Erlent

Fann líffæri út á miðri gangstétt

Lunga í mannslíkama.
Lunga í mannslíkama.
Íbúa í Los Angeles í Bandaríkjunum brá heldur betur í brún á dögunum þegar hann gekk fram á líffæri á gangstétt í suðurhluta sýslunnar. Samkvæmt fréttastofu AP hringdi íbúinn á sunnudaginn og tilkynnti um líffærið, sem talið er að séu lungu.

Ekki er vitað hvernig líffærið endaði á stéttinni en það hefur verið afhent skrifstofu dánardómstjóra í borginni til frekari rannsókna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×