Erlent

Bréf drottningamannsins til Díönu miskunnarlaus

Philip drottningamaður skrifaði miskunnarlaus og niðurlægjandi bréf til Diönu prinsessu þar sem hann gagnrýndi siðsemi hennar og lífstíl. Simone Simmons vinkona Díönu bar vitni um þetta við réttarhöldin á dauða Díönu í dag. Hún sagði að prinsessan hefði sýnt sér tvö bréf frá hertoganum af Edinborg frá 1994 eða 1995.

Erlent

Hitti konuna á hóruhúsi

Pólskur maður er að skilja við eiginkonu sína til fjórtán ára eftir að hann hitti hana meðal starfsstúlkna þegar hann fór á hóruhús.

Erlent

Kærður fyrir að reka reyklaust starfsfólk

Atvinnuveitandi í Þýskalandi hefur verið kærður fyrir að reka þrjá reyklausa starfsmenn og ráða reykingamenn í þeirra stað af því að þeir pössuðu betur í hópinn. Thomas Jensen yfirmaður fjarskiptafyrirtækis í Buesum í Norður-Þýskalandi segir að reykingamenn hafi alltaf verið bestu starfsmenn fyrirtækisins. Reyklausir starfsmenn skemmi fyrirtækjafriðinn.

Erlent

Múslimasamtök hóta Noregi

Regnhlífasamtök herskárra múslima í Írak hafa hótað Norðmönnum "miklum sársauka" ef þeir vísa múslimaklerkinum Krekar úr landi.

Erlent

Bush hittir Abbas í dag

Í dag mun George Bush bandaríkjaforseti eiga fund með Abbas leiðtoga Palestínumanna og mun umræðuefnið verða landnám Ísraelsmanna og aðgerðir herskárra palestínumanna.

Erlent

Clinton hjónin eflast við mótlæti

Hillary Clinton fagnar varnarsigri í forkosningunum í New Hampshire, eftir að allar kannanir höfðu spáð Barack Obama yfirgnæfandi sigri. Góður vinur Clinton hjónanna segir í einkaviðtali við Stöð tvö að þau taki ósigrum illa og séu aldrei ákveðnari en þegar á móti blæs.

Erlent

Margt skrýtið í kýrhausnum

Bandarískur maður sem sendi elskhuga eiginkonu sinnar blóðugan kýrhaus í pósti, var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til samfélagsþjónustu.

Erlent

Sér nýtt tækifæri til friðar

Bush Bandaríkjaforseti kom í opinbera heimsókn til Ísraels í morgun. Hann sagðist við komuna sjá nýtt tækifæri til friðar fyrir botni Miðjarðarhafs.

Erlent

Þið springið eftir tvær mínútur -myndband

Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur sent frá sér myndbandsupptökur af því þegar fimm íranskir hraðbátar sigldu upp að bandarískum herskipum á Hormuz sundi um síðustu helgi og hótuðu að sprengja þau í loft upp.

Erlent

Sæll vertu, Obama frændi

Raila Odinga, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kenía, heldur því fram að hann sé frændi Baracks Obama, forsetaframbjóðanda í Bandaríkjunum.

Erlent

Íslendingar hjá France 24 í áfalli

Ákvörðun Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta um að franska fréttastöðin France 24 hætti útsendingum á ensku og arabísku kemur starfsmönnum algjörlega í opna skjöldu. Þetta segir Sara M. Kolka fréttaframleiðandi sem hefur unnið að uppbyggingu stöðvarinnar frá því henni var hleypt af stokkunum fyrir rétt rúmu ári síðan.

Erlent

Lengja á líftíma Hubble um áratug

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, er nú að leggja lokahönd á björgunarleiðangur til Hubble-stjörnusjónaukans en með leiðangrinum er ætlunin að lengja líftíma Hubble um allt að áratug.

Erlent

Stálu 200 tonna stálbrú

Brotajárnsþjófum í Rússlandi tókst að ræna 200 tonna stálbrú að næturlagi án þess að nokkur tæki eftir athæfinu.

Erlent

Gullörn fæli refi af flugbrautum

Stjórnendur flugvallarins við hafnarborgina Bari á Ítalíu hafa gripið til þess ráðs að fá taminn gullörn til liðs við sig. Er erninum ætlað að fæla refi frá flugbrautunum á vellinum

Erlent