Erlent Velgengni Obama rakin til stuðnings Opruh Barak Obama, forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, hefur náð forskoti á Hillary Clinton í Iowa þar sem forkosningar verða 3. janúar. Velgengni Obama þykir mega þakka nýtilkomnum stuðningi þekktustu fjölmiðlakonu í heimi - Opruh Winfrey. Erlent 10.12.2007 12:30 Mikill meirihluti Dana vill nýjan ESB-samning Danir myndu samþykkja nýjan Evrópubandalagssamning með miklum meirihluta samkvæmt skoðanakönnun sem Catinet hefur gert fyrir Ritzau-fréttastofuna. Erlent 10.12.2007 12:00 Pútín styður Medvedev til forsetaframboðs Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir stuðningi við Dmítrí Medvedev varaforsætisráðherra sem næsta forseta landsins. Erlent 10.12.2007 11:57 Franskir hjálparstarfsmenn ákærðir fyrir að ræna börnum Yfirvöld í Afríkuríkinu Tsjad hafa ákveðið að ákæra sex franska hjálparstarfsmenn sem grunaðir eru um að hafa reynt að smygla rúmlega 100 börnum frá landinu til Evrópu í október síðastliðnum. Erlent 10.12.2007 11:11 Þarf hugsanlega að fjölga friðargæsluliðum í Kosovo David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, segir að hugsanlega þurfi að senda fleiri friðargæsluliða til Kosovo-héraðs í ljósi vaxandi spennu vegna sjálfstæðisbaráttu héraðsins. Erlent 10.12.2007 10:49 Dularfullt spendýr fest á filmu í fyrsta sinn Vísindamanni hefur í fyrsta sinn tekist að festa á filmu dularfullt spendýr sem lifir í Mongolíu og Kína. Dýrið sem kallast Jerboa er næturdýr, á stærð við litla mús og með eyrum sem eru stærri en skrokkur þess. Erlent 10.12.2007 10:40 Páfagaukur krafinn um stöðumælisgjöld Málaferli eru nú hafin í grísku borginni Patras þar sem páfagaukurinn Coco er sakborningurinn. Erlent 10.12.2007 08:47 Versta olíumengun í sögu Suður-Kóreu Stjórnvöld í Suður-Kóreu glíma nú við verstu olímengun í sögu þjóðarinnar. Megnið af þeim 14.000 tonnum sem láku úr olíutankskipi á Gula hafi eftir árekstur við kranapramma hefur skolað á land á vesturströnd landsins. Erlent 10.12.2007 08:34 Tengsl milli tveggja skotárása rannsökuð Lögreglan í tveimur borgum Colorado rannsakar nú hvort tengsl séu á milli tveggja skotárása síðdegis í gær. Árásirnar urðu með skömmu millibili í kirkju og trúboðsstöð. Þrír eru látnir og sex særðir eftir árásirnar. Erlent 10.12.2007 07:57 Önnur skotárás í Colorado Fjórir særðust í skotárás í borginni Colorado Springs í dag. Fyrr um daginn hafði byssumaður myrt tvo kristniboða í skóla sem er 80 kílómetrum frá kirkjunni þar sem seinni árásin átti sér stað. Lögregla segir ekki útilokað að sami maður hafi verið að verki í bæði skiptin. Enn hefur ekki verið greint frá líðan kirkjugestanna sem skotnir voru. Árásarmanninum er lýst sem hvítum, með dökkan hatt og í dökkum jakka. Erlent 9.12.2007 21:50 Svínabóndi fundinn sekur um fjöldamorð Kanadíski svínabóndinn Robert Pickton var í dag sakfelldur fyrir morð á sex konum sem hann drap á bóndabæ sínum fyrir utan borgina Vancouver. Pickton var dæmdur í lífsstíðarfangelsi fyrir ódæðin en hann mun fara á ný fyrir rétt og þá verður hann ákærður fyrir 20 morð en hann er grunaður um að hafa myrt 26 vændiskonur á margra ára tímabili. Bóndinn sem er 58 ára gamall, drap konurnar í sláturhúsi bóndabæjarins, hlutaði þær síðan niður og gaf svínum sínum. Erlent 9.12.2007 21:00 Brown í heimsókn í Basra Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, kom í óvænta heimsókn til Íraks í dag. Þar lýsti hann því yfir að Írösk stjórnvöld muni taka við stjórn mála í Basra og nálægum svæðum á næstu vikum. Þar með hafa Bretar afhent Írökum stjórnartaumana í