Erlent

Borgen vann BAFTA verðlaunin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birgitte Nyborg er aðalpersóna sjónvarpsþáttarins Borgen.
Birgitte Nyborg er aðalpersóna sjónvarpsþáttarins Borgen.
Danski sjónvarpsþátturinn Borgen, sem er mörgum Íslendingum kunnur, vann hin virtu Bafta verðlaun í dag í flokknum besti sjónvarpsþátturinn. Verðlaunin voru veitt í Royal Festival Hall í Themsen í Lundúnum í dag. Þátturinn fékk einnig verðlaun í flokknum besti handritshöfundur, eftir því sem danska ríkisútvarpið greinir frá. Aðrir þættir sem voru tilnefndir í flokknum besti sjónvarpsþátturinn var Forbrydelsen 2, The Slap og Modern Family sem er sýndur á Stöð 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×