Erlent

Velgengni Obama rakin til stuðnings Opruh

Barak Obama, forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, hefur náð forskoti á Hillary Clinton í Iowa þar sem forkosningar verða 3. janúar. Velgengni Obama þykir mega þakka nýtilkomnum stuðningi þekktustu fjölmiðlakonu í heimi - Opruh Winfrey.

Erlent

Dularfullt spendýr fest á filmu í fyrsta sinn

Vísindamanni hefur í fyrsta sinn tekist að festa á filmu dularfullt spendýr sem lifir í Mongolíu og Kína. Dýrið sem kallast Jerboa er næturdýr, á stærð við litla mús og með eyrum sem eru stærri en skrokkur þess.

Erlent

Versta olíumengun í sögu Suður-Kóreu

Stjórnvöld í Suður-Kóreu glíma nú við verstu olímengun í sögu þjóðarinnar. Megnið af þeim 14.000 tonnum sem láku úr olíutankskipi á Gula hafi eftir árekstur við kranapramma hefur skolað á land á vesturströnd landsins.

Erlent

Tengsl milli tveggja skotárása rannsökuð

Lögreglan í tveimur borgum Colorado rannsakar nú hvort tengsl séu á milli tveggja skotárása síðdegis í gær. Árásirnar urðu með skömmu millibili í kirkju og trúboðsstöð. Þrír eru látnir og sex særðir eftir árásirnar.

Erlent

Önnur skotárás í Colorado

Fjórir særðust í skotárás í borginni Colorado Springs í dag. Fyrr um daginn hafði byssumaður myrt tvo kristniboða í skóla sem er 80 kílómetrum frá kirkjunni þar sem seinni árásin átti sér stað. Lögregla segir ekki útilokað að sami maður hafi verið að verki í bæði skiptin. Enn hefur ekki verið greint frá líðan kirkjugestanna sem skotnir voru. Árásarmanninum er lýst sem hvítum, með dökkan hatt og í dökkum jakka.

Erlent

Svínabóndi fundinn sekur um fjöldamorð

Kanadíski svínabóndinn Robert Pickton var í dag sakfelldur fyrir morð á sex konum sem hann drap á bóndabæ sínum fyrir utan borgina Vancouver. Pickton var dæmdur í lífsstíðarfangelsi fyrir ódæðin en hann mun fara á ný fyrir rétt og þá verður hann ákærður fyrir 20 morð en hann er grunaður um að hafa myrt 26 vændiskonur á margra ára tímabili. Bóndinn sem er 58 ára gamall, drap konurnar í sláturhúsi bóndabæjarins, hlutaði þær síðan niður og gaf svínum sínum.

Erlent

Brown í heimsókn í Basra

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, kom í óvænta heimsókn til Íraks í dag. Þar lýsti hann því yfir að Írösk stjórnvöld muni taka við stjórn mála í Basra og nálægum svæðum á næstu vikum. Þar með hafa Bretar afhent Írökum stjórnartaumana í öllum þeim héruðum sem lotið hafa stjórn Breta síðustu ár.

Erlent

Klippti prestskragann til að mótmæla Mugabe

John Sentamu erkibiskup af York hét því í dag að ganga ekki með prestakraga fyrr en Robert Mugabe væri farinn frá sem forseti Zimbabwe. Til að leggja áherslu á orð sín klippti hann prestakraga sinn í beinni útsendingu.

Erlent

Biðja vesturlönd að styðja sjálfstæði Kosovo

Stjórn og stjórnarandstaða í Kosovo sameinuðust í dag í ákalli til vesturlanda að styðja sjálfstæði Kosovo. Mikil spenna er í héraðinu, en á morgun rennur út frestur til að skera úr um það hvort Kosovo fái sjálfstæði.

