Erlent

Svelti hund í hel í nafni listarinnar

Um 400 þúsund manns hafa skrifað undir mótmælalista á netinu gegn því að listamaður frá Costa Rica verði fulltrúi lands síns á listasýningu Miðameríkuríkja í Honduras á þessu ári.

Erlent

Skotið á lögreglu með flugeldum í bæ í Danmörku

Kalla þurfti til mikinn fjölda lögreglumanna vegna óeirða í bænum Kokkendal á Norður-Sjálandi yfir áramótin. Skotið var á lögregluna með flugeldum og mikil skemmdarverk voru unnin á verslunum í bænum bæði á gamlárskvöld og nýársnótt.

Erlent

Vandræði um borð í Queen Victoria

Það þykir boða ógæfu ef kampavínsflaskan brotnar ekki þegar skipi er hleypt af stokkunum. Og það er einmitt raunin í tilfelli Queen Victoria einu nýjasta og dýrasta skemmtferðaskipi heims.

Erlent

Obama eykur forskot sitt á Clinton í Iowa

Það stefnir í spennandi forkosningar í ríkinu Iowa á fimmtudag, hinar fyrstu í forvalinu á forsetaefnum flokkanna tveggja í Bandaríkjunum. Nýjustu kannanir sýna að Barak Obama eykur forskot sitt á Hillary Clinton hjá Demókrötum.

Erlent

Zuma fyrir dómstóla í ágúst

Jakob Zuma forseti Afríska þjóðarráðsins verður dreginn fyrir rétt fyrir spillingu. Embætti ríkissaksóknara tilkynnti í dag að búið væri að leggja fram ákæru og réttarhöld hæfust í ágúst næskomandi.

Erlent

Handtekinn fyrir orðróm um Putin

Maður sem vann hjá símafyrirtæki í Íran hefur verið handtekinn fyrir að koma af stað orðrómu um að gert hefði verið samsæri um að myrða Vladimir Putin Rússlandsforseta þegar hann kæmi til ráðstefnu í Teheran í október síðastliðnum.

Erlent

Færeyskan verður þjóðtunga

Færeyska landstjórnin hefur látið undirbúa þingsálykturnartillögu um að færeyskan fái stöðu þjóðtungu og verði einnig notuð í opinberu máli.

Erlent

Flýið, Marsbúar Flýið

Líkurnar á því að loftsteinn sem er á stærð við fótboltavöll rekist á Mars í lok þessa mánaðar hafa aukist umtalsvert.

Erlent

Rólegt á yfirborðinu í Naíróbí, en kraumar undir niðri

Ómar Valdimarsson, sendifulltrúi Rauða krossins er búsettur í Nairóbí í Kenýa þar sem nú ríkir afar ótryggt ástand í kjölfar umdeildra forsetakosninga þar sem stjórnvöld hafa verið ásökuð um víðtækt kosningasvindl. Að minnsta kosti 250 hafa fallið í átökum síðustu daga en Ómar, sem vinnur sem forstöðumaður upplýsingadeildar á svæðisskrifstofu Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans fyrir Austur-Afríku, segir að dagurinn í dag sé sá rólegasti frá því kosningarnar fóru fram í síðustu viku.

Erlent

Nýju ári fagnað um allan heim

Nýju ári var fagnað með skoteldum víða um heim í nótt. Á Rauða torginu í Moskvu dönsuðu Rússar um með þjóðfána sinn. Orð Pútíns forseta í áramótaávarpi hans um hagvöxt og samheldni þjóðarinnar þeim hvatning.

Erlent

Sonur Bhutto tekur við

Nítján ára gamall sonur Benazir Bhutto mun taka sæti hennar sem formaður Þjóðarflokksins í Pakistan. Sonurinn, sem heitir Bilawal Zardari, er sagnfræðinemi við Kristskirkjuháskólann í Oxford.

Erlent

Erfðaskrá Bhuttos opnuð í dag

Búist er við að Benasír Bhutto hafi tilnefnt eftirmann sinn sem formanns Þjóðarflokks Pakistans í erfðaskrá sinni sem verður opnuð í dag. Valið er talið standa á milli eiginmanns hennar, Asifs Alis Zardaris, sons þeirra, Bilals, sem er nítján ára og helsta ráðgjafa hennar, sem heitir Makhdoom Amin Fahim.

Erlent

Segir stjórnarandstöðuna í Kenýa hafa framið versta glæp

Mikil óvissa er um úrslit í þing- og forsetakosningum í Kenýa. Forseti landsins, Mwai Kibaki, segir að stjórnarandstaðan hafi framið hinn versta glæp gegn lýðræðinu með því að lýsa yfir sigri í kosningunum. Stjórnarandstaðan segir að ekki sé einleikið hversu langan tíma taki að tilkynna um úrslit.

Erlent

Osama bin Laden minnir á sig

Osama bin Laden, leiðtogi al Qaeda hryðjuverkasamtakanna sakar Bandaríkjamenn um að vilja ná yfirráðum yfir olíulindum Íraka.

Erlent

David Letterman til starfa á ný

Spjallþáttakóngurinn David Letterman hefur náð samkomulagi við handritshöfunda, sem hafa verið í verkfalli, og því getur vinna hafist að nýju við að framleiða þáttin hans.

Erlent

Barnaræningjarnir komnir heim til Frakklands

Sex franskir hjálparstarfsmenn, sem dómstóll í Afríkuríkinu Tjad dæmdi í átta ára þrælkunarvinnu fyrir helgi, komu heim til Frakklands seint í gærkvöldi. Þar verður þeim gert að afplána dóm sinn samkvæmt gagnkvæmum framsalssamningi ríkjanna.

Erlent

Hicks látinn laus

Ástralinn David Hicks, eini fanginn í Guantanamo-fangabúðum Bandaríkjamanna á Kúbu, sem hlotið hefur dóm fyrir aðild að hryðjuverkum, var látinn laus úr fangelsi í heimalandi sínu í morgun. Hicks játaði í mars að hafa aðstoðað al Kaída hryðjuverkasamtökin þegar hann var í Afganistan og var dæmdur í sjö ára fangelsi.

Erlent

Lýstu yfir sigri í kosningum í Kenía

Stjórnarandstæðingar í Kenía lýstu í morgun yfir sigri í forsetakosningum sem fóru fram í landinu á fimmtudag. Ræla Ódinga, frambjóðandi þeirra, er með fjögurra prósenta forskot á Mvæ Kíbakí, sitjandi forseta, þegar búið er að telja þrjá fjórðu greiddra atkvæða.

Erlent