öllum þeim héruðum sem lotið hafa stjórn Breta síðustu ár. Erlent 9.12.2007 20:28 Afríkuleiðtogar hafna viðskiptasamningi við ESB Óvissa er um framtíð viðskipta milli Evrópu og Afríku eftir að flestir leiðtogar Afríkuríkja höfnuðu í dag tilboði Evrópusambandsins um nýjan viðskiptasamning. Erlent 9.12.2007 18:54 Klippti prestskragann til að mótmæla Mugabe John Sentamu erkibiskup af York hét því í dag að ganga ekki með prestakraga fyrr en Robert Mugabe væri farinn frá sem forseti Zimbabwe. Til að leggja áherslu á orð sín klippti hann prestakraga sinn í beinni útsendingu. Erlent 9.12.2007 18:53 Biðja vesturlönd að styðja sjálfstæði Kosovo Stjórn og stjórnarandstaða í Kosovo sameinuðust í dag í ákalli til vesturlanda að styðja sjálfstæði Kosovo. Mikil spenna er í héraðinu, en á morgun rennur út frestur til að skera úr um það hvort Kosovo fái sjálfstæði. Erlent 9.12.2007 18:49 Tveir létust í skotárás í Colorado Tveir eru látnir og tveir aðrir særðir eftir að byssumaður hóf skothríð í kristniboðaskóla í Denver í Colorado ríki í Bandaríkjunum í dag. Maðurinn sem er talinn hafa verið einn að verki, gekk inn í skólann, skaut fólkið og forðaði sér síðan á hlaupum. Maður og kona létust í árásinni og einn hinna særðu mun vera alvarlega slasaður. Erlent 9.12.2007 17:52 Sharif hyggst bjóða sig fram í Pakistan Fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, Nawaz Sharif ætlar að bjóða sig fram í þingkosningunum í landinu í janúar á næsta ári. Sharif hafði reynt að fá alla stjórnarandstöðuflokka landsins til að sameinast um að sniðganga kosningarnar en sú hugmynd fékk ekki hljómgrunn. Erlent 9.12.2007 17:12 Breyttir tímar hjá Chavez Hinn litríki forseti Venesúela, Húgó Chavez hefur tekið ákvörðun um að breyta klukkunni í landinu og tekur breytingin gildi í dag. Ákveðið hefur verið að færa klukkuna aftur um hálftíma til þess að nýta dagsljósið betur, að því er forsetinn segir. Erlent 9.12.2007 13:43 Nóbelsverðlaunin afhent á morgun Yfirmaður loftslagsráðs Sameinuðu þjóðanna, Rajentra Pachauri, kom til Óslóar í dag til þess að taka á móti friðarverðlaunum Nóbels. Loftslagsráðið og Al Gore fá friðarverðlaunin í ár fyrir starf sitt í tengslum við loftslagsbreytingar. Erlent 9.12.2007 12:23 Frú Darwin handtekin við heimkomuna Anne Darwin, eiginkona mannsins sem hvarf í fimm ár, var handtekin við komu sína til Bretlands. Maður hennar, John, var formlega ákærður í gær fyrir að verða sér úti um vegabréf með ólöglegum hætti og fyrir fjársvik. Erlent 9.12.2007 12:11 Háttsettir talibanar teknir í áhlaupi í Afganistan Sameinaðar sveitir Atlantshafsbandalagsins og afganska stjórnarhersins hafa tekið tvo háttsetta herforingja talibana. Sveitir Kabúl stjórnarinnar og NATO eru í mikilli sókn gegn talibönum í helsta vígi þeirra, Músa Kala. Erlent 9.12.2007 10:02 Þjóðarflokkur setur Fogh stólinn fyrir dyrnar Danski þjóðarflokkurinn krefst þess að danska stjórnin verji sem svarar sextíu milljörðum íslenskra króna til þess að hækka laun starfsmanna í félags- og heilbrigðisgeiranum. Erlent 9.12.2007 10:00 Sex féllu fyrir sprengju í Pakistan Sex menn féllu fyrir sjálfsvígssprengju í Swat dalnum í norðvesturhluta Pakistans í dag, þeirra á meðal tvö börn og lögreglumaður. Erlent 9.12.2007 09:59 Þúsundir berjast við olíuleka Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa sent rúmlega eitt hundrað skip og þúsundir hermanna til að taka þátt í hreinsunarstarfi vegna olíumengunar við ströndina suður af Seoul. Erlent 9.12.2007 09:52 Umhverfissinnar hvetja til aðgerða Þúsundir umhverfisverndarsinna mótmæltu á götum