Erlent

Tveir létust í skotárás í Colorado

Tveir eru látnir og tveir aðrir særðir eftir að byssumaður hóf skothríð í kristniboðaskóla í Denver í Colorado ríki í Bandaríkjunum í dag. Maðurinn sem er talinn hafa verið einn að verki, gekk inn í skólann, skaut fólkið og forðaði sér síðan á hlaupum. Maður og kona létust í árásinni og einn hinna særðu mun vera alvarlega slasaður.

Erlent

Sharif hyggst bjóða sig fram í Pakistan

Fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, Nawaz Sharif ætlar að bjóða sig fram í þingkosningunum í landinu í janúar á næsta ári. Sharif hafði reynt að fá alla stjórnarandstöðuflokka landsins til að sameinast um að sniðganga kosningarnar en sú hugmynd fékk ekki hljómgrunn.

Erlent

Breyttir tímar hjá Chavez

Hinn litríki forseti Venesúela, Húgó Chavez hefur tekið ákvörðun um að breyta klukkunni í landinu og tekur breytingin gildi í dag. Ákveðið hefur verið að færa klukkuna aftur um hálftíma til þess að nýta dagsljósið betur, að því er forsetinn segir.

Erlent

Nóbelsverðlaunin afhent á morgun

Yfirmaður loftslagsráðs Sameinuðu þjóðanna, Rajentra Pachauri, kom til Óslóar í dag til þess að taka á móti friðarverðlaunum Nóbels. Loftslagsráðið og Al Gore fá friðarverðlaunin í ár fyrir starf sitt í tengslum við loftslagsbreytingar.

Erlent

Frú Darwin handtekin við heimkomuna

Anne Darwin, eiginkona mannsins sem hvarf í fimm ár, var handtekin við komu sína til Bretlands. Maður hennar, John, var formlega ákærður í gær fyrir að verða sér úti um vegabréf með ólöglegum hætti og fyrir fjársvik.

Erlent

Þúsundir berjast við olíuleka

Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa sent rúmlega eitt hundrað skip og þúsundir hermanna til að taka þátt í hreinsunarstarfi vegna olíumengunar við ströndina suður af Seoul.

Erlent

Umhverfissinnar hvetja til aðgerða

Þúsundir umhverfisverndarsinna mótmæltu á götum Lundúna, Berlínar, Stokkhólms og fleiri borga heimsins í dag. Með mótmælunum vilja unmhverfissinnarnir þrýsta á leiðtoga heimsins sem nú sitja umhverfisráðstefnuna á Balí til þess að grípa til tafarlausra aðgerða gegn vaxandi hlýnun jarðar.

Erlent

Eyðilegging myndbanda rannsökuð

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna mun í samvinnu við leyniþjónustuna CIA rannsaka ástæður þess að myndbandsupptökur af leyniþjónustumönnum að yfirheyra menn grunaða um tengsl við al Kaída voru eyðilagðar.

Erlent

John Darwin og leyniklefinn

Týndi ræðarinn John Darwin bjó með eiginkonu sinni á Englandi í þrjú ár eftir að hann var talinn hafa látist í sjóslysi. Þegar ættingjar og vinir eiginkonunnar komu í heimsókn snaraðist hann inn í sérútbúinn felustað sem hjónin höfðu búið til. Fylgsnið var vandlega falið á bakvið fataskáp á heimili þeirra hjóna. Þetta kemur fram í viðtali við eiginkonuna í breskum fjölmiðlum í dag.

Erlent

Mugabe harðlega gagnrýndur í Lissabon

Á leiðtogafundi Evrópusambandsins og Afríkusambandsins sem nú fer fram í Lissabon í Portúgal hafa Evrópskir ráðamenn látið þung orð falla í garð Roberts Mugabe, forseta Zimbabve.

Erlent

Föngum sleppt frá Guantanamo

Talið er að fjórir menn sem voru búsettir í Bretlandi verði látnir lausir úr fangelsi Bandaríkjahers í Guantanamo á Kúbu. Breskur þingmaður í kjördæmi eins mannsins segist vona að hann verði kominn heim til Bretlands fyrir jól.

Erlent