Erlent

Eldsvoði í París

París
París
Slökkviliðsmenn berjast nú við eldsvoða í í sjö hæða byggingu í hjarta Parísar. Talið er að um 40 manns hafi verið í byggingunni þegar eldurinn braust út.

Slökkviliðsmenn berjast enn við eldinn en þeim tókst að rýma húsið á skömmum tíma. AFP fréttaveitan greinir frá því að um sextán hafi slasast í eldsvoðanum, þar af fimm alvarlega.

Talið er að eldurinn hafi komið upp í kjallara byggingarinnar og að hann hafi breiðst hratt um húsið.

Um 230 slökkviliðsmenn reynda nú að ná tökum á eldinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×