Erlent

Berjast við mikla skógarelda í Colorado

Yfir 250 slökkviliðsmenn berjast nú við mikla skógarelda í ríkinu Colorado í Bandaríkjunum.

Þegar hafa yfir 8.000 hektarar brunnið en eldarnir geisa í um 100 kílómetra fjarlægð norður af borginni Denver. Eins manns er saknað í þessu eldum og hundruð manna hefur þurft að yfirgefa heimili sín.

Töluverður vindur á svæðinu hefur gert slökkviliðsmönnum erfitt um vik við að ráða niðurlögum eldanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×