Erlent

Ákvörðun Rússlands og Kína "svívirðileg"

Aðildarríki Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna harma ákvörðun Rússlands og Kína um að hafa beitt neitunarvaldi sínu í gær þegar ráðið fjallaði um ályktun varðandi ástandið í Sýrlandi.

Erlent

Samgöngur farnar úr skorðum í Bretlandi

Snjó hefur kyngt niður í Bretlandi og liggja samgöngur þar víða niðri. Ökumenn hafa neyðst til að skilja bíla sína eftir á hraðbrautum vegna snjóþungans og hafa björgunarsveitarmenn á sérútbúnum bifreiðum þurft að kalla eftir aðstoð.

Erlent

Fljúgandi fólk yfir New York

Auglýsingabrella hefur vakið mikla athygli á myndbandavefsíðunni YouTube. Myndbandið sýnir nokkrar fjarstýrðar flugvélar í mannslíki svífa yfir götum New York í Bandaríkjunum.

Erlent

Féll í kælilaug kjarnaofns

Starfsmaður í kjarnorkuveri í Kaliforníu varð fyrir þeirri óheppilegri reynslu að detta ofan í kælilaug kjarnaofns. Slysið átti sér stað þegar hann teygði sig í vasaljós sem hann hafði misst.

Erlent

Öryggisráðið fundar um Sýrland

Talið er að 200 hafi látist í sprengjuárásum í borginni Homs í Sýrlandi í dag. Andspyrnuhópar segja að yfirvöld þar landi hafi staðið að baki árásinni.

Erlent

Rússar mótmæla í frosthörkum

Tugir þúsunda mótmæltu í Moskvu í dag en þess er krafist að Vladimír Pútín dragi forsetaframboð sitt til baka. Skipuleggjendur mótmælanna segja að 120.000 manns hafi verið á mótmælunum.

Erlent

Manning mun fara fyrir herdómstól

Bandaríski herinn hefur staðfest að Bradley Manning, greiningasérfræðingnum sem gefið að sök að hafa lekið þúsundum skjala sem innihéldu mikilvægar öryggisupplýsingar til uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, verði sóttur til saka fyrir herdómstólum, að því er kemur fram á fréttavef BBC.

Erlent

Finnar kjósa um helgina

Forsetakosningar fara fram í Finnlandi um helgina. Frambjóðendurnir tveir, þeir Pekka Haavisto og Sauli Niinistö, eru báðir evrópusinnar og telja björgun evrunnar vera forgangsatriði.

Erlent

Felldu niður mál gegn Armstrong

Saksóknarar ákváðu í dag að fella niður mál á hendur Lance Armstrong, einum þekktasta hjólreiðamanni í heimi. Rannsókn hefur staðið yfir í næstum tvö ár vegna gruns um að Armstrong hafi notað lyf til að bæta árangur sinn í hjólreiðum. Armstrong hefur sjö sinnum unnið Tour de France hjólreiðakeppnina og ljóst má þykja að sakfelling í málinu hefði gert út um arfleið hans sem hjólreiðamanns. Sjálfur neitaði Armstrong alltaf ásökunum um að hafa tekið ólögleg lyf. Saksóknarar hafa ekki útskýrt á hvaða forsendu sú ákvörðun var tekin að fella málið niður.

Erlent

Of hraður akstur varð ráðherra að falli

Chris Huhne, orkumálaráðherra í Bretlandi, ætlar að láta af embætti vegna ásakana um að hann hafi truflað framgang réttvísinnar. Huhne og eiginkona hans voru stöðvuð fyrir of hraðan akstur árið 2003. Hann er talinn hafa ekið bílnum en fullyrt eftir að þau voru stöðvuð að það hafi verið eiginkona hans sem hafi verið á bakvið stýri. Huhne segist vera saklaus af ásökununum en hann ætli að láta af embætti til að skapa ró um það. Ed Davey viðskiptaráðherra tekur ráðherraembættið yfir en Nick Clegg aðstoðarforsætisráðherra Bretlands segist vonast til þess að Huhne eigi afturkvæmt í ríkisstjórnina.

Erlent

Fæddi sjö kílóa barn

Ljósmæðrum og læknum í litlum bæ í norður Kazakstan brá heldur í brún þegar að risavaxið barn kom í heiminn í morgun. Barnið vó hvorki meira né minna en sjö kíló en ný fædd börn eru yfirleitt í kringum þrjú og þrjú og hálft kíló.

Erlent

Trump lýsir yfir stuðningi við Romney

Hinn litríki viðskiptamaður Donald Trump hefur lýst yfir stuðningi sínum við Mitt Romney í baráttunni um hver verði valinn sem forsetaefni Repúblikanaflokksins í haust.

Erlent

Fundu stór krabbadýr á 7 kílómetra dýpi

Vísindamenn hafa fundið stór krabbadýr á 7 kílómetra dýpi undan ströndum Nýja Sjáland. Krabbar þessir eru kallaðir ofurrisar því þeir eru tífalt stærri en þeir krabbar af sömu tegund sem fundist hafa áður í heiminum.

Erlent