Erlent

Lady Gaga aflýsir tónleikum

Frá Indónesíu.
Frá Indónesíu. mynd/AP
Söngkonan Lady Gaga hefur ákveðið að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum í Indónesíu eftir að henni bárust hótanir frá öfgafullum múslimum.

Þar kom fram að hún yrði beitt ofbeldi ef tónleikarnir færu fram og að kynæsandi klæðnaður hennar og ögrandi dansar gætu spillt æsku landsins.

Þarlend yfirvöld neituðu jafnframt að veita söngkonunni tilsett leyfi vegna framkomu hennar á sviði og báðu hana um að draga úr öfgum.

Tónleikarnir sem áttu að fara fram þann þriðja júní áttu að vera þeir fjölmennustu á tónleikaferðalagi Lady Gaga um Asíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×