murat fram í viðtali við BBC. „Það hafa liðið fimm mánuðu, sparifé mitt er uppurið og mamma hjálpar mér eins og hún getur en það er erfitt," segir Murat sem býr hjá móður sinni í grennd við hótelið sem McCann fjölskyldan gisti á. Erlent 13.10.2007 15:59
Flugskeytaárás á Gaza Ísraelsher gerði flugskeytaárás á Gaza landræmuna í morgun með þeim afleiðingum að einn maður lét lífið og fimm særðust. Maðurinn sem féll var vopnaður Hamas-liði, en meðal þeirra sem særðust var ungur drengur. Erlent 13.10.2007 15:19
Gassprenging í Úkraínu lagði byggingu í rúst Íbúðabygging í Úkraínu skemmdist í gassprengingu í morgun. Sex létust og fjölmargir slösuðust og óttast björgunarmenn að tala látinna eigi eftir að hækka. Erlent 13.10.2007 11:35
Hu styrkir sig Varaforseti Kína, Zeng Tsínghong, lætur af embætti á þingi kínverska kommúnistaflokksins í næstu vikuk, að sögn heimildarmanna Reuters. Erlent 13.10.2007 09:39
Sendifulltrúi dæmdur fyrir peningaþvætti Rússneskur sendifulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum var í gærkvöldi dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir peningaþvætti. Sendifulltrúinn, Vladimir Kuznetsov, var formaður fjárlaganefndar hjá Sameinuðu þjóðunum. Erlent 13.10.2007 09:38
Rice ræðir mannréttindi í Rússlandi Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði í morgun með mannréttindafrömuðum í Rússlandi og hét þeim aðstoð við að vernda einstaklinga gegn "ofurvaldi ríkisins," eins og hún orðaði það. Erlent 13.10.2007 09:36
Erindreki hjá SÞ dæmdur fyrir peningaþvætti Rússneskur erindreki, Vladimir Kuznetsov, sem leiddi eitt sinn fjáröflunarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna var í dag dæmdur í meir en Erlent 12.10.2007 23:39
Hrói höttur á reiðhjóli Tuttugu og sex ára gamall laganemi við háskólann í Árósum vinnur með náminu við það að stela reiðhjólum. Erlent 12.10.2007 21:45
Bush vill frelsa fangana á Kúbu George Bush sagði í ræðu í Miami í dag að senn sæi fyrir endann á stjórnartíð hins grimma einræðisherra á Kúbu. Castro er bæði gamall og veikur og því ekki óeðlilegt að búast við að hann safnist til feðra sinna á næstu áratugum eða svo. Castro er búinn að lifa ansi marga Bandaríkjaforseta sem hafa villjað hann feigan. Forsetinn hafði mörg orð um þær breytingar sem alþjóðasamfélagið vildi sjá á Kúbu eftir Castro. Meðal annars sagði hann að þjóðir heims yrðu að krefjast þess að föngum á Kúbu yrði sleppt. Erlent 12.10.2007 21:00
Skömm að Nóbelsverðlaunum Gore Danski umhverfisverndargagnrýnandinn Björn Lomborg segir að það sé til skammar að Al Gore hafi fengið friðarverðlaun Nóbels fyrir umhverfisverndarstefnu sína. Erlent 12.10.2007 20:30
Stjórnmálamaðurinn sem missti stjórn á sér (myndband) Bandaríski stjórnmálamaðurinn James Oddo missti gersamlega stjórn á sér í viðtali við útsendara norsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Erlent 12.10.2007 17:49
Tyrkir ögra samskiptum við Bandaríkjamenn Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra Tyrkja sagði í dag að viðkvæm staða á milli Bandaríkjanna og Tyrklands myndi ekki aftra Tyrkjum að ráðast yfir landamærin til Íraks til atlögu gegn uppreisnarmönnum Kúrda. Hann sagði Tyrki tilbúna að fórna góðum samskiptum við Washington ef það væri nauðsynlegt. Erlent 12.10.2007 16:56
Skelfilegt aðgerðarleysi gegn mæðradauða Sérfræðingar hafa fordæmt skelfilegt aðgerðarleysi gegn mæðradauða í heiminum. Hálf milljón kvenna deyr árlega af barnsförum eða á meðgöngu samkvæmt læknaritinu Lancet. Þá verða 10 – 20 milljónir kvenna fyrir fötlun. Lítið hefur breyst í þessum efnum í 20 ár. Óöruggar fóstureyðingar sem framkvæmdar eru árlega telja 20 milljónir. Þær eru stór orsakavaldur í mæðradauða. Erlent 12.10.2007 16:13
Fé til höfuðs fjöldamorðingja Stjórnvöld í Serbíu hafa lagt eina milljón evra, um áttatíu og fimm milljónir króna, til höfuðs hershöfðingjanum Ratko Mladic. Erlent 12.10.2007 15:40
Ríkasti maður Noregs í nokkra tíma Norska ráðgjafanum og fjárfestinum Harald Dahl brá heldur en ekki í brún þegar hann las í norskum fjölmiðlum að hann væri ríkasti maður Noregs og ætti litla hundrað milljarða. Þetta kannaðist hann einfaldlega ekki við. Erlent 12.10.2007 14:43
„Ég er Al Gore“ „Ég er Al Gore, og ég var næsti forseti Bandaríkjanna,“ hefur friðarverðlaunahafi Nóbels gjarnan sagt í kynningu á sjálfum sér. Gore hlaut friðarverðlaunin í ár ásamt alþjóðlegri nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftlagsmál. Verðlaunin voru veitt fyrir að vekja athygli á þeirri hættu sem stafar að heiminum af völdum loftslagsbreytinga. Erlent 12.10.2007 14:34
Eldri borgari sofnaði á rauðu Svissneska lögreglan var kölluð út til að vekja eldri borgara sem sofnaði við stýrið á rauðu ljósi í Bottmingen í Sviss. Urs Maurer sem er 78 ára stoppaði eins og lög gera ráð fyrir á þegar hann sá rautt ljós. Á meðan hann beið eftir grænu varð hann svo svefndrukkinn að hann sofnaði. Aðrir ökumenn reyndu árangurslaust að flauta og banka á rúðuna til að vekja hann. Erlent 12.10.2007 12:57
Fagnar ákvörðun Nóbelsnefndarinnar Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, fagnar ákvörðun Nóbelsnefndarinnar að veita Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, og alþjóðlegri nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál friðarverðlaun Nóbels þetta árið. Verðlaunin fá Gore og nefndin fyrir framlag sitt í loftlagsmálum. Erlent 12.10.2007 12:52
Tyrkir kalla sendiherra frá Bandaríkjunum Stjórnvöld í Tyrklandi hafa kallað sendiherra sinn í Washington tímabundið heim til viðræðna. Það er gert vegna andstöðu við ákvörðun bandaríska þingsins um að skilgreina morð Tyrkja á Armönum árið 1915-1917 sem þjóðarmorð. Ályktun þess efnis var samþykkt af utanríkismálanefnd þingsins og fer þaðan til atkvæðagreiðslu hjá fulltrúaráðinu. Erlent 12.10.2007 11:50