Erlent

Keníska lögreglan skaut mótmælanda til bana

Lögreglan í Kenía skaut mann til bana í mótmælum stjórnarandstöðunnar í borginni Kisumu í dag. Alfred Onyango, íbúi og vitni að atburðinum, sagði að þegar lögreglan leysti upp eitt þúsund manna mótmæli, hefði hún skotið tvo menn, einn hefði látist og annar væri alvarlega slasaður.

Erlent

Loksins sigraði Romney

Fréttaskýrendur eru farnir að líkja forkosningunum í Bandaríkjunum sem rússibanaferð þar sem allt getur gerst. Og nú var komið að Mitt Romney sem vann forkosningar Repúblikana í Michigan nokkuð örugglega. Hillary Clinton vann táknrænan sigur Demókrata.

Erlent

Sea Sheperd liðum sleppt

Japönsk yfirvöld hafa fyrirskipað lausn tveggja baráttumanna gegn hvalveiðum sem komust um borð japanskt í hvalveiðiskip í Suðurhöfum í gær.

Erlent

Díana vildi ekki að Karl yrði kóngur

Dína prinsessa var á þeirri skoðun að eiginmaður sinn ætti ekki að verða konungur og að sleppa ætti einni kynslóð svo Vilhjálmur sonur hennar gæti fyrr tekið við krúnunni.

Erlent

Páfi lætur undan þrýstingi mótmælenda

Benedikt páfi hætti í dag við að halda ræðu við skólasetningu einn virtasta háskóla Rómar á fimmtudag eftir að fyrirhuguð mótmæli nemenda og kennara ógnuðu því að varpa skugga á athöfnina.

Erlent

Jarðsprengja banaði kanadískum hermanni

Kanadískur hermaður lét lífið í Afganistan í dag þegar faratæki sem hann var farþegi í keyrði yfir jarðsprengju. Hann lést samstundis. Alls hafa tæplega 80 kanadískir hermenn látist í Afganistan síðan að Talbönum var steypt af stóli árið 2002.

Erlent

Mazda brúar bilið

Mazda Furai er ætlað að brúa bilið á milli kappakstursbíls og sportbíls, í nýjum götubíl. Nýi bíllinn er grundvallaður Le Mans kappaksursbíl.

Erlent

Á fjórða þúsund hermenn sendir til Íraks

Bandaríkjamenn ætla að senda 3200 hermenn til Íraks til viðbótar við þá sem eru þar nú. Sky fréttastöðin greinir frá þessu. Gagnrýni á hersetu Bandaríkjamenn fer sífellt vaxandi og Bush Bandaríkjaforseti sagði fyrr í vikunni að tuttugu þúsund hermenn yrðu kallaðir heim frá Írak innan hálfs árs.

Erlent

Reyndu að flækja skrúfu hvalveiðiskips

Japanar segja að áður en tveir af liðsmönnum Sea Shepherd réðust um borð í hvalveiðiskip þeirra hafi skip Sea Shepherd reynd að flækja köðlum í skrúfu þess, auk þess sem áhöfnin hafi fleygt flöskum með sýru yfir á þilfar hvalveiðiskipsins.

Erlent

Bundu hvalverndunarsinna við mastur hvalveiðiskips

Japanskir hvalveiðimenn voru ekki að tvínóna við hlutina þegar tveir hvalaverndunarsinnar réðust um borð í skip þeirra í morgun til að mótmæla hvalveiðum Japana í Suður-Íshafi. Tvímenningarnir voru bundnir við mastur hvalveiðiskipsins.

Erlent

Hérna er jólatrÉÉÉÉÐ

Þýskur maður var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa losað sig við jólatréð sitt með því að fleygja því út um glugga á þriðju hæð.

Erlent