Erlent

Samkomulag á Balí

Sendifulltrúar Bandaríkjanna og Evrópu hafa náð samkomulagi um samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda á loftlagsráðstefnunni á Balí í Indónesíu.

Erlent

Viðræðum á Balí haldið áfram í nótt

Hlé hefur verið gert á viðræðum á loftlagsráðstefnunni á Balí en þáttakendur segjast vongóðir að sáttatillaga verði samþykkt í næstu lotu í nótt. Enn er rifist um hvort iðnvæddar þjóðir eigi að setja sér tiltekin markmið í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eins og Evrópulönd og fleiri vilja. Bandaríkjamenn, Kanada og Japan hafa lagst gegn þeirri hugmynd.

Erlent

Hillary með forskot í New Hampshire þrátt fyrir stuðning Opruh

Hillary Clinton heldur enn forystu í kapphlaupinu um New Hampshire fyrir komandi forkosningar sem haldnar verða í janúar. Skoðannakönnun sem FOX sjónvarpsstöðin gerði sýnir að Clinton er með níu prósenta forystu í ríkinu þrátt fyrir að sjónvarpsstjarnan Oprah Winfrey hafi lagst á árar með helsta keppinaut hennar, Barak Obama.

Erlent

Jólakortið nær heila öld á leiðinni

Jólakort sem skreytt er fallegri mynd af Santa Kláusi var sett í póst í Nebraska ríki og kom á leiðarenda í Kansas fyrir nokkrum dögum í tæka tíð fyrir jólin. Vandamálið er að kortið var 93 ár á leiðinni.

Erlent

Bush fordæmir steranotkun

George Bush Bandaríkjaforseti fordæmir steranotkun hafnaboltarmanna. Þetta kom fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu í dag, en nýlega kom út skýrsla þar sem 80 leikmenn í úrvalsdeildinni eru sakaðir um að nota stera.

Erlent

Átta milljónir fyrir bílastæði

Konu í Þrándheimi í Noregi brá heldur betur í brún á dögunum þegar í ljós kom að hún hafði farið yfir á kortinu sem nemur rúmum átta milljónum íslenskra króna eftir jólainnkaup í miðborg Þrándheims.

Erlent

Skiptast á dætrum í Þýskalandi

Foreldrar tveggja hálfs árs gamalla stúlkna búa sig undir að skipta á næstu dögunum á dætrum sínum eftir að í ljós kom að þær víxluðust á fæðingardeildinni.

Erlent

Serbar taka illa í hugmynd ESB

Serbar myndu aldrei fallast á sjálfstætt Kosovo í skiptum fyrir aðild að Evrópusambandinu. Þetta sagði utanríkisráðherra landsins, Vuk Jeremic í dag. Reuters hefur greint frá því að á fundi Evrópusambandsríkja sem nú stendur yfir í Brussel í dag hafi verið samþykkt tillaga þess efnis að flýta fyrir inngöngu Serbíu í ESB fallist landið á að Kosovo lýsi yfir sjálfstæði.

Erlent

Skip sjóræningjans Kafteinn Kidd fundið

Hópur bandaríska fornleifafræðingar tilkynnti í gær að þeir hefðu að öllum líkindum fundið skipsflak hins alræmda skoska sjóræningja Kaftein Kidd eða William Kidd eins og hann hét réttu nafni.

Erlent

Gore kennir Bandaríkjunum um rýra uppskeru á Balí

Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og handhafi friðarverðlauna Nóbels, segir að Bandaríkjamenn standi í vegi fyrir því að niðurstaða fáist á loftslagsráðstefnunni á Balí. Gore hélt ræðu á fundinum í dag og fór hann hörðum orðum um bandarísk stjórnvöld. Varaforsetinn fyrrverandi hvatti þáttökuþjóðirnar til þess að grípa strax til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Erlent

Hreinar nærbuxur mikilvæg lexía þingmanns

Ástralskur þingmaður þakkar íslenskum hvalveiðimönnum einn dýrmætasta lærdóm lífs síns, að vera alltaf í hreinum nærbuxum og leyfa engum að handjárna sig við staur. Nigel Scullion er nýkjörinn varaformaður Þjóðarflokksins í Ástralíu sem vann sigur í þingkosningunum fyrir skemmstu.

Erlent

Obama tekur forystuna í New Hamshire

Hillary Clinton og Barack Obama berjast nú hart fyrir tilefningu Demókrataflokksins sem forsetaefni á næsta ári. Framboð Hillary varð fyrir áfalli í gær er skoðanakönnun sýndi í fyrsta sinn að Obama fær fleiri atkvæði en hún í komandi forkosningum í ríkinu New Hampshire

Erlent

Mikill olíuleki í Norðursjó

Talið er að allt að 3.840 rúmmetrar af hráolíu hafi lekið í Norðursjó við olíuborpall á Statfjord-olíuleitarsvæðinu í morgun.

Erlent

Auglýsingaspjöld Madeleine tekin niður

Auglýsingaspjöld af Madeleine McCann hafa víða verið tekin niður í portúgalska bænum Praia da Luz, þaðan sem stúlkan hvarf 3. maí síðastliðinn. Margir verslunareigendur, veitingamenn og hótelhaldarar í bænum hafa tekið plakötin niður og kirkjan sem foreldrarnir, Kate og Gerry, sóttu til að biðja fyrir dóttur sinni mun einnig hafa tekið auglýsingarnar niður.

Erlent