Lundúna, Berlínar, Stokkhólms og fleiri borga heimsins í dag. Með mótmælunum vilja unmhverfissinnarnir þrýsta á leiðtoga heimsins sem nú sitja umhverfisráðstefnuna á Balí til þess að grípa til tafarlausra aðgerða gegn vaxandi hlýnun jarðar. Erlent 8.12.2007 21:33 Eyðilegging myndbanda rannsökuð Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna mun í samvinnu við leyniþjónustuna CIA rannsaka ástæður þess að myndbandsupptökur af leyniþjónustumönnum að yfirheyra menn grunaða um tengsl við al Kaída voru eyðilagðar. Erlent 8.12.2007 20:42 John Darwin og leyniklefinn Týndi ræðarinn John Darwin bjó með eiginkonu sinni á Englandi í þrjú ár eftir að hann var talinn hafa látist í sjóslysi. Þegar ættingjar og vinir eiginkonunnar komu í heimsókn snaraðist hann inn í sérútbúinn felustað sem hjónin höfðu búið til. Fylgsnið var vandlega falið á bakvið fataskáp á heimili þeirra hjóna. Þetta kemur fram í viðtali við eiginkonuna í breskum fjölmiðlum í dag. Erlent 8.12.2007 15:59 Mugabe harðlega gagnrýndur í Lissabon Á leiðtogafundi Evrópusambandsins og Afríkusambandsins sem nú fer fram í Lissabon í Portúgal hafa Evrópskir ráðamenn látið þung orð falla í garð Roberts Mugabe, forseta Zimbabve. Erlent 8.12.2007 14:30 Eyjaskeggar krefjast meiri aðgerða vegna loftlagsbreytinga Fulltrúar lítilla eyríkja krefjast þess á Bali-ráðstefnunni að iðnríki gangi ennþá lengra til þess að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar en þau hafa hingað til sýnt áhuga á að gera. Erlent 8.12.2007 10:51 Föngum sleppt frá Guantanamo Talið er að fjórir menn sem voru búsettir í Bretlandi verði látnir lausir úr fangelsi Bandaríkjahers í Guantanamo á Kúbu. Breskur þingmaður í kjördæmi eins mannsins segist vona að hann verði kominn heim til Bretlands fyrir jól. Erlent 8.12.2007 10:45 « ‹ ›
Velgengni Obama rakin til stuðnings Opruh Barak Obama, forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, hefur náð forskoti á Hillary Clinton í Iowa þar sem forkosningar verða 3. janúar. Velgengni Obama þykir mega þakka nýtilkomnum stuðningi þekktustu fjölmiðlakonu í heimi - Opruh Winfrey. Erlent 10.12.2007 12:30
Mikill meirihluti Dana vill nýjan ESB-samning Danir myndu samþykkja nýjan Evrópubandalagssamning með miklum meirihluta samkvæmt skoðanakönnun sem Catinet hefur gert fyrir Ritzau-fréttastofuna. Erlent 10.12.2007 12:00
Pútín styður Medvedev til forsetaframboðs Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir stuðningi við Dmítrí Medvedev varaforsætisráðherra sem næsta forseta landsins. Erlent 10.12.2007 11:57
Franskir hjálparstarfsmenn ákærðir fyrir að ræna börnum Yfirvöld í Afríkuríkinu Tsjad hafa ákveðið að ákæra sex franska hjálparstarfsmenn sem grunaðir eru um að hafa reynt að smygla rúmlega 100 börnum frá landinu til Evrópu í október síðastliðnum. Erlent 10.12.2007 11:11
Þarf hugsanlega að fjölga friðargæsluliðum í Kosovo David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, segir að hugsanlega þurfi að senda fleiri friðargæsluliða til Kosovo-héraðs í ljósi vaxandi spennu vegna sjálfstæðisbaráttu héraðsins. Erlent 10.12.2007 10:49
Dularfullt spendýr fest á filmu í fyrsta sinn Vísindamanni hefur í fyrsta sinn tekist að festa á filmu dularfullt spendýr sem lifir í Mongolíu og Kína. Dýrið sem kallast Jerboa er næturdýr, á stærð við litla mús og með eyrum sem eru stærri en skrokkur þess. Erlent 10.12.2007 10:40
Páfagaukur krafinn um stöðumælisgjöld Málaferli eru nú hafin í grísku borginni Patras þar sem páfagaukurinn Coco er sakborningurinn. Erlent 10.12.2007 08:47
