Erlent

Rúmlega 80% Breta vilja þjóðaratkvæði um ESB aðild

Rúmlega 80% Breta vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina að Evrópusambandinu í náinni framtíð. Þar af vilja 49% að slík atkvæðagreiðsla verði haldin strax í dag.

Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunnar sem gerð var af blaðinu The Times. Fram kemur að aðeins þriðjungur Breta vill áfram vera inni í Evrópusambandinu en um 40% vilja að landið segi sig úr sambandinu.

Erfiðleikarnir á evrusvæðinu hafa endurvakið deilur meðal Breta um ágæti þess að tilheyra Evrópusambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×