Erlent

Grunaður um að hafa ætlað að ráðast á þinghúsið

Karlmaður var handtekinn í gær nærri þinghúsinu í Washington í Bandaríkjunum vegna gruns um að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk. Maðurinn er 29 ára gamall og er sagður vera ólöglegur innflytjandi frá Marokkó. Yfirvöld í Washington telja að maðurinn hafi ætlað að sprengja sig í loft upp við þinghúsið. Alríkislögreglan, FBI, og öryggisverðir i þinghúsinu segja að fylgst hafi verið með manninum vikum saman. Yfirvöld segja að almenningi hafi ekki stafað hætta af manninum.

Erlent

Skipar 22 nýja kardínála í dag

Benedikt sextándi páfi mun skipa 22 nýja kardínála við hátíðlega athöfn í Péturskirkjunni í Róm í dag. Kardínálar eru æðstu embættismenn páfans. Nýir og gamlir kardínálar hittust á lokuðum fundi í gær til að ræða hvernig hægt væri að auka trú almennings, en hún þykir fara þverrandi víðs vegar um heim. Eftir athöfnina í dag munu kardínálar í kaþólsku kirkjunni verða alls 213 talsins. Þar af eru 125 undir áttatíu ára aldri. Það eru þeir sem munu taka þátt í vali á nýjum páfa þegar Benedikt sextándi fellur frá.

Erlent

Vilja aðstoða uppreisnarmenn

Sýrlenski herinn hélt áfram þungum sprengjuárásum á íbúa borgarinnar Homs í gær, daginn eftir að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti harðorða ályktun þar sem krafist er afsagnar Bashars al-Assads Sýrlandsforseta.

Erlent

Skipaður fiskimálaráðherra

Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, hefur skipað Jacob Westergaard í embætti fiskimálaráðherra. Johannesen leysti Jákup Mikkelsen úr embættinu því að hann þótti of tengdur aðilum í sjávarútvegi. Til dæmis er mágur hans umsvifamikill útgerðarmaður.

Erlent

Segist ekki njóta trausts

Christian Wulff, forseti Þýskalands, sagði af sér eftir að saksóknari fór fram á að hann yrði sviptur friðhelgi svo hægt verði að rannsaka grun um spillingarmál. Angela Merkel leitar nú að arftaka.

Erlent

Adele æf vegna meints kynlífsmyndbands

Hin margverðlaunaða söngkona Adele hefur fyrirskipað lögfræðingum sínum að kæra franskan ljósmyndara fyrir að birta kynlífsmyndband þar sem hún er sögð vera í aðalhlutverki.

Erlent

Átökin harðna dag frá degi

Sýrlandsher lagði til atlögu gegn borginni Daraa í Sýrlandi í gær, en þar í borg hófust mótmælin gegn Bashar al-Assad forseta í mars á síðasta ári.

Erlent

Evrópuþingið vill skákkennslu í alla grunnskóla

Evrópuþingið vill að skák verði kennd við alla grunnskóla í Evrópusambandinu. Ganga á til atkvæðagreiðslu um málið í næsta mánuði og það yrði þá sent framkvæmdanefnd sambandsins til afgreiðslu í framhaldinu.

Erlent

Fyrrum kærustupar deildu um forræði yfir hundi

Það var mikil gleði í dómsal í litlum bæ í grennd við borgina Marseille í Frakklandi á dögunum en þá vann karlmaður forræðisdeilu sem fyrrum kærasta hans höfðaði gegn honum. Deilan snérist þó ekki um barn eins og algengt er í slíkum málum, heldur um hund.

Erlent

Sagðir hafa lagt á ráðin um dráp á diplómötum

Hópur írana sem nú er í haldi lögreglu í Bankok í Tælandi ætlaði að ráða tvo ísraelska diplómata af dögum. Þetta fullyrðir lögreglan þar í landi. Ekki hefur verið gefið út um hvaða einstaklinga var að ræða en lögreglan segir að undirbúningur fyrir tilræðin hafi verið langt kominn.

Erlent

Átta palestínsk börn létust í árekstri

Að minnsta kosti átta palestínsk börn og kennari þeirra létust í morgun þegar rúta sem þau voru farþegar í rakst á Ísraelskan flutningabíl. Börnin voru á leið til Ramallah þegar slysið varð. Rútan fór veltu og braust út eldur um leið.

Erlent

Vill milljarð fyrir koníakssafn

Hollenskur maður ætlar að freista þess að selja koníaks-safn sitt en það telur yfir fimm þúsund flöskur. Verðmætasta flaskan í safninu er metin á um 150 þúsund evrur. Það er ansi mikið fyrir koníak en það sem er merkilegt við flöskuna er að hún kemur frá herliði Napólenos og er frá árinu 1795.

Erlent

Hundruð brunnu inni í fangelsinu

Meira en þrjú hundruð manns létu lífið í eldsvoða í fangelsi í Hondúras í gær. Tugir brunnu inni meðan slökkvilið var að leita að lyklum. Fimm hundruð fangar sluppu. Ævareiðir aðstandendur heimta svör.

Erlent