Versta olíumengun í sögu Suður-Kóreu Stjórnvöld í Suður-Kóreu glíma nú við verstu olímengun í sögu þjóðarinnar. Megnið af þeim 14.000 tonnum sem láku úr olíutankskipi á Gula hafi eftir árekstur við kranapramma hefur skolað á land á vesturströnd landsins. Erlent 10.12.2007 08:34
Tengsl milli tveggja skotárása rannsökuð Lögreglan í tveimur borgum Colorado rannsakar nú hvort tengsl séu á milli tveggja skotárása síðdegis í gær. Árásirnar urðu með skömmu millibili í kirkju og trúboðsstöð. Þrír eru látnir og sex særðir eftir árásirnar. Erlent 10.12.2007 07:57
Önnur skotárás í Colorado Fjórir særðust í skotárás í borginni Colorado Springs í dag. Fyrr um daginn hafði byssumaður myrt tvo kristniboða í skóla sem er 80 kílómetrum frá kirkjunni þar sem seinni árásin átti sér stað. Lögregla segir ekki útilokað að sami maður hafi verið að verki í bæði skiptin. Enn hefur ekki verið greint frá líðan kirkjugestanna sem skotnir voru. Árásarmanninum er lýst sem hvítum, með dökkan hatt og í dökkum jakka. Erlent 9.12.2007 21:50
Svínabóndi fundinn sekur um fjöldamorð Kanadíski svínabóndinn Robert Pickton var í dag sakfelldur fyrir morð á sex konum sem hann drap á bóndabæ sínum fyrir utan borgina Vancouver. Pickton var dæmdur í lífsstíðarfangelsi fyrir ódæðin en hann mun fara á ný fyrir rétt og þá verður hann ákærður fyrir 20 morð en hann er grunaður um að hafa myrt 26 vændiskonur á margra ára tímabili. Bóndinn sem er 58 ára gamall, drap konurnar í sláturhúsi bóndabæjarins, hlutaði þær síðan niður og gaf svínum sínum. Erlent 9.12.2007 21:00
Brown í heimsókn í Basra Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, kom í óvænta heimsókn til Íraks í dag. Þar lýsti hann því yfir að Írösk stjórnvöld muni taka við stjórn mála í Basra og nálægum svæðum á næstu vikum. Þar með hafa Bretar afhent Írökum stjórnartaumana í öllum þeim héruðum sem lotið hafa stjórn Breta síðustu ár. Erlent 9.12.2007 20:28
Afríkuleiðtogar hafna viðskiptasamningi við ESB Óvissa er um framtíð viðskipta milli Evrópu og Afríku eftir að flestir leiðtogar Afríkuríkja höfnuðu í dag tilboði Evrópusambandsins um nýjan viðskiptasamning. Erlent 9.12.2007 18:54
Klippti prestskragann til að mótmæla Mugabe John Sentamu erkibiskup af York hét því í dag að ganga ekki með prestakraga fyrr en Robert Mugabe væri farinn frá sem forseti Zimbabwe. Til að leggja áherslu á orð sín klippti hann prestakraga sinn í beinni útsendingu. Erlent 9.12.2007 18:53
Biðja vesturlönd að styðja sjálfstæði Kosovo Stjórn og stjórnarandstaða í Kosovo sameinuðust í dag í ákalli til vesturlanda að styðja sjálfstæði Kosovo. Mikil spenna er í héraðinu, en á morgun rennur út frestur til að skera úr um það hvort Kosovo fái sjálfstæði. Erlent 9.12.2007 18:49
Tveir létust í skotárás í Colorado Tveir eru látnir og tveir aðrir særðir eftir að byssumaður hóf skothríð í kristniboðaskóla í Denver í Colorado ríki í Bandaríkjunum í dag. Maðurinn sem er talinn hafa verið einn að verki, gekk inn í skólann, skaut fólkið og forðaði sér síðan á hlaupum. Maður og kona létust í árásinni og einn hinna særðu mun vera alvarlega slasaður. Erlent 9.12.2007 17:52
Sharif hyggst bjóða sig fram í Pakistan Fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, Nawaz Sharif ætlar að bjóða sig fram í þingkosningunum í landinu í janúar á næsta ári. Sharif hafði reynt að fá alla stjórnarandstöðuflokka landsins til að sameinast um að sniðganga kosningarnar en sú hugmynd fékk ekki hljómgrunn. Erlent 9.12.2007 17:12
Breyttir tímar hjá Chavez Hinn litríki forseti Venesúela, Húgó Chavez hefur tekið ákvörðun um að breyta klukkunni í landinu og tekur breytingin gildi í dag. Ákveðið hefur verið að færa klukkuna aftur um hálftíma til þess að nýta dagsljósið betur, að því er forsetinn segir. Erlent 9.12.2007 13:43
