Erlent

Bréf frá Napoleon Bonaparte slegið fyrir metfé

Bréf sem Napoleon Bonaparte skrifaði á ensku var slegið á uppboði í París fyrir metfé eða um 50 milljónir króna. Þetta er fimmfalt það verið sem talið var að fengist fyrir bréfið.

Napoleon skrifaði þetta bréf árið 1816 þegar hann var í útlegð á eyjunni Saint Helena eftir ósigur sinn í orrustunni við Waterloo.

Napoleon notaði tímann í útlegðinni m.a. til að læra ensku og ber bréfið merki þess að það nám hafi gengið brösulega þar sem bréfið er fullt af málvillum.

Það var franska Bréfa og skjalasafnið í París sem hreppti bréfið eftir töluverða baráttu á uppboðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×