Erlent

Ákæran tilbúin

Gengið hefur verið frá ákæru á hendur fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik sem myrti 77 manns í Útey og miðborg Osló.

Erlent

Spánverjar standa ekki við loforðin

Leiðtogar Evrópusambandsins hafa samþykkt að Serbía fái stöðu umsóknarríkis, en Rúmenía og Búlgaría þurfa enn um sinn að bíða eftir því að fá aðild að Schengen-sambandinu.

Erlent

Þrettán sinnum brotist inn hjá NASA

Þrettán sinnum var brotist inn í tölvukerfi Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, á síðasta ári. Þetta sagði Paul Martin, fulltrúi NASA, þegar að hann gaf skýrslu fyrir bandarískri þingnefnd nú í vikunni.

Erlent

Rauði krossinn fær að fara inn í borgina Homs

Sýrlensk stjórnvöld hafa ákveðið að leyfa fulltrúum Rauða krossins að fara inn í Baba Amr hverfið í borginni Homs í dag. Með þeim í för verður fólk frá systursamtökunum Rauða hálfmánanum í Sýrlandi.

Erlent

Klerkastéttin gegn forseta

Stjórnarandstaðan í Íran á fyrirfram litla möguleika í þingkosningunum, sem haldnar verða í dag. Tveir helstu leiðtogar hennar hafa því hvatt landsmenn til þess að taka ekki þátt í kosningunum.

Erlent

Jack Nicholson á fölsuðum skilríkjum

Brasilískur maður hefur verið ákærður fyrir skjalafals eftir að hann reyndi að opna bankareikning með fölsuðum skilríkjum. Á skilríkjunum var mynd af leikaranum víðfræga Jack Nicholson.

Erlent

Ikea hefur sölu á búslóðum

Húsgagnaframleiðandinn Ikea hefur gengið skrefinu lengra og mun brátt hefja sölu á heilum íbúðum. Allar vinsælustu vörur Ikea fylgja með húsinu en það mun eflaust taka lengur en einn eftirmiðdag að setja húsið saman.

Erlent

Rauðir Krossinn aðstoðar í Homs

Alþjóðaráð Rauða Krossins og Rauða hálfmánans tilkynnti í dag að samtökin hafi fengið leyfi frá yfirvöldu í Sýrlandi til að fara inn í borgina Homs.

Erlent

Bretland lokar sendiráði sínu í Sýrlandi

Bretland hefur ákveðið að loka sendiráði sínu í borginni Damaskus í Sýrlandi. Samkvæmt William Hague, Utanríkisráðherra Bretlands, var ekki lengur hægt að tryggja öryggi starfsmanna sendiráðsins og voru þeir því fluttur úr landi.

Erlent

Risaflær herjuðu á risaeðlurnar

Flóabit er ekki nýtt vandamál í heiminum. Í Kína hafa fundist steingerfingar af risastórum flóm sem herjuðu á risaeðlur fyrir um 165 milljónum ára síðan.

Erlent

Twitter-fuglinn hefur víst nafn

Blái fuglinn hefur verið einkennismerki samskiptasíðunnar Twitter síðan hún var stofnuð árið 2006. Nú hefur nafn fuglsins loks verið opinberað.

Erlent

Jarðarbúar beðnir um að horfa til himins

Geimvísindamenn leita nú til almennings eftir hjálp við leit að lífi í alheiminum. Á nýrri vefsíðu getur fólk nú leitað í rannsóknargögnum stjarneðlisfræðinga og vonandi uppgötvað það sem ofurtölvur hafa ekki getað numið hingað til.

Erlent