Nóbelsverðlaunin afhent á morgun Yfirmaður loftslagsráðs Sameinuðu þjóðanna, Rajentra Pachauri, kom til Óslóar í dag til þess að taka á móti friðarverðlaunum Nóbels. Loftslagsráðið og Al Gore fá friðarverðlaunin í ár fyrir starf sitt í tengslum við loftslagsbreytingar. Erlent 9.12.2007 12:23
Frú Darwin handtekin við heimkomuna Anne Darwin, eiginkona mannsins sem hvarf í fimm ár, var handtekin við komu sína til Bretlands. Maður hennar, John, var formlega ákærður í gær fyrir að verða sér úti um vegabréf með ólöglegum hætti og fyrir fjársvik. Erlent 9.12.2007 12:11
Háttsettir talibanar teknir í áhlaupi í Afganistan Sameinaðar sveitir Atlantshafsbandalagsins og afganska stjórnarhersins hafa tekið tvo háttsetta herforingja talibana. Sveitir Kabúl stjórnarinnar og NATO eru í mikilli sókn gegn talibönum í helsta vígi þeirra, Músa Kala. Erlent 9.12.2007 10:02
Þjóðarflokkur setur Fogh stólinn fyrir dyrnar Danski þjóðarflokkurinn krefst þess að danska stjórnin verji sem svarar sextíu milljörðum íslenskra króna til þess að hækka laun starfsmanna í félags- og heilbrigðisgeiranum. Erlent 9.12.2007 10:00
Sex féllu fyrir sprengju í Pakistan Sex menn féllu fyrir sjálfsvígssprengju í Swat dalnum í norðvesturhluta Pakistans í dag, þeirra á meðal tvö börn og lögreglumaður. Erlent 9.12.2007 09:59
Þúsundir berjast við olíuleka Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa sent rúmlega eitt hundrað skip og þúsundir hermanna til að taka þátt í hreinsunarstarfi vegna olíumengunar við ströndina suður af Seoul. Erlent 9.12.2007 09:52
Umhverfissinnar hvetja til aðgerða Þúsundir umhverfisverndarsinna mótmæltu á götum Lundúna, Berlínar, Stokkhólms og fleiri borga heimsins í dag. Með mótmælunum vilja unmhverfissinnarnir þrýsta á leiðtoga heimsins sem nú sitja umhverfisráðstefnuna á Balí til þess að grípa til tafarlausra aðgerða gegn vaxandi hlýnun jarðar. Erlent 8.12.2007 21:33
Eyðilegging myndbanda rannsökuð Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna mun í samvinnu við leyniþjónustuna CIA rannsaka ástæður þess að myndbandsupptökur af leyniþjónustumönnum að yfirheyra menn grunaða um tengsl við al Kaída voru eyðilagðar. Erlent 8.12.2007 20:42
John Darwin og leyniklefinn Týndi ræðarinn John Darwin bjó með eiginkonu sinni á Englandi í þrjú ár eftir að hann var talinn hafa látist í sjóslysi. Þegar ættingjar og vinir eiginkonunnar komu í heimsókn snaraðist hann inn í sérútbúinn felustað sem hjónin höfðu búið til. Fylgsnið var vandlega falið á bakvið fataskáp á heimili þeirra hjóna. Þetta kemur fram í viðtali við eiginkonuna í breskum fjölmiðlum í dag. Erlent 8.12.2007 15:59
Mugabe harðlega gagnrýndur í Lissabon Á leiðtogafundi Evrópusambandsins og Afríkusambandsins sem nú fer fram í Lissabon í Portúgal hafa Evrópskir ráðamenn látið þung orð falla í garð Roberts Mugabe, forseta Zimbabve. Erlent 8.12.2007 14:30
Eyjaskeggar krefjast meiri aðgerða vegna loftlagsbreytinga Fulltrúar lítilla eyríkja krefjast þess á Bali-ráðstefnunni að iðnríki gangi ennþá lengra til þess að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar en þau hafa hingað til sýnt áhuga á að gera. Erlent 8.12.2007 10:51
Föngum sleppt frá Guantanamo Talið er að fjórir menn sem voru búsettir í Bretlandi verði látnir lausir úr fangelsi Bandaríkjahers í Guantanamo á Kúbu. Breskur þingmaður í kjördæmi eins mannsins segist vona að hann verði kominn heim til Bretlands fyrir jól. Erlent 8.12.2007 10:45