Erlent

Fyrrum nasisti lést í Bæjaralandi

Þetta er íbúðarblokkin í Bæjaralandi sem Faber bjó í árum saman.
Þetta er íbúðarblokkin í Bæjaralandi sem Faber bjó í árum saman. mynd/AFP
Fyrrverandi nasistinn Klaas Carel Faber lést í Bæjaralandi í Þýskalandi í dag, níræður að aldri. Faber, sem var af hollensku bergi brotinn, hafði búið í Þýskalandi síðan hann slapp úr fangelsi í Hollandi.

Hann var upphaflega dæmdur til dauða fyrir glæpi sína en dómurinn var síðar mildaður. Var Faber gert að sæta lífstíðarfangelsi.

Faber bar ábyrgð á dauða 22 gyðinga í Westerbork herbúðunum í Hollandi.

Klaas Carel Faber árið 1951.mynd/Wikipedia
Eftir að Faber braust út úr fangelsi árið 1952 var honum veittur þýskur ríkisborgararéttur og var hann frjáls maður þangað til að hann lést.

Yfirvöld í Hollandi reyndu margoft fá Faber framseldan en stjórnvöld í Þýskalandi urðu aldrei við ósk þeirra.

Talið er að nýrnabilun hafi verið banamein Fabers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×