Erlent

Fjölskylda lést í Afganistan

mynd/AFP
Átta manna fjölskylda, sex börn móðir og faðir létust í loftárás Nató í austurhluta Paktia-héraðs í Afganistan í gær.

Þarlend yfirvöld segja fjölskylduna ekki hafa tengst Talíbönum eða hryðjuverkasamtökum á neinn hátt.

Embættismaður í Kabúl hefur staðfest mannfallið líkt og Nató, en talsmaður Atlantshafsbandalagsins segir að verið sé að grafast fyrir um málið og að frekari upplýsinga sé að vænta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×